Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Askriftarsími Tímans er 686300 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Oðruvísl bílasala BjLAR * HJÓL * BATAR • VARA- HLiíTIR. WNDMJÁ OKKUR ■ BlLL HJÁ ÞÉR SÍMI 679225 "JO HOGG- i DEYFAR Verslió hjá fagmÖRnum varahluti LtL Hamarsböfða 1 - s. 67-6' i TVÖFALDUR1. vinningur Tíminn LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1992 Nefnd ráðuneytismanna með arð af sölu ríkisfyrirtækja: Fé Rannsóknasjóðs aukið til örvunar nýsköpun Að tillögu menntamálaráðherra ákvað ríkisstjórnin í júnímán- uði sl. að fela fulitrúum nokk- urra ráðuneyta að gera tillögur um málefni Rannsóknasjóðs. Ólafur Davíðsson, ráðuneytis- stjóri í forsætisráðuneyti, var formaður nefndarinnar og hann segir að niðurstaðan hafi orðið sú að gera tillögu um að árlegt framlag til Rannsóknasjóðs hækki í tvö hundruð milljónir kr. á næstu tveimur árum, en það var á þessu ári um 110 milljónir kr. Tillögur nefndar- innar voru kynntar ríkisstjórn- inni í gær. Ólafur Davíðsson segir að helstu rökin fyrir þessu séu að starfsemi sjóðsins sé í nokkuð föstum skorð- um. Næg vænleg verkefni virðast vera fyrir hendi. Styrkir úr sjóðnum koma að góðum notum við undirbúning frekari þátt- töku íslendinga í alþjóðlegum rann- sóknaáætlunum. Nú sé verið að ganga inn í mjög víðtækt rannsókna- samstarf í Evrópu, þannig að þetta styrki okkar fyrirtæki og rannsókna- stoftianir til að taka þátt í því sam- starfi. Þá er talið að þetta sé mikilvæg að- ferð til að örva nýsköpun í atvinnulífi og ríksstjómin geti með þessu lagt áherslu á það markmið. Hins vegar sé þetta aðeins lítill hluti af því opinbera fé sem varið er til rannsókna og vís- indastarfsemi og ekki er tekin afstaða til heildarstærðar í því dæmi. Áfram verði fjallað um framlög til vísinda- starfsemi í Háskólanum eða til rann- sóknastofnana á sínum vettvangi. í gangi er á vegum OECD úttekt á vísinda- og rannsóknastarfsemi á ís- landi og sú stofnun mun væntanlega gera tillögur um skipulag þessara mála, þannig að ekki sé tímabært að fjalla um þetta í víðtækara sambandi en þama er gert nú. Rannsóknasjóður var settur á lagg- imar 1985 og heldur hefur dregið úr íramlögum til hans úr ríkissjóði und- anfarin ár. Vilhjámur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins, fagnar því að lagt sé til að framlög til sjóðsins verði aukin. Hann segir að að Rannsóknaráð hafi fengið sívaxandi fjölda umsókna og æ áhugaverðari viðfangsefni, en minni peninga úr að spila. Menn hafi kvart- að yfir því að það vanti eitthvað nýtt Almenningsvagnar bs. hefja fólksflutninga í dag: SAMGONGUR SAMRÆMDAR Fyrirtækið Almenningsvagnar bs. hefur fólksflutninga á morgun um Bessastaðahrepp, Carðabæ, Hafn- aijörð, Kjalameshrepp, Kópavog og Mosfellsbæ. Aksturinn er í höndum fyrirtækjanna Hagvagnar hf. og Meiriháttar hf. „Með þessu kerfi samræmum við almenningssamgöngur á svæðinu sem auðveldar fólki að ferðast á milli aðildarsveitarfélaga Almenn- ingsvagna," segir Örn Karlsson, for- svarsmaður fyrirtækisins. Þrír aðilar óku áður um þessi svæði og vom leiðakerfi þeirra ekki sam- ræmd sem torveldaði fólki að skipta á milli vagna frá fyrirtækjunum. En nú er einnig unnið að því að sam- ræma leiðakeríi Almenningsvagna leiðum vagna SVR. „Við ökum á allar aðalskiptistöðvar SVR, þ.e.a.s. Mjódd, Grensás, Hlemm og Lækjargötu," segir örn. „Síðan er það markmið okkar að samræma leiðakerfin enn betur í framtíðinni." 