Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 19

Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 15. ágúst 1992 Tíminn 19 AKUREYRI Vantar réttinda kennara 11.8. — Enginn kennari með full kennsluréttindi hefur sótt um tvær stöður ,í dönsku og stærðfræði við Menntaskólann á Akueyri. Fram- lengdur umsóknarfrestur rann út í gær og segir Tryggvi Gíslason skóla- meistari MAað því megi búastvið að ekki verði unnt að sinna allri þeirri kennslu sem tilskilin sé í þessum greinum. Nú er unnið að undirbúningi stundaskrár fyrir skólaárið sem hefst þann 15. september nk. í skólaslitaræðu sinni á þjóðhátíðar- daginn sagði skólameistari að ekki yrðu ráðnir réttindalausir kennarar að MA næsta skólaár. „Meginástæðan fyrir því að ekki fást kennarar með full réttindi er lé- leg kjör kennara," segir TVyggvi Gíslason í samtali við Dag. Urriði át mús! Músin komin úr kviöi urriöans. (Mynd GG) „Helv ... kötturinn étur allt“ var haft eftir Bakkabræðrum, en skyldi það sama gilda um urriða? Einar Ingi Einarsson var við veiðar í Eyja- fjarðará fyrri föstudag og fékk tvo urriða og 17 bleikjur. Við vestustu brúna yfir Eyjafjarðará fékk hann annan urriðann, 1,5 punda, og var hann miklu gráðugri en hinn. Þegar gert var síðan að fiskinum kom í ljós að urriðinn hafði gleypt heila mús sem ekki virtist vera farin að meltast. Hvernig leiðir urriðans og músarinnar hafa Iegið saman er sjálfsaagt ærið rannsóknarefni. Gistiiými að þrjóta 11.8.— Útlit er fyrir að á fjórða hundrað manns muni taka þátt í ferðkaupstefnu Vest Norden sem haldin verður á Akureyri dagana 23.- 26. september nk. Hér er bæði um seljendur og kaupendur að ræða, en fyrirtækin sem selja verða rúmlega hundrað að tölu. „Við erum að sprengja allt gisti- rými í bænum utan af þessu“, sagði Sigríður Þrúður Stefáns- dóttir sem sæti á í undirbúning- nefnd kaupstefnunnar. Þegar er að verða uppbókað á hótelunum fjór- um í bænum og reiknar hún með að öll gistiheimilin verði líka not- uð. Hún segir að kaupstefnan verði að líkindum sú stærsta sem haldin hefur verið til þessa og jafn- framt er þetta í fyrsta skipti sem hún er haldin utan höfuðborgar hvers lands. Eins og staðan er í dag hafa 80 ís- lensk fyrirtæki tilkynnt þáttöku, 9 færeysk og 22 grænlensk. Starfs- fólk þessara fyrirtækja mun telja um 190 manns, en um 140 kaup- endur frá Evrópu, Ameríku og Jap- an hafa tilkynnt komu sína. Undir- búningur kaupstefnunnar gengur vel, þó enn sé eftir að hnýta nokkra lausa enda. Suwikiwka Byggöasafniö í Skógum. Byggt við saftiið í Skóg- um Hluti nýbyggingarinnar við byggða- safnið í Skógum hefur nú verið tek- inn í notkun. Áraskipið Pétursey hef- ur verið flutt í aðalsal nýbyggingar- innar og þar stendur nú yfir sumar- sýning, en í framtíðinni er ráðgertað aðlasalurinn verði helgaður minjum frá sókn Rangæinga og V-Skaftfell- inga til sjávar og sveita. Nýbyggingin, sem alls er um 750 fermetrar að stærð á þremur hæð- um, er tengd eldri safnbyggingunni með glerhýsi sem gefur safninu skemmtilega möguleika hvað varðar birtu og form. Nýbyggingin er að mestu kostuð af héraðsnefndum Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu, en einnig Ieggur safnið til á þriðju milljón króna og ríkið „lítið eitt“, eins og Þórður Tómasson safnvörður komst að orði í samtali við Sunn- lenska. Þórður sagði að aðsókn að safninu væri mjög góð nú yfir sumarmánuð- ina og að fjöldi gesta komist iðulega í 700-800 á dag. Safnið er opið dag- lega frá kl. 9-19 yfir sumartímann. Símsvari lög- reglu vegna