Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 1.ágúst1992 Tíminn 3 Samstarfshópur um aukiö öryggi hjólreiðafólks, hinna óvörðu ferðamanna í umferðinni: Okumenn virði rétt hjólreiða- fólksins „Það er margt sem hægt er að gera til að auka öryggi hjólreiðafólks. Það mikilvægasta er eflaust að hvetja bíl- stjóra til að sýna hjólreiðafólki til- litssemi. Opna þarf augu bflstjóra fyrir því að það er lifandi fólk á hjól- unum — fólk sem á jafnan rétt til að ferðast á götunum og fólk í bflum.“ Þetta segir í frétt frá samstarfshópi um aukið öryggi hjólreiðafólks. Minnt er á að hjólreiðar hafi stór- aukist hér á landi, einkum með til- komu fjallahjólanna nú undir það síðasta. Margir sinni daglegum er- indum á hjóli og algengt er orðið að sjá fólk í langferðum á hjóli. Þá segir að hjólreiðar séu holl og góð líkamsþjálfun og orkusparandi og umhverfisvænn ferðamáti og því af hinu góða að þær ykjust enn frek- ar. Það hins vegar kalli á aukna til- litssemi við hjólreiðafólk í umferð- inni, öryggis þess vegna. Þá sé það um leið mikilvægt að hjólreiðafólk bæti sinn umferðarmáta og fari að þeim umferðarlögum og -reglum sem í gildi eru, hvort heldur sem hjólað er á gangstéttum, götum eða þjóðvegum. —sá Flugvél suð-suðvestur af íslandi í nauðum stödd. Eldur í farþegarými: Nauölenti í Keflavík Eldur varð laus í farþegaþotu, sem var á leið yfir Atlantshaf í fyrradag. Um klukkan 13:10 tilkynnti áhöfn bandarískrar farþegaþotu af gerðinni Lockheed Tristar LlOll að eldur væri laus um borð og að vélin neyddist til þess að lenda í Keflavík. Vélin var þá Þriðja útboð ríkisverðbréfa: Enn býðst milljarður í 500 m.kr. Enn reyndist milljarður á lausu í þriðja útboðinu á sex mánaða ríkis- verðbréfum. Að þessu sinni bárust alls 83 gild tilboð í ríkisbréf að fjár- hæð 968 millj.kr. Tekið var tilboð- um 63ja aðila í bréf upp á 550 millj- ónir króna. Enn lækkaði meðal- ávöxtun samþykktra tilboða nokk- uð, eða niður í 11,08%. Ávöxtunartilboð virðast stefna í aukinn jöfhuð. Lægsta ávöxtun var nú 10,9%, sem er nokkur hækkun frá fyrri tilboðum, en hæsta ávöxtun var 11,2% sem er Iækkun frá fyrri tilboðum. Næsta útboð verður 26. ágúst. Vegir landsins um verslunar- mannahelgina: Allt opið og greiðfært Allir vegir á landinu eru greiðfær- ir, þannig að allir ættu að komast leiðar sinnar um verslunarmanna- helgina, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Fært er um alla hálendisvegi þartilgerðum bflum, með þeirri undantekningu að Hlöðuvallavegur er enn ófær. Vegagerðin og verktakar hennar hafa lagt allt kapp á að undirbúa vel vegi landsins fyrir helgina. Allir Qöl- farnir malarvegir eru nýheflaðir og víða hefur verið rykbundið. Vegaeft- irlit verður um allt land, í samráði við Umferðarráð, fylgst verður með vegum og ástandi þeirra og þeir kafl- ar lagaðir sem úr lagi ganga. —sá stödd um 320 sjómflur SSV af Kefla- vík. Neyðaráætlun Almannavama var umsvifalaust sett í gang og allur nauð- synlegur viðbúnaður viðhafður. Skömmu síðar, eða kl. 13:36, hafði flugstjóri vélarinnar samband við flugstjóm og tilkynnti að tekist hefði að slökkva eldinn um borð, en hann hafði komið upp í innanborðskallkerfi hennar. Vélin lenti síðan heilu og höldnu kl. 13:56. Farþegaþotan