Tíminn - 11.07.1992, Síða 14

Tíminn - 11.07.1992, Síða 14
14 Tíminn Laugardagur 11. júlí 1992 1 MINNING r Þorvarður Amason Kveðja frá Seyðfírðingafélaginu. Á undanförnum misserum hafa fjórir mætir menn í Seyðfirðingafé- laginu fallið í valinn, þeir Grímur Helgason, Halldór Karlsson, Steinn Stefánsson og nú seinast Þorvarður Árnason forstjóri. Þessir menn voru allir nátengdir Seyðfirðingafélag- inu. Þorvarður Árnason fæddist árið 1920 á Hánefsstöðum í Seyðisfjarð- arhreppi. Foreldrar hans, Árni Vil- hjálmsson útvegsbóndi og Guðrún Þorvarðardóttir, byggðu hús, er þau kölluðu Háeyri, við sjóinn skammt neðan við Hánefsstaði. Þar óx Þor- varður úr grasi ásamt systkinum sínum, Vilhjálmi, Tómasi og Margr- éti, við gott atlæti foreldra sinna. Þetta fólk var orðlagt fyrir dugnað og framtakssemi. Þorvarður stundaði íþróttir á yngri árum, var að leikum eins og segir í fornum sögum, með bræðr- forstjóri um sínum og félögum á Eyrunum, þegar tóm gafst frá daglegum störf- um. Þorvarður varð landsþekktur íþróttamaður og náði ágætum ár- angri í kúluvarpi og kringlukasti. Einnig varð hann frábær fimleika- maður. Mér er enn í fersku minni hve við strákarnir inni í Firði dáð- umst að þessum ungu íþróttamönn- um á Eyrunum. Þorvarður fór í Eiðaskóla og reyndist harðduglegur og góður námsmaður. Síðan iá leið- in suður í Samvinnuskólann þar sem hann stundaði nám undir handarjaðri hins merka skólafröm- uðar Jónasar Jónssonar. Eftir það fór Þorvarður í skóla samvinnu- manna í Stokkhólmi. Hann var því mjög vel menntaður verslunarmað- ur eftir því sem þá tíðkaöist. Árið 1946 urðu þáttaskil í lffi Þor- varðar er hann kvæntist Gyðu Karls- dóttur. Foreldrar hennar voru Karl Finnbogason skólastjóri og Vilhelm- ína Ingimundardóttir frá Sörlastöð- um, sæmdarfólk og vel metið í sínu byggðarlagi. Tekið var til þess hve ungu hjónin voru glæsileg. Þau byggðu sér hús við Kársnesbraut í Kópavogi þar sem þau bjuggu rausnarbúi alla tíð síðan. Þeim varð fimm barna auðið. Þorvarður gerð- ist síðan umsvifamikill og virtur at- hafnamaður í Reykjavík og setti á stofn ásamt systkinum sínum og fleirum nokkur landskunn fyrirtæki og rak þau af alkunnri atorku. Seyðfirðingar í Reykjavík stofn- uðu með sér félag 15. nóvember 1981. Þorvarður var framarlega í flokki þeirra manna, karla og kvenna, sem áttu frumkvæði að þessari félagsstofnun. Hann var kjörinn í fyrstu stjórn félagsins og gegndi þar ritarastörfum. Það var mikið happ fyrir okkur í Seyðfirð- ingafélaginu að fá svo félagsvanan mann til liðs við okkur, en hann hafði langa reynslu af starfi innan íþróttahreyfingarinnar og víðar. Þorvarður var ráðhollur og raunsær og lagði jafnan gott til mála. Hann var alla tíð góður stuðningsmaður félagsins og sýndi því mikla ræktar- semi. Ég minnist þess, er ég heimsótti Þorvarð og Gyðu til þess að ræða málefni Seyðfirðingafélagsins, að þá sýndi Þorvarður mér myndir úr ítal- íuför og útlistaði fyrir mér ítölsk listaverk forn og ný. Þarna kynntist ég nýrri hlið á Þorvarði Ámasyni. Tálið barst að sögu Rómverja hinna fornu, sem reyndist sameiginlegt áhugamál okkar, og kom ég þar vissulega ekki að tómum kofunum hjá honum. Þorvarður var því eng- inn hversdagsmaður, en átti sér mörg áhugamál, er hann rækti í tómstundum