Tíminn - 11.07.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. júlí 1992
Tlminn 3
Þórarinn V. Þórarinsson viss um að maður mundi vinna mál við ónýtan lífeyrissjóð, a.m.k. fyrir mannréttindadómstólnum:
Getur stjórnarskráin frelsað
fólk úr ónýtum lífeyrissjóóum?
REKSTRARKOSTNAÐUR LÍFEYRISSJÓÐA
SEM HLUTFALL AF IÐGJÖLDUM
i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i
4 7 10 13 16 19 22 25 28 31 34 37 40 43 46 49 52 55 58 61 64 67
„Ég er því alveg sannfærður um
að maður mundi vinna slíkt mál, ef
ekki hér á landi þá fyrir Mannrétt-
indadómstólnum," svaraði Þórar-
inn V. Þórarinsson framkvæmdastj.
VSÍ, spurður hvort hann væri þeirr-
ar skoðunar að stjórarskráin gæti
losað mann undan þeirri lagakvöð
að borga iðgjöld í einn og ákveðinn
lífeyrissjóð, t.d. síns stéttarfélags,
hversu handónýtan sjóð sem þar
væri um að ræða.
í nýju fréttabréfi VSÍ vísar Þórar-
inn til 67. gr. stórnarskrárinnar sem
segir „að engan megi skylda til að
láta af hendi eign sína nema al-
mannaheill krefji enda sé það gert
samkvæmt lögum og komi þá fullt
verð fyrir." Það geti varla talist al-
mannaheill, að einstaklingur sé
skyldaður til að kaupa sér lélega eða
í versta tilfelli alls enga lífeyristrygg-
ingu með greiðslum í ónýtan lífeyr-
issjóð. Stjórnarskráin hljóti að
vemda menn gegn lagalegri skyldu
til að tryggja sér „rétt“ í sjóði, þar
sem meira en tíunda hver innborguð
króna er étin upp í rekstrinum, segir
Þórarinn.
Óheimil skattheimta
þríðja aðila
„Ég held að lagaákvæðið gangi of
langt,“ segir Þórarinn. Ef t.d. Jón
smiður á Akureyri segði; „Ég ætla að
borga mín lífeyrisiðgjöld til Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna, sem vill veita
mér viðtöku í sjóðinn. Því þó að Líf-
eyrissjóður trésmiða á Akureyri vilji
að ég borgi til sín þá er rekstrar-
kostnaður þess sjóðs svo hár (kring-
um 20%) að ég tel mig sjá fram á það
að ég muni aldrei fá neitt til baka úr
þeim sjóði.“ Þórarinn segir þetta
einfaldlega óheimila skattheimtu í
þágu þriðja aðila.
Er VSÍ kannski að undirbúa
stuðning við einhvern sem vill láta
reyna á slíkt mál?
„Nei, við erum nú ekki að því. En
auðvitað gæti það komið til álita að
greiða fyrir slíku. Við teldum hins
vegar karlmannlegra að vinna að
breytingum á kerfmu með því að
taka á vandamálinu án milligöngu
dómstóla. Vandamálið er mjög vel
skilgreint, mjög vel skýrt. Það sem
stendur þarna dálítið í vegi ennþá
eru spurningar um völd og spurn-
ingar um áhrif. Að hluta til tengjast
þessar spurningar því hvort menn
eigi að vera frjálsir að því í hvaða fé-
lögum þeir eru. Þetta er angi af sama
meiði,“ sagði Þórarinn.
En hafa þeir ekki takmarkaðan
tíma til að bíða slíkra lausna sem sjá
fram á að standa kannski uppi sjö-
tugir að eiga lítil sem engin lífeyris-
réttindi þrátt fyrir að hafa í áratugi
greitt 10. hluta launa sinna í iðgjöld?
„í mínum huga eru ekki önnur
mál stærri óuppgerð í okkar samfé-
lagi en þetta“, sagði Þórarinn.
í fréttabréfi VSÍ kemur m.a. fram
að fram að 10 af alls 67 lífeyrissjóð-
um, sem nú taka við iðgjöldum,
eyddu milli 10-19% allra greiddra ið-
gjalda í rekstrarkostnað árið 1990.
Hlutfallið sveiflast frá tæplega 1% og
upp í 19%. Að meðaltali fara 4% ið-
gjaldanna í rekstrarkostnað, en það
þýðir nærri 500 milljónir á ári.
