Tíminn - 04.07.1992, Blaðsíða 8
STfmirm
Laugardagur4. júlf 1992
Arne TVeholt
látinn laus
í gær, föstudag, létu Norðmenn Arne Treholt lausan úr fangelsi, af
mannúðarástæðum. Treholt var dæmdur til 20 ára fangeisisvistar
fyrir njósnir í þágu KGB, rússnesku ieyniþjónustunnar, meðan
hann var starfsmaður í norsku utanríkisþjónustunni.
Dómsmálaráðherra Noregs, Kari
Gjesteby, sagði fréttamönnum í gær að
þessi málsmeðferð væri ekkert óvenju-
leg. Hvaða fangi sem var hefði fengið
sömu meðferð. Þótt TVeholt hefði verið
vel á sig kominn líkamlega, hefði and-
legt ástand hans verið afleitt. „Hann
hefur þjáðst af þunglyndi um hríð og
það varð hálfu verra eftir að kona hans
dó fyrir mánuði síðan," sagði hún.
Treholt, sem náði það langt að verða
aðstoðarmaður utanríkisráðherra, hef-
ur ævinlega haldið fram sakleysi sínu.
Hann var sakaður um að hafa afhent
útsendurum Sovétríkjanna leynileg
gögn, sem vörðuðu hagsmuni Noregs
ogNATO.
Gjesteby neitaði því að TVeholt hefði
verið látinn laus vegna þess að Sovét-
Arne Treholt.
ríkin eru nú liðin undir lok. Sjálfúr
hafði TVeholt haldið því fVam að sú
staðreynd, að Sovétríkin væru ekki
lengur til, undirstrikuðu hve fáránlegt
væri að hann væri látinn afplána dóm-
inn. Hins vegar sagði Gjesteby að Nor-
egi stafaði ekki lengur nein ógn af því
að Treholt gengi laus.
Sjálfur sagði TVeholt að honum væri
mjög létt Hann hygðist ferðast til út-
landa, en sagði ekki hvert „Það er mér
mikilvægt að komast í burtu frá Nor-
egi,“ sagði hann á fréttamannafundi í
gær.
„Ég er í góðu líkamlegu formi," sagði
TVeholt, en hann hefúr þjálfað sig til
þess að hlaupa maraþonhlaup. Hann
hafði reyndar verið látinn laus úr Ila-
fangelsinu eftir að kona hans lést fyrir
skömmu. TVeholt kynntist konu sinni í
fangelsinu og voru þau gefin saman ár-
ið 1987.
Treholt hafði verið undir eftirliti um
skeið, eða í allt að sjö ár, þegar hann
var handtekinn árið 1984 á flugvellin-
um í Ósló. Þá fannst í fórum hans
skjalataska fúll af pappírum frá norska
utanríkisráðuneytinu. Sagt var að TVe-
holt hefði þá verið á leið til fundar við
KGB-manninn Gennady Titov í Vínar-
borg.
Nú, þegar TVehoIt er látinn laus, hefúr
hann afplánað átta og hálft ár af 20 ára
fangelsisdómi.
Treholt var blaðafulltrúi norska utan-
ríkisráðuneytisins þegar hann var
handtekinn. Hann sagði eftir handtök-
una að hann hefði starfað sjálfstætt að
„glasnost" og reynt að vinna að betri
samskiptum austurs og vesturs á dög-
um kalda stríðsins.
Aldrei sagðist hann hafa látið Sovét-
mönnum í té neinar aðrar upplýsingar
en þær sem hefðu getað birst í dag-
blöðum. Hins vegar sagðist hann sjá að
það hefði verið einfeldni af sér að gera
slíkt.
TVeholt sagði í viðtali við Reuter íyrr á
þessu ári að ef hann yrði látinn laus,
myndi hann líklega flytjast til Grikk-
lands. Hann vann að þriðju bók sinni í
fangelsinu — sjálfsævisögu — auk rit-
gerðar um samskipti Grikkja og Sam-
einuðu þjóðanna. _ Reuter/Krás.
Japanskur læknir á
yfir höfði sér dauða-
dóm fyrir morð:
Líkn eða
ótínt
morð?
Japanskur læknir, sem gaf sjúklingi
sínum banvænan lyfjaskammt til
þess að binda endi á kvalafullt líf
hans, á nú yfir höfði sér dóm fyrir
morð.
Læknirinn Masahito Tokunaga er
fyrrverandi læknir við Tokai- há-
skólasjúkrahúsið í Japan og verður
hugsanlega tekinn af lífi, ef hann
verður sakfelldur.
Fjölmiðlar í Japan segja þetta mál
hið fyrsta sinnar tegundar þar sem
látið skal reyna á sakhæfi læknis
sem hjálpar sjúklingi yfir móðuna
miklu með reisn.
í fréttaskeytum segir að læknirinn,
sem er 38 ára gamall, hafi byrjað á
því að sprauta 58 ára gamlan krabba-
meinssjúkling með deyfilyfjum. Síð-
an hafi hann, án þess að bera málið
undir starfsfélaga sína, gefið sjúk-
lingnum lyf sem stöðvaði hjarta
hans.
Sjúklingurinn dó fljótlega eftir
lyfjagjöfma, þar sem hjarta hans
stöðvaðist. Hann hafði verið meðvit-
undarlaus um hríð vegna bein-
krabba á háu stigi.
Ættingjar sjúklingsins höfðu þrá-
beðið Tokunaga lækni um að lina
þjáningar sjúklingsins, eftir því sem
segir í fréttaskeytum.
Kyodo-fréttastofan japanska hefur
eftir Táneo Oki, sem er forstöðu-
maður samtaka fólks sem vill deyja
með reisn, að nauðsynlegt sé að mál
þetta fari fyrir dóm. „Það er rökrétt
skref og verður kannski til þess að
sannleikurinn um þessi mál verði
loks sagður,“ sagði Taneo Oki.
Hann sagðist jafnframt vonast til
þess að dómstólar myndu gera skýr-
an greinarmun á líknardauða og
morði.
Heim úr hafi
Komi einhverju sinni sá tími, að laxinn
snýr ekki aftur, veit maðurinn, að honum
hefur mistekist enn einu sinni, og færst
nær því að hverfa endanlega.
Roderick Haig-Brown,
rithöfundur
Villtir laxastofnar í löndum við Norður Atlantshafið
eru nú taldir vera um 10% af því, sem þeir voru fyrir
300 árum og innan við 3% af því,
sem þeir voru við landnám Islands.
Við höfðum til virðingar Islendinga fyrir íslenskri
náttúru, hvar sem þeir búa á landinu,
og biðjum þá að veita villta laxinum
fullt frelsi til að leita í heimaárnar,
og hafbeitarlaxinum heim
af afréttinum.
Island bannaði laxveiðar í sjó
fyrir 60 árum og hefur á alþjóðavettvangi
verið forystuafl á sviði verndunar og laxastjórnunar með aðgerðum gegn
úthafsveiðum á laxi. Með þessa vitneskju í huga er það metnaðarmál,
að Islendingar sjálfir stundi ekki ólöglegar laxveiðar í sjó.
AT/ Verðum fyrirmynd annarra þjóða í þessu efni sem öðrum,
er snerta umhverfisvernd.
^ON ^
NORÐURATLANTSHAFS
LAXSJÓÐURINN
alþjóðleg verndunarsamtök
með aðsetur á Islandi
Eiður Guðnason
Umhverfisráðherra
Halldór Blöndal
Landbúnaðarráðherra
— Reuter/Krás.