Tíminn - 04.07.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.07.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 4. júlí 1992 121. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Deila löglærðu fulltrúanna: Engir pappír- ar afgreiddir Löglærðir fulltrúar mættu ekki til vinnu í gær þriðja daginn í röð. Að sögn Jóns Skaftasonar, sýslu- manns í Reykjavík, er ástandið ekki gott hjá embættinu. „Það eru engin lögræðistörf unnin, ekki nema í firmaskránni því þar er maður sem deilan nær ekki til,“ seg- ir Jón. Ekki höfðu Jóni borist neinar upp- lýsingar um að málið væri að leysast en sagðist hann vona að svo yrði fljótlega. „Við tökum ekki við neinum skjöl- um núna. Þannig að þegar málið leysist eiga þau öll eftir að koma inn í einu,“ segir Jón. Þórólfur Halldórsson, formaður Fé- lags fasteignasala, segir vinnustöðv- unina þegar fama að segja til sín hjá fasteignasölum og þykir honum furðulegt að sýslumaður Reykjavík- ur geti ekki tekið við skjölum til þinglýsinga þótt þau séu ekki af- greidd. „Það er hægt að ganga frá kaupum en því fylgir sú áhætta að geta ekki þinglýst strax," segir Þórólfur. Hann segir áhættuna þó ekki vera stórkostlega því hægt sé að fa veð- bókarvottorð. „Veðbókarvottorðið sýnir stöðuna eins og hún var á þeirri stundu sem þessir ágætu lögfræðingar tóku sér frí. Það er náttúrlega ljóst að engu öðm hefur verið þinglýst á eignina, því engu er þinglýst," segir Þórólfur. „Þar eð fasteignaviðskipti eru mjög keðjuverkandi gefur það augaleið að því meira sem verkstöðvunin dregst á langinn því meiri vandræði skap- ast.“ —GKG. Vélstjórafélag ísland: Fellir samning Vélstjórar á farskipum hafa fellt miðlunartillögu sáttasemjara og í framhaldinu gætu kröfur þeirra byggst á niðurstöðu kjaradóms. At- kvæði vom talin í gær og greiddu 63 atkvæði, nei sögðu 35 og já sögðu 26. Auð og ógild atkvæði vom 2 en alls vom 115 á kjörskrá. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé- lagsins, segir að deilan sé enn hjá sáttasemjara og búist er við að hann kalli til fundar fljótlega eftir helgina. Hann á ekki von á að útgerðarmenn séu með nein gyllitilboð í sínum fór- um, þannig að í framhaldi af niður- stöðu þess fundar verður kölluð saman stjóm, fulltrúaráð og samn- inganefnd sem taka afstöðu til fram- haldsins. Helgi segir að vilji félagsmanna um borð í skipum sé mjög skýr, sem sé að menn em reiðubúnir að berjast fyrir bættum kjömm, sem þýðir að- gerðir sem gætu skilað einhvers konar árangri. Kröfurnar munu að einhverju leyti að markast af niður- stöðu kjaradóms. „Ég hef trú á því,“ segir Helgi, „kjaradómur hefur geysileg áhrif í dag, það þýðir ekkert að loka augunum fyrir því. Hann hefur mótað hugsanahátt í þjóðfé- laginu býsna mikið.“ -BS BIRTING KVEÐUR KRATA OG HELDUR AFTUR HEIM Alþýðubandalagsfélagið í Reykjavík, Birting og Æskulýðsfylking ABR hafa sett á laggirnar undirbúningsstjórn vegna stofnunar kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykjavík, sem eigi að fara með yfírstjóm framboðsmáia til Alþingis og borgarstjómarkosn- inga. Eins og kunnugt er gekk Birting til samstarfs um Nýjan vettvang, ásamt Alþýðuflokknum við síðustu borgarstjómarkosn- ingar, en nú virðist allt benda til þess að Birtingarmenn séu á leið heim. Arthúr Morthens, varaformaður undirbúningsstjómar, seg- ir þetta fyrsta stóra skrefíð til sátta milli félaganna í Reykjavík. „Birting er náttúrlega Alþýðu- bandalagsfélag og ein meginkrafa félagsins á sínum tíma var að það yrði stofnað kjördæmisráð í Reykjavík og Birting mun taka þátt í stofnun þess nú. Það mun hafa sínar pólitísku áherslur, sem Alþýðubandalagsfélag, sem eru að sumu leyti í vissum málum með öðrum hætti en í ABR. Þá spurn- ingu hvort Birting sé leið heim má túlka á ýmsan hátt, en hins vegar lít ég svo á að menn hafi svo sem alltaf verið heima, en í sérher- bergi,“ sagði Arthúr Morthens í samtali við Tímann. Hann sagði ennfremur að með þessu sé verið að koma til móts við Birtingar- menn, en landsfundur Alþýðu- flokksins hafi tekið þá afgerandi afstöðu að nánast skylda Alþýðu- flokksfélögin í Reykjavík að stofna kjördæmisráð og því sé með þessu verið að framfylgja stefnu lands- fundar. Arthúr segir að það séu til menn í báðum hópum sem séu ekkert sér- staklega hrifnir af þessari endur- nýjuðu samvinnu, en hins vegar sjái meirihluti félaga nauðsyn þess að stilla saman strengi fyrir þau átök sem framundan eru. „Það sem gerðist þegar Birting gekk til samstarfs við Alþýðuflokkinn á sínum tíma var það að knappur meirihluti í ABR valtaði yfir stóran minnihluta, sem minnihutinn sætti sig ekki við og því myndaðist þetta samstarf um Nýjan vettvang. Þetta er hins vegar liðin tíð og nú horfa menn fram á við og sjá hvað þeir geta unnið saman út úr því,“ segir Arthúr Morthens. Hann segir hópinn vera að stilla sig saman, ekki endilega útfrá meiri- eða minnihluta, heldur út frá þeirri pólitísku nauðsyn að aðilar séu samstiga. Arthúr segir að til þess að fullar sættir náist milli félagana þurfi mikla vinnu og það skref sem stigið hefur verið sé það fyrsta stóra. í undirbúningsstjórninni eiga sæti, Árni Þór Sigurðsson formað- ur, Arthúr Morthens varaformað- ur, Hallgerður Pálsdóttir, Guðrún kr. Óladóttir, Gunnlaugur Júlíus- son, Kjartan Valgarðsson og Sig- hvatur Ari Huldarsson. Áformað er að halda stofnfund kjördæmis- ráðsins um miðjan september. -PS Það hefur örugglega verið kominn tími til að þvo útilegu- manninum á bak við eyrun, styttunni eftir Einar Jónsson sem staðsett er við gamla kirkjugarðinn á mótum Suð- urgötu og Hringbrautar. Það er hins vegar ekki alveg víst að allir hefðu sætt sig við þær að- farir sem eru viðhafðar við þennan þvott. Stúlkurnar beita öflugum skrúbbum og Hrein- oli, sem er nú kannski ekki það allra besta fyrir viðkvæma húð, en er hins vegar í lagi í þessu tilviki þar sem um steinrunn- inn útilegumann er að ræða. Útilegumaðurinn þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af opnun- artíma sundstaðanna í Reykja- vík, en íþrótta- og tómstunda- ráð Reykjavíkur hefur ákveðið að lengja opnunartíma þeirra á virkum dögum um eina klukkustund og verður því selt inn á þá til klukkan 21.30 í stað 20.30. Geta gestir því svamlað í laugunum á virkum dögum til klukkan 22.00. -PS/Tímamynd Ámi Bjama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.