Tíminn - 07.03.1992, Qupperneq 5

Tíminn - 07.03.1992, Qupperneq 5
Laugardagur 7. mars 1992 Tíminn 5 Menningarsj óður og fullveldisafsal Asta R. Jóhannesdóttir skrifar Á dögunum var úthlutað styrkjum úr Menn- ingarsjóði útvarpsstöðva í fyrsta skipti sam- kvæmt nýrri reglugerð. Skiptar skoðanir eru og hafa verið um sjóð þennan alla tíð frá því hann var lögfestur í útvarpslögum 1985. Hugmyndin að sjóðnum var góð. En hún var fyrst og fremst að losa Ríkisútvarpið, sem með þessum lögum var komið í samkeppni við einkastöðvar, við kostnaðinn af rekstri Sinfón- íuhljómsveitar íslands. Hlutur þess var 25% af rekstrarkostnaði hennar umfram tekjur. Ósanngjamt þótti að Ríkisútvarpið bæri þann mikla kostnað, auk menningar- og öryggis- hlutverks, í harðri samkeppni við einkastöðv- ar. Afgangi sjóðstekna skyldi síðan úthluta til eflingar innlendri dagskrárgerð sem verða mætti til menningarauka og fræðslu, eins og segir í lögunum. Tíund af auglýsingatekjum ekki peningar útvarpsstöðvanna Tekjur menningarsjóðsins eru 10% gjald, sem leggst á allar auglýsingar í útvarpi. Með útvarpi er bæði átt við hljóðvarp og sjónvarp. Nokkuð illa hefúr gengið að innheimta þetta gjald, þar sem rekstur útvarpsstöðva hérlendis hefur gengið misjafnlega. Einnig hefúr verið ágrein- ingur um hvað teljist auglýsing og hvað ekki. Kostun á dagskrárefni í sjónvarpi og óbeinar auglýsingar hafa ekki allir viðurkennt að falli undir þetta. Ríkisútvarpinu og öðrum útvarpsstöðvum hefur þótt það blóðugt að þurfa að hækka aug- lýsingaverð um 10% til að innheimta greiðslur í sjóðinn. Auglýsingatekjur eru einn megin- tekjustofn útvaips og þessi skattheimta kemur í veg fyrir að stöðvamar geti hækkað auglýs- ingaverðið og aukið þannig tekjur sínar. Á aug- lýsingamarkaði eru útvarpsstöðvar í sam- keppni við aðra fjölmiðla, td. dagblöð og tíma- rit, og því em takmörk fyrir því hversu hátt auglýsingaverð getur verið. Ríkísútvarpið borgar mest, en fær lítið Frá upphafi hafa greiðslur frá Ríkisútvarpinu verið uppistaðan í tekjum sjóðsins og þar með hafa tekjur af auglýsingum Ríkisútvarpsins haldið áfram að greiða kostnaðinn af Sinfóníu- hljómsveitinni. Það er því spuming hvort sjóð- urinn hefur náð því hlutverki sínu að losa Rík- isútvarpið undan sínum hluta rekstrarkostn- aðar hljómsveitarinnar. Það er líka álitamál hvort útvarpsstöðvar eigi að standa undir kostnaði við sinfóníuhljóm- sveit Það hlýtur fremur að vera í verkahring ríkissjóðs. Þijú undanfarin ár, 1989-1991, hefur Ríkisút- varpið greitt 102 milljónir króna í sjóðinn um- fram þá styrki, sem það hefúr fengið til dag- skrárgerðar úr honum. Losnaði það við þessa skattheimtu og héldi óbreyttu auglýsinga- verði, þ.e. fengi 10% beint í dagskrána, væri það mun betur statt Ríkisútvarpið er eini Qölmiðillinn sem heldur úti vandaðri menningardagskrá. Það þarf ekki leiðbeiningar frá sjóðsstjóm úti í bæ um hvaða menningarefni það á að framleiða og fyrir hvaða peninga. Það er vantraust á menningar- stofnun eins og Ríkisútvarpið að hafa þennan háttá. Starfsmenn Ríkisútvarpsins hafa löngum sýnt að þeim er fyllilega treystandi til að halda úti vandaðri menningardagskrá, hafi þeir á annað borð fé til þess. Kvikmyndagerðarmenn kátir í apríl sl. var reglum um úthlutun úr sjóðn- um breytt og nú við síðustu úthlutun fengu fleiri en útvarpsstöðvar úthlutað sfyrkjum til menningarefnis. Nú em framleiðendur dag- skrárefnis komnir í hópinn og fengu sfyrki við síðustu úthlutun. Ég skil