Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 15. ágúst 1992 150. tbl. 76. árg. VERÐ f LAUSASÖLU KR. 110.- Færri bindindismenn á höfuðborgarsvæðinu en öðrum bæjum: Fæstir bindindismenn í hópi 30-40 ára karla Rúmlega fjórðungur (27%) fullorðinna íslendinga — 19% karla og 34% kvenna — neyta ekki áfengis. Fæsta bindindismenn er að fínna í hópi karla milli þrítugs og fertugs. Meira en 90% þeirra neyta áfengis. Minnst áfeng- isneysla er aftur á móti með- al kvenna sem náð hafa elli- lífeyrísaldrí. Aðeins um fíórðungur þeirra lyftir glasi stöku sinum. Þessar upplýsingar er að finna í niðurstöðum könnunar sem gerð var af Hagvangi og sagt er frá í rit- inu Heilbrigðismál. Könnunin, sem var gerð á sl. vori, náði til 1.400 karla og kvenna á aldrinum 15 til 89 ára, hvar af rúmlega þrír fjórðu svöruðu. Bindindismenn á áfengi reyndust hlutfallslega um fjórðungi færri á höfuðborgarsvæðinu en í öðrum bæjarfélögum á landinu. Aðeins 23% fólks á höfuðborgarsvæðinu neyta ekki áfengis borið saman við 31% fólks í öðru þéttbýli á landinu og 33% fólks í dreifbýli. Þá gefa nið- urstöðurnar m.a. til kynna að löng skólaganga dragi síður en svo úr áfengisdrykkju. Heilbrigðismál segir niðurstöður þessarar könnunar í samræmi við það sem fram hafi komið í könnun sem Hagvangur gerði fyrir Bindind- isfélag ökumanna fyrir ári. Með- fylgjandi línurit sýnir glöggt hve hlutfall áfengisneytenda er breyti- legt eftir aldri. Tæplega þriðjungur stúlkna og hátt í 40% pilta á aldrin- um 15-19 ára neyta ekki áfengis. Meðal kvenna er áfengisneysla al- mennust á þrítugsaldrinum, þegar aðeins kringum 18% láta áfengis- drykkju eiga sig. Þetta hlutfall er síðan í kringum 20% alveg fram undir fimmtugt, en þá hækkar hlut- fall þeirra kvenna sem láta áfengi eiga sig mjög hratt með hækkandi aldri. Á þrítugsaldrinum er hlutfall „þurra“ karla álíka hátt og meðal kvenna. Á fertugsaldrinum hefur þeim hins vegar fækkað niður fyrir 10% sem fyrr segir. Bindindis- mönnum fjölgar síðan heldur eftir fertugt. Frá fimmtugu til sjötugs lætur um fimmti hver karl flöskuna eiga sig. Þegar kemur yfir sjötugt er hlutfall þeirra sem ekki drekka aftur orðið álíka hátt og meðal ungling- anna undir tvítugu. Og af körlum yfir áttrætt kveðst aðeins um helm- ingurinn fá sér í glas. - HEI Slys á Suður- landsvegi: annan bíl Árekstur varð milli tveggja bfla í Hveragerði í gærmorgun við Breiðamörk á Suðurlandsvegi. Annar ökumannanna slasaðist nokkuð en orsök slyssins er að hann virti ekki stöðvunarskyldu og ók þvert fyrir hinn. —GKG. Toyota og Lada skullu saman á mótum Hestháls og Vesturlandsvegar í gær. Þetta er þriðji áreksturinn sem þar verður í þessari viku og er hraðri og mikillí umferð kennt um. Engin slys urðu á mönnum. —GKG. Ályktun þingflokks og landsstjórnar framsóknarmanna á sameiginlegum fundi á Egilsstöðum 14. ágúst 1992: Sókn í stað samdráttar Aðgerðir í atvinnumálum Meiri átök eru nú framundan í ís- lenskum stjórnmálum en verið hafa um langan tíma. Þau stafa af þeirri samdráttar- og gjaldþrota- stefnu sem ríkisstjórn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks rekur. Þessi stefna hefur nú þegar leitt til stöðnunar, samdráttar og gjald- þrota margra fyrirtækja. Almennt atvinnuleysi er ört vaxandi í fyrsta sinn í marga áratugi með þeim al- varlegu afleiðingum sem það hefur í för með sér. Ríkisstjómin neitar að horfast í augu við þá erfiðleika sem hún hefur skapað og leggur allt sitt traust á bjargráð erlendis frá