Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 1. ágúst 1992 Tíminn 13 Sue huggar bróður sinn viö rétt- arhöldin. Cornprobst inn í húsið og faldi sig í herbergi Sue. Þegar hún kom heim frá vinnu beið hann hennar, ógnaði henni með hnífi og skipaði henni að koma með sér í rúmið. Þegar Sue leit á mann sinn og sá hatrið, sem skein úr andliti hans, rak hún upp óp af skelfingu. Hann rak þá hnífmn á kaf í brjóst hennar og flúði út um opinn glugga. Hann var handtekinn fljótlega og var hann þá með hnífinn í fórum sínum. Sue lá milli heims og helju í tvær vikur. Annað lunga hennar hafði lagst saman og þurfti hún að gang- ast undir erfiðar skurðaðgerðir, sem mestu. Annað lunga hennar varð þó óvirkt eftir árásina. Á meðan Sue lá veik, var George Dally fullur haturs í garð mágs síns og hótaði því ítrekað að ef systir hans dæi skyldi hann sjálfur sjá um að lífláta morðingja hennar. En Sue hjarnaði við og Cornprobst var dreginn fyrir dóm, ákærður fyrir líkamsárás. George fylgdist með réttarhöldunum og fylltist réttlátri reiði er Cornprobst fékk aðeins eins árs fangelsisdóm fyrir banatilræðið við konu sína. En fjölskyldan gat þó andað léttar á meðan hann sat inni. Þau vissu þó að ár myndi varla nægja til að Cornprobst jafnaði sig á bræðinni vegna skilnaðarins og að hann myndi ieita Sue uppi þegar hann slyppi út. Þau íhuguðu að flytja frá San Francisco, en töldu það gagnslaust, því Cornprobst myndi eflaust elta Sue landshorna á milli þar til hann næði henni. Dýrið gengur laust Cornprobst var sleppt úr fangels- inu þann 6. nóvember 1938. Dally- systurnar gættu þess vandlega að fara aldrei út einar og læstu glugg- um og dyrum vandlega er þær voru heima. Mæðgurnar lifðu við stöðug- an ótta, sem jókst þegar síminn hringdi tveim vikum síðar. Sue svar- aði og þekkti þegar hatursfulla rödd manns síns. „Hlustaðu á mig, væna,“ sagði RADNING A KROSSGÁTU Morris Cornprobst var mikiö ijúf- menni i tilhugalífinu, en tók mikl- um breytingum er hnappheldan var komin á. hann. „Þú kemur til mín aftur eða ég kem og lýk verkinu sem ég byrj- aði á áður en mér var stungið inn. Og í þetta skipti mun ég ekki gleyma henni mömmu þinni eða systrum þínum.“ Sue lét lögregluna þegar vita af hótununum og var lögreglumönn- um gert að aka reglulega framhjá húsinu til að fylgjast með því. Tveimur dögum síðar hringdi Morris aftur. í þetta skipti lét Sue engan vita af símtalinu, en varð sér úti um .25 kalibera skammbyssu sér til verndar. Henni fannst öryggi í að vita af henni og geymdi hana í nátt- borðsskúffunni sinni. Þann 30. nóvember ók vinnufé- lagi Sue, Pat Ryan, henni heim. Þær ætluðu út um kvöldið og Sue ætlaði heim að skipta um föt. Þegar Sue kom inn í húsið, mætti henni hryllileg sjón. Þar stóð Morris Cornprobst með blóðugan hníf í hvorri hendi. Við fætur hans lá móð- ir Sue, föt hennar rifin í tætlur og það blæddi úr sári á kviðarholi hennar. Sue snýst til varnar Betty var inn í svefnherbergi og veinaði af skelfingu. Comprobst hafði ekki veitt því athygli er Sue kom inn í húsið og hélt af stað inn til Betty. Sue notaði tækifærið og hljóp inn í sitt herbergi og náði í byssuna. Síðan þaut hún systur sinni til hjálpar. Betty stóð á milli Cornprobsts og rúmsins þar sem tvö ung börn elstu systur þeirra lágu. Andlit hennar og hendur vom blóðug og það var ljót- ur skurður á bringu hennar. Comprobst sneri sér við eins og köttur, er hann varð Sue var. Áður en hún náði að skjóta á hann, hafði hann skorið hana í andlit og hendur og smeygði sér framhjá henni og út úr húsinu. Pat Ryan var á leið heim að hús- inu þegar Comprobst kom hlaup- andi út með Sue á