Tíminn - 04.07.1992, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Laugardagur 4. júlí 1992
hreppi fórst í heimleið frá Stykkis-
hólmi, er þangað hafði farið kaup-
staðarferð. Á því voru þrenn hjón og
einn maður að auki. Enginn vissi,
hvar eða hvemig slysið vildi til. Ein
af konunum hét Guðný. Um haustið
eftir var það eitt kvöld í hálfrokknu,
að Þorleifur sat í baðstofu þegjandi,
þangað til hann allt í einu kallar á
Kristínu, dóttur sína, er þá var 10-12
ára, og segir: „Nú er hún Guðný rek-
in héma fyrir neðan. Farðu nú strax,
Stína litla, og hlynntu eitthvað að
líkinu." Hún sagðist ekki þora það.
„Gerðu, sem ég segi þér!“ sagði hann
alvarlega, svo að hún færðist ekki
lengur undan og fór. Þar voru marg-
ar þurrabúðir við sjóinn. í einni
þeirra bjuggu hjón, er áttu dóttur,
sem Guðrún hét og var jafnaldra
Kristínar. Fékk hún hana með sér.
Frndu þær líkið og breiddu eitthvað
yfir það. Þorleifur sat kyrr inni, þegj-
andi. Allt í einu segir hann: „Nú nú,
þar tekur hún hana Gunnu með sér!
Það átti hún ekki að gera!“ — Það er
almennt kallað lánsmerki að hlynna
að líki, sem maður finnur. En Þor-
leifur virðist hafa ætlað, að það lán
yrði minna eða eins og dreifðist, ef
fleiri en einn fyndi líkið. Hann talaði
þó ekki fleira um þetta, en lét hirða
Ííkið og sá um greftrun þess.
5. Kristín, tengdasystir Þorleifs,
var yfirsetukona, sem fyrr er getið.
Tók hún við fjölda barna og var svo
heppin, að aldrei varð að. Einu sinni
sagði Þorleifur við konu sína upp úr
þögn: „Nú liggur Kristín, systir þín, á
sæng.“ „Sérðu það?“ spurði hún.
„Nei,“ sagði hann, „en ég sé, að kon-
an á Hjarðarfelli er að deyja af barns-
förum. Kristín er ekki hjá henni. Það
er víst af því, að hún liggur á sæng
sjálf." Brátt á eftir fréttist lát kon-
unnar á Hjarðarfelli; hún hafði dáið
af barnsförum. Kristín var ekki hjá
henni, því að hún lá þá á sæng sjálf.
Stóð það heima, sem Þorleifur hafði
sagt.
6- Einn dag reið Þorleifur út í
Ólafsvík. Mætti honum þá maður, er
sagði honum lát nafngreindrar konu
þar í Ólafsvík. „Því trúi ég ekki,“ seg-
ir Þorleifur, „að sú kona sé dáin. Hún
lifir mig.“ „Það er þó svo,“ sagði
maðurinn, „hún dó af barnsförum í
morgun." Þorleifur keyrði þá hest-
inn og reið ákaflega, — sem hann
var þó óvanur, — og létti ekki fyrr en
hann kom í Ólafsvík. Hann reið að
bæ konunnar og spurði um hana.
Var honum sagt lát hennar. Hann
lést ekki trúa því. Var hann þá beðinn
að skoða líkið. Er þar skjótast af að
segja, að hann náði baminu frá kon-
unni og sat síðan yfír henni fullan
sólarhring. Tókst honum loks að
lífga hana. Komst hún til heilsu og
lifði lengur en Þorleifur.
7. Annað sinn var maður sendur
úr Ólafsvík að fá meðöl hjá Þorleifi
handa sjúklingi. Meðan maðurinn
var í burtu, þyngdi sjúklingnum, og
var hann nýbúinn að gefa upp and-
ann, þegar sendimaðurinn kom aft-
ur. Þá er hann var spurður um með-
öl þau, sem Þorleifur hefði sent með
honum, sagði hann: „Hann sendi
engin meðöl, hann sagði, að sjúk-
lingurinn yrði dáinn, þegar ég kæmi
heim.“
8- Þórður eldri, óðalsbóndi á
Rauðkollsstöðum, átti tvo reiðhesta
afbragðsgóða, sem enginn kom á bak
nema hann sjálfur. Einu sinni kom
tengdasonur hans austan úr Kol-
beinsstaðahreppi og bað hann að ljá
sér hestana til að sækja Þorleif í
Bjarnarhöfn, því að kona sín lægi í
barnsnauð, hætt komin. „Hestana
ljæ ég engurn," sagði Þórður, „en ég
skal fara fyrir þig, ef þú vilt.“ Hinn
vildi það gjarna. Og Þórður sótti Þor-
leif. Þeir riðu austur Kerlingarskarð,
stönsuðu lítið eitt á Hjarðardal og
létu hestana blása út. Þorleifur lagð-
ist niður. Allt í einu segir hann: „Ég
fer ekki lengra, þess þarf ekki; barnið
er fætt.“ „Þú heldur áfram með mér
samt,“ segir Þórður. „Það er óþarfi,"
segir Þorleifur, „þó að ég geri það,
því að barnið er fætt.“ Þeir héldu
samt áfram báðir. En svo nærri hafði
Þorleifur farið, að bamið hafði fæðst
í það mund, sem þeir höfðu stansað á
Hjarðardal.
