Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 15. ágúst 1992 Bækur með gagnrýni á fjármagnshyggju ryðja nú bókum um það „hvernig eigi að verða ríkur“ úr vegi erlendis. Hér er rakið efni einnar __ þeirra, sem ber nafnið „Á hlaupum eftir Mammoni" Mick Moscovit- „Á hlaupum eftir Mammoni11 „Ég eyddi tuttugu árum í að fá hneykslanlega háar upp- hæöir borgaðar fyrir vinnu sem reyndi ekki sérlega mikið á andlega hæfileika," sagði ástralskur fjármálamaður við höfund bókarinnar „Á hlaupum eftir Mammoni“, sem nú er nýkomin út í Bretlandi og hefur vakið talsverða forvitni. Höfundurinn er Douglas Kennedy og telst bókin tii margra slíkra sem nú eru ritaðar og fjalla á gagnrýninn hátt um heim fjármála og markaöshyggju. Þjóðverji í Singapore, en hann hefur stundað viðskipti með olíu og silfur, segir: „Þú þarft raunar ekki að hafa gáf- ur á við geimvísindamann til þess að vera í olíuviðskiptum" Þetta minnir á skopmyndina af hinni örvilnuðu konu sem hrópar á digran og vel klæddan bónda sinn: „Hvers vegna ertu ekki gáfaður fyrst þú ert svona rík- ur?“ Skjóttekinn gróði úr tísku? Á níunda áratug aldarinnar spurði enginn hvað til þess þyrfti að raka sam- an peningum, bara ef mönnum ein- hvem veginn tókst það. En nú er skyndilega farið að velta slíku fyrir sér. Ævisögur milljónamæringa og hand- bækur um það hvemig safna skuli auði á skömmum tíma fylltu bókahillumar fyrrum. Þær verða nú að þoka fyrir misjafnlega hvössum gagnrýnum skil- greiningum og efasemdum, bæði fræðilegum og í skáldsagnaformi. ,Afi“ bókanna um það hvar fjármagnshyggj- an fór út af sporinu má vera skáldsaga TVollopes „Líf okkar nú á dögum" (The Way We Live Now). Sagan fjallar um uppbelgdan framkvæmdamann af óljósum miðevrópskum uppruna sem lýkur ævigöngunni með því að fremja sjálfsmorð (kunnugleg örlög?). Hún ætti að geta náð góðri sölu nú! Minn- ingabækur úr fangelsum þar sem fyrr- um stórfiskar í fjármálalífinu rekja leiðina á tindinn og síðan fall sitt ná samstundis hylli lesenda nútímans. Pílagrímsfðr Því er ekki að furða að bók Kennedys hafi gert það gott, en hann hefur farið í nokkurs konar pfiagrímsferð um fjár- málaheiminn f fjölda landa og Wall Street eru gerð skil jafnhliða kauphöll- inni í Casablanca — sem aðeins er opin í hálftíma á dag. Salir þeir í Singapore þar sem verslun með gjaldeyri á sér stað eru líka heimsóttir. Höfundurinn hefur söguna, sem kalla má að sé til- raun til þess að komast að rótum „alls þess illa“, með því að leitast við að skil- greina aðferðir og markmið þeirra sem vinna við peninga. Segja má að þaö komi því ekki á óvart að bókinni lýkur með ýmsum umvöndunarorðum er skjóta stoðum undir tvær gamalkunn- ar — og kannske að nokkru leyti réttar — kenningar um auðsöfnun: A) Hæfi- leikinn til þess að safna peningum byggist ekki á gáfum. B) Peningar og hamingja haldast ekki í hendur. Þegar kreppir að í efnahagslífi víðast um heiminn er búið við að gömin hlakki í fátækum skrifstofumönnum og öðrum smælingjum við að heyra að margt býr misjafnt undir glæstu yfir- borði ríkidæmisins. Af bókinni má nefnilega ráða öðmm þræði að undra- böm fjármálanna séu flest á hraðri leið niður í fen drykkjusýki og