Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 1. ágúst 1992 Mesta ferðahelgi ársins er gengin í garð og óskandi að allir komi heilir heim að henni lokinni. Hvernig má draga úr líkum á umferðarslysum nú um helgina og framvegis? Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs: „Helst vildi ég óska að sem minnst verði í fréttum af umferðinni eftir helgina,“ segir Óli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, en hann, samstarfs- fólk hans hjá ráðinu og lögregla um land allt munu starfa alla helgina við að fylgj- ast með umferðinni og miðla upplýsing- um um hana til almennings um fjöl- miðla. Þannig verða þessir aðilar með sérstaka útvarpsstöð sem mun koma inn í dagskrá allra útvarpsstöðvanna og er útvarpsstjóri Sigurður Helgason, starfs- maður Umferðarráðs, eins og greint var frá hér í Tímanum í gær. „Ég renni hýru auga til þeirra möguleika sem þarna skapast," segir Óli. Verslunarmannahelgarútvarp Umferðarráðs er þó ekki nýtt fýrir- bæri. Umferðarráð hefur um margra ára bil haft yfir að ráða útvarpshljóð- veri um verslunarmannahelgi og komið inn í dagskrá ríkisútvarpsins, en að þessu sinni verður komið inn í útsendingar flestallra hinna út- varpsstöðvanna. „Þetta er samstarfs- verkefni okkar og útvarpsstöðvanna, lögreglu, vegagerðar og FÍB svo ein- hverjir séu nefndir," segir Óli. Gott samstarf og samstarfsvilji er Iykilat- riði í þessu og það er augljóst að við förum ekkert í loftið hjá útvarps- stöðvunum nema dagskrárgerðar- menn séu hlynntir málefninu. Því ríður mikið á að samband milli þeirra og okkar sé jákvætt og gott, en á það hefur engan skugga borið hingað til og engin ástæða til að ætla annað en svo verði áfram." — Nú er mesta umferðarhelgi árs- ins hafin. Hvaða ráð vill Umferðar- ráð gefa vegfarendum? „Nú á laugardagsmorgni er fjöldi fólks að leggja af stað út á þjóðveg- ina. Ég vona að allt þetta fólk sé vel afslappað en því miður hefur fólk verið nokkuð stressað í umferðinni hér á Reykjavíkursvæðinu undan- farna daga og nokkur alvarleg slys hafa orðiö. Við viljum óska þess að þau séu víti til varnaðar og að engin slík slys, né önnur slys, verði um helgina. Fólk leggi upp í ferð heim- an og heim með því hugarfari að himinn og jörð farist ekki þótt örlít- ið lengri tíma en endranær taki að komast milli staða vegna mun meiri umferðar. Lendi ökumenn í bílalest þá eru tvær aðferðir til að losna úr henni: Önnur, og sú sem við mælum ekki með, er sú að sperrast fram úr öll- um. Hin er að fara út fyrir veg á góð- um stað þar sem hægt er að komast í var og hleypa lestinni fram hjá sér. Þá ætti að vera, í einhvern tíma að minnsta kosti, hægt að aka sæmi- lega afslappaður á eftir. Þetta á auð- vitað sérstaklega við um þá sem eru hægfara einhverra hluta vegna, t.d. með einhver tengitæki aftan í bíln- um. Ökumenn slíkra farartækja þurfa að vera sérstaklega vel á verði gagnvart því að hleypa fram úr sér.“ — En skiptir ekki máli að umferð- in sé í takti, að sem fæstir séu út úr þeim takti og enginn aki miklu hraðar eða miklu hægar en allir aðr- ir? „Jú, það er rétt. Við höfum lengi brýnt fyrir fólki nauðsyn þess að halda jöfnum ferðahraða og auðvit- að er Ijóst að mikill hraði er afar hættulegur. En lítill hraði getur á sinn hátt verið hættulegur gagnvart öðrum vegfarendum. Við getum auðvitað ekkert ætlast til þess að all- STOFNLANADEILD LANDBÚNAÐARINS Laugavegi 120, 105 Reykjavík Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1993 þurfa að berast Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar og veðbókarvott- orð. Þá skal fylgja umsókn búrekstraráætlun til 5 ára og koma þarf fram hverjir væntanlegir fjármögnunarmöguleikar umsækjanda eru. Þeir, sem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa á árinu 1993, þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember n.k. Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september n.k. Það skal tekið fram, að það veitir engan forgang til lána þó framkvæmdir séu hafnar áður en lánsloforð frá deildinni liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því, að Stofnlánadeild landbúnaðarins er óheimilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum en opinber- um sjóðum. Lántakendum er sérstaklega bent á að tryggja sér veðleyfi vegna væntanlegrar lántöku frá Lífeyrissjóðum öðrum en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í viðkomandi jörð. Umsóknareyðublöð fást hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins, útibúum Búnaðarbanka íslands og búnaðarsamböndum. STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS Breskur biskup varð að skilja píanóið sitt eftir í Bandaríkjunum. Ástæðan: Svörtu nóturnar eru úr fílabeini Enskum biskup, sem dvalið hefur átta ár í Bandaríkjunum, var mcin- að að taka píanóið sitt með sér heim þegar hann hugðist flytja búerlum, sagði í fréttaskeyti frá Reuter í gær. Tollayfirvöld gerðu píanó biskups- ins upptækt og sögðu að bannað væri að flytja fflabein frá Bandaríkj- unum. Já, þið lásuð rétt lesendur góðir, fflabein. í Bandaríkjunum eru lög sem kveða á um verndun ffla og taka þau m.a. til flutnings á fflabein- um. Nú spyrja eflaust einhverjir: „Hvað hefur fflabein með píanó að gera?“ Jú, svörtu nóturnar á píanói bisk- upsins eru úr fflabeini. Séra Michael Marshall, en það heit- ir biskupinn, þótti heldur súrt í broti að þurfa að skilja hljóðfærið við sig og skrifaði grein í dagblað ensku biskupakirkjunnar. í grein- inni segir hann að bandarískir toll- verðir hefðu krafið sig svars um það hvar á jörðu ffllinn hefði veriö skot- inn. Ekki vissi biskupinn það enda píanóið komið allnokkuð til ára sinna og sjálfur kom hann hvergi nærri smíði þess. Þegar biskupinn hafði mótmælt þessari „afturvirku reglugerðarná- kvæmni" var honum svarað: „Sorry! Biskupinn hefði ekki átt að koma með píanóið til Bandaríkjanna, hann getur sjálfum sér um kennt.“ Séra Marshall hefur búið undanfar- in átta ár í Missouri í Bandaríkjun- um vegna starfa sinna sem eru á vegum kirkju hans. —Reuter/Krás.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.