Tíminn - 29.02.1992, Qupperneq 20

Tíminn - 29.02.1992, Qupperneq 20
20 Tíminn Laugardagur 29. febrúar 1992 MINNING Pálmi Pálsson bóndi, Hjálmsstöðum Fæddur 6. júní 1911 Dáinn 19. febrúar 1992 Það er sama hvað maður býr sig vel undir andlát ættingja og vinar. Alltaf verður höggið jafn þungt og kemur manni jafn mikið að óvörum. Pálmi var nýfarinn frá mér úr kaffi, 19. febrúar, hress eftir atvikum, komst heim og varð þar bráðkvaddur. Pálmi feddist að Hjálmsstöðum 6. júní 1911, ólst þar upp og átti alla tíð þar heimili. Móður sína, Þórdísi Grímsdóttur, missti Pálmi 1914, en faðir hans, Páll Guðmundsson, giftist aftur og þá Rósu Eyjólfsdóttur, sem gekk Pálma í móður stað og mat hann hana ávallt sem sína móður. Skólagangan varð ekki mikil, frekar en margra annarra á þessum tímum. Bamaskólanám og svo Haukadals- skóli veturinn 1930-31 hjá Sigurði Greipssyni, sem hann bar mikið lof á alla tíð. 18 ára fór hann að stunda sjó- inn, bæði á bátum og togurum, sigldi á stríðsárunum, sem ekki hentaði hverjum sem var. Hann missti þar bróður sinn Erlend, er skipi hans var sökkt. Það var mikið áfall fyrir Pálma; þeir höfðu verið saman á togaranum og fóru túrana til Englands til skiptis. Jafnframt sjómennskunni var hann nokkur sumur verkstjóri hjá Skóg- rækt ríkisins og þá mest við skóg- ræktar- og mæðiveikigirðingar. Fór þá víða og kynntist fólki og landi, enda maðurinn opinn fyrir slíku. Eitt sinn átti að henda ónýtu trjáfræi hjá Skógræktinni, en Pálmi og félag- ar settu það niður. Það er nú lundur- inn sem keyrt er í gegnum á leiðinni að Haukadalskirkju. Pálmi var alltaf nokkuð stoltur af þessum lundi og ánægður með að fá styttuna af Sig- urði Greipssyni þar staðsetta. Pálmi var alltaf mikill skógræktarmaður í sér. 1942 snýr Pálmi við blaðinu. Giftist Ragnheiði Sveinbjömsdóttur frá Snorrastöðum og hóf búskap með henni að Hjálmsstöðum. Fyrst í tví- býli við föður sinn, en síðar við Andr- és bróður sinn og hefur því sambýli alltaf famast vel. Böm Pálma og Ragnheiðar em sex: Gróa Berglind, f. 30.09.42, húsmóð- ir og starfsmaður Menntaskólans að Laugarvatni, gift Hilmari Einarssyni byggingarfulltrúa, en þau eiga fimm böm og tvö bamaböm. Guðrún, f. 23.12.43, hjúkrunaríræð- ingur í Mosfellsbæ, gift Finn Hansen málarameistara og eiga þau þrjú böm. Páll, f. 07.01.46, bóndi að Hjálms- stöðum, kvæntur Fanneyju Gests- dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau fjögur börn. Sveinbjöm Reynir, f. 26.02.47, bif- vélavirki í Reykjavík, kvæntur Guð- björgu Eygló Þorgeirsdóttur snyrti- sérfræðingi og eiga þau þrjú böm. Bragi, f. 28.12.52, bifreiðasmiður í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Krist- insdóttur húsmóður og eiga þau þrjú böm. Þórdís, f. 15.02.54, húsmóðir á Laug- arvatni, gift Tómasi Tryggvasyni húsasmíðameistara og eiga þau þrjú böm. Alsystkini Pálma, sem nú em á lífi, em Hildur, húsmóðir í Reykjavík, gift Bimi Jónssyni; og Grímur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Helgu Valtýsdótt- ur. Látin em af alsystkinum Pálma: Oddný, Guðmundur, Gróa, Erlendur og Bryndís. Hálfsystkini Pálma, samfeðra, nú á lífi em: Þórdís á Hjálmsstöðum, Andrés á Hjálmsstöðum, Hilmar bú- settur í Reykjavík, kvæntur Svövu Bjömsdóttur, og Ásgeir búsettur í Reykjavík, kvæntur Guðlaugu Jóns- dóttur. Látin em af hálfsystkinum Pálma: Sigurður, Guðmundur og Eyjólfúr. Það kom í minn hlut að verða fyrsta tengdabamið, og eins og gengur þá gleypti Pálmi nú ekkert við því að dóttirin væri orðin fleygur fugl og gæti farið hvert á land sem væri. En okkar samskipti urðu öll eins og best verður á kosið. Þó húsið á Hjálms- stöðum væri ekki stórt, tók hann því vel að hýsa okkur hjónin með bam á meðan við byggðum yfir okkur á Laugarvatni. Það var góður tími. Við getum líka öll, tengdabömin, sagt með sanni að Hjálmsstaðahjónin