Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 1. ágúst 1992 Ungur sjóliöi réðst inn á sjúkra- hús, særði lögreglumann til ólífis og drap sjúkling, sem var þar í vörslu lögreglunnar. Þegar lögreglunni varð Ijós ástæðan fyrir verknaðinum, átti morðinginn allra samúð. A sjúkrahúsi í San Francisco stóðu iæknanemi og hjúkrunarkona og spjölluðu saman seint að kvöldi 15. desember 1938, þegar skyndi- iega kom til þeirra maður í sjóliða- búningi og spurði þau á hvaða stofu Morris Comprobst lægi. Starfsfólkið vissi sem var að Comprobst var í strangri lögreglu- gæslu á sjúkra- húsinu og allar heimsóknir til hans stranglega bannaðar. Þeim kom því spumingin í opna skjöldu og þau neituðu að vita til þess að noldtur með þessu nafni væri á sjúkrahúsinu. Skaut allt sem í vegi hans var Sjóliðinn dró þá upp byssu og skipaði þeim höstuglega að vísa sér á stofu Cornprobsts, því hann kvaðst vita það jafnvel og þau að hann lægi á sjúkrahúsinu. Starfsfólkið sá þá sitt óvænna og hiýddi skipuninni, en vonuðu jafnframt að þau gætu gert lögreglumanninum, sem vakt- aði Comprobst, aðvart á einhvem hátt, þannig að hann gæti bmgðist við á réttan hátt. Þegar þau nálguðust stofuna sagði sjóliðinn að þau skyidu ekki reyna að vara lögreglumanninn við, því þá myndi hann drepa þau. Þrátt fyrir það reyndi lækmneminn að gera lögreglumanninum viðvart með því að miða fingri á bak hjúkr- unarkonunnar einsogbyssu. En lög- reglumaðurinn sá ekki þessa ör- væntingarfullu tiiraun hans. Er þau komu að stofunni, skipaði sjóliðinn lögreglumannin- um að víkja, því hann ætlaði inn. Lögreglumaður- inn svaraði góð- látlega að það gæti hann ekki gert, því heimsóknir á þessa stofu væm stranglega bannaðar. Þá kváðu við tvö byssuskot og lögreglumaðurinn féll ígólfið. Um leið stökk sjóliðinn inn á sjúkrastofuna og þaðan heyrðust þrjú skot til viðbótar. Síðan kom hann æðandi út og hvarf niður stig- ann. Á hæla honum kom Cornprobst og blæddi honum mik- ið. Hann féll í gólfið og var látinn. Á hæðinni fyrir neðan var sjúkra- liði við störf, sem hafði heyrt skotin. Hann brá skjótt við er hann sá sjó- iiðann á flótta niður stigann, náði að stökkva á hann og afvopna hann og halda honum, með þó nokkmm átökum þó, þar til hjálp barst. Lögregla var kölluð í skyndi á staðinn og tók hún sjóliðann þegar í sína vörslu. Aðkoman var óskemmtileg. Sjúkiingur, sem lög- Susan Cornprobst. Llf hennar varð martröð eftir að hún gifti sig. reglan átti að vakta, hafði verið drepinn og lögreglumaður hættu- lega særður. Hver var ástæðan að baki þessum verknaði? Ærín ástæða Ekki fékk lögreglan þær upplýs- ingar hjá sjóliðanum. Að hermanna- hætti gaf hann einungis upp nafn sitt og númer. Nafn hans var George Dally og hann kvaðst ekkert muna hvað gerst hafði á sjúkrahúsinu. Lögreglan hafði þá samband við höfuðstöðvar sjóhersins til að afla upplýsinga um Dally. Þar vom gefn- ar þær upplýsingar að hann hefði gegnt herþjónustu í fjögur ár við góðan orðstír. En þegar farið var að kanna hverra manna Dally var og hvers vegna Cornprobst var í öryggis- gæslu, fóru málin að skýrast. George Dally var einkasonur og yngsta barn ekkju nokkurrar og átti hann þrjár eldri systur. Sú elsta var löngu gift og flutt að heiman og átti tvö lítil böm. En ári áður hafði ekkj- an búið með George og tveim systr- um hans, þeim Sue og Betty. Þá kynntist Sue manni að nafni Morris Comprobst og enduðu þau kynni með hjónabandi. Móðir henn- ar og systir fúndu þó fljótt að ekki var allt með felldu og að Sue óttaðist afbrýðisemi og ofbeldishneigð manns síns. Enda fór það svo að hjónabandið entist aðeins í þrjá mánuði og Sally flutti aftur heim til móður sinnar. Morris Comprobst kunni þessum málalyktum illa og hóf nú að ofsækja mæðgurnar með stöðugum símhringingum, heim- sóknum og hótunum. Hann lýsti því margsinnis yfir að hann myndi drepa konu sína, ef hún sneri ekki aftur til hans. George Dally var með sjóhernum í Kína á meðan öllu þessu gekk, en fylgdist þó nákvæmlega með gangi mála í gegnum bréfaskriftir við móður sína. Þegar hann kom heim í leyfi ásamt vini sínum, komst hann að því hversu alvarlegt ástandið var. Móðir hans og systur lifðu í stöð- ugum ótta og við ofbeldishótanir Comprobsts. George og vinur hans höfðu haft í hyggju að halda tii Ida- ho í fríinu, en buðust til að vera hjá mæðgunum í staðinn er þeir sáu hver staðan var. En þær afþökkuðu. Fyrri árásin Skömmu eftir að þeir fóm, komst / n flÚOXT- UK OoPOK IRKA usrr\ 4 M« SOL- 6UÐ EY Ðl WtiVD BoRÐ- *3>l SU-P - fuíToK H/66JA Rvk,- kprN F LJDT mrt K IUD TK.MV *o£> f>ORP- SKIN K0RN (e TTj F OTTfi SlGfi þó Ffi ÍBUDD JINS 5u ÍLU-. KcRfil FrSK STÖPP LJTfi V£N p irs PK/IC. U NN I C/TAti SPUA 1 © l T 1 t> ICAÍ/N KtBrr sjó LUM'a r/rjLL 5o fiftRw JB LEIT KONA Mffvirc.fi S'/IKlH STETT 'ATT m FISKS kihl e - B/fftíK 2 T To GUFO EÍNKl)t/(l ItlNKR DRÍF GLJðfR ItJIJ S’AR ets s poFl \STfiF- UR ÖGiMfi í 10 KOPA- GWíFlR HftLí-i L JTfl fe/M S TAÐ u STeB- HR i O n ATT t/ERK. r/CRfi ý/A/A/U swm IS- , klumpa KLYAErí Virthtú vi-u mm K KOT óriDT. fiDUfi 1z ToHN GRO£B MftLM 100 'AR MR a F/£RJ ÖRENJI Vltfttu VÉL BRVN BOK fíNS _4/ KOÐ ÝMISS LBC 43 fn RKA 'fOGfi n m BFfJl i5 TlTllLí, /5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.