Tíminn - 04.07.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.07.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 4. júlí 1992 Gengið frá ársreikningum borgarsjóðs: Deilt um hlut- fall veltufjár Ársreikningar borgarsjóðs ársins 1991 voru endanlega afgreiddir í fyrradag. Nokkrar bókanir urðu um hlutfall veltufjár, en Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, hafði hafið þá umræðu. Bókun kom frá Sigurjóni Péturssyni, borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins, um að veltuflárhíutfall hefði verið 2:1 á móti skammtímaskuldum á um- liðnum árum, en nú væri það í tyrsta sinn neikvætt eða 0,9:1. Sjálfstæðismenn svöruðu því til að á þeim mælikvarða væru ýmsir vankantar, t.a.m. þeir að hlutfall getur breyst milii ára, eða ef skammtímaskuldum er breytt í langtímaskuldir. Sjálfstæðismenn segja jafnframt að veltufjárhlutfall- ið hafi aldrei verið hagstæðara en nú, vegna þess að breyttar bók- haldsreglur leiða til lækkandi veltufjárhlutfalls án þess að hafa áhrif á eiginlega fjárhagsstöðu borgarinnar og auk þess hefur það uppgjörssamkomulag við ríkið, sem riú hefur verið gert, hækkar veltufjárhlutfallið á svipstundu um rúmlega 1 (1,16 í 2,16). Sigrún Magnúsdóttir spyr aftur á móti af hverju veltufjárhlutfallið, sem var samkvæmt fyrri bókun sjálfra sjálfstæðismanna 2,16, hafi hrapað niður í 0,90 á árinu 1991. En það þýði að skammtímaskuldir hafi meira en tvöfaldast á síðasta ári. Þá benti Sigrún á að ein aðalskýr- ing sjálfstæöismanna á slæmu veltufjárhlutfalli og halla borgar- sjóðs sé að útistandandi kröfur hafi verið afskrifaðar í meiri mæli en áður. Vísar hún síðan til skýrslu borgarendurskoðunar með árs- reikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 1990. Þar var athygli vakin á ofmati eigna vegna þess að úti- standandi kröfur borgarsjóðs Reykjavíkur hafa verið ofmetnar sökum afskrifta á útistandandi kröfum vegna útsvara og aðstöðu- gjalda ásamt tillögu til afskrifta á óinnheimtri húsaleigu. Kröfur eru ekki færðar úr bókun og því lítið verið afskrifað, og segir Sigrún borgarendurskoðun telja eðlilegt að leggja mat á innheimtanleika allra krafna og færa þær í ársreikn- ing niður til samræmis við það, sem áætlað er að muni innheimt- ast, þannig að ársreikningur Reykjavíkurborgar sýni ekki ofmat eigna. I bókun frá Sjálfstæðisflokknum segir að peningaleg staða sé sá mælikvarði, sem dreginn er fram í efnahagsreikningi sveitarfélaga. Það eru veltufjármunir og Iang- tímakröfur að frádregnum heildar- skuldum. Hjá borgarsjóði er þessi upphæð neikvæð um kr. 434 millj., en jákvæð um kr. 2.262 millj. hjá Reykjavíkurborg í heild. Rekstur málaflokka stóðst nánast áætlun og fór 0,6% fram úr áætlun af rúmlega 6 milljörðum króna. Tekjurborgar- innar hafi verið 732 milljónum króna undir áætlun eða um 7%. 177,7 millj. voru áætlaðar í rekstrarafgang fyrirtækja borgar- sjóðs eftir að tekið hefur verið tillit til afskrifta, vaxta og reiknaðra áhrifa verölagsbreytinga, en hann varð samkvæmt reikningi 346 milljónir kr. Hrein eign borgarsjóðs og fyrír- tækja hans var um 104 milljarðar kr., en það samsvarar rúmri 1 millj- ón kr. á hvern íbúa. Skuldir borgar- sjóðs og fyrirtækja hans eru um 61 þúsund kr. á hvern íbúa. Sjálfstæð- isflokkurinn segir því fjárhags- stöðu borgarinnar vera afar sterka, en í bókun frá borgarfulltrúum Nýs vettvangs og Kvennalista kemur annað fram; þeir benda m.a. á að sé litið aftur til ársins 1988 hafi pen- ingaleg staða borgarinnar hrapað úr 3,2 milljörðum kr. í 434 millj. kr. eða um ríflega 3,6 milljarða. Vanda borgarstjórnar hefur verið velt yfir á fyrirtæki borgarinnar til að draga athygli frá vaxtakostnaði, að mati borgarfulltrúanna. —GKG. ístex kaupir eignir Álafoss í Hveragerði: Ullarþvottur í eðlilegt horf Ólöf Sigfúsdóttir í þjóðbúningi í Pakkhúsinu. Drangeyjarsafn á Hofsósi: Minning Grettis haldin í heiðri Jafnvægi er nú að komast á ullar- þvottinn í landinu, en frá því í októ- ber á síðasta ári hefur ull veríö þvegin í ullarþvottarstöö ístex, ís- Íensks textíliðnaöar, í Hveragerði. Sl. mánudag keypti ístex á uppboði eignir og tæki þrotabús Álafoss í Hveragerði. Aðalkröfuhafí eignanna var Atvinnutryggingarsjóður. Frá því í október hefur ull verið þvegin í Hveragerði. Að sögn Jó- hanns Guðmundssonar