Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.08.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. ágúst 1992 Tíminn 7 ir aki á sama hraða. Það getur verið einhver ástæða fyrir því að menn þurfi að fara hægar. Þegar svo er, er aðalatriði að hinir hægfara gæti þess að mynda ekki lest á eftir sér. Um- ferðin getur verið það mikil í báðar áttir að menn komist ekki eða þori ekki fram úr þeim hægfara. Þess vegna leggjum við á það mikla áherslu, eins og ég sagði hér áðan, að þeir hægfara séu liprir við að hleypa hinum fram úr sér.“ — Nú hefúr þú verið framkvæmda- stjóri Umferðarráðs rúman áratug. Hvað hefur breyst síðan þú tókst við starfinu? „Mér finnst sem skilningur fólks hafi aukist mjög mikið hvað varðar öryggisbúnað og notkun hans. Þeg- ar ég byrjaði hér voru tiltölulega fá- ir sem notuðu bílbelti. Síðan hafa verið sett lög sem skylda notkun þeirra og áróður fyrir þeim auðvitað einnig verið mikill." — Hafa lögin þá breytt skoðun fólks á bflbeltum? Já, trúlega. Menn eru í það minnsta orðnir meðvitaðri um það gagn sem af þessum beltum er. Fólk veit nú að það er ekkert að gera mér eða lögreglunni sérstakan greiða með því að spenna beltin heldur er af þeim virkilegt gagn sem sannast sífellt betur og betur.“ — Beltunum var löngum andmælt vegna einhverra séríslenskra að- stæðna, var ekki svo? Jú, það var talað um séríslenskar aðstæður eins og alls konar fjallvegi sem að vfsu fyrirfinnast einnig í fjöl- mörgum öðrum löndum. Það eru að vísu hér undanþáguákvæði í um- ferðarlögum að þegar ekið er um slíka vegi megi losa beltin ef fólk tel- ur sig betur komið án þeirra spenntra. Hér er einkum átt við akstur á íjallvegum að vetrarlagi í mikilli hálku þegar menn telja að þeir þurfi jafnvel skyndilega að henda sér út úr bfl sem er að fara fram af bjargbrún eða þess háttar. En eitt gleymist oft í umræðu af þessum toga: Bflbelti í dag eru allt öðruvísi en var fyrir áratug eða svo. Það er ekkert mál lengur að losa sig úr þeim en það gat verið snúninga- samara við eldri gerðir þeirra sem Óli H. Þóröarson, framkvæmda- stjórí Umferðarráös. ekki rúlluðust upp og höfðu annars konar lása en nú tíðkast. Þegar ég lít til baka yfir allar þær verslunarmannahelgar sem ég hef starfað við umferðarmál þá held ég að ávallt hafi ríkt fremur jákvætt viðhorf ferðafólks um þessa helgi og Evrópubandalagið vill ræða við Svia um aðild þeirra síðarnefndu að EB. Andriessen, fulltrúi EB, segir að það verði ekki án skilyrða: Svíar fórni hlutleysi sínu gegn aðild ao EB Evrópuráðið hefur falið ráðherra- nefnd Evrópubandalagsins að hefja viðræður við Svía um inngöngu þeirra í EB um leið og Maastricht samningurinn hefur verið sam- þykktur. Þetta var haft eftir Frans Andriessen, fulltrúa bandalagsins gagnvart ríkjum utan þess, í gær. Tálið er að Svíar verði að sýna vilja sinn til EB í verki þegar viðræðurnar hefjast. Þeir verði að lýsa yfir ein- hvers konar skuldbindingum. Eink- um eigi það þó við um öryggis- og ut- anríkismál. „Við erum mjög jákvæð- ir gagnvart Svíum,“ sagði Andriessen á fréttamannafundi í gær. Andriessen sagði að til þess væri ætlast af Svíum að þeir gengju til samstarfs við nýja Evrópu með öllu tilheyrandi — ann- aðhvort allt eða ekkert. Andriessen sagði að „allt tilheyr- andi" þýddi sameiginlega Evrópu- mynt, sameiginlega öryggis- og utan- ríkisstefnu og líklega sameiginlega vamarmálastefnu í líkingu við þá sem fram kemur í Maastricht samn- ingnum. „Svíar munu því ekki geta haldið sínu gamla hlutleysi," sagði Andrie- ssen. Samningaviðræður við Svía munu líklega ekki geta hafist fyrr en tvö skilyrði hafa verið uppfyllt. Það fyrra er viðvíkjandi Maastricht samkomu- laginu frá því í desember síðastliðn- um en aðildarþjóðir EB verða að hafa samþykkt það áður en viðræður geta hafist við Svía. Síðara atriðið er fjár- hagsáætlun Evrópubandalagsins til næstu fimm ára. Hún verður að liggja fyrir og samþykkt áður en við- ræðurnar hefjast. Þrátt fyrir að ráðamenn í EB séu til- tölulega jákvæðir gagnvart aðild Svía þá verða samningaumleitanirnar enginn dans á rósum. Líklegt þykir að atriði eins og landbúnaðarmál, fé- lagsleg réttindamál og ýmis heima- stjórnarmál muni helst verða að ásteytingarsteini. „Ljóst er að sænskir bændur verði að búa sig undir lægra afurðaverð þegar og ef Svíar ganga í EB,“ sagði Andriessen. Framkvæmdanefnd EB hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu þar sem