Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 1. ágúst 1992 Tíminn 11 sem bátur kostar. En með honum gat Ólafur sótt veiði út í sjó. Og það er athyglisvert, sem hann segir, að þennan útbúnað, eða líkan, muni hægt að nota til þorskveiða með góð- um hagnaði. Það er kunnugt, að á vissum árs- tímum gengur fiskur upp að söndun- um þarna og víðar, og fer svo grunnt að hann rotast oft í brimi og rekur á land hrönnum saman. Þegar físk- göngurnar haga sér þannig, er ekki lahgt í fiskinn, en það er nógu langt til þess, að menn geta ekki veitt hann þegar engir eru bátar, eða ekki hægt að komast út fyrir brimi. En þá er að hagnýta uppgötvun Ólafs í Sel- koti, senda út seglfleka, annaðhvort með net eða línu, standa sjálfur á þurru lándi og draga aflann á land. Ef einhverjar breytingar þyrfti að gera á flekanum, þá ætti mönnum ekki að verða skotaskuld úr því á þessari tækninnar öld. Hér getur verið um stórkostlegt hagsmunamál að ræða fyrir allar þær sveitir, er Iiggja að Suðurlands- söndunum, allt frá Reykjanesi og austur að Hornafirði. Útræði á þessu svæði er nú víðast lagt niður, en þykkar torfur af þorski fara þarna um rétt upp við land. Fyrir 180 árum var fundin aðferð til þess að veiða þenn- an fisk með litlum tilkostnaði og mannhættulaust. Hún hefir legið í láginni síðan. Er ekki tími til kom- inn að reyna hana? Enginn fékk verðlaun Ástæðan til þess, að allra þessara þriggja umsókna um verðlaun fyrir selveiðar er getið hér, er sú, að Ólaf- ur stiftamtmaður Stefánsson sendir þær allar í einu lagi til rentukamm- ers (bréf dagsett í Viðey 7. mars 1796). Rekur hann fyrst hvað hver hefir til síns ágætis og segir síðan: „Ég er viss um, að það mundi verða öðrum hvöt til framtakssemi, ef þessir menn fengi hæfileg verðlaun, og þá sérstaklega inn fyrst nefndi." Seglflekinn sem Ólafur Jónsson í Þessa teikningu hans er aö finna Það var Ólafur Jónsson í Selkoti. En svo fór um þessar umsóknir, að rentukammer skar þær allar niður við sama trog og veitti engum verð- laun. Ef til vill hefir það spillt fyrir Ólafi, að umsókn hans varð samferða umsóknum þeirra nafnanna. Þegar manntalið var tekið 1801, bjó ólafur enn í Selkoti, þá 59 ára. Þar segir, að hann stundi búskap, sel- veiöi og gullsmíðar og sé sáttanefnd- armaður. Ólafur andaðist 5. október 1814 og var banamein hans krabba- mein í andliti, sem hann hafði þjáðst af um mörg ár. Kona hans var Guð- laug Stefánsdóttir. Hún var dóttir Stefáns officialis Einarssonar í Lauf- Selkoti fann upp. í Þjóöskjatasafni. ási og Jórunnar dóttur Steins bisk- ups Jónssonar á Hólum. Um Jón tíkargjólu Jón Jónsson í Skildinganesi, sem sótti um verðlaun fyrir skotfimi sína og seladráp, gekk undir nafninu Jón tíkargjóla. Fékk hann það viðurnefni vegna þess, að þegar hásetar hans mögluðu og vildu ekki róa vegna þess, hve hvasst væri, þá var það vanaviðkvæði Jóns, „að þeir skyldu ekki vera að því arna, það væri ekki nema svolítil tíkargjóla; en Jón var sjósóknari inn mesti og kunni ekki að hræðast". í þjóðsögum Jóns Árnasonar og Ól- afs Davíðssonar eru