Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Laugardagur 1. ágúst 1992
Um 66 milljarða álagning á einstaklinga og fyrirtæki kom um fátt á óvart í fjármálaráðuneyti:
Álagningarseólar eru að detta inn um bréfalúgur landsmanna þessa dagana
og lcoma kannski sumum á óvart í fjármálaráðuneytinu var þó lítið um
óvæntar uppákomur þegar skattálagning þessa árs lá fyrir. Niðurstöðutöl-
uinar reyndust í heildina litið nálægt áætlunum fjárlaga, en þó frekar heid-
ur undir en yfir. .Álagning á einstaklinga er nánast á áætlun. Hins vegar
eru ýmsar endurgreiðslur og bótagreiðslur heldur meiri en búist var við,“
segir í greinargerð frá ráðuneytinu. Að öllu samanlögðu er gert ráð fyrir að
skatttekjur ríkissjóðs geti orðið 100-150 m.kr. minni en fjárlög gerðu ráð
fyrir, en það er aðeins um 0,2% skekkja.
Álagðir skattar á einstaklinga eru
samtals um 47,6 milljarðar króna
sem er rúmlega 15% hækkun frá ár-
inu áður. En til frádráttar koma um
7,8 milljarðar samtals vegna skattaf-
sláttar, barnabótaauka, vaxtaafslátt-
ar og húsnæðisbóta. Gjöld fyrir-
tækja eru rúmlega 18,6 milljarðar í
ár. Álögð gjöld eru því alls 66,2
milljarðar brúttó en 58,5 milljarðar
nettó.
Álagður tekjuskattur á tekjur sem
einstaklingar öfluðu 1991 nemur
um 27 milljörðum króna. Þar af eru
5 milljarðar enn útistandandi, hvar
af rúmlega þriðjungur er vegna
áætlana. Tekjur eru áætlaðar á um
7.400 manns, eða 4% allra framtelj-
enda, sem er svipaður fjöldi og í
fyrra. í Ijósi reynslunnar telur ráðu-
neytið að hátt í einn milljarður af
álögðum tekjuskatti gangi til baka
að lokinni kærumeðferð.
Ofgreiddur tekjuskattur er á hinn
bóginn um 2,3 milljarðar króna. Að
stærstum hluta stafar þessi of-
greiðsla af því að kostnaður var við-
urkenndur á móti framtöldum bíla-
styrkjum, bílahlunnindum og dag-
peningum við álagninguna. En auk
þess fá rúmlega 6.000 manns um
270 milljónir kr. endurgreiddar
vegna hlutafjárkaupa á síðasta ári.
Um helmings lækkun er að ræða á
þessum endurgreiðslum frá árinu
áður.
Útsvarið er annar stærsti gjaldalið-
ur einstaklinga, um 15,7 milljarðar í
ár, sem er 11,6% hækkun frá árinu
áður.
Álagður eignaskattur nemur um
1.570 m.kr. nettó, þ.e. að frádregn-
um skattafslætti. Hækkunin nemur
um 6% milli ára, sem er heldur
minna en fjárlög gerðu ráð fyrir.
Ástæða þess er mikil skuldasöfnun
heimilanna.
Skattur á skrifstofu- og verslunar-
húsnæði er annar gjaldstofn sem
skilar nú töluvert minni tekjum en í
fyrra og sömuleiðis minni en fjár-
lagasmiðir reiknuðu með, bæði hjá
einstaklingum og fyrirtækjum. Að
sögn ráðuneytisins er þessa lækkun
alfarið að rekja til álagningar í
Reykjavík og töluverðrar fækkunar
gjaldenda milli ára. Tæplega 1.200
einstaklingum er nú gert að greiða
þennan skatt, samtals 120 milljónir
kr. Það er 4% fækkun og nær 7%
lækkun.
Fyrritækjum sem greiða skulu
skatt af verslunar- og skrifstofuhús-
næði fækkar um 5% milli ára í tæp-
lega 1.000 í ár. Álagningin nemur
um 370 m.kr., sem er 47 milljóna
lækkun frá árinu áður.
Álagður eignaskattur fyrirtækja er
um 1.130 milljónir kr. og lækkar ör-
lítið milli ára.
Um 3.300 fyrirtæki þurfa að greiða
tekjuskatt í ár sem er um 200 færri
en í fyrra. Alls er álagður tekjuskatt-
ur þeirra um 4,2 milljarðar. Það er
um 6% hækkun milli ára, eða held-
ur minni en á álögðu aðstöðugjaldi,
sem hækkar um 6,7%, í 4,5 millj-
arða.
