Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 17

Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 1. ágúst 1992 | Tlminn 17 Sumarferð Framsóknar- félaganna í Reykjavík laugardaginn 8. ágúst 1992 Farið verður um: Gullfoss — Geysi — Hveravelli — Blönduvirkjun Kl. 08:00 Lagt af stað frá BSl og ekið að Geysi i Haukadal, þar sem fólki gefst kostur á að skreppa i sjoppu. Kl. 10:30 Lagt af stað frá Geysi. Ekiö norður Kjöl að Hveravöllum. Þar munu ferðalangar borða nesti sitt. Kl. 15:00 Lagt af stað frá Hveravöllum og ekið norður að Blönduvirkjun, þar sem virkjunin verður skoðuð I fylgd leiðsögumanns. - Áður en komið er að Blönduvirkjun verður stansað og Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, flytur stutt ávarp. Kl. 18:00 Lagt af stað frá Blönduvirkjun og er ekið að Staðarskála. Kl. 21:00 Lagt af stað frá Staöarskála og ekið tii Reykjavlkur. Áætlað er að koma til Reykjavikur kl. 23:45. Fargjald kr. 2.800,-. Tekið verður á móti sætapöntunum I sima 624480 eða á skrifstofu Framsóknar- flokksins, Hafnarstræti 20, 3. hæð, 4.-7. ágúst. V-Húnvetningar - Sumarferð Framsóknarfélag V-Húnvetninga fer I sumarferð laugardaginn 1. ágúst n.k. -1 þetta skipti verður slldarstemningin á Siglufirði upplifuð. Einstakt tækifæri til að upplifa stemningu sildaráranna I góðum hópi. Nánari upplýsingar hjá Elinu I slmum 95-12596 og 12570 og hjá Kristjáni I slma 95- 10016. Framsóknarfélag V-Húnvetnlnga. Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 18. mai er skrifstofa okkar I Hafharstræti 20, III. hæð, opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarfíokkurinn. SUF-þing á Egilsstöðum 28.-30. ágúst DAGSKRÁ Föstudagur 28. ágúst: Kl. 16.00 Setning. Siv Friöleifsdóttir, formaður SUF. Ki. 16.30 Kosning embættismanna, skipað I nefndir Ki. 16.45 Ávörp gesta. Kl. 17.15 Lögð fram drög að ályktunum. Almennar umræður. Kl. 19.00 Kvöldverður. Kl. 20.00 Fyririestrar um sjávanjtvegsmál. Fyrirspumir og umræður. Kl. 21.30 Nefndastörf. Kl. 22.30 Óvæntar uppákomur á Munaðarhóli og/eöa I Hliöskjálf. Laugardagur 29. ágúst: K). 08.30 Árbltur. Kl. 09.00 Nefndastörf. Kl. 11.00 Umræður. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Umræður og afgreiðsla ályktana. Kl. 14.30 Hlé. (0. 16.00 Afgreiðsla stjómmálaályktunar. Kl. 17.00 Kosningar. Önnur mál. Kl. 18.00 Þingslit. Kl. 19.30 Grillveisla að hætti Héraðsbúa. Kl. 23.00 Sveitaball (með þverpólitlsku yfirbragði). Sunnudagur 30. ágúst: Kl. 09.00 Árbítur. Brottför. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1992 Dregið var i Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 10. júli 1992. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 1. vlnningur nr. 29595 2. vlnningur nr. 26487 3. vinningur nr. 1668 4. vinnlngur nr. 36086 5. vlnnlngur nr. 9702 6. vinningur nr. 23897 7. vinningur nr. 24772 8. vinningur nr. 39900 9. vinningur nr. 715 10. vinningur nr. 17477 11. vinningur nr. 4527 12. vinnlngur nr. 36239 13. vinnlngur nr. 3146 14. vlnningur nr. 30173 15. vinningur nr. 1992 Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá útdrætti. Frekari upplýs- ingar eru veittar I slma 91-624480. Með kveðju og þakklæti fyrir veittan stuðning. Framsóknarfíokkurinn. Isaac Dog Eagle á gresjunni meö mynd af forfööurnum fræga. Barnabarnabarnabarn Sitjandi tudda eraö reyna að sameina Sioux-indíána að nýju: Vill feta í fót- spor feðranna Þessi mynd af þeim Sitjandi tudda og Buffalo Bill hefur gengiö í arf kynslóöa á milli sem tákn um vináttu þessara tveggja þjóösagna- hetja. Isaac Dog Eagle er 52 ára og barnabarnabarn fóstursonar hins fræga indíánahöfðingja Sitjandi tudda. „Ég lifði sem hvítur maður á yngri árum,“ segir hann. „Ég fór á böll og borðaði kalkún á jólunum. En svo rann það upp fyrir mér einn góðan veðurdag að við áttum nákvæmlega ekkert sameigin- legt.“ I dag berst afkomandi höfðingj- ans, sem er frægastur fyrir að hafa stráfellt Custer hershöfðingja og menn hans við Little Big Horn ár- ið 1876, fyrir því að endurheimta land forfeðra sinna og afla þjóð sinni pólitísks og efnahagslegs sjálfræðis. Hann starfar nú sem ættbálka- dómari og rær að því öllum árum að sameina ættbálk Siouxa á nýj- an leik. Hann býr skammt frá þeim stað þar sem forfaðir hans lét lífið, er hann reyndi að flýja lögregluna í „draugadansa“-upp- reisninni árið 1890. Sitjandi tuddi var fæddur árið 1834 rétt hjá Grandefljóti í Suður- Dakota. Hann er orðinn þjóð- sagnapersóna fyrir baráttu sína gegn nýlendustefnu ameríska hersins á síðari hluta nítjándu aldar. Hann var leiðtogi andspymunn- ar á árunum 1876-77 og, eins og áður segir, stjómaði hann herför- inni gegn Custer hershöfðingja og 267 mönnum hans. Indíánarnir vom í miklum meirihluta og hafa amerískar sögubækur lýst þessum atburði sem fjöldamorði af hálfu indíánanna. Sitjandi tuddi neitaði því ávallt að um fjöldamorð hefði verið að ræða. Amerískir hermenn hefðu ráðist inn í land hans og gert til- raun til að drepa hann og fólk hans. Því hafi þetta verið hrein og klár sjálfsvöm. Hann gerði sér þó ljóst að hann hafði vakið reiði ameríska hersins svo um munaði. Hann greip því til þess ráðs að fara með ættbálk sinn, 500 Sioux-stríðsmenn, 1.000 konur og 1.400 börn, auk 3.500 hesta og 30 múlasna, til Kanada. Næstu fjögur árin stóð höfðing- inn í samningaviðræðum við kan- adísk og amerísk yfirvöld um að fá leyfi til að snúa heim aftur. Árið 1881 var honum veitt sakarupp- gjöf og hann sneri til verndar- svæðisins Standing Rock. Um tíma var Sitjandi tuddi skemmtikraftur í sýningarflokki Buffalo Bill.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.