Miðað við rekstrarkostnað stærstu
sjóðanna ætti — með fækkun sjóða
og stækkun — að vera hægt að
lækka þennan kostnað um allt að
helming. Þannig mætti spara kring-
um 200 milljónir kr. á ári. Munurinn
svari því til 1,5% til 2% hækkunar á
iðgjaldi eða til aukinna réttinda sem
þessu svarar.
í ljós kemur að mikil fylgni er með
litlum sjóðum og miklum kostnaði.
Þannig er rekstrarkostnaður um
4.400 kr. á hvern sjóðfélaga ári að
meðaltali hjá sjóðum með færri en 3
þúsund félaga. Hann lækkar síðan
með auknum fjölda og er kominn
niður í 2.100 kr. á mann í sjóðum
með fleiri en 9 þúsund félagsmenn.
„Samkeppni", er að mati Þórarins
það sem til þarf að koma til þess að
fækka sjóðum, lækka kostnað og
bæta Iífeyristryggingarnar. Sú ein-
falda breyting, að menn mættu velja
sér lífeyrissjóð, mundi á skömmum
tíma leiða til sameiningar lífeyris-
sjóða svo tugum skipti.
Sjóðirnir yrðu að keppa um hylli
sjóðfélaganna með því að sýna fram
á betri árangur í rekstri, meiri hæfni
til greiðslu lífeyris og meiri sveigjan-
leika í samsetningu lífeyristrygginga
en nú er. Þórarinn segir hlut ein-
staklingsins hvarvetna fara vaxandi
og heildarlausnir í þágu óskil-
greindra meðaltalsmanna eigi því
undir högg að sækja.
„Því hljóta lífeyrissjóðirnir að
svara þessum kröfum tímans þannig
að t.d. barnlaus maður þurfi ekki
endilega að kaupa barnalífeyris-
tryggingu. Hann gæti valið sér líf-
eyrissjóð og þær lífeyristryggingar,
sem honum henta. Að þessu hlýtur
VSÍ að starfa á komandi misserum,
því þær aðstæður sem nú ríkja eru
ekki ásættanlegar," segir Þórarinn.
Ef fólk má velja sér sjóð fylgir því
þá ekki líka að sjóðir mega velja sér
félaga? Þannig að heilsutæpir fengju
kannski ekki aðild að neinum sjóði?
„Það yrði að setja reglur um það
líka. Til þess að sjóðir fengju að
starfa yrðu þeir að uppfylla ákveðnar
kröfur, þar með talið að taka við
mönnum. Hitt er annað mál, og það
er vakandi í þessari umræðu í dag,
að örorkulífeyriskostnaður sjóðanna
hefur farið mjög vaxandi. Menn eru
farnir að horfa á það að það gangi
ekki að hafa réttindamyndun þann-
ig, að ef einstaklingur, sem í raun-
inni er aldrei vinnufær, komist út á
vinnumarkaðinn, kannski í 1 ár eða
2, þá eigi hinir sjóðsfélagarnir að
bera kostnað af framfærslu hans það
sem eftir lifir, eins og hann hafi ver-
ið fullvinnandi.“
Þóarinn segir vitanlega ekki
spurningu að það þurfi að sjá fýrir
framfærslu þessa fólks. En það eigi
að gera í einhverju miklu stærra
kerfi, en ekki einstökum lífeyrissjóð-
um.
Örorkulífeyrismálin séu þannig
hvort sem er í töluverðu uppnámi.
Menn séu því m.a. famir að velta því
fyrir sér hvort ekki sé heppilegra að
fara með stærri hluta örorkulífeyris-
trygginganna í einhvern sameigin-
legt kerfi, hvort sem það yrði þá á
vettvangi almannatrygginganna eða
annarra. Dreifa þannig áhættunni
meira.
Sambland af skyldu
og frelsi
„Raunar held ég að þróunin í
þessu kerfi verði sú, að þessi „sósjal"
hluti lífeyriskerfisins verði ekkert
stærri en þessi 10% eins og í dag,
gæti jafnvel orðið minni. Ég held að
skyldutryggingin eigi að miðast við
lágmarksframfærslu. Síðan kæmi
svo einstaklingsbundinn þáttur til
viðbótar. Ég held að einstaklings-
bundnar tryggingar — hinn arfleif-
anlegi hluti — eigi eftir að aukast og
að lífeyrissjóðirnir hljóti að fara inn
á þann markað. Samanlagt væri ekki
óeðlilegt að miða við 12-15% sparn-
að “ - HEI
Gróðrarstöðin Mörk á 25 ára afmæli:
Til sýnis um helgina
Cróðrarstöðin Mörk verður opin al-
menningi til sýnis þessa helgi í til-
efni af 25 ára afmæli hennar. Einn-
ig kemur út litprentaö veggspjald
um tré og runnna á íslandi sem er
hið fyrsta í röð veggsjalda sem
stöðin ætlar að gefa út.
