Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. ágúst 1992 Tíminn 5 Jón Kristjánsson skrifar Við upphaf sumarþings Sumri er nú farið að halla. Þetta hefur ver- ið heitt sumar í stjómmálum, hvað sem veð- urfarinu líður. Það hefur engin gúrkutíð ver- ið í fréttum af þeim vettvangi. Alþingi mun hefja störf á mánudaginn eftir hlé á reglulegum þingstörfum í sumar. Nefndir þingsins hafa þó verið að störfum, þar sem þær hafa nú umboð milli þinga, eft- ir nýjum þingsköpum. Formlega situr Al- þingi að störfum og það er hægt að kalla það saman með litlum fyrirvara. Annríkí og átök Það þing sem hefur störf nú eftir helgina fær ærinn starfa í hendur. Tilgangurinn með sumarþinginu er að ræða EES-samninginn. Það er í samræmi við samkomulag sem gert var um þau vinnubrögð síðastliðið vor. Það samkomulag gerði ráð fyrir að nefndir ynnu við fylgifrumvörp í sumar og fyrsta umræða um málið hefjist þegar þing kemur saman. Ekki verður betur séð en að þetta mál sé allt í uppnámi. Veigamestu þættir þess eru óút- kljáðir. Tvíhliða samningur um sjávarút- vegsmál liggur ekki fyrir, en hann og fram- kvæmd hans eru svo mikilvægir hlutir máls- ins að umræðan er út í högg án þess að þetta mál sé frágengið. Bullandi ágreiningur er meðal fræðimanna um hvort samningurinn brýtur í bága við stjómarskrá íslenska lýðveldisins. Þing- menn geta ekki látið þennan ágreining sem vind um eyru þjóta. Þeir hafa svarið þess eið að virða stjórnarskrána. Mikilvæg fylgifrumvörp um eignarrétt lands og auðlinda liggja ekki fyrir og sá þátt- ur er algjörlega óljós. Með illu eða góðu Eins og stendur er útlit á því að stjómar- flokkamir ætli að keyra EES-samninginn í gegnum þingið og hlusta ekkert á gagnrýni á stjómarskrármálið eða annað. Kratar, und- ir forystu Jóns Baldvins, hafa lagt allt undir í málinu og ljóst er að Jón mun leggja mjög ríka áherslu á það við Davíð Oddsson að hann tryggi málinu framgang í Sjálfstæðis- flokknum refjalaust. Ljóst er að umræður fara fram um það í fullri alvöm milli stjóm- arflokkanna að koma Eyjólfi Konráð Jóns- syni úr stóli formanns utanríkismálanefndar og fá þar harðlínumann í Evrópumálum í staðinn. Ekki er ólíklegt að kratamir vilji koma Karli Steinari í stólinn því hann er sá sem lengst hefur gengið í yfirlýsingum um Evrópumál af þingmönnum flokksins og er reiðubúinn að ganga í EB. Ég hef unnið undir stjórn Eyjólfs Konráðs í þingnefndum og þekki því til starfa hans á þeim vettvangi. Eyjólfur er ákafamaður, en hann leggur sig fram um að gæta réttar minnihlutans og afla þeirra upplýsinga sem um er beðið. Ég hef enga trú á því að hann hefði tafið fram- gang þessa máls fram yfir það sem eðlileg upp- lýsingaöflun og umræða hefði krafist. Ljóst er að stjórnarliðar vilja skipta um formann utan- ríkismálanefndar til þess að vera viðbúnir átökum og vaða yfir minnihlutann og afgreiða málið með valdi úr nefnd ef þurfa þykir. Til slíkra verka er Eyjólfur áreiðanlega ófús. Hins vegar veit ég ekki betur en að hann hafí haldið fundi baki brotnu í utanrík- isnefnd og störf þar hafi verið með fullkom- lega eðlilegum hætti. Staða atvinnuveganna Hins vegar er það margt fleira en EES-sam- ingurinn sem þarf að koma til kasta Alþing- is. Þar ber hæst stöðuna í atvinnumálum og gildir þar einu hvort um er að ræða sjávarút- veg eða landbúnað. Satt að segja eru engin dæmi þess að ríkisstjórn hafi á síðari árum mætt til þings með málin í svo fullkomnu uppnámi sem þessi. Atvinnuleysi er hraðvax- andi og höfuðútflutningsatvinnuvegur landsmanna hefur verið rekinn með halla allt þetta ár, án þess að nokkrar fullnægjandi aðgerðir hafi verið boðaðar til þess