var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Atlanta í Bandaríkjun- um með 225 manns um borð. Það má því segja að betur hafi farið en á horfði. Eftir að kallkerfið hafði verið yfirfarið í Keflavík hélt vélin áfram ferðinni til Atlanta. —Krás. Tímamynd: PJetur Ingólfur Á. Jóhannesson, deildarstjóri ökunámsdeildar hjá Umferðarráði. Breytingar á meiraprófs- og ökukennaranámi: Bóknám eflt og ökukenn- arar í Kennaraháskólann Umferðarráð vinnur nú að umfangsmiklum breytingum á kennslu til meiraprófs sem og ökukennararéttinda, en í fyrra var Hagsýslu ríkisins falið að athuga hvemig ökukennslu í landinu væri best fyrir komið. „Við ætlum í samvinnu við Öku- ökupróf og önnur starfsemi Um- kennarafélagið og Kennaraháskóla íslands að koma upp námskeiðum fyrir starfandi ökukennara, sem vonandi verður komið á með haustinu," segir Ingólfur Á. Jó- hannesson, deildarstjóri ökunáms- deildar Umferðarráðs. Búist er við að námskeiðið verði á bilinu 20-40 tímar. Til eru ákvæði í lögum um að skikka megi öku- kennara á endurmenntunarnám- skeið, en þau hafa aldrei verið not- uð. Haustið 1993 er svo búist við að Kennaraháskóli íslands hefji skipulagða kennslu fyrir verðandi ökukennara og tæki hún 1-2 annir. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Umferðarráðs, því 1. maí tók það við starfsemi Bifreiðaprófa ríkisins og þann 4. ágúst verða svo ferðarráðs sameinuð undir einu þaki. „Ökukennslan verður færð til einkaaðila. Enn sem komið er hef- ur engin ákvörðun verið tekin um hvort það verða ökuskólar," segir Ingólfur. Umferðarráð hefur sett fram til- lögur um að einstaklingar, sem vilja og geta sinnt ökukennsiu, verði ekki útilokaðir, en aftur á móti þeir sern ekki reynast færir um það. Þess má geta að í Finn- landi er sá háttur hafður á að sam- keppnin er látin sjá um að þeir, sem ekki eru starfi sínu vaxnir, detti úr greininni. Kennsla til meiraprófs yrði í skól- um eða sérstökum stofnunum og þar af leiðandi eiga einstakir öku- kennarar ekki eftir að geta komið með fólk í meirapróf. Hingað til hefur meirapróf krafist 120 tíma fræðilegs náms og er hugsanlegt að tímum fækki fyrir vörubifreiða- og leigubflstjóra, en aukist fyrir hópbifreiðastjóra. Spurnir eru uppi um hvort ein- göngu atriði, sem snerta umferð- arleg atriði, eigi að vera inni í námsefninu eða hvort t.d. eigi að kynna sendibifreiða- og vörubif- reiðastjórum hugmyndir um hvernig best er að sinna viðskipta- vinum. Einnig er rætt um hvort kynna þurfi ökumönnum hópbif- reiða góða þjónustu við ferða- menn. Hvað almenn ökuréttindi og bif- hjólapróf varðar er áhugi fyrir því að efla bóklega námið, en hingað til hefur ekki verið skylda að sækja bóklega tíma í ökuskóla, þó meiri- hlutinn hafi nýtt sér þann mögu- leika. —GKG. Gerð og sérstaða hins íslenska kvenleika undir smásjá: IMYND STERKU KONUNNAR VINSÆLUST HÉR Á LANDI Önnudís G. Rúdólfsdóttur var nýlega veittur 150.000 kr. styrkur til rann- sóknaverkefnis í kvennafræðum. Heiti þess er „Gerð og sérstaða hins ís- lenska kvenleika" og er það til doktorsgráðu við London School of Econom- ics í félagssálfræði. „Ég fer í gegnum söguna m.a. til þess að útskýra hvemig ímyndir kven- leikans hafa verið mótaðar og til að sýna að það eru margar séríslenskar