sínum. Árið 1986 ákváðu Seyðfirðingar hér syðra að kaupa húseignina Skóga við Garð- arsveg nr. 9 á Seyðisfirði. Þorvarður átti góðan hlut að því að við keypt- um þetta átthagahús okkar, sem er sannkölluð staðarprýði. Margrét, systir Þorvarðar, nýtur nú sumar- leyfis með sínu fólki í þessu húsi. Þorvarður var aðlaðandi maður, fríður sýnum, hæglátur í fram- komu, góðlátlega glettinn og glæsi- legur að vallarsýn. Margir munu nú sakna hans, ekki síst Seyðfirðingar nær og fjær. Með þessum minning- arorðum vil ég fyrir hönd Seyðfirð- ingafélagsins þakka hinum látna heiðursmanni fyrir störf hans í þágu félagsins. Gyðu, skólasystur minni, sendi ég samúðarkveðjur, svo og börnum hennar, barnabörnum og öðrum ættingjum. Ingólfur A. Þorkelsson Jóhanna Sigurjónsdóttir draum, og nú eru niðjar þeirra fólk- ið sem Hávamál mæla svo um: Þeir munu lýðir löndum ráða, es útskaga áður of byggðu. húsfreyja á Ljótsstöðum, Vopnafirði Fædd 9. nóvember 1900 Dáin 5. júní 1992 Svo segir í Landnámu: Sæfararnir norsku Steinbjörn Hörtur og Ey- vindur Vopni komu úr hafi skipi sínu í flóa á norðaustanverðu Is- landi. Þá fló á móti þeim fugl einn mikill eða dreki, og náði vænghaf hans fjalla í milli. Sá fugl nefndist landvættur, einn af fjórum hollvætt- um vors lands íslands. Og þeir námu þar land í þrídalabyggð Vopnafjarðarsveitar og svo nærri sævi, Styrbjörn hið efra um dali en Eyvindur hið ytra við sjó fram og annes. Þrír grösugir dalir eru aðall og einkenni hinnar gróðurprýddu Vopnafjarðarsveitar og ganga frá hafi til hæða, en ytra með sjó fram er hafið með sín fiskimið og færa hafverjar íbúunum björg í bú. Þar eru einnig búsældarlegar, ræktum- góðar bújarðir, sem löngum hafa skilað ábúendum hollum lífsvenjum og viðurværi jafnt til sjávar sem sveitar. En hin aldna, mörg hundruð ára verslunarsaga Vopnafjarðar heldur velli, þótt blási biturt á tím- um hinnar nýju þróunar og bylt- ingaskeiða frá hinum gamla, gengna Útboð Ólafsvíkurvegur um Mýrar Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboöum í lagningu Ólafsvíkurvegar frá Urriöaá aö Hestlaek, alls 5,5 km kafla með tengivegi. Helstu magntölur: Fyllingar og buröarlög 115.000 m3, bergskeringar 16.000 m3 og klaeöingar 32.000 m2. Verki skal lokiö 10. júlí 1993. Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerð rik- isins í Borgarnesi og i Borgartúni 5, Reykja- vík (aöalgjaldkera), frá og meö 13. þ.m. Skila skal tilboöum á sömu stööum fyrir kl. 14:00 þann 27. júlí 1992. Vegamálastjóri Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdafööur, afa og langafa Jóns Egilssonar Selalæk Sérstakar þakkir viljum viö faera starfsfólki Sjúkrahúss Suöur- lands. Ólöf Bjamadóttir Skúli Jónsson Eygló Jónsdóttir Egill Jónsson Helgi Jónsson Svanborg Jónsdóttir Bjarni Jónsson Bjarnveig Jónsdóttir Bára Jónsdóttir Þórir Jónsson Viðar Jónsson Aöalheiöur Finnbogadóttir Bragi Haraldsson Helena Weihe Sjöfn Guðmundsdóttir Sæmundur B. Ágústsson Kristín Bragadóttir Ármann Ólafsson Ámi Þór Guðmundsson Guðný Sigurðardóttir Jónína Árnadóttir bamabörn og bamabarnabam tíðaranda til hins nýja Islands, sem elur börn sín og búsæld, velferðar- þjóðfélags þar sem allir hafa nóg að bíta og brenna og flestum líður bet- ur við hið ysta haf. Um veröld víða er moldin góð við