með samningum um evrópskt efna- hagssvæði. Allt einkennist þetta af ábyrgðar- og úrræðaleysi. Ef starfsskilyrði íslensks atvinnulífs verða ekki leiðrétt, verður enginn hagur af opnari markaði í Evrópu. Þingflokkur og landsstjórn fram- sóknarmanna telur mikilvægt að eiga gott samstarf við aðrar Evr- ópuþjóðir. Fundurinn áréttar þau skilyrði sem miðstjóm Framsókn- arflokksins samþykkti sl. vor fyrir stuðningi við samninginn um evr- ópskt efnahagssvæði. Þjóðarsáttin milli aðila vinnu- markaðarins og ríkisvaldsins sem ríkisstjóm undir forystu Fram- sóknarflokksins kom á við gerð kjarasamninganna árið 1990 skil- aði þjóðinni stöðugleika í efna- hagsmálum og nánast engri verð- bólgu. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur rofið þessa þjóðarsátt með stefnu sinni í efnahags- og kjara- málum. Hún byggir á því að ráða kjömnum með atvinnuleysi og nota gjaldþrotin til stórfelldrar eignatilfærslu í þjóðfélaginu. Þessum stjórnarháttum hafnar Framsóknarflokkurinn algjörlega og lýsir ábyrgð á hendur þeim stjómmálaflokkum sem þannig starfa. Þegar Alþingi kemur saman mun þingflokkur framsóknar- manna berjast gegn þessari sam- dráttar- og stöðnunarstefnu ríkis- stjómar Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks. Þingflokkur og landsstjórn fram- sóknarmanna hvetja til sóknar í stað samdráttar. Samstillt átak rík- isvalds, atvinnurekenda og laun- þega þarf til þess að þjóðin megi vinna sig út úr þeim vanda sem að steðjar og hefja nýja framfarasókn. Eftiríarandi aðgerðir em því nauðsynlegar sem fyrsta skref í þeirri framfarasókn. Starfsskilyrði atvinnuveganna verði lagfærð með fjárhagslegri endurskipulagningu. TVyggt verði að raungengi krónunnar sé skráð í samræmi við getu útflutningsat- vinnuveganna. Raungengi þarf að laga með lækkun kostnaðar. * Raunvextir lækki til samræmis við það sem algengt er í helstu við- skiptalöndum okkar. * Dregið verði úr kostnaði at- vinnulífsins. Þar gangi stjórnvöld á undan með því t.d. að fella niður aðstöðugjald og önnur kostnaðar- tengd gjöld. Þeim skattaálögum sem ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar hefur lagt á atvinnulífið verði aflétt. ^ Aflaheimildum Hagræðingar- sjóðs verði deilt út án endurgjalds til stuðnings þeim byggðarlögum sem verða fyrir mestri skerðingu á þorskveiðiheimildum. ^ Eytt verði þeirri óvissu sem rík- isstjórn Davíðs Oddssonar hefur skapað í sjávarútvegi. Framsókn- arflokkurinn hafnar gjörbreyttu fyrirkomulagi við stjórnun fisk- veiða, m.a. með því að taka upp veiðileyfagjald. ^ Nú þegar verði dregið úr at- vinnuleysi. Stjórnvöld beiti opin- berum aðgerðum til að draga úr sveiflum í hagkerfinu. Við núver- andi aðstæður ber að flýta fram- kvæmdum sem hagkvæmt er að ráðast í. * Ekki verði gengið lengra í nið- urskurði í landbúnaði en orðið er. % Opinbert fjármagn verði lagt fram til að örva framkvæmdir í nýjum atvinnugreinum og til rannsókna og þróunarstarfs í því skyni. Með þessum aðgerðum yrði stig- ið fyrsta skrefið til að losa þjóðina út úr þeim vítahring stöðnunar og afturhalds sem ríkisstjórn Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefur leitt hana í. Öflugt og sam- stillt átak ríkisvalds, atvinnurek- enda og launþega er undirstaða þess að hér takist að hefja nýja framfarasókn á öllum sviðum þjóðlífsins og rjúfa þá kyrrstöðu sem nú ríkir í efnahags- og at- vinnumálum. Þá sókn er Fram- sóknarflokkurinn tilbúinn að leiða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.