hugmyndir, sem íslenskar konur hafa um það í hverju okkar kvenleiki felst," segir Annadís. „En þær hafa það í för með sér að þegar við fáum alls kyns fyrirmyndir að utan, þá verður oft ákveðin togstreita." Til að komast til botns í þeim ímynd- um, sem konum hafa verið boðnar, les Annadís sér til í skrifum sagnfræð- inga, mannfræðinga og þjóðhátta- fræðinga. Þannig hefur hún komist að því að ímyndunum af hórunni og meynni hefur ekki verið haldið eins mikið að íslensku kvenfólki og gert er erlendis. Þar eru líka gerð sterk tengsl á milli hugarfars konunnar og útlits hennar, sem á að segja til um hvemig mann- eskja hún er og jafnvel vísa til þess hvemig hún hagar sér í samskiptum við karlmenn. „Það hefur mistekist að gera kynferði dulúðlegt hér í sama mæli og erlend- is,“ segir Annadís. „Samskipti kynj- anna eru líka allt öðruvísi á íslandi heldur en í Bretlandi, þau eru opnari." íslenskar konur hafa verið Önnudís hugleiknar, því Iokaverkefrii hennar til M.Sc.-gráðu var um fegurðarsam- keppnir hér á landi. ,Mér fannst mjög skrýtið að fegurðarsamkeppnir væru svona vinsælar á íslandi, m.a. vegna þess að mér fannst ímyndin af sterku konunni vera mjög ríkjandi og mál- flutningur femínistanna hefði náð mjög vel í gegn. Ég ákvað að kanna hvernig keppnimar hefðu verið mark- aðssettar," segir Annadís. Þá kom í ljós að markaðssetning feg- urðarsamkeppna hér á landi byggist bæði á erlendum og séríslenskum hugmyndum. Að utan kemur það að keppnin snýst um ákveðið útlit og stúlkumar þurfa að fylla upp í þá ímynd, sem verið er að markaðssetja. „En til að gera keppnina vinsæla hér á landi varð að koma með boðskap um það að stúlkumar yrðu einskonar feg- urðarsendiherrar, sem breiddu út hróður íslands. Þær myndu selja ís- Hin sterka kona á upp á pall- boröið hjá íslendingum og hvort það séu líkamlegir eða andlegir burðir, sem mestu skipta, er spurning. Timamynd: Ami BJama lenska fiskinn og ná æðislegum samn- ingum við erlenda viðskiptamenn og ýmislegt í þeim dúr,“ segir Annadís. „Einnig var talað um hvað þátttaka í keppninni væri góð reynsla fyrir stúlkumar og hvað þetta myndi styrkja mikið þeirra innri mann. Það er mikið talað um innri fegurð og innri mann í markaðssetningunni, en það sést ekki erlendis." Á þennan hátt segir Annadís fegurð- arsamkeppnir hafa náð til landans, en þær stinga mjög í stúf við þá kven- ímynd sem lifað hefúr hér lengst. „ímynd hinnar sjálfstæðu konu hefur alltaf verið vinsæl. Það sést þegar sög- ur af huldufólkinu eru skoðaðar ásamt íslendingasögunum. Þar em konum- ar ljósár frá því að vera undirgefnar, og ef karlmaður neitaði huldukonu um einhvem kynferðislegan greiða, þá var hann í mjög vondum málum,“ segir Annadís. Erlendis ber meira á ímynd hinnar hlédrægu og viljalausu konu. Vissu- lega segir Annadís hana finnast einnig hér, t.d. í ástarsögum sem eru afar vin- sælar, þar sem markmið hverrar konu er að eignast mann. En nú hyggst Annadís athuga hvemig íslenskar konur hafa unnið úr þeim ímyndum, sem borið hefúr á land. Annadís er nú stödd í London, en von er á henni heim í september og ætlar hún þá að taka viðtöl við íslenskar konur í tengslum við verkefni sitt um íslenska kvenleikann. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.