börnin sín, og sær- inn bregst aldrei, hann síst máttu lasta, og dugandi hafsóknarmenn sækja munu gull í greipar Ægis, þótt allt um annað þrotni, stórfækk- un í sveitunum frá því sem var um aldamótin í Vopnafirði, sem þá var seint á nítjándu öldinni eitt mann- flesta hérað á íslandi áður en hinn mikli fólksstraumur frá Vopnafirði fór vestur um haf svo tugum og hundruðum skipti sem kunnugt er. Ég, sem þessar línur skrifa, nem staðar við minningu af yngismey, sem var tíu vetrum eldri en ég, með glóbjart hár, sem var svo fallegt og sjónfrítt að það huldi meira en hálf- an ungmeyjar þokkahreinan líkama, allt frá efstu viðjum, höfðinu, til hnésbóta. „Það var ég hafði hárið," svo mælti meyjan í söng og ljóði frá hinum heiðu dögum æskunnar er hún minntist þess sem var. Öndvegishjónin Sigurjón Hall- grímsson í Ytri-Hlíð og Valgerður Helgadóttir, ættuð úr Mývatnssveit, voru foreldrar Jóhönnu sálugu. Þau áttu þrjár dætur og einn son, Frið- rik, sem einna lengst mun hafa ver- ið hreppstjóri í sveitum vors lands. Þarna í Ytri-Hlíð í hinum gróður- sæla Vesturárdai, miðdal þrídala- byggðarinnar vopnfirsku, ólust þessi fjögur systkin upp í guðsótta og góðum siðum og báru í verki og virðingu samsveitunga sinna, þann aðal góðrar íslenskrar fjölskyldu og að því verki vaxin sem þau inna af hendi, í sinni þágu og sóma íslensks þjóðfélags. Það mun nærri einstætt að svo stór barnahópur skuli öll hafa lifað frá fæðingu til fullorðinsára. Móðir þeirra mun vera ein sú duglegasta og harðgerðasta húsfreyja sem jafn mörg heilbrigð börn hefur alið með- al fósturlandsins freyja. Öll voru þau við jarðarför móður sinnar, sem dó inn í íslenska vorfriðinn og fegurð blóma vorfegurðar á þessu bjarta og besta vori 1992. Jóhanna var kona harðdugleg, svo fáar muni afkasta löngu og gifturíku ævistarfi meðal íslenskra kvenna, og undi jafn glöð við sitt, þó mörgu þyrfti hún að sinna í heimilisstörfum og uppeldi vel agaðra og hlýðinna gæskubarna, sem virtu og velunnandi bera for- eldrum og öllum heimilisháttum vitni þess, sem best upp alin börn eru í hverju verki vammlaus, og sem þau inna af hendi á fullorðins aldri, trú og velkunnandi. Jóhanna giftist Sigurði Gunnars- syni frá Ljótsstöðum, sem lengi gegndi oddvitastörfum í Vopnafirði. Þau eignuðust stóran barnahóp, sem ekki reyndust eftirbátar foreldr- anna og í besta lagi og mestum máta sem og í hverju sinna verka á ævi- starfi, þera heimilisháttum vitni og í ágætu starfi á ævibrautinni. Þau eru ágætisfólk í hvívetna og ég, sem um skeið var heimilismaður á Ljóts- stöðum að kenna börnunum þeirra hjóna, minnist þess að laust fyrir jól átti Jóhanna, þrátt fyrir jólabakstur og jólaannríki, glaða stund um kvöldið, söng jólasálmana við undir- leik eiginmanns síns, sem lék á harmoníum. Og þá minnist ég og, sem hlustaði á hinn glaða samleik þessara góðu hjóna, sögunnar Jóla- bakstur í Engidal eftir danska skáld- ið Jeppe Aakjær, þessa sem Jóhanna hafði leyst af hendi fyrr um daginn. Frá því kvöldi minnist ég einnar feg- urstu myndar í minningunni minni, þar sem norski söngvasvanurinn Edvard Grieg leikur á slaghörpuna og kona hans, sem var lærð óperu- söngkona, stendur að baki honum og þau spila og syngja: „Min tanke, tanke, ene du er verden" o.s.frv. Mann