einmana- leika og sitji sum á rúmstokknum inni á geðveikrahælum og stari út í bláinn. Stundum er allt þetta saman komið í örlögum sama einstaklingsins. íbúó í Wapping-hverfinu Hér segir frá Stan Gold sem hímir inni í þröngri og niðurníddri íbúð sinni í Wapping-hverfinu í London. Hlaðar af gömlum dagblöðum eru á gólfinu, rúmgarmurinn er ataður ösku úr óþrifalegri arinholu. Hann er að vísu í fötum frá frægum framleiðendum, en þau hefðu fyrir margt löngu þurft á hreinsun að halda. Stan má muna sinn fífil fegri. Hann var sonur strætis- vagnastjóra en vann sig upp með iðni og dugnaði. Loks var hann orðinn framkvæmdastjóri með svimandi há laun. Hann átti bæði Volvo og Jagúar og hafði vinnukonur frá Venesúela. Hann hélt skemmtileg boð til þess að gleðja kunningjana — og Angelu konu sína. En hjónabandsmálin þróuðust ekki á hagstæðan veg. Smám saman varð samband Stan og konu hans jafn- þreytt og gamall „Country and West- em“ slagari, einhver ófullnægjandi gerviheimur sem þau höfðu búið til og héldu að væri hamingjan. Stan þurfti æ oftar að fá sér tvöfaldan Glenfiddichs-viský til þess að hressa sig. Angela reyndi að finna sér útrás í framhjáhaldi með glaumgosa nokkrum sem leit út eins og hann væri sambland af Donovan og fjölbragðaglímumanni. Viskýdrykkjan og álagið í vinnunni leiddi til þess að leiðin niður á við varð hröð. Hann missti Angelu sína og bömin og sömuleiðis húsið og vinn- una. Stan hefur gert sér stöðu sína Ijósa og segir: ,Jæja, ég er staurblankur og hef ekki ráð á viskýdropa og bý að auki í eins herbergis íbúðarkytru. Ég er víst hinn sanni nútímamaður, lifandi dæmi um einfalt og fábrotið líf og allt það bull.“ Blómastúlka með bakpoka Þá er það saga Debbie Shilts, laglegr- ar, amerískrar stúlku sem eftir að hún lauk háskólanámi ferðaðist um með bakpoka og gekk í Friðarsveitir Sam- einuðu þjóðanna þegar blómaboðskap- ur hippanna átti mestu gengi að fagna. Á vegum Friðarsveitanna kenndi hún ensku í Kamerún í Afríku. Að því loknu kenndi hún um tíma í New York, en þrítug ákvað hún að koma vel undir sig fótunum efnalega. Hún fékk starf hjá fjárfestingafyrirtæki og leigði sér fal- lega íbúð. Hún gat verslað í bestu versl- unarhverfunum og gerðist félagi í tennisklúbbi. „Þetta útbólgna sjálfs- traust sem einkenndi níunda áratuginn fékk alla til að halda að þeir nýttu hæfi- leika sína best með því að þéna skjót- tekna peninga," segir hún. „Tilfinn- ingalega fullnægjan átti að vera sú að finna einhvem sem var líka að gera það gott.“ Hún fann þó aldrei verðbréfasala með risatekjur á lausu. Hún situr nú uppi með 52 ára gamlan kennara í þreytulega útlítandi úthverfi. Hún er farin að gerast vinstrisinnuð og er ekki of ánægð í starfinu. Þegar hún lítur um öxl er hún þeirrar skoðunar að hún hefði aldrei átt að skilja bakpokann við sig. Tveir hópar Meðan Stan horfir með söknuði til daganna þegar nóg var um seðlana er Debbie þess fullviss að hún hafi valið ranga braut. Þau eru fulltrúar tvegga hópa sem leggja ólíkt mat á tímabil fjáröflunaræðisins. Annar hópurinn spyr: „Hvers vegna þufti þetta að enda?“ meðan hinn spyr: „Hvers vegna þurfti þetta að byrja?