Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. ágúst 1992 Tíminn 5 Davíö Oddsson. Matthías Bjarnason. Þorsteinn Pálsson. Sighvatur Bjarnason. Jón Baldvin Hannibalsson. „Þá segi ég af mér“ Halldór Ásgrimsson skrifar Handjámin notuð Enginn efast um að mikil vandamál steðja að íslensku þjóðfélagi. Það er heldur enginn í vafa um að núverandi ríkisstjórn og þingmeirihluti hennar glímir við erfið viðfangsefni. Við þessar aðstæður reynir mikið á forsætisráðherra, en þá skiptir öllu að hann skynji hvemig mögulegt er að vinna sig út úr erfiðleikunum í bærilegum friði. Það er ekki nóg að halda friðinn við Jón Baldvin Hannibalsson, enda hefur komið í ljós að þjóðfélagið getur alls ekki fallist á að það sé eitthvert takmark út af fyrir sig. í stað þess að hlusta á þá, sem hafa mesta reynslu í íslenskum sjávarútvegi, veður forsætisráðherrann áfram og lýsir því yfir, að verði aflaheimildir jafnaðar með því að nýta svokallaöan Hagræðingarsjóð, þá eigi hann engan annan kost en að rjúfa þing og efna til kosninga. Með þessu er hann í reynd að hóta samstarfsmönnum sínum og segja þeim að ef þeir hlíti ekki leiðsögn hans í málinu, þá fái þeir kosn- ingar. Borgarstjórinn fyrrverandi er ekkert að hika við að vera í andstöðu við forsvars- menn í atvinnulífmu og meginhluta lands- byggðarinnar. Hann ætlar greinilega að handjárna hina ráðherrana og stuðnings- menn stjómarinnar í þessu máli. Hann á hins vegar eftir að verða þess áskynja, að það er ekki nóg. Atvinnulífið um land allt krefst annarra úrræða og væntir fomstu ríkisstjórnarinnar í erfiðum málum, í stað vandræðagangs og yfirlýsingagleði. Það verður ekki tekið gilt að einstakir ráðherr- ar lýsi því yfir, að þeir hafí annað hvort hugleitt eða hótað að segja af sér vegna þessa máls. Síðan virðast þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri þjóðinni fyrir bestu, að þeir sætu sem fastast. Hótun Sighvatar Sá ráðherra, sem lengst hefur gengið í að hóta afsögn, virðist vera Sighvatur Björgvinsson. Það er haft eftir honum að hann hafi hótað að segja af sér, ef ekki yrði komið til móts við þau byggðarlög sem verst fara út úr skerðingu þorskaflans. Sig- hvatur sagði á sínum tíma, að hann myndi aldrei styðja ríkisstjóm sem byggði á kvótakerfinu. Nú situr hann í ríkisstjóm, sem notar þetta sama kerfi og neitar að fara þá leið til jöfnunar, sem við blasir að er sú eina færa. Sighvatur lætur sér nægja að draga hótunina til baka, þar sem forsætis- ráðherra féllst á að lofa Byggðastofnun að skoða málið. Áður hafði hann takmarkað alla möguleika Byggðastofnunar til af- skipta af slíkum málum, m.a. með reglu- gerðarbreytingum. Sjálfsagt hefur Sighvatur komist að þeirri niður- stöðu, að hann yrði þjóðarinnar vegna að halda áfram að starfa í ríkisstjórninni, ekki síst til þess að reyna að ná fram jöfnun á aflaheimildum. Hann virðist ekki gera sér grein fyr- ir því, að með útgáfu reglugerðar um veiði- heimildir er búið að binda málið fyrir næsta fiskveiðiár og erfitt að gera breyting- ar þar á. Eina leiðin, sem er eftir, er að nota Hagræðingarsjóðinn, en forsætisráðherra hefur hafnað því. Þótt Sighvati kunni að líða betur vegna þessarar hótunar, þá gagnast hún Vestfirðingum og öðmm landsbyggðarmönnum lítið. Afstaða sjávarútvegs- ráðherra Miklar umræður urðu í vetur á Alþingi um rekstrarskilyrði sjávarútvegsins. Flest- um var Ijóst að sá taprekstur, sem við blasti, gat ekki gengið til langffama. Sjáv- arútvegsráðherra hafði uppi tilburði til að ná ffam ákvörðun um þau mál í ríkis- stjórninni, en með litlum árangri. Ríkis- stjórnin greip þá til þess ráðs að vísa mál- inu til nefndar, sem fjallar nú um breyting- ar á sjávarútvegsstefnunni. Nefndin hefur litla möguleika til afskipta af þessu máli, enda hefur lítið frá henni heyrst. Þing- flokksformaður Alþýðuflokksins hefur lýst því yfir, að hún sé nánast óstarfhæf og ffá- leitt að vísa slíku máli til þessarar sömu nefndar. Nú hefur sjávarútvegsráðherra barist fyrir því, að varkár ákvörðun yrði tekin um