segir að nefndin telji að ágreiningsefni muni örugglega leys- ast í samningaviðræðum. Andriessen sagði að þau skilyrði sem Svíum yrðu sett fyrir inngöngu, þ.e.a.s. aðild með öllu tilheyrandi, allt eða ekkert, myndu einnig gilda um aðrar þjóðir sem vildu hugsan- lega sækja um aðild síðar. Austurríkismenn, Svisslendingar og Finnar hafa, eins og Svíar, sótt um aðild. Búist er við að Norðmen muni einnig sækja um aðild að EB fyrir árslok. Öll eru þessi ríki núverandi félagar í EFTA. Andriessen sagði að það væri of mik- il bjartsýni hjá Svíum að stefna að fullri aðild árið 1995. „Mín reynsla er sú að menn vanmeti þann tíma sem fer í samningaviðræður,“ sagði Andrieesen. Hann lagði hins vegar áherslu á að ekki hefðu verið settar neinar dagsetningar af bandalagsins hálfu um það hvenær samningum skyldi verða lokið. —Reuter/Krás. oft höfúm við sagt að loknum versl- unarmannahelgum að við vonum að þetta viðhorf muni halda áfram að ríkja í umferðinni. Því miður er það ekki alltaf svo. Það er oft eins og það gleymist fljótt það sem sagt hefur verið og gert um þessa heigi og sú staðreynd segir okkur það að sú fræðsla sem bæði við hjá Umferðarráði og aðrir höfum haft í frammi um þessa helgi hefur haft áhrif hvort sem fólk vill viðurkenna það eða ekki. Lærdóm- urinn er því sá, hvort sem fólki líkar betur eða verr, að það þarf stöðugt að vera að hamra á sömu hlutunum aftur og aftur. Áróðurinn fyrir notk- un bflbelta er gott dæmi um þetta. Hann hefur verið minni um sinn en áður og það virðist sem eitthvað sé að slakna á notkun bflbeltanna." — Þú segir að skilningur öku- manna á öryggisþáttum umferðar hafi aukist. Hefur hann aukist á öðr- um þáttum umferðarmála og í sam- bandi við umferðarmenningu al- mennt. Heyrir það t.d. ekki til und- antekninga nú orðið að ökumenn noti stefnuljós sem eru veigamikið öryggistæki? ,jú, það er rétt að þetta atriði þarf að taka til rækilegrar athugunar og önnur, svo sem akstur gagnvart um- ferðarljósum: Margir eru óhugnan- lega „djarfir" með að aka gegn rauðu ljósi og á því og ýmsu öðru verður að taka. Það er greinilegt." — Nú er Umferðarráð senn að taka við framkvæmd ökukennslu og öku- prófa eins og fram kemur á blaðsíðu 3 í Tímanum í dag. Á vegum ráðsins er nú verið að undirbúa málið, skil- greina markmið ökukennslu og hvaða kröfur á að gera til kennar- anna, gera námsskrá, o.s.frv. Hlýtur þessi breyting ekki að auka umsvif ráðsins verulega og efla getu þess til að skapa bætta umferðarmenningu sem varla veitir af þegar litið er til fjölda alvarlegra umferðarslysa og stórkostlegs eignatjóns af völdum þeirra? „Auðvitað er mjög mikilvægt að það takist, bæði með hjálp ökukenn- ara sem og annarra, að breyta ýms- um viðhorfúm eins og t.d. þeim að það sé fyrir löggjafann gert að gefa stefnuljós og að virða reglur um há- markshraða. Því miður er það svo að ungir ökumenn eiga á einn eða ann- an hátt aðild að stórum hluta þeirra umferðarslysa sem verða og það er auðvitað viss raun, fyrir ökukennara ekki síður en aðra, að horfa upp á það að um leið og ungir ökumenn eru komnir út í umferðina á eigin ábyrgð, þá skuli þeir ekki virða td. ýmsar umferðarreglur, svo sem um hámarkshraða og bæti ákveðinni prósentu ofan á þær. Þess ber þó að geta að samanburð- ur á umferðarslysatölum hér og í nágrannalöndunum er ekki einhlít- ur því að aðferðir við skráningu slysa eru mjög mismunandi. Óneit- anlega er þó tjón af völdum umferð- arslysa gífurlegt og lauslega áætlað liðlega 6 milljarðar kr. á ári sem er bókstaflega hræðilegt." — Hvemig getum við dregið úr þessu fári? „Þar kemur sjálfsagt margt til og ég get til dæmis tekið undir það að bætt og aukin ökukennsla muni þar vega þungt til batnaðar. Þá hlýt ég í sömu andrá að nefna aukið eftirlit: Lögreglunni hefur því miður ekki verið gert kleift að annast eftirlit með umferð eins og vera þyrfti. Ef að saman fer aukin og bætt fræðsla og aukið eftirlit þá hljótum við að ná umtalsverðum árangri. Um það ef- ast ég ekki.“ —Stefán Ásgrímsson BÆNDUR • CLAAS rúllubindivélar • CLAAS heybindivélar • KVERNELAND pökkunarvélar • KVERNELAND baggagreipar • KUHN heytætlur • KUHN diskasláttuvélar • PZ tromlusláttuvélar • FRASER 5 tonna vagnar • MASSEY FERGUSON dráttar- vélar og fleira og fleira. Vönduð tæki á góðu verði. Fyrirliggjandi núna. 'TíZlésod'þuf HÖFÐABAKKA 9 . 112 REYKJAVÍK . SIMI 91-634000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.