Hið nýja tryggingagjald er hins
vegar hæsti skatturinn sem fyrir-
tækin þurfa að greiða, eða rúmlega
7,8 milljarðar á síðasta ári. - HEI
Ný deild innan Norræna félagsins í bígerð:
Stofnuö félagsdeild
um kanadísk fræði
Fyrirhuguð er stofnun deildar í
Norræna félaginu um kanadísk
fræði.Stofnfundur félagsins verð-
ur haldinn í stofu 205 í Odda 7.
ágúst nk. kl. 13:30 og verður inn-
an vébanda ráðstefnu sem ensku-
deild Háskóla íslands heldur á
vegum Norræna félagsins um
ensk fræði.
Tilgangur félags um kanadísk
fræði er að efla áhuga og fræðilegt
samstarf um kanadísk málefni og
menningu. Norræna deildin legg-
ur áherslu á tengsl Kanada og Nor-
rænu þjóðanna og leitast hún við
að leggja grundvöll að fræðslu og
rannsóknarstarfsemi þessara
þjóða. Allir þeir sem áhuga hafa á
inngöngu í félagið eru hvattir til
þess að sækja stofnfundinn og láta
skrá sig. Það eru allir velkomnir
en þeir sem hafa búið, starfað,
stundað nám í Kanada, eða hafa á
einhvern hátt áhuga á að efla kan-
adísk fræði eða eiga samskipti við
þá sem það gera, eru eindregið
hvattir til þess að mæta á stofn-
fundinn.
Á fundinum munu þeir Jörn Carl-
sen, formaður og fulltrúi Dan-
merkur, og Bengt Streijffert, full-
trúi Svíþjóðar, reifa stöðu kanad-
ískra fræða á Norðurlöndum og
stýra stofnun íslandsdeildarinnar.
í lok fundarins mun kanadíska
konsúlatið á íslandi halda upp á
stofnunina fyrir hönd Sendiráðs
Kanada á íslandi og í Noregi með
því að bjóða upp á léttar veitingar.
Guðrún Guðsteinsdóttir, lektor
við enskuskor Háskóla íslands,
veitir nánari upplýsingar og skráir
þá sem hafa áhuga á aðild að félag-
inu í síma 677164 eða 694457
—Krás.
Mesta eignaupptaka á landinu fyrr og síðar nái
tillögur ríkisstjórnarinnar fram að ganga:
Vestfjarðakratar
Strand skipsins Erik Boye fyrir utan Breiðdalsvík:
Síöustu olíu-
dropunum
landað í dag
Fyrirhugað er að losa Erik Boye land og skipinu af strandstað „ef
við síðustu 2 tonnin af olíu sem eigendur skips og farms sæju sig
enn eru eftir í skipinu í dag. ekki umkomna að aðhafast nokk-
Landhelgisgæslunni hefur borist uð“, Umhveriisráðherra óskaði
sameiginlegt bréf frá Lárusi Sig- eftir því vlð útgerð sldpsins að
urðssyni, sveitarstjóra í Breið- hún gæfi grænt ljós á því að losa
daisvík, og Siglingamálastofnun mætti saltfarm skipsins en menn
þar sem þess er óskað að hún óttast mjög að ef það dregst ölhi
veiti aðstoð við að losa alla olíu úr lengur verði sMpinu ekM bjargað
skipinu. af strandstað. Ekkert svar barst
Því verid lýkur í dag þegar tveim frá útgerðinni né fulltrúa trygg-
tonnum af olíu í daghylkinu verð- ingafélags sMpsins sem kyrrsett-
ur dælt úr sMpinu, en sú olía er ur var á Djúpavogi fyrir hádegi í
sérstaklega notuð á vélamar. gær eins og umhverfisráðherra
Þegar hefur 9 tonnum af olíu og óskaðí eftir. Því óskaði ráðherra
500 lítrum af smurolíu verið eftir því við Landhelgisgæsluna
dælt úr sMpinu. Þær upplýsing- að hún léti losa saltfarminn úr
ar fengust hjá Landhelgisgæsl- skipinu og var hafist handa við
unni að þess hafi verið óskað að það seinnipart dags í gær.
hún kæmi einnig saltfarminum á —GKG.
bálreiöir út í
ríkisstjórnina
Samskip h/f kynna nýtt skipulag og nýja aðalstjórnendur:
Aukin umsvif hjá Samskipum
Tímanum barst í gær ályktun frá
stjóm kjördæmisráðs Alþýðu-
flokksins á Vestíjörðum vegna
skerðingar á þorskveiðiheimildum.