hafa alltaf tekið okkur sem sínum eigin bömum og við umgengist þau sem okkar foreldra. Pálmi var vinnusamur, stundum full kappsamur, gat ekki unnið hægt, vann sig sveittan, en gat svo hvílst á eftir þegar verkinu var lokið. Þetta kom sér illa þegar hjartað fór að gefa sig, þá gat hann ekki unnið rólega. En þrátt fyrir vinnusemina löðuðust bömin að honum og lærðu þar sitt- hvað til verka. Fyrsta verkið, sem hvert bamabam lærði, var að skrúfa tappann af tóbaksglasinu og gefa afa í nefið. Einn verkþátt gat hann þó aldr- ei fellt sig við og vorkenndi okkur yngri mönnunum þegar við lentum í bleyjugrufli og uppvaski; það voru ekki karlmannsverk. Hann hafði líka sérstakt lag á sum- um hundunum sínum og gat látið þá taka hina ýmsu snúninga af sér. Það gera hundar ekki nema þeir beri virð- ingu fyrir húsbónda sínum. Pálmi las mikið og þagði ekki yfir því sem hann las, heldur sagði manni all- an þráðinn og það svo vel að ef maður las bókina sjálfur var það eins og að vera að lesa hana í annað sinn. Pálmi ferðaðist talsvert um landið og naut þess vel, enda oftast í för með bömum og tengdabömum sem nutu þess líka að geta haft foreldrana með. Þannig var líka Hjálmsstaðaheimilið, alltaf sami fasti punkturinn. Þar vann öll fjölskyldan saman við það sem þurfti að gera, þó svo að bömin væru öll flutt að heiman, og þar skemmti fólk sér saman; kynslóðabil þekktist ekki á þeim bæ. Pálmi var glöggur veiðimaður og hafði gaman af veiðiskap. Lá á grenj- um í hálfa öld, eltist við rjúpur til fjalla og silung í ám og stundaði neta- veiði í Laugarvatni. Búmaður var hann hinn besti, enda næmur á skepnur, og mikið snyrti- menni; þoldi ekki rak á túnum. Tók vel við öllum þeim nýjungum, sem nútíminn hefur boðið upp á, þó svo að sumar vélamar væm ekki aö hans skapi hvað snyrtimennskuna á tún- um snerti. Pálmi hætti reglulegum búskap 1982 og tóku þá við búinu Páll og Fanney. Það er mikið lán þegar svo vel tekst til með búskaparbreytingu eins og þar varð. Eftir sem áður gat Pálmi gengið til þeirra verka, sem hann treysti sér til, og heimilin, þó tvö væm orðin, vom sem eitt. Þetta kunnu líka systkini Páls vel að meta og þakka. Fyrir atbeina Pálma var ráðist í það þarfa verk að leiða heitt vatn úr hvemum á Laugarvatni að Snorra- stöðum og Hjálmsstöðum. í þessu vann hann eins og berserkur, rak á eftir öllum og unni sér ekki hvíldar fyrr en hann komst ofan í heitapott- inn heima hjá sér. Þar gat hann síðan oft slappað af. Sveitarstjómarmál fóm ekki fram- hjá Pálma. Hann var sjálfstæðismað- ur og fór ekkert dult með það. Sat í hreppsnefnd í 29 ár, en sagði þá af sér. Pálmi var gleðimaður, en skemmti sér aldrei einn; vildi hafa konu sína, ættingja og vini með, helst sem flesta, syngja mikið og skála, en komast þó alla tíð allra sinna ferða fyrir víninu, eins og hann sagði gjaman. Hann átti gott með að setja saman vísur og fengu flest bömin og bama- bömin frá honum gullkom. Það er mikill söknuður sem fylgir því að kveðja slíkan heiðursmann og vin, en það fylgir því líka mikil gleði að hafa fengið að kynnast honum og vera með honum í öll þessi ár. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát- ur. Farðu á Guðs vegum. Blessuð veri minning Pálma Páls- sonar. Hilmar Einarsson Miðvikudagurinn 19. febrúar rann upp og virtist ætla að verða ósköp venjulegur dagur. Það var hálfgert vesen í vinnunni og ég ákvað að skjótast til afa og ömmu í kaffi, því það var alltaf ömggt að þaðan fór maður ánægður og sáttur við allt, þó svo komið væri þangað í þungu skapi. Það brást heldur ekki í þetta skiptið. Tæpum tveim tímum síðar berst manni sú harmafregn að afi sé dáinn, hann hafi orðið bráðkvaddur í svefn- herberginu sínu. Við slíkar fréttir hrannast minning- amar upp og það er mikill fjársjóður fyrir okkur, öll barnabömin, að eiga nú þessar dýrmætu minningar um þennan eðalmann sem afi var. Ég sá fyrir mér þegar ég sem lítill strákur elti afa út í fjós og fjárhúsin, gefa lömbunum og brynna þeim í ánni. Síðan kom að því að maður þótti nógu gamall til að verða vinnu- maður og þá var öllum stundum eytt á Hjálmsstöðum. Hann var alla tíð mikill og duglegur verkmaður og það smitaðist frá hon- um, því eins og hann sagði stundum: „Sjaldan stendur góður maður hjá og horfir á.