Tíminn - 11.07.1992, Qupperneq 13

Tíminn - 11.07.1992, Qupperneq 13
Laugardagur 11. júlí 1992 Tíminn 13 Á þessum staö fannst lík Tammyar. skrifað hjá sér, reyndist tilheyra fólksbíl en ekki jeppa, þannig að eitthvað hafði honum orðið á í messunni. Því var farið í segulböndin af upptökum af símhringingum á föstudagskvöldið. Þar heyrðist æst konurödd skýra frá því að ekið hefði verið á stúlku og öku- maðurinn stungið af, með fóm- arlambið í þokkabót. Þegar farið var að kanna hvernig á því stæði að þessu neyðarkalli hefði ekki verið sinnt, kom í ljós að lögreglu- maðurinn, sem tók við því, var nýbyrjaður á fjarskiptum og hafði gleymt því, þar sem til- kynning um líkamsárás hafði borist strax á eftir. Ef vanari maður hefði tekið við kallinu, má telja að lífi Támmy hefði mátt bjarga. En á segulbandinu fannst rétta bílnúmerið. Jeppinn tilheyrði manni að nafni Jack Glendale Lynch, sem bjó ásamt sambýlis- konu sinni í hjólhýsahverfi utan við bæinn. þeim saman og endaði rifrildið með því að Tammy neitaði að fara með honum á bílnum hans, kvaðst frekar vilja ganga. Hann ók burt, en sá sig um hönd og sneri við til að Ieita hennar. Hún var þá horfin og hann sagðist hafa ekið um dágóða stund og leitað hennar, en án árangurs. Danny hafði seinast séð unn- ustu sína um níuleytið föstu- dagskvöldið 13. júlí. Bæði lög- reglumönnunum og vinum hans fannst enginn vafi leika á að Danny var yfirkominn af sorg og sjálfsásökunum. „Ef ég hefði vitað að svona nokkuð gæti gerst, hefði ég ekki sleppt af henni augunum,“ sagði hann. „Hvers konar skepna get- ur gert svona hluti?" Lögreglan sneri sér nú að því að sannreyna sögu Dannys. Starfsfólk á veitingahúsinu stað- festi allt sem hann hafði sagt. Þeir, sem til hans þekktu og spurðir voru, sögðu það alger- lega útilokað að hann væri fær um að fremja slíkan verknað, síst af öllu gagnvart Támmy, sem fólk sagði að hann hefði elskað út af lífinu. Danny hafði verið sá eini sem lögreglan grunaði. Þegar ekkert fannst, sem bendlaði hann við morðið, sneru lögreglumenn- irnir sér að öðru. Næstu dagar fóru í það að mæla göturnar í leit að vísbendingum. Svæðið þar sem Tammy hvarf var fjölfar- ið og reynt var að rekja hvaða leið hún hafði farið eftir að leiðir þeirra Danny skildu. Allir þekkt- ir nauðgarar og ofbeldismenn voru yfirheyrðir, en útkoman varð engin. Umferðarslys Mánudaginn 16. júlí urðu loks RÁDNING Á KROSSGÁTU Skór og taska Tammyar fundust á þessu götuhorni. Jack Glendal Lynch skrapp út í sjoppu og framdi morð í leiðinni. þáttaskil í rannsókninni. Maður, sem rak bensínstöð nærri staðn- um þar sem skórnir fundust, hringdi í lögregluna. En hann var ekki að veita upplýsingar, hann vildi fá upplýsingar. Hann vildi fá að vita hver útkoman hefði orðið úr símtali til lögregl- unnar frá bensínstöð hans á föstudagskvöldið. Hann skýrði frá því að um hálftíuleytið á föstudagskvöldið hefði kona komið inn á bensín- stöðina og krafist þess að fá að hringja strax í neyðarnúmer lög- reglunnar. Hann kvaðst hafa heyrt hana skýra frá því að hún hefði séð hvítum jeppa ekið á unga stúlku uppi á gangstétt. Bílstjórinn hefði snarað sér út úr jeppanum, dregið ungu stúlkuna inn í hann og ekið á brott í suð- urátt. Bensínstöðvareigandinn hafði haft rænu á því að skrifa hjá sér skráningarnúmer jepp- ans um leið og konan las það upp í símann, en honum hafði láðst að spyrja konuna að nafni. „Eg held að hún hafi ekki verið héðan úr bænum, því hún virtist engan veginn viss um hvar hún var stödd," sagði hann. Bensínstöðvareigandinn gat lýst konunni nokkuð vel og var nú auglýst eftir henni og hún beðin um að gefa sig fram. Einn- ig var leit hafin að jeppanum. Númerið, sem maðurinn hafði Eigandi jeppans fínnst Þó svo að Lynch væri aðeins 32 ára gamall, átti hann skrautleg- an feril að baki og sakaskrá hans var löng og skuggaleg. Hann hafði verið fundinn sekur um innbrot, mannrán, skjalafals og þýfissölu. Félagsráðgjafi, sem hafði haft með mál hans að gera, skýrði frá því að í bernsku hefði hann orð- ið fyrir barðinu á áfengissýki for- eldranna, sem bæði misþyrmdu honum og misnotuðu kynferðis- lega. Sama gamla sagan, fórnar- lamb verður gerandi. Lögreglan færði nú Lynch og sambýliskonu hans til yfir- heyrslu. Sambýliskona hans skýrði frá því að þau hefðu setið að drykkju föstudaginn 13. apríl og hún hefði sofnað á sófanum. Þegar hún vaknaöi aftur, voru Jack og jeppinn horfin. Hún kvaðst þá hafa lagst aftur til svefns og vaknað um miðnættið þegar Jack kom heim. Hún spurði hann hvar hann hefði ver- ið og hann kvaðst rétt hafa skroppið út. Hún lét það kyrrt •iggja. Jack Lynch neitaði í fyrstu að vita nokkuð um Tammy Garrett. Hann kvaðst hafa skroppið í sjoppu á föstudagskvöldið að vísu, en snúið beint heim aftur. Eftir nánari yfirheyrslur brotnaði hann saman og fór að gráta. Lögreglan vissi sem var að þetta var fyrsta merkið um það að glæpamaður væri um það bil að fara að játa, og þjarmaði því frekar að honum. Jack Lynch skýrði þá frá því að hann hefði ekið um bæinn og ekið á eitthvað. „Var það kona?