í ályktun kjördæmisráðsins er því
harðlega mótmælt að ríkisstjórnin
skuli hafa skert þorskveiðiheimildir
án þess að gera ráðstafanir til jöfn-
unar á milli byggðarlaga.
Alþýðuflokksmenn á Vestfjörðum
eru fjúkandi vondir og segja að verið
sé að mismuna landshlutum og sé
það ekki í fyrsta sinn sem Vestfirð-
ingar þurfi að taka á sig stærstan
hluta í skerðingu aflaheimilda. Vest-
firðingar hafi umfram önnur byggð-
arlög mátt þola slíkt ár eftir ár.
Kratamir á Vestfjörðum skora á
ríkisstjóm íslands að koma með
raunhæfar tillögur til björgunar at-
vinnulífi á landsbyggðinni. Þeir
segja það með öllu óþolandi að á
sama tíma og sjávarútvegsfyrirtæki
á Vestfjörðum berjist fyrir lífi sínu
skuli einu úrræði ríkisstjómarinnar
vera þau að auka enn á vanda þess-
ara fyrirtækja.
Kratarnir segja að ef ákvörðun rík-
isstjórnarinnar nái fram að ganga án
þess að vandi útvegsfyrirtækjanna sé
Ieystur þá muni hefjast ein mesta
eignaupptaka á íslandi sem sögur
fari af. Við það ætla þeir ekki að
sætta sig. —Krás.
Landsbankinn á
Keflavíkurflugvelli:
Nýr útibús-
stjóri
Jóhanna Elín Óskarsdóttir hefur
verið ráðin forstöðumaður útibús
Landsbankans á Keflavíkurflugvelli.
Hún hóf störf í útibúinu í maí 1983.
Jóhanna er 36 ára.
Frá lokum sl. árs hefur staðið yfir
hjá SamsMpum hf. miMl endur-
skoðun á allri starfsemi félagsins.
Jóhanna Elín Óskarsdóttir, útibússtjóri.
Endurskoðunin nær til allra þátta
félagsins, innri sem ytri, enda mið-
ar hún að því að byggja upp heildar-
stefnu fyrirtæMsins ásamt sam-
keppnisstyrk og arðsemi. Reiknað
er með að þessari endurskoðun
ljúM á næstu mánuðum.
Þá mun og nýtt skipulag taka gildi
1. ágúst nk. og felst það fyrst og
fremst í því að starfsemi félagsins
verður skipt í þrjá þætti: Fiutninga-
svið, Rekstrarsvið og Fjármálasvið.
Flutningasvið mun sjá um alla sjó-
flutninga og starfsemina erlendis.
Rekstrarsviðinu er ætlað að sjá um
landrekstur, rekstur skipa, gáma og
tækja sem og ráðningu undirverk-
taka innanlands.
Fjármálasviði verður skipt í hag-
deild, afgreiðslu og bókhald.
Með þessum skipulagsbreytingum
hafa þrír framkvæmdastjórar verið
ráðnir en þeir eru: Baldur Guðnason
sem verður framkvæmdastjóri
Flutningasviðs, Hjörtur Emilsson
sem verður framkvæmdastjóri
Rekstrarsviðs, og Sæmundur Guð-
laugsson sem verður framkvæmda-
stjóri Fjármálasviðs.
Núverandi framkvæmdastjóri Sam-
skipa, Ómar Hl. Jóhannsson, mun
frá þessum tíma starfa sem forstjóri
félagsins.
Af öðrum tilfærslum í störfum er
það að frétta að nýir svæðisstjórar
hafa verið skipaðir í Rotterdam og
Hull. Stefán Eiríksson fer til Rotter-
dam en Páll Hermannsson fer til
Hull.
Starfsemi Samskipa hefur gengið
vel það sem af er árinu. Þannig hafa
heildarflutningar félagsins aukist
um 6% miðað við sama tíma í fyrra.
Almennur innflutningur í áætlana-
siglingum jókst um 18% og útflutn-
ingur í áætlanasiglingum um 17%.
Almennir strandflutningar innan-
lands nær tvöfölduðust og olíuflutn-
ingar innanlands jukust um tæp 8%
frá sl. ári. —Krás.