“ Á vorin var gengið í það af fullum krafti að lagfera girðingar eftir vet- urinn, dreifa skít og áburði á túnin og svo auðvitað að gá að bornu, eins og kallað var. Þá var farið ríðandi um allar mýrarnar neðan við Hjálmsstaði og athugað hvort einhverjar kindur hefðu borið um nóttina. Þessar ferðir munu ávallt verða ógleymanlegar, því í þeim kenndi afi okkur að meta náttúruna að verðleikum. Hann sagði okkur frá lífinu í gamla daga og hvað fuglarnir og jurtimar hétu og yfirleitt allt milli himins og jarðar. í einni slíkri ferð höfðum við farið fetið lengi vel og hann raulað fyrir munni sér einhvern lagstúf, þegar hann þagnar skyndilega og spyr mig síðan: „Finnst þér ég vera ríkur, Pálmi?" Ég hugsaði mig mig um og þá í þeim dúr að hann ætti Willys ‘54 og ekki virtist hann dreifa um sig pen- ingum, svo ég svaraði: ,Ja, ég veit ekki." Þá sagði hann: „Ég á góða konu og mér hefur auðnast mikið bamalán. Ég átti þess kost að búa í þessum fal- lega dal á þessari góðu jörð og ég á marga góða vini. Svo að mér finnst ég vera ríkur maður." Það þurfti ekki að hugsa mikið um það til að sjá að hann hafði lög að mæla, og nú lít ég svo á að hann hafi dáið sem auðugur maður. Eftir sauðburð tók við rúningur og þaö sem honum fylgdi, og svo, þegar líða tók á sumarið, sláttur á túnum. Þá tók afi okkur bamabörnin með út á tún að raka dreif, því hann þoldi illa að skilið væri eftir hey sem hægt var að nýta. í heyskapnum var ávallt múgur og margmenni, svo nálgaðist oft að vera ættarmót. Þá stjórnaði afi baggaröðun í hlöðuna af röggsemi og krakkarnir hjálpuðu til eins og þeir gátu. Afi var veiðimaður hinn mesti og það voru ófáar ferðimar með honum út á vatn að vitja um eða ganga með stöng meðfram ánum. Hann var slyng rjúpnaskytta, og grenjaskytta var hann áratugum saman í sinni sveit. Það væri hægt að halda lengi áfram, en eins og það er erfitt að byrja á svona grein er ekki síður erfitt að hætta. Við barnabömin erum orðin 21 og langafabörnin eru 2, og öll eig- um við okkar minningar um þennan sómamann. Ég bið guð að styrkja hana ömmu okkar í þessari þungu sorg og einnig alla aðra vini og vandamenn, sem nú sjá á eftir góð- um dreng. Það hefur sjaldan átt bet- ur við að segja að maðurinn lifir þótt hann deyi, og við munum finna fyrir nærveru hans um langa hríð. Guð blessi minningu hans. F.h. bamabama, Pálmi Hilmarsson Börnum mínum, fósturbörnum, tengdabörnum, barnabörnum, sveitungum mínum og öðrum vinum, nær ogfjær, sem heiðruðu mig á níræðisafmæli mínu, þann 18.febrúar, með gjöfum, heimsóknum og heillaóskum í samtölum og símskeytum og gerðu mér daginn ógleymanlegan, færi ég mínar innileg- ustu hjartans þakkir og bið þeim blessunar Guðs. Jensína G. Óladóttir, Bœ. Til sölu tollbáturinn Valur Kauptilboö óskast í tollbátinn Val. Báturinn, sem er 45 fet á lengd, knúinn tveimur vélum og gengur yfir 17 mílur, er til sýnis í gömlu höfninni í Reykjavík í samráði viö Tollstjóraembættiö í Reykjavik (s: 600300). Tilboð leggist inn á skrifstofu vora að Borgartúni 7, Reykjavík, eigi síðar en kl. 11.00 19/3/92. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK BÆNDUR - VERKTAKAR FRASER F-73 5 tonna með Ijósabúnaði og bremsum. Hjólbarðar 11,5x15, 12-laga — hægt að taka skjóiborðin af allan hringinn. Verð aðeins kr. 283,000,- án vask. SANNKALLAÐUR FJÖLNOTAVAGN TUUÍsOtífq

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.