Tíminn - 04.07.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.07.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 4. |úH1992 Tfmím 13 inn þau skilaboð frá Inez að William Stout væri farinn í burt fyrir fullt og allt Þetta kom lögreglu og saksókn- ara í opna skjöldu því treyst hafði ver- ið á vitnisburð Williams. Hafði hann farið til að losna við að vitna gegn syni sínum, eða var Arthur saklaus og fað- ir hans sá seki? Lögreglan fór þegar til fundar við In- ez Palmer. Hún skýrði frá því að Willi- am hefði verið annars hugar upp á sfð- kastið, setið og starað út í loftið. Síðan hefði hann játað það fyrir henni að hann hefði myrt konu sína. Daginn eftir útbjó hún nesti fyrir hann eins og venjulega og það var það seinasta sem hún sá til hans. Ógild erföaskrá Nestisboxið hans fannst í um 5 kíló- metra fjarlægð undir tré. í boxinu var erfðaskrá hans, skrifuð með blýanti. Þar stóð að hann arfleiddi Arthur son sinn að öllum sínum eigum, ekkert var ætlað hinum sonunum fveimur. Lögreglunni fannst það undarlegt að hann gerði þá syni sína, sem í engum vandræðum voru, arflausa, en erfði þann son sem sakaður var fyrir morð að öllu. Kannski var það hans aðferð til að bæta fyrir það misrétti sem hann Inez Palmer var aöeins 19 ára gömul en var reiöubúin aö gera hvaö sem var fyrír ástmann sinn. hafði gert syni sínum. En erfðaskráin í nestisboxinu var einskis verð, þar sem lög fylkisins kröfðust þess að tvö vitni væru að undirskrift erfðaskráa en hér var engu slíku til að dreifa. Náð var í skó af William Stout til að kanna hvort þeir væru í samræmi við fótsporin umhverfis tréð þar sem erfðaskráin fannst. Sporin voru greinilega eftir skó hans, en þó var undarlegt að jafnstór og þungur mað- ur og William hefði ekki skilið eftir sig dýpri spor. í fótspor morðingjans Einn lögreglumannanna, mikill að vexti, benti á að hann væri af svipaðri stærð og þyngd og William og skildi eftir sig mun dýpri spor. Lögreglustjórinn, sem var lítil og grönn, svipuð og Inez Palmer, spark- aði skyndilega af sér skónum og fór í skó Williams. Hún gekk út í eðjuna og þá kom í Ijós að hún skildi eftir sig svipuð spor og verið höfðu á staðnum. Lögreglan fór með skóna heim til In- ezar sem spurði strax hvort skómir hefðu samsvarað sporunum. Henni RÁÐNING Á KROSSGÁTII var sagt að svo hefði verið og virtist henni þá létta. Inez var spurð hvort William hefði gert einhverjar ráðstafanir áður en hann fór og hvort hann hefði tekið með sér einhvem farangur. Hún kvað svo ekki vera, hann hefði verið í vinnugallanum og aðeins tekið með sér nestisboxið. Henni var þá sýnd erfðaskráin og virtist hún þá verða bæði glöð og hissa. Hún spurði hvort þetta væri ekki sama og játning og hvort Arthur fengi ekki nú að koma heim. Lögreglan hélt til heimilis Wiliams til að kann hvort hann hefði komið þar við. Svo virtist ekki vera. Að því loknu var haldið til bankans og undir- skrift erfðaskrárinnar borin saman við skrift á ávísunum frá William. Greini- legt var að þar var ekki um sömu rit- hönd að ræða. Lögreglustjórinn var nú sannfærð um að William Stout hefði ekki horfið að eigin frumkvæði. Líkið í brunninum Leit var nú hafin að líki Williams, sem fannst loks í brunninum á bak við hús Arthurs. Inez var handtekin og sonum Arthurs komið fyrir á bama- heimili til bráðabirgða. Reynt