Tíminn - 04.07.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.07.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 4. júlí 1992 D r ifs kafts h I íf a r og varahlutir í flestar gerðir heyvinnuvéla- drifskafta Hagstætt verð HÖFÐABAKKA 9 . 112 REYKJAVÍK . SÍMI 91-634000 FASTEIGNIR TIL SÖLU í HAFNARFIRÐI OG ÞORLÁKSHÖFN Kauptilboð óskast i eftirtaldar eignir: Miövangur 5, Hafnarfiröi. Staerö hússins er 877 m'. Brunabótamat er kr. 18.746.000,-. Húsiö veröur til sýnis I samráöi viö Hrafnkel Ásgeirsson, simi: 50211. Opnun tilboöa kl. 11:00 f.h. 21. júli 1992. Noröurvangur 32, Hafnarfiröi. Stærö hússins er 529 m'. Brunabótamat 10.427.000,-. Húsiö veröur til sýnis I samráöi viö Fasteignir rikissjóös, Ingimund Magnússon, sími: 19930. Opnun tilboöa kl 11:00 20. júli 1992. Hjallabraut 6, Hafnarfiröi. Stærö íbúöarinnar er 139,2 m2. Ibúöin er á 2. hæö til vinstri. Brunabótamat er 9.023.000,-. Ibúöin veröur til sýnis i sam- ráöi viö Andrés Magnússon, simi 52253 (vinnusimi 658160). Opnun til- boöa kl. 11:00 f.h. 22. júli 1992. Unubakki 42-44 (frystihús), Þorlákshöfn Stærö hússins 10061 m'. Bruna- bótamat kr. 104.209.000,- Húsiö veröur til sýnis i samráöi viö Skipaþjón- ustuna, Hafsteinn Ásgeirsson, I sima 98-33930. Opnun tilboöa kl. 11:30 22. júli 1992. Tilboöseyöublöö liggja frammi hjá ofangreindum aöilum og á skrifstofu vorri aö Borgartúni 7, Reykjavik. Kauptilboö sem berast, veröa opnuö á skrifstofu vorri á ofangreindum timum i viöurvist viöstaddra bjóöenda. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK DVALAR- OG HJÚKRUNARHEIMILI ALDRAÐRA KIRKJUBÆJARKLAUSTRI FRÁGANGUR INNANHÚSS Tilboö óskast í fullnaöarfrágang innanhúss á Dvalar- og hjúkrunarheimili aldraöra á Kirkjubæjarklaustri, sem nú stendur fokhelt. Stærö hússins er 571 m2. Verkinu skal skila fullgeröu 1. nóvember 1993. Útboösgögn veröa til afhendingar fram til fimmtudagsins 23. júli 1992 á skrifstofu vorri aö Borgartúni 7, Reykjavik, og á skrifstofu Skaftárhrepps, Klausturvegi 10, 880 Kirkjubæjarklaustri, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboö veröa opnuö aö Borgartúni 7, Reykjavík, kl. 11:00 þann 28. júli n.k. í viöurvist viöstaddra bjóöenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVlK MUNIÐ að skila tilkynningum I flokksstarfiö tímanlega - þ.e. fyrlr kl. 4 daginn fyrir útkomudag. Forskólaganga, fámennir bekkir, langt skólaár og sami kennari ár eftir ár skiptir litlu um læsi barna: Tíður lestur og góð bókasöfn meðal mikilvæg- ustu þáttanna Hvernig er lestrarkunnáttu skólabarna í heiminum háttað, þ.e. hæfileika þeirra til að skilja og nota þau form ritaðs máls sem krafist er í nútimaþjóðfélagi og/eða hefur gildi fyrir einstakling- inn? Að leita svars við þessari spurningu var höfuðmarkmið fjöl- þjóðlegrar rannsóknar á læsi níu og fjórtán ára nemenda sem fram fór í rúmlega þrjátiu löndum, þeirra á meðal íslandi, á árun- um 1989 til 1992, á vegum alþjóðasamtaka um mat á námsár- angri (IEA). Það vekur m.a. athygli hvað margt af því sem lærðir menn hafa reynt telja okkur trú um að skipti höfuðmáli varðandi góðan árangur í námi virðist litlu skila í raun. Sömuleiðis kemur á óvart mikill munur á lestrarskilningi milli Norðurlandaþjóðanna, þar sem finnsk böm skoruðu „heimsmet", sænsk eru almennt góð, íslensk rétt í góðu meðaliagi, norskir unglingar neðan við miðju og dönsk 9 ára börn með þeim slökustu í heiminum. Ekki nóg aö geta stautaö sögu... I'rumniðurstöður þessarar ranri- sóknar voru kynntar í gær og samtím- is í (illum löndunum sem hún náði til. Dr. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir hafði yf- irumsjón með könnuninni hér á landi. Það sem kynnt var í gær sagði hún aðeins fyrsta hluta niöurstaðn- anna og þann hluta sem fyrst og fremst snerti árangurinn á lestrar- prófunum. Hugmyndin væri sú að fyrst yrði kynnt yfirlit um það sem sameiginlegt er en síðar gerð viðmið- un fyrir hvert land fyrir sig í sérstakri skýrslu. I'yrsta bókin um þessa rann- sókn kemur væntanlega út síðar í þessum mánuði og hún veröur um það efni sem nú hefur verið kynnt. Síöar eru væntanlegar niðurstöður í sjö þáttum. „Markmiðið var að reyna að svara þeirri spurningu hvernig læsi skóla- bama í heiminum sé. Til þess þurfti að útbúa próf, einhvers konar mælitæki sem næði því að mæla læsi í nútíma þjóðfélagi — þ.e. ekki aðeins að bam- ið geti lesið sögu eða slíkt, heldur að það geti lesið og/eða skilið mismun- andi tegundir lestrarefnis. Að nem- endurnir séu hæfir til þess að skilja og nota ritað mál eins og það er nýtt í nú- tíma þjóðfélagi," sagöi Sigríður. 