21 vagn verður í akstri í einu og ek- ur hver á 20 mínútna fresti á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, sem og á innanbæjarleiðum í Hafnar- firði, Garðabæ og Kópavogi frá kl. 7:00 til 19:00. Þá verður ekið á hálf- tíma fresti um kvöld og helgar. Minni tíðni verður á akstri í Mos- fellsbæ eða á 30 mínútna fresti og klukkutíma fresti um kvöld og helg- ar. Leiðirnar eru alls 16 talsins. Fyrsti vagninn rennur úr hlaði kl. 6:20 á laugardagsmorgun frá skipti- stöðinni við Fjarðargötu í Hafnar- firði og verður boðið upp á ókeypis ferðir með vögnunum um helgina. Fargjöld Almenningsvagna verða annars þau sömu og hjá SVR fyrir utan staka barnafargjaldið. Stjórn fyrirtækisins þótti rétt að miða við 50% af fargjaldið fyrir fullorðna og nemur það því 50 kr. en hjá SVR er það 25%. Fargjöldin eru að hækka og frá og með 15. ágúst verða einstök fargjöld fyrir fúllorðna á 100 kr., farmiða- spjöld með 5 miðum á 500 kr., far- miðaspjöld með 10 miðum á 900 kr. Öldruðum og fötluðum gefst kostur á að kaupa kort með 20 miðum á 500 kr. Einnig verður hægt að nota Græna kortið á leiðum Almennings- vagna en það kostar 2.900 kr. Hægt verður þó að kaupa það á 2.000 kr. til 15. sept. og nýsköpun, en hafi svo minnkað peninga til sjóðsins. Þá hafi fengist þær fréttir að menn ætluðu að nota fé af sölu ríkisfyrir- tækja að einhverju leyti í þetta líka og það væri geysilega mikilvægt, það hefði vantað upp á að hægt hafi verið að fylgja eftir málum yfir á fram- kvæmdasviðið. Ólafur Davíðsson staðfestir að ríkis- stjómin hyggst nota hluta af fé úr sölu ríkisfyrirtækja til að auka ný- sköpun. Hann segir að nú sé unnið að tillögum um hvemig þeim málum verði hagað. -BS Hafnardagur í Reykjavíkurhöfninni gömlu: Fisksölutorg, furðu- fiskar og teygjustökk Hafnardagurinn undirbúinn í hausthryssingnum í gær. Tímamynd Árni Bjama Hafnardagur verður haldinn í Reykjavíkurhöfn í dag í tilefni 75 ára aftnælis hafnarinnar og verður dag- skrá dagsins afar IjölbreytL í júní var haldinn hafríardagur í Sundahöfn af tilefni afmælisins en nú er komið að sjálfri Reykjavíkurhöfn sem er fiski- og þjónustuhöfn. „Við leggjum áherslu á að reyna að hjálpa atvinnulífinu enda erum við tengdir því. Hér verður því stóreflis sjávarútvegssýning, sem 40 fyrirtæki taka þátt í,“ segir Ágúst Ágústsson, forsvarsmaður hátíðarinnar. Fisksölutorg verður á hafriarbakkan- um þar sem mikið úrval af ferskum fiski verður í boði en einnig saltfiskur, lýsi og söl. Veitingahúsin Jónatan Li- vingston mávur, Gullni haninn, Hótel Holt og Við Tjömina ætla að koma upp sameiginlegu veitingarhúsi með sérrétti úr sjávarfangi. Einnig bjóða olíufélögin fólki að skoða fyrirtækin sín og verða með fríar veitingar. Hægt er að taka þátt í siglingakeppni Brokeyjar, dorgkeppni og getraun um fyrirtækin á hafnarsvæðinu, þar sem 1. verðlaun em ferð fyrir tvo til ír- lands. „Boðið verður upp á furðufiskasýn- ingu sem er á vegum Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. 20-30 teg- undir verða sýndar, sem hægt verður að kaupa á fiskmarkaðstorginu," seg- irÁgúst. Ef veður leyfir verður sjóskottuleiga á staðnum og þeir sem þykjast hafa prófað allt geta reynt teygjustökk en það er að sjálfsögðu einnig komið undir veðri. Dagskránni lýkur kl. 17:00. —GKG. Verðlaunakrossgáta Tímans: „Ég hlakka til aö grllla um helg- Ina,“ sagði Erla Alfreðsdóttir, Brckkutúni 10 í Kópavogi, en hún hrepptl vandað gasgrill frá Olfufélaginu hf. sem var vinning- ur í verðlaunakrossgátu Tímans er birtist laugardaginn 25. júlí sl. Gcysilegur fjöldi fóiks glímdi vlð verðlaunakrossgátuna, en lausn- arorð hennar voru „ostur er velslukosturí*. Erla Alfreösdóttír og dóttir hennar Berglind Ásgeirsdóttir taka viö vönduöu gasgrilli frá Esso búöinni. Grillið varvinn- Ingur í verölaunakrossgátu Tímans 25. júli sl. Stefán Ás- grfmsson fréttastjóri Tímans afhenti mæögunum vinning- ínn. Timamynd PJetur —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.