Tíminn - 01.08.1992, Qupperneq 2

Tíminn - 01.08.1992, Qupperneq 2
2 Tíminn Laugardagur 1. ágúst 1992 Ólympíuleikar, handknattleikur: Ísland-Ungverjaland: Guðmundur skóp stór- sigur á Ungverjum íslenska Iiðið vann í gær góðan sigur á Ungverjum á Ólympíuleikunum í Barcelona, 22-16 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 8-3 landannm í vil. Liðið lék skynsamlega og það var greinilegt að það var mikil leikgleði inn- an hópsins, sem er atriði sem hefur oft verið ábótavant hjá íslenska liðinu. Það, sem stendur þó upp úr eftir leik- inn, er stórkostleg markvarsla Guð- mundar Hrafnkelssonar og öflugur vamarleikur Iengst af. Þetta skóp stór- sigur á gamalgróinni handknattleiks- þjóð. Leikurinn byrjaði þó þunglamalega hjá íslenska liðinu og ekki tókst að koma boltanum í net andstæðinganna fyrr en á þriðju mínútu leiksins og var það Einar Gunnar Sigurðsson sem það gerði úr hraðaupphlaupi. Fyrstu fimm- tán mínútur leiksins var jaifnræði með liðunum, en þegar staðan var orðin 4-3 íslendingum í vil, þá sagði íslenska vömin og Guðmundur Hrafnkelsson í markinu: stopp, hingað og ekki lengra. Strákamir bættu fjórum mörkum við fyrir leikhlé og tryggðu sér þægilega stöðu í hálfleik, 8-3 og það eru ömgg- lega ár og dagar síðan landslið hinnar sterku handknattleiksþjóðar, Ungverja, hefur skorað svo fá mörk í einum hálf- leik. íslensku strákamir komu jafn áræðnir til síðari hálfleiks eins og þegar þeir gengu til búningsherbergja og skoruðu fjögur fyrstu mörkin í hálf- Ieiknum og komust í 12-3. Þegar svo var komið, breyttu Ungverjamir um leikaðferð og hófu að taka á móti ís- lensku sókninni mun framar og léku jafnvel á köflum maður á mann. ís- lenska liðið þurfti tíma til að ná tökum á þeirri sóknaraðferð, sem þurfti að beita gegn slíkri vöm, en það gekk ekki áfallalaust Liðið gerði á því tímabili töluvert af mistökum, misstu boltann, klúðruðu sendingum og skomðu ekki úr upplögðum fæmm. En ávallt var það þó Guðmundur Hrafnkelsson sem stóð upp úr og dró vemlega úr afleiðingum þessara mistaka með því að verja á heimsmælikvarða. Það næsta, sem ungverska liðið komst fslendingunum, var 17-12, 18-13 og 21-16. Lengra var þeim ekki hleypt og þegar upp var stað- ið vann mjög gott íslenskt lið frekar slaka Ungveija, 22-16. Það er engum blöðum um það að fletta að maður þessa leiks var Guð- mundur Hrafnkelsson markvörður, sem með geysisterka vöm fyrir framan sig, varði eins og berserkur, eða tuttugu skot Mörg skotanna vom maður á móti markmanni, en þess ber þó að geta að hin sterka vöm var þess valdandi að Ungverjamir vom að skjóta úr fæmm, sem vom ekki upplögð og því vom þau ekki sem skyldi. Vömin í heild sinni var heilsteypt nær allan tímann, þó eilítill losarabragur kæmi á hana þegar Ung- verjamir hleyptu leiknum upp. Sóknar- leikurinn var lengst af lipur og þar réð leikgleðin ríkjum. Hann hikstaði þó lít- illega í síðari hálfleik, en strákamir náðu fljótlega góðum tökum á breyttri vöm Ungverja. Þorbergur skipti þá inná meira léttleikandi strákum, þeim Sig- urði Bjamasyni, Konráði Ólavssyni og Birgi