210 þúsund börn í 9 þúsund skólum Álíka stórt úrtak barna var prófað í öllum löndunum. Samtals náði rann- sóknin til rúmlega 210 þúsund bama í rúmlega 9 þúsund skólum. Fámennið reyndist nokkurt vandamál hér á landi. Til að uppfylla reglumar átti prófið að ná til 100 skóla þar sem ekki áttu að vera færri en 16 böm í hverj- um bekk. í íslensku dreifbýli er hins vegar víða svo háttað að það eru ekki nema frá 6 til 8 eða 10 böm í bekk. Ákveðið var að kanna þrjár megin- tegundir lestrar: í fyrsta lagi sögu í samfelldum texta. í öðru lagi fræðslu- efni í samfelldum texta sem lýsi eða úrskýri einhverjar staðreyndir eða skoðun. Og í þriðja lagi töflur, kort og línurit, þ.e. til að kanna getuna til að tileinka sér heimildir sem settar eru fram á annan hátt en í samfelldu rit- máli. Að sögn Sigríðar eiga hér á landi um 10-12% yngri bamanna og 7-8% þeirra eldri í nokkrum erfiðleikum með lestur. Finnar heimsmeist- arar í læsi Hvor aldurshópur, 9 ára bömin og 14 ára bömin, vom prófuð í öllum þrem atriðunum, þannig að árangur fyrri hvert land kemur fram í sex nið- urstöðum sem stundum em mjög mismunandi. Segja má að finnsk skólaböm séu óskoraðir heimsmeistarar í lestri eftir þetta próf. l'innsku níu ára bömin vom í efsta sæti í öllum þrem grein- unum (1.1.1.) og 14 ára hópurinn í 1. sæti í tveim greinum en í 3. sæti í fræðsluefni (1.3.1.). Skólanemar frá Svíþjóð, Bandaríkjunum, Frakklandi og Nýja— Sjálandi náðu líka almennt góðum árangri í báðum aldurshópun- um. Landinn lélegur í línuritum í árangri landanna er algengast að mikil samsvömn sé bæði á milli sviða og á milli aldurshópa. Frá þessu em þó áberandi undantekningar, m.a. hjá íslenskum bömum. Að vísu var mikil samsvömn í niðurstöðum 9 ára hóps- ins sem vom í 9., 9. og 11. sæti. Eldri hópurinn var hins vegar í 4. sæti á söguprófinu og náði 1. sætinu (af Finnum) í fræðsluefninu, sem þykir mjög gott því þar reyndi hvað mest á lesskilninginn. En þessi hópur hrap- aði síðan niður í 19. sæti þegar kom að því að lesa upplýsingar úr töflum og línuritum. í því efni vom hins veg- ar báðir aldurshópar bama frá Hong Kong í essinu sínu (2. sæti á eftir Finnum) þrátt fyrir slakar niðurstöð- ur í sögulestri. Danir 24., næstir Trinidad Sérstaka athygli vekur mjög mikill munur í niðurstöðum milli Norður- landanna, sem yið bemm okkur svo oft saman við. í 9 ára hópnum vom Finnar í 1. sæti í öllum greinum, sem fyrr segir. Svíar einnig háir (í 3.2.4. sæti), Norðmenn heldur fyrir ofan okkur ( í 7.7.10. sætum), en Danir niður undir botni í 24. 24. og 19. sæti (næstir Trinidad & Tóbagó) meðal 27 þjóða sem áttu þátttakendur í yngri hópnum. I eldri hópnum sýndi heldur enginn betri árangur en Finnar. Þótt íslend- ingar næöu að ýta þeim úr toppsætinu í einni grein duttu þeir niður í 19. sæti í annarri, sem áður segir. Fjórtán ára Svíar náðu líka góðum árangri (3. 9. og 4. sæti). Fjórtán ára hópur Dana er jafnaðarlega kominn 10 sætum ofar en sá yngri (í 15. 12. og 12. sæti). En dæmið snýst við hjá Norðmönnum, þar sem eldri hópurinn er um tíu sæt- um neðar en sá yngri (17.17.18). /A- og V-Þjóðverjar hliö viö hliö I þessari rannsókn vom þýsk böm prófuð sem tvær þjóðir; Austur- Þýskaland og Vestur-Þýskaland. Þar sem þessi lönd hafa um áratugi búið við mismunandi fræðslukerfi má merkilegt telja hve líkt þau koma úr úr þessu prófi. í öllum tilfellum, utan einu, raðast þýsku þróðirnar hlið við hlið eða í hæsta lagi með eitt land á milli og jafnan fyrir neðan meðallag. Eina undantekningin er sú að a-þýsk- um unglingum veitist mun léttara að skilja töflur og línurit (í 7.sæti) en v- þýskum. Holland er líka meðal Vesturlanda sem vekja athygli fyrir almennt slakan árangur á þessu lestrarprófi, þar sem þeir, með einni undantekningu, lentu í 19. til 22. sæti. Spánn og Portúgal voru líka langt fyrir neðan meðallag. Singapore kom á óvart í ljósi þess að Bandaríkjamenn hafa líklega þjóða oftast verið getið í heim- Dr. Sigríöur Þ. Valgeirsdóttir haföi yfirumsjón meö könnuninni hér á landi og kynnti frumniöurstööur hennar ásamt Þóru Kristjánsdóttur dósent (t.v.) og Guömundi B. Kristmundssyni, lektor í Kennaraháskólanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.