Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 15. ágúst 1992 Hi ÍÞRÓTTIR f Samskipadeildin: Staðan Akranes.. ..13 93 125-1330 Þór ..13 74 2 18-8 25 KR ...13 733 22-13 24 Valur ...13 64 323-1422 Fram ...13 6 1 620-18 19 FH ...13 454 19-21 17 Víkingur ...13 44 5 19-20 16 KA ...13 247 14-25 10 UBK ...13 238 8-19 9 ÍBV ...13 2 1 10 13-30 7 2. deild Fylkir ...13 10 1 2 29-12 31 Keflavík . ..12 83 125-11 27 Þróttur .. ...13 7 1 522-21 22 Grindavík .13 6 2 5 24-19 20 Leiftur ... ...13 53 523-16 18 Stjarnan ...13 44 5 18-16 16 ÍR ...13 35 5 14-21 14 BÍ ...12 34 5 16-2513 Víðir ...13 256 12-1811 Selfoss ... ...13 04 8 12-36 4 -PS Frjálsíþróttakonan Katrin Krabbe og félagi hennar Grit Breuer féllu báðar á lyfjaprófi: Krabbe á yfir höfði sér fjögurra ára bann Tvöfaldur heimsmeistari og silf- urhafi á heimsmeistaramóti, þýska hlaupakonan Katrin Krabbe, féll á lyfjaprófi, ásamt Grit Breuer, en sýni voru tekin á æfingu fyrir mánuði síðan. Krabbe á yfir höfði sér fjögurra ára keppnisbann vegna málsins, en eins og kunnugt er slapp Krabbe við keppnisbann fyrir um sj'ö vikum vegna tæknilegs galia við framkvæmd lyfjaprófs, en þá fundust ólögleg lyf í líkama Krabbe. Þegar tekið er lyfjapróf eru tekin tvö þvagsýni og þau rannsökuð í hvort í sínu lagi, en til að hægt sé að gera ráðstafanir verða bæði sýnin að innihalda ólögleg lyf. Það var raunin með sýnin úr Krabbe. Sýnin inni- héldu lyfið Clenbuterol, sem er ana- bólískir sterar. „Hvíta vonin" eins og hún hefur verið kölluð varð heimsfræg á einni nóttu þegar hún sigraði í 100, 200 og 4x100 metra boðhlaupi á móti í Split og ekki lækkaði stjarna hennar þegar hún vann gullið á HM í fyrra í 100 og 200 metra hlaupum og einn- ig vann hún silfur í 400 metra hlaupi. Eftir það hefur hún verið eft- irsótt af auglýsendum og hún hefúr gert hvern risasamningin á fætur öðrum, en nú er komð annað hljóð í strokkinn. Þýskur almenningur leggur fæð á hana eftir það sem á undan er gengið og hún er kölluð „Nornin að austan", en hún er frá fyrrum A-Þýskalaridi. Stjórn þýska frjálsíþróttasambandsins kemur saman fljótlega til að kveða upp úr- skurð um lágmarksrefsingu til handa Krabbe og Breuer, sem er fjögurra ára keppnisbann. Síðan er úrskurður sendur Alþjóða frjáls- íþróttasambandinu sem tilkynnir bannið á alþjóðavettvangi. -PS Enska knattspyrnan: Southampton sektað fyrir grófan leik Ekki er enn Ijóst hvort Napólí gengur að kröfum Maradona, sem hann setur fyrir að koma og leika með liðinu á komandi keppnistímabili: Eru kröfur Maradona of miklar fyrir Napólí? Enska knattspyrnusambandið hef- ur ákveðið að sekta úrvalsdeildarlið Southampton vegna fjölda gulra og rauðra spjalda á síðasta keppnis- tímabili, en eins og sjá mátti á síðum Tímans nú fyrr í vikunni var liðið langefst á lista yfir gulu og rauðu spjöldin. Sektin nemur 20 þús. pundum, sem jafngildir um tveimur milljónum íslenskra króna. Að vísu er greiðslan bundin „skilorði" og fellur niður ef ástandið hjá liðinu batnar, en ef leikmenn halda áfram því sem þeir voru að gera á síðasta ári, þ.e.a.s. leika grófan leik, þá gjaldfellur greiðslan. Framkvæmda- stjóri liðsins hefur lofað því að liðið taki sig saman í andlitinu hvað þetta varöar og sagði að hann og strákam- ir í liðinu myndu vonandi læra af þessum dómi knattspyrnusam- bandsins. -PS/reuter Ekki hefur enn verið tilkynnt hvort Napólí hyggst taka tilboði Maradona um að koma og klára samning sinn við félagið, en eitt ár er eftir af samningnum. Diego Maradona hef- ur sett ýmis skilyrði lyrir endur- komu og herma heimildir Reuter fréttastofunar að sumar þeirra séu félaginu ekki aðgengilegar. Marad- ona sækist eftir níu milljónum doll- ara fyrir að koma aftur. Þau skilyrði sem félagið hefur get- að sætt sig við eru að kempan fengi stórt einbýlishús fyrir utan bæinn, hann fengi að æfa einn síns liðs og ennfremur fengi hann að velja þá leiki sem hann leikur. Það sem stendur helst í forráðamönnum Na- pólí er sú krafa að Maradona fái að fara af og til til Argentínu á meðan á tímabilinu stendur og dvelja þar í nokkurn tíma í senn til að halda áfram þeirri meðferð sem hann er í vegna misnotkunar