Tíminn - 07.03.1992, Page 1

Tíminn - 07.03.1992, Page 1
Laugardagur 7. mars 1992 48. tbl. 76. árg. VERÐ I LAUSASÖLU KR. 110.- Fara sauð- fjárbænd- ur í mál vii ríkið? Allsherjarnefnd Búnaðarþings hef- ur lagt tillögu fyrir þingið þar sem skorað er á Stéttarsamband bænda að standa fast á rétti sauðfjárbænda um að ríkisstjórnin standi að fullu og öllu við búvörusamninginn. Brjóti ríkisstjórnin ákvæði samn- ingsins, t.d. með því að fresta bein- um greiðslum til bænda til ársins 1993, eins og ríkisstjórnin hefur lýst yfir að hún ætli að gera, þá höfði Stéttarsambandið þegar í stað skaðabótamál á hendur ríkissjóði fyrir hönd bænda. -EÓ HERRA- NOTT MR Herranótt Menntaskólans í Reykjavík frumsýnir á sunnu- daginn leikritið Sölku Völku eftir Halldór Laxness, í leikgerð þeirra Stefáns Baldurssonar og Þor- steins Gunnarssonar. Tilefnið er að Nóbelsskáldið er nírœtt i ár. Sigrún Valbergsdóttir er leik- stjóri sgningarinnar. Á meðfglgj- andi mynd má sjá Amald og Söl/cu rœða þjóðmálin, en þau eru leikin af Guðmundi Stein- grímssyni og Sólveigu Amar- dóttur. Þess má til gamans geta að leikaramir eiga báðir foreldri sem tekið hafa virkan þátt í þjóð- málaumrœðunni m.a. á Alþingi íslendinga, en það eru þau Stein- grímur Hermannsson alþm. og Þórhildur Þorleifsdóttir fyrrv. alþm. Tímamynd Ami Bjama Þrír bændur senda þingmönnum og fulltrúum á Búnaðarþingi bréf þar sem segir að verði tillaga um bann við lausa- göngu búfjár í landnámi Ingólfs ekki samþykkt verði sett af stað áætlun um lambakjötslausa viku: Bændur í Ölfusi hóta lambakjötslausri viku Þrír bændur í Ölfusi hafa sent öllum alþingismönnum og fulltrúum á Búnaðarþingi bréf þar sem vakin er athygli á því að unnin hefur verið áætlun um átak gegn neyslu lambakjöts, „lambakjötslaus vika“. Bændurnir, og hópur manna í kringum þá, hyggjast setja þessa áætlun í gang ef tillaga á Búnaðarþingi um bann við Iausa- göngu búfjár í landnámi Ingólfs og þingsályktunartillaga sama efn- is, sem liggur fyrír Alþingi, verða ekki samþykktar. Umhverfisnefnd Búnaðarþings lagði í gær að til að tillagan yrði ekki samþykkt. Jón Halldór Hannesson, bóndi í Ölfusi, en hann á sæti í undirbún- ingsnefndinni, sagði að nefndin vildi með bréfinu gera fulltrúum á Bún- aðarþingi grein fyrir því að ef tillaga um lausagöngu búfjár í landnámi Ingólfs verður ekki samþykkt á þinginu og hrint í framkvæmd mjög fljótlega, sé hætta á að áhugamenn um friðun svæðisins fyrir búfé gefist upp á biðinni og grípi til róttækra aðgerða. Aðspurður sagðist Jón Halldór telja að bændur hafi of lengi dregið lapp- irnar í þessu máli. Gera verði for- ystumönnum bænda grein fyrir því að þeim sé ekki lengur stætt á því að tefja málið. Hann sagðist hins vegar vera sannfærður um að mikill meirihluti bænda og forystumanna þeirra styðji tillögu um friðun land- náms Ingólfs. Andstæðingar tillög- unnar megi hins vegar ekki komast upp með að tefja máíið frekar. I bréfi undirbúningsnefndarinnar er gefin stutt lýsing á áætluninni „lambakjötslaus vika“. Fengnir verði til samstarfs ýmsir aðilar til að skrifa í blöð og styðja málefnið á annan hátt. Þar eru nefnd skógræktarfélög, nýaldarhreyfingin, félög fisksala, fé- lög sumarbústaðaeigenda, félög þjóna, kokka og veitingahúsaeig- enda, verslunarmenn o.fl. Síðan eru talin upp ýmis rök sem þessir aðilar gætu dregið fram. Þar má nefna hátt verð á kjöti, manneld- issjónarmið, trúar- og mannúðar- sjónarmið (Þar segir orðrétt: „gegn kjötneyslu almennt, kjötneysla hægi á þróun til hærri vitundarstiga o.s.frv.") og andstaða sauðfjárbænda vegna tillitsleysis þeirra s.s. órétt- látra girðingalaga og slysa á þjóð- vegum. Þá eru nefnd til byggðasjón- armið, þ.e. að lausaganga sauðfjár fæli fólk frá því að setjast að í dreif- býli. Að síðustu er getið um sjálfa áætl- unina, en hún er í fimm stigum. Áætlunin nær til nærri heils árs og er miðað við að lambakjötslausa vik- an verði í byrjun febrúar 1993. „Vik- unni lýkur með þorrablóti að forn- um hætti, þ.e. án lambakjöts." Ekki kemur fram í áætluninni hvaða rétt- ir verða á boðstólum á þorrablótinu. Umhverfisnefnd Búnaðarþings lagði í gær fram ályktunartillögu á þinginu um að tillagan um að banna lausagöngu búfjár í landnámi Ing- ólfs verði ekki samþykkt. í greinar- gerð með tillögunni er bent á að starfandi sé nefnd sem vinnur að mótun tillagna um friðun landnáms Ingólfs fyrir lausagöngu búfjár og að í flestum sveitarfélögum á svæðinu sé unnið að skipulagi á svæðinu. Til- lagan sé því óþörf. Með landnámi Ingólfs er átt við svæði sem takmarkast af línu sem dregin er úr Hvalfjarðabotni í þjóð- garðinn á Þingvöllum og þaðan suð- ur Þingvallavatn, Úlfljótsvatn, Sog og Ölfusá til sjávar. -EO Síoasta er í nánd en með honum er veittur verulegur afsláttur af Macintosh-tölvubúnaði. Aðgang að samningnum eiga: Ríkisfyrirtæki, sveitarfélög landsins og starfsmenn þeirra, kennarar, nemendur á háskólastigi, nemendur VI, nemendur innan BÍSN og allir menntaskólanemar. Lokadagur pantana er 25. mars 1—/ Innkaupastofnun ríkisins Borgartúni 7, Rvk. Sími: (91) 26844 Apple-umboðið Skipholti 21, Rvk. Sími: (91) 624800 ■&■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.