að skapa honum bærilegt umhverfi. Ljóst er að þetta reynir mjög á innviði Sjálfstæðisflokksins og landsbyggðarþingmönnunum og þeim for- ystumönnum í sjávarútvegi sem styðja flokkinn líður illa. Einnig liggur í augum uppi að sambúð Davíðs Oddssonar og Þor- steins Pálssonar er afar stirð og engar beinar línur eru á milli forsætisráðuneytisins og sjávarútvegsráðuneytisins. Átökin um út- hlutun heildarafla og ráðstafanir í tengslum við þá úthlutun eru til marks um þetta. Hitt má svo landsbyggðarþingmönnum flokksins vera ljóst að það eina sem getur skotið frjálshyggjuforystu flokksins skelk í bringu er að sýna henni í tvo heimana á Al- þingi. Yfirlýsingar út og suður gagna ekki meðan hægt er að ganga að at- kvæðunum vís- um á Alþingi á hverju sem gengur. Haustmyrkur yfir ríkisstjórn- inni Það er Ijóst að þetta haust verður ríkisstjórninni afar erfitt. Þau mál sem verða verst viðfangs eru EES- samningurinn, afkomumál sjávarútvegsins, nýr búvörusamningur og fjárlagagerð fyrir árið 1993. Atvinnuleysi heldur áfram að vaxa og getur farið að nálgast þau mörk sem valda verulegri ólgu í þjóðfélaginu. Þegar þing byrjar eru öll þessi mál í upp- námi og sér ekki fyrir endann á einu einasta þeirra með viðunandi lausnum. Verður hrókerað? Það vakti athygli þegar átök voru mest um úthlutun heildarafla í sumar að Alþýðublað- ið dró ekki afsér að draga fram í dagsljósið klofning Sjálfstæðisflokksins um það mál. Sýnt er að kratar mundu gráta það þurrum tárum að Þorsteinn viki úr ríkisstjóminni og veldur þar um ásetningur þeirra að koma á veiðileyfagjaldi í sjávarútvegi. Það liggur og ljóst fyrir að Jón Sigurðsson hefur um langt skeið litið stól sjávarútvegsráðherra hým auga og ætli hann sér eitthvað gefst hann ekki svo glatt upp. f einhverju glansmyndatímaritinu lét Dav- íð Oddsson að því liggja að til greina kæmi að hrókera ráðhermm í ríkisstjórninni eða skipta um þá. Sú spuming vaknar hvort ein- hver slík áform séu á döfinni. Ekki er langt síðan slíkt var gert í Sjálfstæðisflokknum við magnaða óánægju. Frekar ótrúlegt er að Davíð leggi í að taka þann slag nú, þótt krat- arnir væm mjög áfjáðir í að komast t.d. í sjávarútvegsráðuneytið. Hækkun skatta? Fjárlagagerðin verður svo afar erfitt mál fyrir ríkisstjórnarflokkana. Samdráttarstefn- an hefur komið hart niður á tekjum ríkis- sjóðs og þau markmið sem sett vom í upp- hafi árs hafa ekki náðst. Tekjur ríkissjóðs af einkavæðingunni eru nálægt því heímingi minni en áætlað var og nú leggja postular hennar til að einkavæðingin fái andlitslyft- ingu með því að leggja hluta af fjármagninu til rannsókna og nýsköpunar. Stjórnarand- staðan benti á það þráfaldlega þegar fjárlög yfirstandandi árs vom til umræður að rann- sóknir væm í fjármagnssvelti, en talað var fyrir daufum eyrum stjórnarliða. Ég heyrði ekki betur en að Karl Steinar Guðnason, formaður fjárlaganefndar boðaði skattahækkanir í útvarpsviðtali nú núverið. Ef þar fylgja aðgerðir máli myndast enn einn núningsflöturinn í stjórnarsamstarfinu. Þá rís upp hin efnaða millistétt í Sjálfstæðis- flokknum og fjármagnseigendur sem ekki má koma nálægt hversu miklir erfiðleikar sem em í þjóðfélaginu. Lifír stjómin haustið af? Þetta haust verður því viðburðaríkt í stjóm- málum. Spurt er hvort ríkisstjómin standi af sér þessa storma. Því er til að svara að enn virðist samband þeirra Davíðs og Jóns Bald- vins, sem myndaðist fyrir síðustu kosningar, haldast. Spurningin er hins vegar hvort stjórnarliðar láta sér lynda að dansa í kring- um þá félaga á hverju sem gengur. Næstu vikur munu leiða það í ljós.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.