“ spurði lög- reglan. „Nei, jú annars, kannski var það kona,“ var svarið. „Ég lenti uppi ápangstétt í beygju og ók á hana. Eg tók hana upp í bílinn til að aka henni á sjúkrahús. Hún var meðvitundarlaus fyrst, en svo vaknaði hún og byrjaði að æpa og veina. Síðan stökk hún út úr bfinum og ég sá hana ekki eftir það.“ Eftir að hafa skýrt frá þessu snarþagnaði hann. Hann harð- neitaði að nokkuð fleira hefði gerst milli sín og Támmy. Sönnunargögn í tonnatali Þó svo að Jack neitaði öllum sakargiftum um að hafa myrt Tammy, voru næg sönnunar- gögn gegn honum önnur. Sæði og hár, sem fundust á líkinu, voru frá honum og hann neydd- ist til að játa að bolurinn, sem fannst skammt frá líkinu, væri hans eign. Það eina, sem nú vantaði, var konan, sem hafði hringt til lög- reglunnar frá bensínstöðinni. Loks á mánudeginum 24. júlí hringdi hún í lögregluna. Hún hafði farið úr bænum daginn eft- ir að hún hafði hringt og hafði ekki vitað að hennar var leitað fyrr en daginn áður, en þá hafði hún samstundis samband. Frá- sögn hennar gerði það að verk- um að nú var málið gegn Jack Lynch pottþétt. Á þeim tíma, sem leið fram að réttarhöldunum, var Jack tvisvar sinnum sendur í geðrannsókn. Hann skýrði geðlæknunum frá því að þegar hann drap Tammy hefði hann heyrt raddir í höfði sér. Önnur röddin var rödd móð- ur hans, sem sagði honum að misþyrma stúlkunni kynferðis- lega. Hin röddin var karlmanns- rödd, sem sagði honum að stinga hana og skera og ljúka þessu af. Annar geðlæknirinn hélt því fram að þegar Jack drap Tbmmy hefði hann í raun verið að myrða móður sína, sem misþyrmdi honum í æsku. í gæsluvarðhald- inu reyndi Jack Lynch tvisvar sinnum að svipta sig lífi. Honum var stefnt fyrir rétt þann 10. febrúar 1992. Kvið- dómur úrskurðaði hann sekan um morð að yfirlögðu ráði, mannrán og nauðgun. Dómar- inn dæmdi hann í ævilangt fang- elsi án möguleika á náðun fyrir morðið og í samtals 2.000 ára fangelsi fyrir aðrar sakargiftir. Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 18. mai er skrifstofa okkar I Hafnarstræti 20, III. hæð, opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarflokkurinn. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1992 Drætti i Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins hefur verið frestað til 10. júll n.k. Vel- unnarar flokksins, sem enn eiga ógreidda miða, enr hvattir til að greiða heimsenda giróseðla fyrir þann tima. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða i sima 91-624480. Framsóknarflokkurinn Framsóknarkonur Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir hópferð á Kvennaþingið á Egils- stöðum 20.-23. ágúst n.k. Vinsamlegast látið skrá ykkur strax hjá Jafnréttisráði, simi 91-27420, og á skrifstofu Framsóknarflokksins, simi 91-624480. Framkvæmdastjórn L.F.K. Sumarferð framsóknarmanna Farið verður Kjöl að Blönduvirkjun laugardaginn 8. ágúst. Nánar euglýst slöar. Fulltrúaráóið. Kópavogur- Fulltrúaráð Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Kópavogi heldur fund með nefndarfólki og varamönnum i Fulltrúaráöi mánudaginn 13. júlí kl. 20.30 að Digranesvegi 12. Dagskrá: 1. Sigurður Geirdal bæjarstjóri kynnir reikninga Kópavogs- kaupstaðar fyrir árið 1991. 2. Önnur mál. Stjórn Fulltrúaráðs. 24. sambandsþing SUF 24. þing Sambands ungra framsóknarmanna verður haldið á Egilsstöðum 28.-30. ágúst n.k. Dagskrá þingsins verður nánar auglýst siöar. Samband ungra framsóknarmanna. Sigurður LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? SPRUNCIÐ? Viðgeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og víðgerðir á iönaðarvélum — járnsmíöi. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kœnuvogsmegin - Sími 814110

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.