Sigurðssyni, og þeim tókst að ráða við pressuvömina. Það er varla sann- gjamt að taka út einstaka leikmenn, ut- an Guðmundar Hrafnkelssonar, en þó skal geta nokkurra línumannanna, þeirra Geirs og Birgis, Sigurður Bjama- son kom vel inn og þá börðust þeir Valdimar og Jakob vel. Dagurinn var ekki Júlíusar Jónassonar í sókninni, en hann skilaði sínu í vöm. Mörk íslands: Valdimar Grímsson 6 (4v), Geir Sveinsson 4, Héðinn Gilsson 4, Sigurður Bjamason 3, Einar Gunnar Sigurðsson 2, Birgir Sigurðsson 2, Jak- ob Sigurðsson 1. -PS Þrounarsamtok Vestfjaröa stunda merkilegar athuganir: Nýsköpun í sjávarútvegi í fæöingu á Vestfjörðum? Þróunarsamtök Vestfjarða voru stofnuð um sfðustu áramót og höfuð- markmið þeirra er að efla þróun og nýsköpun í sjávarútvegi. Gulllaxveið- ar og vinnsla ensyms úr þorskslógi eru meðal fyrstu verkefna samtak- anna og fleiri eru í bígerð. Flest sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum standa að samtökunum ásamt Rannsóknastofnun flskiðnaðarins, Haf- rannsóknastofnun og einnig hefur Háskóli íslands sýnt þeim áhuga. Finnbogi Jóhannesson hjá Byggða- stofnun er atvinnuráðgjafi á Isafirði og hefur unnið að málefnum Þróun- arsamtakanna. Að hans sögn var tog- arinn Bessi frá Súðavík á tilrauna- veiðum á gulllaxi. Prófuð var ný gerð veiðarfæra og fengust um 15 tonn af gulllaxi. Miðin voru skammt undan Vestljörðum, en nokkur ferð var á fiskinum, gekk hann samhliða ufsa- torfum og var einnig á karfaslóð. Finnbogi telur að það geti verið fram- tíð í þessum veiðum, að minnsta kosti að hægt verði að hirða það, sem kem- ur af gulllaxi, og jafnvel að veiða hann eingöngu. Tilraunaveiðamar koma til með að gefa svar við þeim spumingum. Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna er að skoða sölumál varðandi gulllaxinn og bæði Evrópu- og Asíumarkaður koma þar til greina. Varðandi vinnslu á ensymi úr þorskslógi, segir Finnbogi að tæki til framleiðslunar verði sett upp fyrir vestan á næstunni. Vinnsla hefjist með haustinu og þá er gert ráð fyrir að vinna úr fjómm tonnum af slógi. Lífefnasérfræðingar frá Háskólanum hafa hönd í bagga með þessu verkefni og þegar vinnslan hefst fást svör við hvort vinnslan borgar sig. Unnið hef- ur verið að rannsóknum á þessu í 7-8 ár og segja má að þetta sé lokasprett- urinn í því starfi. Grófvinnslan verður vestra, en fínvinnslan fyrir sunnan. Þetta verður síðan sett á markað í Bandaríkjunum og Þýskalandi og lát- ið reyna á hvort hann er móttækileg- ur fyrir þessu. Aðspurður um hvort þessi verkefni geti komið í stað þorskveiða, segir Finnbogi að engar aðrar fisktegundir geti komið í staðinn fyrir þorskinn, en það sé um að gera að geta nýtt það sem í sjónum er. Farið verður af stað með fleiri verkefni með haustinu og ber þar hæst frekari nýting á ýmsu sjávaríangi, bæði í veiðum og vinnslu og markaðssetningu. Finnbogi segir það helst hamla starfseminni, að erfitt hefur reynst að fá styrki nema frá Byggðastofnun. „Það er spuming hvort þessir háu herrar vildu láta hug fylgja máli og gera Byggðastofhun almennilega kleift að standa í