hælunum. Hann sneri sér við til að ráðast aftur á konu sína, en hún lyfti byssunni og skaut. Flest skotin fóm út í loftið, en tvö hittu skotmarkið. Cornprobst riðaði við og Pat Ryan stökk á hann og sparkaði hnífunum úr höndum hans. Að því loknu hélt hún honum niðri þar til lögreglan kom á vett- vang. George býst til hefndar George Dally var sent skeyti og honum skýrt frá því sem gerst hafði. Hann fékk sig þegar lausan og hélt heim. í annað skipti átti hann ætt- ingja í lífshættu af völdum Morris Cornprobst. Hatur hans á máginum tók nú öll völd í huga hans. Móðir hans jafnaði sig tiltölulega fljótlega, en annað var að segja af Betty. Annað lunga hennar hafði eyðilagst, eins og í systur hennar, og urðu veikindi hennar mun alvar- legri en Sue. Augljóst var að George Dally hafði haldið til sjúkrahússins í þeim til- gangi að losa móður sína og systur við Cornprobst í eitt skipti fyrir öll. Hann átti þó samúð lögreglunnar og dómstóla fyrir þann verknað, þar sem greinilegt var að ástæður hans fyrir drápinu vom ærnar. Það, sem verra var, var að lög- reglumaðurinn lést af sámm sínum tveimur vikum síðar. George Dally hafði beðið daglega fyrir lífi hans í gæsluvarðhaldinu, en var ekki bæn- heyrður. George Dally var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og hlaut lífstíð- ardóm með möguleika á náðun eftir tíu ár. Ekki var minnst á Morris Cornprobst í réttarsalnum, enda varla til sá maður sem hefði haft samúð með honum. George Dally baö fyrir lífi lögreglumannsins I fangelsinu. Vélamarkaður • • JOTUNS Listi yfir notuð tæki til á lager • KVERNELAND 7510/12 ‘88-90. • CLAAS R 46 rúllubindivél. • MF 350 dráttarvél 47 ha. 2wd. 1987. • MF 240 dráttarvél 47 ha. 2 wd. 1986. • IH XL585 dráttarvél 58 ha. 2 wd. 1985. • STILL 2 1/2 tonns vörulyftari. • MF 355 dráttarvél 55 ha. 2 wd. m/ Trima moksturstækjum. • MF 3080 4 wd. 100 ha. m/frambúnaði árg. 1987. • CASE 785 dráttarvél 4 wd. m/Veto moksturs- tækjum árg. 1989. • KVERNELAND rúllutætari. • PZ CZ 330 múgavél. • CLAAS 165 sláttuvél. • MF 185 dráttarvél m/ moksturstækjum. • NEW HOLLAND 370 bindivél. • VESTMEG rúllutætari. • FORD traktorsgrafa árg. 1982. • IH dráttarvél m/ moksturstækjum. • CASE 785 árg. 1989 m/ moksturstækjum. M lés t)$ HOFÐABAKKA 9 • 112 REYKJAVÍK • SÍMI 91-634000 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síöumúla 39.108 Reykjavfk . Sfmi 678500 . Fax 686270 Forstöðumaður vistunarsviðs Laus er staða forstöðumanns vistunarsviös i fjölskyldudeild. f starfinu felst yfirumsjón með stuðningsúrræðum fyrir flölskyldur, svo sem sumardvölum, stuðningsflölskyldum og timabundnu fóstri barna. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k. Upplýsingar gefur Erla Þórðardóttir, yfirmaður fjölskyldudeildar, í síma 678500. FLUTNINGUR Á ÁFENGI, BJÓR, TÓBAKI OG IÐNAÐARVÖRUM Innkaupastofnun ríkisins, f.h. Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins, óskar eftir tilboðum í flutning á áfengi, bjór, tóbaki oa iðnað- arvöru frá Reykjavík til Akureyrar, Akraness, Ólafsvíkur, ísafjarð- ar, Neskaupstaðar, Selfoss, Sauðárkróks, Siglufjarðar, Vest- mannaeyja, Húsavíkur, Egilsstaða, Hafnar i Hornafiröi og Seyð- isfjarðar. Ennfremur flutning á bjór frá Akureyri til Reykjavíkur, Húsavikur, Sauðárkróks, Egilsstaöa, Seyðisfjaröar, Siglufjarðar og Neskaupstaðar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykja- vik. Tilboö berist á sama stað eigi síðar en kl. 11 þriöjudaginn 14. ágúst n.k., þar sem þau verða opnuð í viöurvist viðstaddra bjóð- enda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK /Sli',

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.