Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 1. ágúst 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYHDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóran Birgir Guðmundsson Stefán Asgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason Skrffstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sfmi: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Hefor Byggðastoín- un einhver ráð? Eins og komið hefur fram síðustu daga, er fólkið á landsbyggðinni undrandi og reitt yfir því að niður- skurði aflaheimilda skuli velt yfir á þau byggðarlög, sem byggja mest á þorskafla. í þessum hópi eru fá- menn og veik byggðarlög, sem sæta mestum niður- skurði hlutfallslega. Þó að viðbrögð Matthíasar Bjarnasonar séu hörð- ust, þá hafa ýmsir fleiri stjórnarliðar ekki getað leynt grernju sinni og óróleika. Sjálfsagt eiga þeir ekki sjö dagana sæla, ef þeir hætta sér í námunda við kjósend- ur sína. Einn tímapunkt óttast ríkisstjórnin meir en annað, en það er 17 ágúst, þegar Alþingi kemur saman. Að sjálfsögðu hlýtur þá að reyna á hvort það er þingmeiri- hluti fyrir þeirri ákvörðun að hafna öllum jöfnunarað- gerðum í kjölfar ákvörðunarinnar um heildarafla. Bjargráð ríkisstjórnarinnar er að biðja Byggða- stofnun um ráð. Nú á stofnunin á hálfum mánuði að leggja fram tillögur til bjargar þeim byggðarlögum, sem verst verða úti. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar mæna nú til hennar að bjarga þeim frá því að koma til þings með buxurnar á hælunum. Það kom að því að Byggðastofnun komst í álit hjá stjórnarherrunum. Það er hins vegar ekki auðvelt verk að hysja upp um ríkisstjórnina, og það er lítil von til þess að Byggða- stofnun takist það verk. Stofnunin hefur ýmsum hæf- um starfskröftum á að skipa, en þar eru engir krafta- verkamenn. Þar við bætist að stöðugt hefur verið þrengt að stofnuninni síðan þessi ríkisstjórn tók við, þannig að myndugleiki hennar til þess að takast á við verkefni sín er stórum minni heldur en var. Morgunblaðið birti síðastliðinn fimmtudag skrá yf- ir hlutfallslegan niðurskurð aflaheimilda í einstökum byggðarlögum. Þau minnstu á Norður-, Norðaustur- og Austurlandi verða þar verst úti, ásamt Vestfjörðum. Það er náttúrlega eins og hver annar farsi, að Byggða- stofnun eigi að koma með bjargráð á tveimur vikum til þess að mæta niðurskurði á einum fimmta og upp í fjórðung á aflaheimildum þessara byggðarlaga. Þetta er svo gegnsæ sýndarmennska að fólk verður ennþá sárara og reiðara fýrir bragðið. Jöfnun hefur verið hafnað. Það er kjarni málsins. Úthlutun aflaheimilda Hagræðingarsjóðs hefði ekki leyst vandamál sjávarútvegsins eða einstakra byggðar- laga til fulls. Hins vegar hefði sú ráðstöfun verið til marks um það að það væri vilji ríkisstjómarinnar að létta þennan vanda. Forsætisráðherra verður að svara því fyrir hönd rík- isstjórnar sinnar hvort hér liggur ákveðin stefna að baki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett fram kenningar um svokölluð „vaxtarsvæði" á landsbyggðinni. Lenda þau litlu byggðarlög, sem nú verða fyrir miklum áföll- um, utan þessara vaxtarsvæða? Passa þau ekki inn í þessa stefnu? Er það aðgerðaleysi, sem birtist í kjölfar ákvörðunar um heildarafla, þáttur í því að þétta byggð í landinu? Ef svo er, væri miklu heiðarlegra að það kæmi fram í umræðum um þetta mál. Atli Magnússon: Vel lukkaður æviferill Þá hafa þýðverskir fengið því framgengt að framseldur er austan frá Rússlandi fyrrum landshöfðingi í A-Þýskalandi, Erich Honecker. Er það vel, fyrst ýmsum mikilsháttar mönnum fannst það svo miklu máli skipta að komast yfir kostagrip þennan. Heimpressan birtir í vikunni myndir af karlskröggnum að keifa niður þrepin á chileska sendiráðinu í Moskvu. Ber hann sig mannalega á myndunum, rekur upp krepptan hnefa, sem var kveðja lagsbræðra hans í kommúnistaflokkum á eldri sem nýrri tíð á löngum og viðburða- ríkum ferli. Hann lætur þannig í það skína að hann sé jafnódeigur í sinni trú og hann forðum var og það þarf engum að koma neitt á óvart. Það eru gamlir fautar og hengingameistarar eiginlega alltaf undir leiðarlok- in, hvort sem þeir eru að stíga inn í ævarandi tugthús eða upp á höggpall. Þeir álykta sem svo — og það er alveg rétt ályktað hjá þeim — að það sé engu að tapa hvort sem er, en nokkuð að vinna: Láti þeir sem allra minnstan bilbug á sér sjá og mæti endalokunum af staðfestu muni þeirra að líkindum verða minnst með sinni lotningu í sögubókum. Endir sögu eða