vel ánægju þeirra og sömuleiðis þörfina fyrir stuðning við gerð dýr- ara menningarefnis, eins og t.d. heimildar- mynda fyrir sjón- varp. En við get- um ekki sótt fé í þetta í auglýsinga- skattinn. Hér verður kvik- myndasjóður að koma til með td. sérstaka deild. Út- varpsstöðvarnar þurfe á öllum sín- um auglýsinga- tekjum að halda. Reyndar er vafesamt að reglugerð Svavars Gestssonar um þessa skipan mála standist lög, og ættu ráðamenn að skera úr því hið fyrsta. Það er líka dýrt að halda úti sjóði sem þessum. Samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs renna 4 milljónir aðeins í reksturinn. Það væri hægt að vinna dágott menningarefni fyrir þann pening. Ríkisútvarpið homreka hjá stjómvöldum Ríkisútvarpið þarfnast allra þeirra tekna, sem það getur fengið, til að vinna vandaða dagskrá. Við landsmenn, eigendur þess, gerum til þess ákveðnar kröfúr, sem við ætlumst til að það standi undir. Það gera stjómvöld einnig. Samt er einn af megin tekjustofnum útvarpsins, að- flutningsgjöldin, tekinn af stofnuninni ár eftir ár og auglýsingatekjumar skattlagðar um áð- umefnd 10%. En nú er vonandi bjartara framundan hjá stofnuninni, ef marka má „Hvítbókina", en þar segin „Rfkisútvarpinu verður í framtíðinni sem hingað til gert kleift að sinna öryggishlut- verki sínu og menningarlegum skyldum af myndugleika." Eða þýðir þetta óbreytt ástand? Eg vona ekki og legg til að Menningarsjóður útvarpsstöðva verði lagður niður sem fyrsL Verður EES að vemleika? Nú er búið að senda þriðju útgáfu af samningi um Evrópskt efnahagssvæði til EB-dómstóls- ins til samþykktar. En eins og menn eflaust muna, hafhaði EB-dómstóllinn síðustu útgáfú af þessum margumtalaða samningi, þar sem hann þótti bijóta í bága við Rómarsáttmálann. Margir voru femir að trúa því að ekkert yrði úr þessari samningagerð og voru hættir að hugsa um hana. Ráðamenn hjá hinum EFTA- þjóðunum voru búnir að missa áhugann á fyr- irbærinu, enda á hraðri leið inn í EB. íslendingar eru flestir sammála um það að við eigum ekkert erindi í EB með þeim, en sama er ekki að segja um Evrópskt efnahagssvæði, EES. Forráðamenn þjóðarinnar, með utanrík- isráðherra í ferarbroddi, ætla okkur inn í það, hvað sem það kostar. Athugasemdir EB-dómstólsins Ástæður þess að EB-dómstóIlinn hafnaði fyrri útgáfu af EES-samningi voru nokkrar. Hann gerði athugasemd við að EES-dómstóll skæri úr, ef deilur kæmu upp milli samningsaðila um túlkun samningsins og fylgiskjala hans. Hann gat ekki sætt sig við að sömu dómarar ættu sæti í EB-dómstólnum og EES-dóm- stólnum, vegna hugsanlegra hagsmuna- árekstra. f samn- ingsdrögunum var gert ráð fyrir að EFTA- eftir- litsstofnunin gæti sektað ákveðin EB-fyr- irtæki fyrir at- hæfi sem bryti í bága við sam- keppnisreglur. Þar taldi dómstóllinn að verið væri að skerða lögsögu framkvæmdastjómar og EB- dómstólsins. Loks taldi hann að ekki væri unnt að tryggja réttarsamræmi innan EES, vegna þess að markmið EES og EB væru ekki hin sömu. Gerum við athugasemdir? íslensk stjómvöld virðast ekki gera neinar at- hugasemdir við samningsdrögin, þó svo að því hafi verið lýst yfir fyrir íslands hönd að við gætum ekki sætt okkur við ýmis atriði í þess- um samningaviðræðum. Meðal þeirra er að fullveldisafsal komi ekki til greina og útlend- ingar féi ekki frekari aðgang að fiskimiðum okkar en nú er. Guðmundur Alfreðsson þjóðréttarfræðingur, sem starfar í Genf, hefur lýst því yfir að þau samningsdrög, sem EB-dómstóIlinn hafnaði, hafi