fíkniefna. Þá þykir sú peningaupphæð sem hann fer fram á í það mesta og vill félagið halda við samning þann sem gerður var upphaflega. Ekki er talið líklegt að félagið gefi svar strax, en þó er talið að afstaða þess liggi fyrir fljótlega og að forráð- menn þess óski fljótlega samninga- viðræðna við Maradona og umboðs- menn hans. Tálið er að Maradona hætti alveg knattspyrnuiðkun ef Na- pólí gengur ekki að kröfúm hans um að leika með liðinu. Enska knattspyrnan: Keegan sektaður og Dalglish áminntur Fyrrum Liverpool leikmennirnir og núverandi framkvæmdastjórar Black- burn og Newcastle eiga í útistöðum við enska knattspyrnusambandið vegna ummæla þeirra um dómara eft- ir leiki félaganna á síðasta ári. Keegan var sektaður um eitt þúsund sterlings- pund, sem svarar til um rúmlega eitt hundrað þúsunda íslenskra króna, vegna ummæla hans í blöðum um dómara í leik Newcastle og Derby á síðasta keppnistímabili. Sömuleiðis var Terry McDermott sektaður um 250 pund, eða 25 þús íslenskar krónur vegna svipaðs máls. Kenny Dalglish slapp hins vegar með áminningu vegna ummæla um dóma í leik Blackuburn Rovers á heimavelli gegn Wolves. Tálsmaður enska knatt- spyrnusambandsins sagði eftir fund þar sem þetta var ákveðið, að sam- bandið myndi ekki hika við að beita sektarákvæðum ef svipuð atvik kæmu upp aftur -PS/reuter Enska knattspyrnan: Framlína Blackburn er ein sú dýrasta Nýliðarnir í efstu deild ensku knatt- spyrnunnar, sem nú heitir Úrvals- deild, Blackburn Rovers, teflir fram einni af dýrustu framlínu í deildinni enda hefur Kenny Dalglish ekki haldið fast utan budduna. Hann hef- ur nú nýverið keypt tvo leikmenn, þá Stuart Ripley frá Middlesbro fyrir um 115 milljónir króna og Alan She- arer fyrir um 380 milljónir króna. Fyrir var Mike Newell sem kostaði 115 milljónir króna og verðmæti þessara þriggja leikmanna sem leika í framlínunni er því rúmlega 600 milljónir króna og er án efa ein sú dýrasta í deildinni. -PS Stuart Ripley. Knattspyrna: Jean-Pierre Papin þriðji dýrasti leikmaðurinn Sala Jean Pierre Papin frá Mar- seille til AC Milan var sú þriðja stærsta í sögunni, en söluverð hans nam um 1.040 milljörðum króna. Það eru aðeins sölurnar á þeim Gi- anluigi Lentini, sem seldur var frá Torino til AC Milan, og Gianluca Vi- alli, sem seldur var frá Sampdoria til Juventus. AC Milan varð að punga út sem nemur 1.350 milljónum króna og Juventus varð að greiða 1.250. AC Milan hefur því greitt um 2.400 milljónir íslenskra króna fyrir þá Papin og Lentini. Dýrasti Bretinn er David Platt, en Juventus greiddi um 676 milljónir króna fyrir kapp- ann. -PS Jean-Pierre Papin. Mikið annríki hjá íslenskum knattspyrnudómurum á erlendri grund í september: Tólf íslenskir dómarar erlendis sama daginn Það verður nóg að gera hjá ís- lenskum dómurum á erlendum vettvangi í september, en alls eru sextán dómarastörf í fjórum lönd- um sem falla íslenskum dómur- um í skaut. Af þessum sextán stðrfum eru tólf þeirra á sama tíma, þann 30 september. Eyjólfur ólafsson dæmir leik Porto og US Luxemburg og með honum verða á iínunni þeir Ari Þórðarson og Kári Gunnlaugs- son, en einnig verður Sæmundur Víglundsson með í för sem fjórði maður og varadómari. Gylfi Orra- son dæmir leik Derry City og Vlt- esse Arnheim sem fram fer í London Derry í Belfast og með honum verða þeir Ólafur Ragn- arsson og Pjetur Sigurðsson, en Bragi Bergmann verður fiórði maður og varadómari. Guðmund- ur Stefán Maríasson dæmir sinn fyrsta ieik sem alþjóðlegur dóm- ari, en hann dæmir leik Spora Luxemburg og Sheff.Wednesday og með honum fara þeir Gísli Guðmundsson og Gísli Björg- vinsson, en Egill Már Markússon fer sem Qórði maður og varadóm- ari. Aliir þesslr leitór fara fram þann 30. september og eru seinni leikir i fyrstu umferð í evrópu- keppninni í knattspymu. Að auki var Bragi Bergmann til- nefndur af UEFA tii að dæma leik Noregs og San Marínó U-21 árs sem fram fer þann 8. september. Þeir félagar verða einnig fjórir á ferð, en auk Braga fara þeir EgUI Már Markússon og Gísli Guð- mundsson sem línuverðir og Gylfi Orrason sem fjórði maður og varadómari. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.