veiðiheimildir og Hagræðingarsjóður not- aður til jöfnunar. Hann hefur nú sætt sig við málamiðlun, þar sem ójöfnuður ræður ríkjum. Hann hefúr látið í það skína að hann hafí ekki viljað segja af sér, því þá hefði þorskveiðin orðið miklu meiri. Hann virðist því hafa ákveðið að vera í ríkis- stjóminni vegna hræðslu um að sam- starfsmenn hans myndu ganga af þorsk- stofninum dauðum. Allt ber þetta vott um, að honum þyki nauðsynlegt að hægja á Davíð, þannig að hann komist ekki upp með allt sem honum dettur í hug, með Jón Baldvin fast við hlið sér. En það er ekki nóg að koma einum og einum spotta á Davíð. Það verð- ur að stöðva hann á þessu ferðalagi og það verður ekki gert með innantómum hótun- um. Landbúnaðar- ráðherrann Fyrir nokkm kom það fram að landbún- aðarráðherrann hefur líka hótað að segja af sér, ef tillögur krata ná fram að ganga í landbúnaðarmálum. Sighvatur hefúr orð- að það svo, „að velferð mannsins verði að ganga fyrir velferð sauðkindarinnar“. Með sama hætti og fólk er háð þorskveiðum er það líka fólk sem er háð sauðfjárbúskap. Það eru fáir sem búa við jafn mikla erfið- leika og fólkið í sveitunum, sem horfir á endalausan samdrátt í þessari grein iand- búnaðarins. Landbúnaðarráðherrann gerir sér grein fyrir þessu, en virðist ekki njóta mikils skilnings meðal samstarfsmanna í ríkisstjóm. Sighvatur hefur lítið getað sparað, þrátt fyrir miklar yfirlýsingar, og nú krefst hann þess, að Halldór Blöndal grípi hnífinn og dragi enn meir úr útgjöld- um á vegum hans ráðuneyta. Það er undarlegt andrúmsloft í ríkis- stjóm þar sem ráðherramir keppast við að koma því á framfæri, að þeir hafi hótað að segja af sér. Það eru allir hættir að taka þessar hótanir alvarlega. Það hefur marg- oft komið ffam, að þeir munu ekki standa við þær, enda er forsætisráðherrann líka hættur að hlusta á þær. Hann hefur ein- faldlega sagt þeim, að hann sé tilbúinn til að segja af sér og boða til kosninga. Til þess hugsa þeir með skelfingu og láta sér því lynda, að sitja óánægðir í stólum sínum. Hvað með félagsmála- ráðherra? Sá ráðherra, sem oftast hefur verið með hótanir um að segja af sér, er félagsmála- ráðherra. Ekki hefur mikið til hennar heyrst síðustu mánuði, en væntanlega mun það breytast þegar fjárlagavinnan er komin lengra. Jóhanna hefur venjulega hótað Jóni Baldvin því, að hún muni hætta ef hann fylgi henni ekki að málum. Má segja að það sé árlegur viðburður að heyra ávæning af slíku. Henni hefur orðið ágengt í þessu, því Jón Baldvin hefur venjulega látið undan. Slíkar hótanir eru samskipta- hættir, sem engir geta unað til lengdar. Fara þeir frá? Ríkisstjómin stendur frammi fyrir erf- iðu viðfangsefni. Hún þarf að skapa sam- stöðu um úrlausn mála. Hún gerir það ekki með því að særa réttlætiskennd þeirra sem best þekkja til. Hún gerir það ekki með hótunum út og suður. Hún gerir það ennþá síður með því að láta Jón Baldvin og Davíð ráða ferðinni á grundvelli kreddu- kenninga kratanna. Mikill óróleiki hefur gripið um sig í þingliði þeirra. Sá óróleiki á eftir að magnast þegar menn gera sér grein fyrir ástandinu víða um land. Fomstu- menn atvinnulífsins og launþega hafa vilj- að standa við bakið á þessari ríkisstjóm og gefa henni tækifæri. Áf yfirlýsingum þeirra að undanfömu má ráða, að þolinmæði þeirra er á þrotum. Ósamstæð ríkisstjóm ræður ekki við erf- ið viðfangsefni. Hún á enga aðra færa leið en að fara frá og það er rétt hjá forsætisráð- herra, að ef stjómin hefur ekki vald á þessu máli, á hún engan annan kost en að rjúfa þing og efna til kosninga. Ríkisstjómin sjálf heíúr ekki enn gert sér grein fyrir að hún hefur ekki vald á málinu. Það á eftir að koma enn betur í ljós á næstu vikum og þá verður fróðlegt að sjá hvort forsætisráðherrann stendur við orð sín. Þótt ráðherramir kunni að geta ffiðað samvisku sína með hótunum, þá gera þær þjóðfélaginu lítið gagn. Þvert á móti em þær til þess fallnar að draga úr því iitla trausti, sem ríkisstjómin hefur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.