“ Svo er fólk sem sökkti sér á bólakaf í þetta án þess að spyrja neinna spum- inga. „Hér var bara um það að ræða að berast með straumnum," segir Johnno, en hann höndlar með gjaldeyri í Sidn- ey. „Menn spurðu hver annan: Hvemig gekk í dag. Ertu búinn að kanna stöð- una á markaðinum? Er þinn hlutur stærri en minn?" Þetta er að vísu engin sjálfsskoðun í Hamlet-stfl, en grafal- varlegt mál í veröld peninganna. Jerry nokkur Brilliant segir: „Hvað mig snertir þá vita allir sem ég umgengst um hvað þetta snýst: Þú leggur liminn á þér á höggstokkinn á hverjum degi og vonar að ekki verði búið að skilja þig frá honum að kvöldi. Það er vegna þessa sem þeir sem þú starfar fyrir borga þér svona skolli vel. Þeir vita að þú setur sjálfan þig að veði.“ Svikaljómi? En allt er þetta amstur óravegu frá þeim hugmyndum sem margir gerðu sér um að í fjármálaheiminum væri andrúmsloftið svo kumpánlegt og þægilegt, litríkt og heillandi. Bók Kennedys má lesa sem svo að hún fjalli um afleiðingarnar af því er peningaiðn- aðurinn fékk á sig ljóma rokktónleika og kvikmyndafrægðar um 1985. Digrir fjármálaspekúlantar og fólk sem nýlega hafði lokið námi í viðskiptafræðum af ýmsu tagi komst í hátísku. Þótt þeir digru væru betur lagaðir til þess að teikna af þeim skopmyndir, þá voru þeir yngri með allt sitt fum og yf- irspennta óþol meira fráhrindandi. Sál- lækningar og nýaldarspeki er algengt umræðuefni meðal þessa fólks. Tobias Wong ætlar að hætta í bankanum og gefa sig að huglækningum. Neil ætlar líka að hætta og langar að gerast sér- fræðingur í nuddi og afslöppunartækni — „eitthvað svoleiðis". Það kemur vel fram í bókinni að flest það fólk sem fæst við að búa til peninga iðar í skinn- inu að hætta og fara að fást við „eitt- hvað svoleiðis". Það fæst þó ekki út- skýrt í bókinni hvað veldur því að mönnum finnast „eitthvað svoleiðis" vera ærlegra og gagnlegra en það eitt að framleiða peninga. Langar að gerast „skepna“ Alþekkt er sú gagnrýni marxista á kap- ítalismann að hann valdi því að mann- leg samskipti fari að byggjast á gagn- kvæmum hagsmunum einum og að því stærri hluti sem beinharðir peningar verði af lífi manna, því ómanneskju- legri verði einstaklingarnir. Oft er það að sjá af bókinni ,Á hlaupum eftir Mammoni" að talsvert sé til í þessu. Nær allir þeir sem Kennedy ræðir við eru komnir í verstu ógöngur eða þá hrein skrímsli og ruddar. Ófyrirleitnin er svo svellköld að við liggur að það nálgist hetjuskap á köflum. Hver dáist ekki að Laszio, ungum ungverskum viðskiptafræðingi sem vinnur sem Ijósamaður við óperuna í Búdapest. Hann dreymir um að vera á réttum stað og tíma þegar hið mikla fjáraflatækifæri hans kemur. Hann seg- ir Kennedy hve hrifinn hann hafi orðið af kvikmyndinni Wall Street: „Boðskap- urinn í myndinni var mjög einfaldur. Ef þú ætlar þér að vinna í fjármálalífinu þá verður þú að vera skepna. Ég álít að þetta sé alveg rökrétt. Ef ég fengi vinnu á nýja verðbréfamarkaðinum hérna, þá mundi ég leggja mig allan fram um að verða skepna ... Það er mitt markmið — að verða mikilsháttar, ungverskur verðbréfasali og skepna. Er ekki ágætt að keppa að því — ha?“ (Þýtt úr Sunday Times)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.