Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 1. ágúst 1992 FYRSTA menning heimsins í sögu- legri tíð, menning Mesópótamíu, berst ekki síst með íbúunum sjálfum til austurs og vesturs og þessari sömu menningu er þar haldið áfram á Indlandi í austri og í Sýrlandi í vestri. Sagan um Dilmun varpar nokkru ljósi á tengsl hinnar íyrstu menningar í Mesópótamíu og Indusmenningarinnar, sem kennd er við Harappa. í fornum söguljóðum Súmera og Ubeidfólksins er sagt frá jarð- neskri paradís, sem nefnd var Dil- mun. Þekktust þessara goðsagna er sagan um hetjuna Gilgamesh, sem leggur upp í ferðalag til að leita að „landi lifenda“. Gilgam- esh er goðsagnavera, en hann er líka á lista yfir konunga Súmera og sagður fyrsti konungur Erid- urech. Dilmun, landinu sem Gil- gamesh leitar að, lýsa skáldin í Mesópótamíu sem landi hinna ódauðlegu. Þangað hverfa hetjur og vitringar og lifa þar í eilífri sælu. Gilgamesh fer þangað til að öðlast eilíft líf í paradís, landi hinna blessuðu. í öðru ljóði er Dilmun einnig lýst sem paradís. Það er heilagt land, geislandi bjart og hreint. Þar finnast hvorki sjúkdómar né dauði. Vatnaguðinn Enki þvoði landið hreint og blessaði það. Og þar finnast frjósamir akrar og alls- nægtir. Enki þýðir á máli Súmera herra jarðarinnar. En til erannað eldra orð um þennan guð hinna miklu vatna. Það er orðið Ea. Menn vita ekki hvaðan það orð er komið, en sumir telja líklegt að það sé úr máli Ubeidfólksins, elsta máli Mesópótamíu. Dilmun er nefnt í enn öðru ljóði Súmera, sem aðeins brot er til af. Þar er því lýst hvernig Enki fer um jörðina, leggur línur fram- vindunnar, skipuleggur menn- inguna og ákvarðar hlutverk og örlög þjóða. Eitt þeirra landa, sem Enki er látinn fara um í þessu ljóði, er Dilmun. Á Dilmun er líka minnst í sög- unni um flóðið, sem talin er byggjast á raunverulegum nátt- úruhamförum sem eyddu byggð- um. í sögunni er vitringnum og trúmanninum Zíusudra, sem er Nói Súmera, bjargað frá synda- flóði sem guðirnir láta ganga yfir mannfólkið í refsingarskyni. Zí- usudra er gefið líf og guðirnir fara með hann til Dilmun, lands sólaruppkomunnar í austri. Og enn halda skáldin áfram að yrkja um Dilmun. Slíkum parad- ísum, sem hin fornu skáld sköp- uðu í ljóðum. var jafnan settur gæslumaður. Það á jafnt við um Dilmun og hið helga land ís, hið hvíta eyland lengst í norðri, sem skáld Áría yrkja um árþúsundum fyrir íslandsbyggð. Orðið ís þykir á sanskrít guð. ís í þessari merkingu er í Evrópu, og raunar víðar, algengt í nöfnum á löndum, stöðum og á mönnum (ís, ír, Es, As, Ás, His, Her). Eitt þessara nafna er land okkar, ís- land, land guðs. Sagan um Hrafna-Flóka er aðeins nafnskýr- ingarsaga, sett saman af Styrmi fróða úti í Viðey mörgum öldum eftir að landið var numið. Skylt er að geta þess, að Einar Pálsson mun fyrstur manna hafa sýnt Þessi teikning sýnir „kornbanka“ í Mohenjo-daro fyrir um 4000 árum, en þá munu um 40 þús. íbúar hafa veriö í borginni. Gunnar Dal: Hvaðan kom menn- ing Forn-lndverja í Indusdal? Konungur Assýríu, Tlikutti-Nin- urta, kallar sig m.a. konung af Dilmun og Eþíópíu, sem minnir á að í Bókinni um Ester í Biblíunni kallar Ahasuerus sig konung frá Indlandi til Eþíópíu. Og enn aðrir konungar í Dilmun eru nefndir í annálum. T.d. Hundaru og Uperi, sem sagður er skattskyldur Sarg- oni II af Assýríu. Loks segir í ann- álum að flokkur hermanna hafi verið