9. Meðan Þorleifur bjó á Hall-
bjarnareyri, var hann hvern vetur
hákarlaformaður og aflaði vel. Átti
hann stórt hákarlaskip, er Elliði hét,
og var fyrir því sjálfur. En svo fór
hann frá Eyri að Bjarnarhöfn og
hætti þá hákarlaveiðum, en leigði
Elliða hákarlaformanni í Rifi, er
Björn hét. Tvo vinnumenn sína lét
Þorleifur róa út á Hellissandi, en
gerði svo ráð fyrir, að þá er Björn
færi í hákarlalegu, skyldu þeir fara
með honum. Á þorra gerði sjóveður
góð; sendi Björn þá eftir vinnu-
mönnunum. Þeir fóru inn í Rif og í
hákarlalegu með Birni. Ætlaði hann
að vera úti svo dægrum skipti. Þeir
lögðust langt frá landi út frá önd-
verðunesi. Fyrsta kvöldið sem þeir
lágu, gekk veður til suðurs, hvessti,
er náttaði, og gerði ofviðri. Varð
Bjöm að hleypa undan. Annað skip,
sem líka var úr Rifi, lá nokkru innar
en Elliði; það hleypti líka og dálítið
fyrr. Náði það lendingu inni í Eyjum.
En Björn hleypti upp á Barðaströnd.
Þá sömu nótt sagði Þorleifur við
konu sína milli dúranna: „Hvasst fær
Elliði minn yfir Breiðubugt núna,
kona, — hann þolir ekki neðra hjól-
ið.“ („Hjólið" heyrði til seglbúnaðar-
ins). „Eru þeir að hleypa?" spurði
hún. „Já,“ sagði hann og talaði ekki
um það meira. Fólkið í baðstofunni
hafði vaknað og heyrt orð Þorleifs.
Daginn eftir var það að tala um,
hvort skipið mundi hafa komist af.
Þorleifur heyrði það og ansaði til:
„Já, Elliði er lentur heill og stendur á
réttum kjöl. En hvar hann er, veit ég
ekki með vissu. Ég hef aldrei komið
þangað, en þar er kirkja. Ég held það
sé á Brjánslæk." Nú leið vika; þá
fréttist að hitt skipið, sem í Eyjunum
Ienti, væri komið aftur út í Rif, en
vissi ekkert um Elliða. Gerðist
heimafólk í Bjarnarhöfn þá órótt.
Þorleifur sat hugsi og hélt höndun-
um fyrir andlitið, þar til er hann
sagði upp úr þögninni: „ÖIlu er
óhætt; þeir eru á Brjánslæk. Ég sé þá
ganga út og inn. Mínir menn farast
ekki í sjó; ég sá það ekki á þeim, þeg-
ar þeir fóru.“ Nú liðu aftur 3 dagar.
Þá sagði Þorleifur eins og við sjálfan
sig: „Nú sigla þeir út í Flatey að
óreyndu." Daginn eftir sagði hann
við konu sína: „Nú er Elliði minn
bráðum lentur í Rifi, kona!“ Og hið
sama kvöld sagði hann: „Guði sé lof,
nú eru þeir lentir!“ Var hann þá svo
glaður, að hann hoppaði upp. Annars
sá sjaldan á honum sorg eða gleði.
Tveim dögum eftir þetta kom sendi-
maður frá Birni til að segja Þorleifi
afturkomu þeirra og sagði hann þá
ferðasöguna um leið. Þeir höfðu lent
á Brjánslæk; þaðan gaf þeim eigi byr
fyrr en á tíunda degi, og þá þótti
þeim þó vissara að gera sér krók til
Flateyjar til að ná betri vindstöðu.
Þeir lentu með heilu í Rifi á sama
tíma sem Þorleifur fagnaði því heima
í Bjarnarhöfn.
ÍO. Þorleifur átti einn son;
hann hét og Þorleifur. Þá er hann var
nær fermingaraldri, bar svo við um
haust, að Þorleif vantaði 2 hrúta. Var
þeirra oft leitað, en fundust ekki.
Leið svo fram á jólaföstu. Tíð var
góð. Einn morgun vaknaði Þorleifur
snemma, kallar til Þorleifs, sonar
sfns, og segir: „Við skulum fara að
klæða okkur, Leifi minn, og sækja
hrútana. Ég sé þá á klettahillu hérna
í fjallinu." — Það eru margar kletta-
hillur í Bjamarhafnarfjalli, og er gras
á mörgum af þeim. Á einni þeirra
fundu þeir hrútana. Gekk Þorleifur
þar að þeim sem vísum.
11. Þorleifur menntaði son
sinn vel, án þess þó að láta hann
ganga embættisveginn. Þá er hann
var fulltíða, var það eitt sinn, að
nokkrir helstu efnamennirnir við
Breiðafjörð gengu í félag og pöntuðu
vöruskip frá Noregi. Var Þorleifur
yngri sendur þangað til að standa
fyrir innkaupum á vörunum. Átti
Stóraukin þjónusta
í póstflutninaum
Hraðari póstsendingar milli
landshluta.
Þann 1. júlí hófum við flutning á pósti að næturlagi,
landleiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Sendingar sem veröa póstlagðar fyrir kl. 16:30 á viðkomustöðum póstbílanna verða tilbúnar til
afhendingar á viðkomandi póststöðvum næsta virkan dag. Ennfremur mun oóstur að norðan lialda
viðstöðulaust áfram frá Reykjavík til staða á Suðurlandi og Suðumesjum. Sama
gildir um póst frá Akureyri til staða við Eyjafjörð og á Norðausturlandi.
Viðkomustaðir póstbílanna eru:
Akureyri, Varmahlíð,
Sauðárkrókur, Skagaströnd,
Blönduós, Hvammstangi, Brú,
Borgarnes, Akranes og Reykjavík.
PÓSTUR OG SÍMI
Viö spönim þér sporíti