þessu. Fiskveiðisjóð- ur hefur lagt niður sína þróunardeild og ekkert þaðan að hafa. Af 20 millj- óna króna verkefnum, sem við erum með í gangi, höfum við fengið styrk sem nemur um 3 milljónum. Ef mað- ur hlustar á góðar ræður, þá er nú yf- irleitt minnst á nýsköpun og þróunar- vinnu, en svo þegar kemur að fram- kvæmdinni þá virðast fyrirtæki, að minnsta kosti, eiga erfitt með að fá styrki til sinna þróunarverkefna, rík- isstofnanir virðast frekar sitja að þessu,“ sagði Finnbogi Jóhannesson að lokum. -BS Séð yfir hluta Fossvogsdals. Samstarf Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar: Útivistarsvæði Reykja- víkur og Kópavogs tengd með jarðgöngum Samþykkt hefur verið að tengja saman útivistarsvæði Reykjavík- ur og Kópavogs með undirgöngum undir Kringlumýrarbraut. Þetta var samþykkt samhljóða bæði í borgarstjóm Reykjavíkur og borgarráði og í bæjarstjóra Kópavogs. Samþykktin felur í sér, að óskað er eftir að Vegagerðin geri þetta strax. Undirbúnings- vinna er hafln og búist við að framkvæmdir hefjist í haust. Samstarfsnefnd sveitarfélaganna hefur unnið forsögn að deiliskipu- lagi fyrir Fossvogsdal. Þorvaldur S. Þorvaldsson hjá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur segir að hug- myndin sé að vinna hluta af daln- um í áföngum og lagning undir- ganganna sé fyrsta skrefið. Göng- in eru ætluð fýrir gangandi og hjólandi vegfarendur, en mikið er um útivistarfólk í dalnum, sem hefur þurft að fara yfir tvöfalda Kringlumýrarbrautina, ef það hef- ur ætlað sér að fara í Öskjuhlíð. Þá er einnig vinsælt að skoða gamla sjávarkamba í Fossvogi og nokkuð hefur verið um að skólabörn færu þarna um. Því er mikilvægt að koma upp þessum göngum. Kostnaður er áætlaður 6-8 millj- ónir króna. Tæplega manngengt ræsi er þar nú undir Kringlumýr- arbrautina og rennur Fossvogs- lækur þar í gegn. Grafa á undan því og setja foss í lækinn og rist í botn ræsisins, þannig að gengið verður yfir lækinn á ristinni. Einnig á að lagfæra göngustíga að og frá ræsinu. Samkvæmt forsögn samstarfs- nefndarinnar um Fossvogsdalinn er verið að ræða breytt mörk milli sveitarfélagana, sem menn eru orðnir nokkuð sáttir um, en á eft- ir að vinna endanlega. Við Vík- ingssvæðið fá Víkingar nokkra stækkun yfir í Kópavogsland og innst í dalnum, í Blesugrófinni, þarf að laga mörkin. í sumum húsum þar sofa menn í Kópavogi, en borða morgunmatinn í Reykja- vík. Einnig er reiknað með veg- gangamunnum austast og vestast í dalnum, þar sem í aðalskipulagi beggja sveitarfélaganna er reiknað með einhvers konar braut ein- hvern tímann í framtíðinni. Deiliskipulag um Fossvogsdalinn hefur verið samþykkt í hvorugu sveitarfélaginu, en samþykkt að kynna forsögnina áfram í nefnd- um og vinna hana í áföngum. Samkvæmt henni er m.a. reiknað með félagssvæði H.K. í dalnum, íþróttahúsi og félagsheimili ásamt sund- og baðaðstöðu, golfvelli, skíðabrekkum, skólagörðum, leik- völlum, aukinni trjárækt og fjölg- un gönguleiða. Þá er stefnt að því að hafa Fossvogslæk í sem nátt- úrulegastri umgjörð. -BS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.