sendur frá Dilmun til að eyða Babýlon í tíð Sennacheribs. Sá herflokkur flutti með sér eir- og koparáhöld, sem sögð voru einkenna iðnað í Dilmun. Af þessu öllu er ljóst, að þegar aldir líða breytist draumalandið um sælustað framliðinna í mjög svo jarðneskan veruleika. En hvar á jörðinni er þá þetta land? Um það hefur verið deilt, enda sögðu þeir textar, sem þekktir voru fram á miðja tuttug- ustu öld, nær ekkert um land- fræðilega legu landsins. Aðeins í sögunni um Syndaflóðið er sagt að Dilmun sé land sólaruppkom- unnar og þess vegna væntanlega í austri séð frá Mesópótamíu. En samkvæmt textum, sem Leonard Woolley gróf upp í Úr og kannað- ir voru á sjötta áratug þessarar aldar, er Dilmun strandríki í austri og skip þess versluðu við allan hinn gamla menningar- heim: Dilmun flytur út gull, gim- steina, áhöld og skartgripi úr kopar, fílabein og gripi gerða úr fflabeini, t.d. kamba, skrín, mynd- ir og húsgögn. Þetta þrennt — land í austri, strandríki og iðnað- arríki sem selur fílabein og gripi úr fflabeini — nánast útilokar aðra staði en þau landsvæði þar sem Harappa- eða Indusmenn- ingin blómgaðist. Þessi land- svæði eru íran, Pakistan og Ind- land. Allt, sem sagt er hér að framan, er eins konar formáli að spurn- ingunni: Hverjir eru það sem byggðu upp Indusmenninguna á þessum landsvæðum? Skáldin í Mesópótamíu skapa í upphafi söguna um hið blessaða land, Dil- mun. En hverjir reyna að breyta þessum draumi í veruleika? Margir fornleifafræðingar hafa haldið því fram að Indusmenn- ingin, sem hefst snemma á þriðja árþúsundinu f.Kr., hafi verið menningarbylting sem kemur skyndilega utan frá. Þeir telja að frtS ' skilning á merkingu orðsins ís- land, í hinu mikla ritverki sínu Rætur íslenskrar menningar (Arf- ur Kelta) Hvað Dilmun snertir, þá var guðinn Enki sagður hafa sett gyðjuna Ninsikillu til að gæta landsins helga, Dilmun. Ninsik- illa er orð úr máli Súmera og þýð- ir hin hreina drottning. Þótt undarlegt megi virðast, þá er Dilmun, land hinna blessuðu, ekki aðeins paradís í öðrum heimi. Dilmun, sem í fyrstu er sennilega aðeins til í ljóði, verður jarðneskur veruleiki. Og það á sér sögu, sem hefst á þriðja árþús- undinu f.Kr. Annálabrot um Dil- mun eru aðallega verslunarsaga. Ur-Nanshe, konungur í Lagash sem uppi var um 2450 f.Kr., segir frá því á steintöflum, sem hann lét gera, að skip frá Dilmun hafi fært honum timbur. Um 2300 f.Kr. segir Sargon mikli, sem ríkti um skeið yfir nálægari Austur- löndum, frá því á minnisvarða, sem hann lét reisa í borginni Nippur, að skip frá Dilmun lægju í höfn í höfuðborg hans, Agada. Talað er líka um sendiboða og kaupmannalestir frá Dilmun. Uxakerran, sem notuö er í dag á Indlandi, viröist ekki vera mikiö frábrugöin leir- leikfanginu hér aö ofan, sem er um 4000 ára. inn á þetta svæði komi þjóð, sem náð hafi háu menningarstigi. Hvaðan ætti slík þjóð að koma á þessum tíma? Menning á þessu stigi gat aðeins komið frá Mesóp- ótamíu, sem um 3000 f.Kr. var komin með borgarmenningu á háu stigi, stórar byggingar og myndletur. Og þeir höfðu þá þeg- ar hæfni til að halda uppi verslun- arleiðum á sjó og landi. í Mesóp- ótamíu var, eins og fyrr segir, ævaforn átrúnaður á vatnaguðinn sem réð fljótum, vötnum og hafi. í Indusmenningunni ríkir á ná- kvæmlega sama hátt trúarleg af- staða til vatnsins og hreinleikans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.