afbrota Lögreglan í Ámessýslu hefúr nú tekið í notkun símsvara þar sem tek- ið er á móti ábendingum um afbrot. Fólk sem af einhverjum ástæðum getur ekki gefið upp nafn sitt getur á þennan hátt komið á framfæri upp- lýsingum um alvarleg brot, svo sem fikniefnadreifingu eða notkun. Símsvarann fékk lögreglan að gjöf frá Rauðakrossdeildinni í Árnes- sýslu, en reynslan af slíkum tækjum hefur verið allgóð. Nafnlausar upp- hringingar hafa jafnvel leitt til þess að upplýst hefur verið um alvarlega glæpi. Númerið í símsvaranum er 22444. Láttu TÍMANN ekki fljúga frá þér Áskriftarsími TÍMANS mTFlRM ÍSAFJÖRÐUR Mikið af er- lendu verka- fólki á Tálknafirði 7.8.— Atvinnuástand á Tálknafirði er gott að sögn Brynjólfs Gíslasonar sveitarstjóra. Mikið af aðkomufólki starfar við fiskvinnslu, bæði innlent og erlent verkafólk. í sumar hefur verið mikið Iíf við höfnina, því handfærabátar hafa fiskað ágætlega. Mikill fjöldi að- komubáta landar afla sínum á Tálknafirði, ýmist í fiskvinnslufyrir- tækin eða á Fiskmarkað Tálknafjarð- ar. „Hér er óhemju mikið af erlendu verkafólki, en heldur fleiri íslend- ingar eru hér við fiskvinnslu. Ef eitt- hvað er þá vantar frekar fólk í vinnu. En hvað atvinnuástandið varðar þá er það gott í dag,“ sagði Brynjólfrir Gíslason sveitarsjóri. Hjónin Hannes Friöriksson og Þórunn Helga Sveinbjörnsdóttir veitingamenn á Bíldudal. Gistiheimili á Bíldudal 7.8. — Nýtt gistiheimili hefúr verið tekið í notkun á Bíldudal. Það eru hjónin Þórunn Helga Sveinbjörns- dóttir og Hannes Friðriksson sem reka gistiheililið, en þau eiga og reka einnig veitingahúsið Vegamót á Bíldudal. VÉLBODA rafgirðingar GRAND spennugjafar i miklu úrvali, á mjög góðu verði, 220 v. -12 v. - 9 v. ásamt öllu efni til rafgirðinga. Hafið samband við sölumenn okkar í síma 91-651800. VÉLBOÐIhk Hvaleyrarbraut 2 220 Hafnarfjörður Sfmi 91-651800 Gistiheimilið er með fjórum stórum herbergjum, sturtu og baði og setu- stofu með sjónvarpi. Rúm eru fyrir átta manns, en hægt að bæta við dýn- um í svefnpokapláss ef óskað er. Stór- ar svalir fylgja íbúðinni með útsýni yfir höfnina. f tengslum við gisting- una er boðið upp á morgunmat, heimilismat, kaffi og grillmat á veit- ingahúsinu Vegamótum, sem er fyrir ofan gistiheimilið. Sundlaugin kostaði 15 milljoniir 7.8.— Sundlaugin á Suðureyri er nú fullfrágengin með öllu tilheyrandi. í tilefni af því var efht til fjölskylduhá- tíðar við sundlaugina (og i henni) þann 8. ágúst sl. og laugin opnuð með hátíðlegri athöfn. Framkvæmd- ir við sundlaugina hófust sl. haust. Aðallaugin sem er 8x16,67 metrar var tekin í notkun í byrjun febrúar. Auk hennar er barnalaug sem er 4x8 metrar að stærð, nuddpottur og heit- ur pottur. Allt þetta og svæðið í kring er nú fullfrágengið. Heildarkostnað- ur er um 15 milljónir króna. rWI'm^l.EHTTEl ÓgnareAII Myndin sem er að gera allt vitlaust. Sýnd kl. 5, 9 og 11.30 Stranglega bönnuð innan 16 ára Loststl Hrikalega fyndin og góð mynd. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Bönnuð innan 14 ára Freejack Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Bönnuð innan 16 ára Homo Faber 33. sýningarvika Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Léttlynda Rósa Sýndkl. 5, 7, 9og11 Frumsýnir trytlinn Ástrfðuglæplr Sean Young og Patrick Bergin I einum mest eggjandi trylli ársins. Hann nær algjöru valdi á fómariömbum slnum. Hann er draumsýn allra kvenna. Hann er martröð hverrar konu. Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05 Bönnuð innan 16 ára Grin- og spennumyndin Fallnn fjársjóður Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05 Gamanmyndin „Bara þú“ Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Grelólnn, úrlA og stórflskurlnn Sýnd kl. 5 og 7 Veröld Waynes Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 RefskAk Sýnd kl. 9 og 11.05 Bönnuð innan 16 ára Stelktlr grænlr tómatar Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 LAUGARAS= = Sfmi32075 Frumsýnir Beethoven Sinfónla af gríni, spennu og vandræðum Sýnd f A-sal kl. 5, 7, 9 og 11 Miðaverð kr. 450 á allar sýningar, alla daga Töfralæknlrlnn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Miðaverð kr.300 kl 5 og 7. Stopp eöa mamma hleyplr af Sýnd I B-sal kl. 5, 7, 9 og 11 Miðaverð kr.300 kl 5 og 7. ■ 6575 Lárétt 1) Þjóðhöfðingjar 5) Illæri 7) Föður- faðir 9) Liðinn dagur 11) Horfa 12) Svik 13) Óhreinka 15) Útsær 16) Húsdýra 18) Partar Lóðrétt 1) Ákærir 2) Biblíumaður 3) Líta 4) Öskur 6) Klókur 8) Fum 10) Spúa 14) Keyra 15) Tog 17) Sepa Ráðning á gátu nr. 6574 Lárétt 1) Lagleg 5) Rit 7) Mjó 9) Asi 11) Pó 12) 01 13) Alt 15) Lap 16) Ósa 18) Glásin Lóörétt 1) Lampar 2) Gró 3) LI 4) Eta 6) Vilpan 8) Jól 10) Sóa 14) Tól 15) Las 17) Sá Gengisskránini [ 14. ágúst 1992 kl.9.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar ....54,010 54,170 Sterílngspund ..104,201 104,510 Kanadadollar ....45,274 45,408 Dönsk króna ....9,5911 9,6195 Norsk króna ....9,3776 9,4053 Sænsk króna ..10,1593 10,1894 Finnskt mark ..13,4739 13,5138 Franskur frankl ..10,9058 10,9381 Belgfskur franki ....1,7951 1,8004 Svlssneskur frankl. ..41,1035 41,2253 Hollenskt gyllini ..32,8079 32,9051 Þýskt mark TtT1T, ..36,9919 37,1015 0,04880 ítölsk llra ..0,04865 Austurrfskur sch.... ....5,2513 5,2669 Portúg. escudo ....0,4314 0,4326 Spánskur peseti ....0,5769 0,5786 Japanskt yen ..0,42802 0,42929 írskt pund ....98,150 98,440 78,6803 Sérst. dráttarr. ..78,4479 ECU-Evrópumynt... ..75,2170 75,4399 Almannatryggingar, helstu bótaflokkar 1. júll 1992 Mánaöargrelötlur Elli/örorkullfeyrir (grunnllfeyrir).........12.329 1/2 hjónallfeyrir...........................11.096 Full tekjutrygging ellillfeyrisþega.........29.036 Full tekjutrygging örorkiilfeyrisþega.......29.850 Heimiisuppbót................................9.870 Sérstök heimiisuppbót........................6.789 Bamallfeyrirv/1 bams.........................7.551 Meölag v/1 bams..............................7.551 Mæöralaun/feöralaun v/lbams..................4.732 Mæöralaun/feöralaun v/2ja bama..............12.398 Mæöralaun/feöralaun v/3ja bama eöa fleiri ....21.991 Ekkjubætur/ekkisbætur 6 mánaöa ...........„.15.448 Ekkjubætur/ekkisbætur 12 mánaöa.............11.583 Fullur ekkjullfeyrir.........................12329 Dánarbætur 18 ár (v/slysa)...........„.15.448 Fæöingarstyrkur........................... 25.090 Vasapeningar vistmanna.................... 10.170 Vasapeningar v/sjukratrygginga..............10.170 Daggrelöslur Fullir fæöingardagpeningar...............„.. 1.052 Sjúkradagpeningar einstaklings..............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert bam á framfæri 142.80 Slysadagpeningar einstaklings...............665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert bam á framfæri 142.80 28% tekjutryggingarauki, sem greiöist aöeins I júli. er inni I upphæöum tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimlisuppbótar. BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIE). MUNIft ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.