var að yfirheyra þá en þeir neituðu að svara, sá eldri var þó hikandi, en vildi ekkert segja án þess að fá að tala við Inez. Yf- irheyrslum yfir drengjunum var því slegið á fresL Lögreglustjórinn sneri sér nú að In- ez. Eftir smáfortölur játaði hún loks að hafa myrt William Stout því hann hefði stöðugt verið að fara á fjörumar við sig. Hún sagðist hafa lamið hann í höfuðið er hann sat við arininn og sneri í hana baki. Síðan bætti hún því við að hún hefði ekki viljað að hann bæri vitni við réttarhöldin yfir Arthur. Hún kvaðst hafa reynt að koma hin- um sjálf út í bmnninn, en þegar hana skorti krafta til þess fékk hún Artie, eldri drenginn, sér til aðstoðar. Daginn eftir hófst hún handa við að breiða yfir verknaðinn. Hún fór í skó hins látna til að skilja spor eftir á rétt- um stöðum og lét fölsuðu erfðaskrána á staðinn sem hún síðan fannst. Játning drengsins Þegar Artie litla var sagt frá játningu Inezar var hann reiðubúinn að tala. Hann staðfesti ekki aðeins söguna um morðið á William, heldur sagði að In- ez hefði einnig myrt Söm. „Inez og ég fómm heim til afa og ömmu og Inez sagðist þurfa að fé ián- aða haglabyssu. Þegar amma beygði sig inn í skáp til að ná í byssuna, sló Inez hana í höfuðið með jámbút. Amma sneri sér þá við og tók á móti, en þá tók Inez um hálsinn á henni og kyrkti hana.“ Inez sagöi drengnum síðan að ná í steinolíu í búrið. Hann gerði það og var síðan skipað og skvetta olíunni yf- ir ömmu sína. Síðan kveikti Inez í lík- inu og þau hröðuðu sér á brott. Drengurinn var þá spurður hver hefði átt frumkvæðið að því að drepa Söm. „Pabbi minn vildi það,“ sagði þá Artie, ,fiann var reiður út í hana því hún lét taka hann fasta. Hann sagði Inez að fara og drepa hana." Lífstíðarfangelsi í réttarhöldunum yfir Inez og Arthur neituðu þau bæði að bera vitni hvað morðið á Söm varðaði og bám af sér allar sakargiftir. Það hljóp þó á snærið hjá saksóknara þegar bróðir Inez gaf sig fram og skýrði frá því að Arthur hefði boðið sér 50 dollara til að drepa bæði Söm og William og kveikja síðan í bænum til að hylma yfir glæpinn. Það eina sem bendlaði Arthur við morðið á Söm var framburður sonar hans. Kviðdómur lét sér það þó nægja og dæmdi hann í lífstíðarfangelsi. Inez Palmer var fundin sek um að hafa myrt bæði Söm og William að yf- irlögðu ráði. Mikil spenna var í kring- um réttarhöldin, hvort Inez yrði fyrsta konan sem yrði dæmd í rafmagnsstól- inn í fylkinu. Svo varð þó ekki. Dómarinn tók tillit til þess hversu ung hún var, aðeins 19 ára, og hún var dæmd í ævilangt fang- elsi. ÞEIR SEMÆTLA ADÁVAXTA TÆPA28 MIIUARDA TAKA AUÐVITAD ENGAÁHÆTTU • • W KJORBOK LANDSBANKANS GAF 3,22 - 5,24% RAUNÁVÖXTUN FYRSTU 6 MANUÐI W ARSINS 1992 Innstæða á yfir80þúsund Kjörbókum í Landsbankanum ernú samtals tæpir28milljarðar. Kjörbókin erþví sem fyrr langstærsta spamaðarform í íslenska bankakerfinu. Ástæðan ereinföld: Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus og tryggir eigendum sínum háa og örugga ávöxtun. Ársávöxtun fyrstu 6 mánuði ársins var5,43 - 7,49%. Raunávöxtun á grunnþrepi var því 3,22%, á 16 mánaða innstæðu varhún 4,63% og á 24 mánaða innstæðu var raunávöxtunin 5,24%. Kjörbók er einn margra góðra kosta sem bjóðast f RS, Reglubundnum sparnaði Landsbankans. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.