æviferils er alltaf mjög þýðingar- mikill, þótt hann hafí að öðru leyti verið bröndóttur. Það má nefnilega mörgu bjarga með snotrum endi. Þetta vissu til dæmis Rómverjar hinir fomu vel. Þeir lögðu alltaf mikið upp úr tilkomumiklum endalokum sjálfra sín og höfðu sumir hjá sér skrifara til þess að nóta á blað andlátsorð sín. Litlu að kvíða Annars þarf Honecker líklega ekki svo miklu að kvíða. Það er varla sennilegt að kastalastjórar hins nýja bissniss-Þýskalands verði ýkja harðhentir við gamlan og slitinn mann. Honum verður sjálfsagt hlýtt yfír af og til meðan öndin þöktir í honum og reynt að hafa upp úr honum hitt og þetta sem verða kann fróðlegt fyrir sagnfræðinga framtíðar- innar. En búast má við að karl sé útundir sig og því vís til að svara út og suður og leika á ákærend- uma með ýmsu móti. Hann kann í ofanálag að spila á þá strengi að sumir em þeir sálmar sem marga virðulega landa hans mun ekki langa til að fara of ná- ið út í — eigin vondu samvisku vegna. Að endingu mun hann svo njóta þess að hvað sem taut- ar og raular þá skipaði hann eitt sinn sitt „Napoleons“-sæti og er því enginn „ótíndur", þótt leiða megi rök að því að hann hafi komið 49 liðhlaupum síns gamla ríkis fyrir kattamef. En ekki drap hann þá eigin hendi, ótal milliliðir komu við þá sögu, og Honecker ætti að geta sloppið nokkuð létt frá þessu á endan- um. Kannske verður banabeður hans ekki innan fangelsismúra heldur á einhverju heldur nota- legu elli- og hvfldarheimili. Kannske hann eigi eftir að selja endurminningar sínar hæst- bjóðanda og kaupa spilavíti fyrir andvirðið. Önnur eins ódæmi galskaps og endileysu gerast hvort sem er daglega á yfirstand- andi undra-, kraftaverka- og spaugöld. Tannlausir háfískar Framsal Honeckers vekur annars enn upp þanka um hvaða gildi það hafi að kosta svo miklu til að hafa uppi á útbmnnum og í sjálfu sér þýðingarlausum mannherfum, sem em fulltrúar fyrir útbmnnin þjóðfélagsskeið sem ekki gegna neinu hlutverki meir. Slysin og ódæðin verða ekki afturkölluð, þótt ummerkin sjáist svo sem. En menn hafa frá öndverðu haft þörf fyrir að knýja fram einhvers konar endurgjald eða þá hefndir í nafni réttlætis. Þessi eltingarleikur við að ná uppgjöri við óafturkallanlega fortíð átti sér stað t.d. eftir að Napóleon valt úr valdastóli; franskir konungssinnar vom lengi á höttunum eftir sam- verkamönnum hans. Ekki þarf að minna á veiðar á gömlurn nasistum og nú em það léns- menn Sovétkommúnismans. Meðan á þessu fiskiríi á tann- lausum háfiskum fortíðarinnar stendur er í öllum áttum verið að timbra upp nýjum ríkjum og jafnvel heimsveldum djöfúldóms og kúgunar. Þar em enn nýir harðstjórar að tylla sér á valda- stóla, nýir Napóleonar, Hitlerar og Honeckerar, sem vísast kem- ur í hlut seinni kynslóða að draga skakka og elliæra til reikn- ingsskila í fjarlægri framtíð - - en svo sem engum til gagns, því er ekki fullreynt að mannkynið lærir ekkert af sögu sinni? Má vel við una Það mun verða fylgst af áhuga með réttarhöldum, sem nú má ætla að í hönd fari yfir Erich Honecker. En menn munu lesa um þau meira til að svala vissri forvitni en að þeir finni til svöl- unar einhvers þorsta eftir rétt- lætinu. Sé á allt litið má á ýmsan hátt telja að Honecker hafi verið gæfumaður um sína daga og að ævi hans hafi verið betur lukkuð en langflestra annarra. Það er vegna þess að hann fékk að lifa það um langt skeið að æskuhug- sjón hans virtist vera að rætast og honum hlotnaðist að stjóma því að meira og minna leyti sjálf- ur hvemig hún mótaðist. Slíkt auðnast auðvitað ekki nema ákaflega fáum dauðlegum mönnum. Honum tókst að láta sautján milljónir manna bauka við það í áratugi að reyna að raungera þær hugsmíðar, sem hann ól með sér sem unglingur. Það er ekki nein fiarstæða að segja að Erich Honecker hafi veist það að teygja þriðja áratug aldarinnar, árin þegar hann sjálf- ur var unglingur, fram á elliár sín! Það væri að réttu lagi van- þakklæti af manni sem honum að una ekki hið besta við það lóð sem forlögin lögðu á vogar- skál ævi hans, þótt gæfan hafi að sönnu snúið við honum baki loks nú — áttræðum karlin- um! Nei, sannarlega má hann una sínu hlutskipti vel. Gamall prakkari sendir nýrri öld hinstu hveðju með því að kreppa nötr- andi krumluna ffaman í hana í kveðjunni „Rot Front!“ Hlæj- andi getur hann safnast til feðra sósíalismans og félaga sinna annarra. Honum féll mikið í skaut og hefur nú minna en engu að tapa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.