sinn ásamt börnum sínum unni og dáði Jóhanna heitin, hennar ást var aldrei tvenn. Svo er sagt að einn hinn besti sonur Frakklands, hershöfðinginn de Gaulle, sé sá sem næst gengur í spor Abrahams Lincoln Bandaríkja- forseta. Þessir tveir bestu synir tveggja stórþjóða verða jafnan efstir á blaði veraldarsögunnar, stórmenni góðmennskunnar, sem ekki þoldu að sjá hvítar marmarahallir hábor- inna hallargreifa hins hvíta kyn- stofns sem horfðu sjálfumglaðir á öreigafólkið, sem vann hörðum höndum til að skila arðinum til hinna meiri manna, sem í hvítum ljóma sjálfsins, yfirstétta-forréttind- anna, horfðu úr hæðunum á það eymdanna djúp, „hvar erfiðið liggur á knjám", en iðjulaust fjársafn á fjár- safni elst „sem fúinn í lifandi trjám". Sá mun hafa verið fyrr meir hugs- unarháttur alltof margra, sem töld- ust himinbornir vera af auði og ætt- göfgi. Því miður var litið niður á stritandi lýð vandalausra hjá ríklát- um húsbændum, jafnt á voru litla landi íslandi sem og í þrælaríkjum úti í hinum stóra heimi. En þetta undirheimafólk átti sinn frelsis- Listaskáldið Þorsteinn Erlingsson segir svo: Kóngar að síðustu komast í mát og keisarar líkblæjum falda. Þetta er útúrdúr, en ég minntist áðan á de Gaulle, hinn mikla mann- vin (de profundis) undirdjúpafólks- ins í strákofum Algeirsborgar, sem hann leysti úr ánauð marmarahall- arfólksins á hástéttar hávelborinna manna og kvenna í frönsku Algeirs- borgar nýlendunni. Minning þessara tveggja stærstu mannvina veraldar- sögunnar, de Gaulles og Abrahams Lincoln, er sú stefna sem bræðra- lagshugsjón frelsis og réttlætis í heimi hér, er ljósið sem skína á skærast, samkvæmt hinu æðsta boðorði meistarans mikla frá Nasar- et. Sagt er að de Gaulle og kona hans hafi átt barn, sem var fætt aumingi frá vöggu til grafar. Það andaðist ekki fyrr en eftir nokkurra ára hér- vist. Góðar konur elska aumingjana mest sinna barna, þar ræður móður- ástin sínum tignustu og kærleikans æðstu ríkjum. Þau hjónin de Gaulle og eiginkona hans stóðu við gröf þessa barns, í þann mund sem frels- ishetjan leysti Algierdeiluna á sinn heillaríka hátt. Móðirin grét mjög, en maðurinn hennar sagði: „Gráttu ekki, því þessu ber að fagna, að nú er hún elskaða dóttir okkar komin yfir á það ljósanna land, þar sem hún þjáist ekki lengur." Þó Ljótsstaðasystkinin hýstu ef- laust sinn harm við útför góðrar móður, voru þau glöð í bragði að vita framliðna, aldraða móður, út- slitna af alltof miklu erfiði liðinna ára, en átti þó sínar hamingjustund- ir sem bestar gerast, með eigin- manninum sem hún dáði og virti og börnum sem virtust fædd án til- sagnar boðorðsins „Heiðra skaltu föður þinn og móður“. Nú hefir ein af hetjum hversdagslífsins, húsfreyj- an Jóhanna Sigurjónsdóttir, haft vistaskipti, flutt frá hérna megin heims, komin yfir djúpið dauðans dyra, yfir á land Ijósanna. Og mér er sem ég sjái eiginmanninn hennar, sem farinn var úr heimi hér löngu á undan henni, rétta henni styrka hendi, boðna velkomna á hið nýja, vorfagra land, þar sem hún dó inn í vorið, blóma- og jurtailminn 1992, og þau setjast á sólskinsblett eilífð- arinnar, eins og þau settust saman fyrrum í blómagarðinum á Ljóts- stöðum. Stefán frá Guðmundarstöðum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.