falið í sér fullveldisafsal og því ekki sam- ræmst íslensku stjómarskránni. Samt sem áður sáu íslensk stjómvöld ekki ástæðu til að gera neitt í málinu. En hefði orðið að rjúfa þing og efna til kosninga að nýju, hefði það komið á daginn að samningurinn stæðist ekki samkvæmt stjómarskránni. Það er skiljanlegt að stjómarflokkamir vilji ekki lenda í þeirri aðstæðu, eins og útkoman í skoðanakönnun- um hefur verið undanferið. Að áliti Guðmundar má ekki breyta stjómar- skránni með venjulegum lögum. Til þess er stjómarskrárgjafinn einn bær. Stjómar- skránni verður því ekki breytt með gerð milli- ríkjasamnings og samþykki Alþingis á hon- um. Skýrari ákvæði um fullveldisafsal nú f nýjasta samningnum er í sérstakri bókun enn skýrar kveðið á um fullveldisafsal, þar sem EFTA- ríkin fallast á að setja í lög sín ákvæði sem fela í sér að reglur EES- samn- ingsins séu æðri landslögum viðkomandi rík- is, ef til árekstra kemur. Sé leitað eftir úr- skurði EB- dómstólsins vegna deilumáia, verður niðurstaða hans bindandi og endanleg. Ef samningar takast ekki innan EES-nefhdar- innar og ekki er fellist á að leita eftir úrskurði EB-dómstóIsins, getur samningsaðili gripið til gagnaðgerða og fellt samninginn úr gildi. f stað EES- dómstóls er þannig komið flókið kerfi til lausnar ágreiningsmála, þar sem Evr- ópubandalagið hefúr undirtökin á flestum sviðum. Þá spyr maður hvort slík lög, sem færa dóms- valdið frá íslenskum dómstólum til Brússel, standist, samkvæmt íslensku stjómarskránni. Svo er ekki, ef vitnað er í álit Guðmundar AI- freðssonar. Fiskurinn til EB á silfurfati Og nú hafe íslensk stjómvöld látið plata sig til að veita EB- ríkjunum heimild til að veita 3000 tonn af karfa í íslenskri fiskveiðilögsögu. Nú er ekki verið að tala um vannýtta stoína, eins og langhalann; nei, nú em það nytjafisk- amir okkar. Hvað eru menn að hugsa? Það er ekki nóg með að við tryggjum veiðirétt á þess- um 3000 tonnum af karfa, heldur er nú fellist á að endurskoða áður afmörkuð veiðisvæði, reynist veiðamar þar ekki hagkvæmar fyrir EB, þ.e. reynist ekki unnt að ná þessum afla á veiðisvæðunum á hagkvæman hátt. Við vitum einnig hve erfitt það hefúr reynst að fylgjast með fiskveiðum flota EB-ríkjanna í landhelgi þeirra ríkja, sem hafe veitt þeim veiðiheimiídir. „Allt fyrir ekkert“ verður „Hvað sem það kostar“ Nú fegna íslenskir ráðamenn þeim samning- um, sem nú er búið að senda til EB-dómstóls- ins til samþykktar. Þeir hamast við að sann- færa þjóðina um að þessir samningar séu betri, já mun betri, en þeir samningar sem fengu „allt fyrir ekkert“-einkunnina í Lúxem- borg. Sérstaklega eru þeir ánægðir með sjáv- arútvegsbókunina sem var látin mæta afgangi og var nú fyrst tilbúin. I umfjöllun um afnám tolla hefur sú tilhneig- ing verið rík að halda því fram að hagnaðurinn við niðurfellingu tolla komi okkur að öllu leyti til góða. Við skulum ekki láta það hvarfla að okkur að sú sé raunin. EB-ríkin ætla án efe að halda hluta af ágóðanum af þeirri niðurfell- ingu. Það væri bamaskapur að halda öðru fram. Nú á næstunni mun EB-dómstólIinn líklega leggja blessun sína yfir þennan samning. Ann- að er ólíklegt, þar sem gengið hefúr verið að allflestum kröfum hans og dómstóllinn er undir miklum pólitískum þrýstingi. Ég vil því hvetja fólk til að vera vakandi og fylgjast vel með, þegar þetta mál kemur fyrir Alþingi, og láta í sér heyra, þegar svo mikið er íhúfi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.