Stöðin er stærsta gróðrarstöðin í
einkaeigu á landinu en eigendur
hennar eru þau Pétur N. Ólason og
Martha C. Bjömsson.
Gróðrarstöðin hefur m.a. tekið
þátt í kynbótum á íslensku birki og
er nú fyrsta kynslóð þess í uppeldi.
Hún hefur einnig verið með í rækt-
unarverkefni á skógarplöntum og
býður upp á úrval skógarplantna í
fjölpottabökkum fýrir bæjarfélög og
landeigendur.
Búvörusamningsnefnd á enn eftir að ná saman um
mjólkurframleiðsluna:
Tími nefndarinnar
er við að renna út
Mikillar óþreyju gætir aú meðal kúabænda og í mjólkuriðnaðin-
um vegna þess bversu seint gengur að ná samkomuiagi t svokall-
aðri búvörusamningsnefnd, en sú nefnd á að semja viðauka við
búvörusamninginn um mjólkurframleisluna. Nefndin hefur tii
hliðsjónar níðurstöður 7- mannanefndar sem skilaði af sér í vor.
Svo virðist sem talsverðrar tregðu gæti hjá fulltrúa Alþýðuflokks
í nefndinni að samþykkja áframhaldið og ekki hefur veriði form-
legur fundur í nefndinni um hríð.
Ekki náðist í Guðmund Ólafs-
son, fulltrúa Alþýöuflokks í
nefndinni, í gær og ekki heldur
Cuðmund Sigþórsson í landbún-
aðarráðuneytinu, formann henn-
ar. Guðmundur Lárusson, for-
maður Félags kúabænda, situr í
nefndinnni og var hann f gær
óhress með seinagang mála.
„Það er f það minnsta ljóst að
það má ekki tefjast miklu lengur
að setja reglugerö um sfjóra á
mjólkurframieiðsiunni á næsta
verðlagsári. Það þarf m.a. að eyða
ákveðnum óvissuþáttum f sam-
bandi við verslun með fullvirðis-
rétt milli manna. Það linnir ekki
sfmhringingum t)l næstum allra
sem hafa verið að fjalla um þessi
mál, því það eru fjöldamargir sem
eru að hugsa um að selja eða
kaupa rétt þurfa að vita í hvaða
farvegi þetta verður. Ástandið er
m.ö.o. að verða alveg óþolandi,“
sagði Guðmundur Lárusson í
samtali við Tfmann í gær.
Guðmundur segir að það sem
nást þuríl fram f þessu nefndar-
starfi séu auk þess að fá skýrari
niðurstöðu í söiu á fullvirðisrétti,
að ákveða hvað verði um þann
þiggja milljóna lftra mjólkurkvóta
sem er f leigu hjá Framleiönisjóöi.
Hvað varði bændur og mjólkur-
iðnaðinn sameiginlega sé vita-
skuld það hvernig stuðningni við
mjólkurframleiðsluna verði hag-
að. Ákvörðun um það þurfi að
liggja fýrir mjðg fljótlega elnkum
ef taka á upp belnar greiðslur í
stað niðurgreiðslna. „Ef nýtt fýr-
irkomulag á að taka gildi í. sept-
ember — sem er raunar nánast
útilokaö og yrðí varla iyrr en um
áramót — þá þýðir það algera end-
urskipulagningu á öllu verðmynd-
unarferlinu. Niðurgreiðslurnar
hafa verið notaðar sem hluti af
verðlagningunni, til að hafa óhrif
á vermyndun einstakra vöru-
flokka. Sá þáttur hefur að hluta
verið f höndum mjólkuriðnaðar-
ins, sem mlssir hann aigeriega út
úr höndunum á sér sem þýðir aft-
ur atveg nýtt verðlagningarmynst-
ur,“ segir Guðmundur Lárusson.
-BG
—GKG.