verksmiðju- stjóra eru enn fyrirliggjandi tals- verðar birgðir af óþveginni ull, frá því 5 mánaða tímabili á síðasta ári þegar ull var ekki þvegin, þ.e. frá því Álafoss varð gjaldþrota í júní og þar til ístex tók til starfa í október. Jó- hann reiknar þó með að jafnvægi verði komið á varðandi ullarbirgðir með haustinu. - SBS, Selfossi Drangeyjarsafn verður form- lega opnað í Pakkhúsinu á Hof- sósi í dag. Munir sem tengjast Drangeyjar- ferðunum hafa verið fengnir frá Byggðasafni Skagfirðinga og verða til sýnis í safninu. Ýmislegt á eftir að gera safnið sem skemmtilegast heim að sækja. Til dæmis verður styttu af Gretti Ásmundssyni komið fyrir við útidyrnar, en hann bjó lengi í Drangey. Einnig verður gestum gjört kleift að kanna hvort þeir hafi afl á við Gretti með því að lyfta upp nokkrum steinum á staðnum. í framtíðinni er fyrirhugað að boðiö verði upp á siglingu út í Drangey með Jóni Eiríkssyni Drangeyjarjarli frá safninu, og verður enginn svikinn af þeirri för. í dag verður líka opnað á ný hótel að Baldurshaga á Hofsósi. Þar var lengi rekið hótel, en það lagðist af í kringum 1950. Ferða- menn ættu því ekki að vera sviknir af að heimsækja Hofsós hér eftir. —GKG Jón Eiríksson Drangeyjarjarl. Pakkhúsiö á Hofsósi er frá ár- inu 1777. 25 ára gamall maður í Reykjavík: Kærður fyrir kynferðisbrot Foreidrar þríggja bama í Reykjavík hafa lagt fram kæru á hendur 25 ára gömium karl- manni fyrir meint kynferðisaf- brot gegn bömunum. Maðurinn hefur búið í sama fjölbýlishúsi og bömin, sem em öll um funm ára aldur. —GKG. VERSLUNARRAÐIÐ VILL EES Verslunarráð íslands hefur sent frá umsögn um samninginn um hið Evrópska efnahagssvæöi. Ráðið er fylgjandi samningnum og bendir á að fjallaö hafi veríð um málið innan ráðsins að meira eöa minna leyti síð- an á haustmánuðum 1988 og á þeim tíma hafí skilningur á nauðsyn máis- ins aukist. Frekari rökstuðningur er birtur í bréfí sem ráðið sendi utan- ríkismáianefnd Alþingis. í bréfinu segir m.a.: Þær þjóðir, sem hafa náð mestum efnahagslegum ár- angri á undanfömum árum, hafa gert það með uppbyggingu sterkra út- flutningsgreina og íyrirtækja sem eru samkeppnishæf á alþjóðlegum mörk- uðum. Áukin milliríkjaviðskipti voru undirstaða hagvaxtarskeiðsins á síð- asta áratug. Þessi þróun hefur af ýms- um ástæðum ekki náð til íslands í nægilega ríkum mæli. — Án aukn- ingar í milliríkjaviðskiptum verður ekki umtalsverður hagvöxtur á ís- landi. Verslunarráð telur að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði skapi mikilsverða sóknarmöguleika fyrir ís- lenskt atvinnulíf. Með samningnum fái íslensk fyrirtæki sambæríleg rétt- indi og taki á sig sambærilegar skyld- ur á efnahagssvæöinu og helstu keppinautar þeirra búi við. Ráðið telur að samningurinn muni koma sér vel fyrir íslenskan sjávarút- veg; allvel hafi tekist til með niðurfell- ingar tolla og hugmyndir um lausnir um gagnkvæmar veiðiheimildir séu viðunandi. Varðandi viðleitni í samn- ingnum til vemdaraðgerða gegn er- lendum Ijárfestingum í sjávarútvegi megi jafnvel segja að þær vinni hon- um meiri skaða en gagn. Ráðið fagn- ar sérstaklega þeim þætti samning- anna sem fjallar um eftirlit og úr- skurð deilumála, sem veiti aðilum í viðskiptum vemlega meira réttarör- yggi en þeir hafi í núgildandi fríversl- unarsamningum. Verslunarráð vekur athygli utanrík- ismálanefndar á nauðsyn þess að vel takist til við allar breytingar á ein- stökum lögum, sem gera þarf sam- hliða afgreiðslu samningsins. — Ráð- ið mun í tengslum við þær breytingar leggja kapp á að kostir aukins frjáls- ræðis og samkeppni í viöskiptum verði nýttir frekast eins og samning- urinn gerir ráð fyrir. Þá segir í bréfinu að íslendingar muni þurfa að gera það upp við sig, eins og aðrar EFTA-þjóðir, hvort þeir vilji sækja um aðild að Evrópubanda- Iaginu eða hvort þeir vilji standa þar fyrir utan. Hvor leiðin sem verður valin, telur Verslunarráð að samning- urinn um hið Evrópska efnahags- svæði gefi mun betri samningsstöðu fyrir ísland. Kjósi ísland að standa fýrir utan Evrópubandalagið, hefur samningurinn fært mikilsverð rétt- indi, sem tæpast verði tekin aftur þótt stofnanir EFTA hverfi við inngöngu flestra eða allra EFTA-ríkjanna utan íslands í bandalagið. -BS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.