sagðar nokkrar sögur um skotfimi Jóns og er rétt að birta þær hér í sambandi við verð- launaumsókn hans: „Þegar Jón var 7 eða 9 vetra að aldri, hittist svo á, að faðir hans kom einhvers staðar að með hlaðna byssu. Karl lagði hana snöggvast frá sér og ætlaði að taka hana aftur þeg- ar í stað, en í því bar Jón litla að. Hann þrífur byssuna, heldur að hún sé óhlaðin og miðar á vinnukonu, sem stóð á hlaðinu. Skotið hleypur úr byssunni, og dettur vinnukonan dauð niður. Þá verður karl þess fyrst vísari, hvað um er að vera, og verður honum þetta að orði við Jón: „Skjóttu bölvaður — þú skýtur ein- hvern tírna!" Þetta þótti rætast á Jóni, því að hann varð afbragðs skytta, þegar fram liðu stundir. Einu sinni fór Jón með öðrum mönnum.norður á fjöll til álftadráps. Þeir félagar komu auga á álftahóp mikinn og skaut Jón í hópinn, en um leið og skotið reið úr byssunni, sló hún Jón um koll og í rot. Félagar Jóns fóru að stumra yfir honum, en hirtu ekki um álftirnar. Þegar Jón raknaði úr rotinu varð honum þetta fyrst að orði: „Liggur ekkert helv... eftir?" Var nú farið að huga að álft- unum, og lágu fimm dauðar, en aðr- ir segja sjö. Einu sinni sem oftar reri Jón með hásetum sínum til Sviðs í Faxaflóa. En skamma stund höfðu þeir setið, áður en stökkull kom og ásótti þá svo, að þeim gagnaðist ekki að sitja, og varð Jón nauðugur viljugur að halda undan f land, enda tjáði hon- um ekki annað fyrir hásetum sínum, sem urðu lafhræddir. Daginn eftir var logn og ágætt sjóveður; reri Jón og hafði með sér kúlubyssu, sem hann átti. Þegar þeir voru komnir í sátur, segir Jón: „Komi nú andskot- ans stökkullinn, ef hann er nokkur til í sjónum." Hásetar urðu forviða við þetta og sögðu: „Guð fyrirgefi þér, Jón, að tala sjóvíti í logninu." En á sömu stundu sjá þeir, hvar stökk- ullinn kemur og stefnir á þá. Jón grípur þegar byssuna og hleypir af í því stökkullinn létti sér, svo hann skelldist í augabragði niður í sjóinn aftur, og tók á rás undan til hafs; það merktu þeir á blóðrákinni, sem eftir varð í sjónum; en sá stökkull ómak- aði þá aldrei framar. Oft skaut Jón á illfiska, er þeir sóttu að honum á sjó, og fæídi þá svo frá sér.“ Á þessu má sjá, að Jón mun hafa orðið fyrstur manna til þess að herja á illfiska í Faxaflóa. Ekki sótti hann þó um viðurkenningu fyrir bað. (Frásögn Arna Óla) GRILLKOL 199 kr. TJÖLD FRÁ 6.995 kr. SVEFNPOKAR ' > FRÁ 3.490 kr. ^ * * ALDYNUR FRÁ499 kr. VERSLUNARMANNAHEtGINA í Hagkaup færðu allt sem þú þarft fyrir útileguna um Verslunarmannahelgina, vandaðar vörur á ^ ótrúlega góðu verði. Tjöld sem þú tjaldar á augabragði, tjalddýnur, svefnpoka, bakpoka, kolagrill, ferðagasgrill, kælibox, grillkol, gasluktir, einnota bollar, glös, diska og hnífapör í miklu úrvali. Skoðaðu verðið, úrvalið og gæðin í Hagkaup og þá kemstu að því að þú þarft ekki að leita lengra. - ww ■ vv m Verslunarmannahelgin byrjar í J Hagkaup. - allt í einniferð FERÐAGASGRILL 3.990 kr. POTTASETT 1.695 kr. INNIHATIÐIHAGKAUP FYRIR F I - GRÆNT NÚMER 9 9 66 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.