Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. ágúst 1992 Tíminn 7 lífcgæðum á markaðstorginu. í þeim mæli sem vinstrið tengist í hugmyndum okkar því (yrrtalda og hægrið því síðar- taida, í þeim mæli hljóta kjósendur að bregðast við þessum hugmyndum með því að ieita annarra valkosta, sem gæfu manni færi til að varðveita frelsi sitt en sfyrkja þó um leið þau tengsl og þau gildi sem eru eðliskjami mannlegs samfélags. Á þennan hátt hlýtur að verða skilja hina augljósu eftirspum víða um lönd eftir öðrum flokkum og nýjum valkostum, leiðum til þess að finna sér nýja fulltrúa með nýjar hugmyndir til forsjár í stjóm- málunum, nýja forystumenn með aðrar viðmiðanir en „gömlu flokkamir'' hafa getað boðið. Út um allt hefur fólk heyrzt vera að segja nei við gömlu forystuna: „Við viljum ykkur ekki, því að þið emð sýnilega.ráðþrota". Nei Dana við Maast- richt- samrunanum er af þessum toga, og það nei hefur nú sannarlega kallað fram og styrkt umræðu og efosemdir víða um lönd um æskileika og réttmæti aukins samruna Iandanna í Efnahagsbandalag- inu, EB. Það verður nú ekki lengur ger- legt fyrir stjómmálaforystuna á sama hátt og áður að láta sem sá samruni sé al- veg sjálfeagt keppikefli fyrir þjóðimar, að gildi hans og ágæti séu efolaus. Nei Dana var að vísu alls ekki nei við því EB sem þeir eru í, heldur aðeins nei við þeim aukna samruna sem Maastricht- upp- kastið er áætlun um. En það var einnig nei við þeim boðskap allrar helztu stjóm- málaforystunnar í landinu að sá samruni, ásamt tilsvarandi framsali ríkisstjómar- valds, væri sjálfsagt keppikefli. Því er nið- urstaða kosningarinnar um þetta mál mikið áfall fyrir flesta helztu stjómmála- flokkana í landinu. Eftir þennan atburð koma líka efasemdimar í öðrum löndum EB miklu meir í ljós en áður, einnig hjá þeim stóm, í Þýzkalandi, Frakklandi og Bretlandi. í því landi er nú til dæmis greinilegt að mikið af kjósendum íhalds- flokksins og margir þingmenn eru á móti Maastricht-samrunanum á sama tíma og forsætisráðherra þeirra fer með for- mennsku í EB og berst við að koma sam- runamálunum áleiðis. í þessu samhengi má líka minnast grænna flokka og fram- boða út um allt á síðustu árum; og nú vestanhafs skyndilegs fylgis við auð- manninn Perot til ffamboðs í stöðu Bandaríkjaforseta. Þetta virðist að vísu hafa verið bóla, og nú sprungin eða hjöðnuð. En það var harla stór bóla, og slíkar munu verða fleiri hjá þjóðum sem eru ráðvilltar um það, hvaða hugmyndir verði að leggja í grunn stjómmála sinna, og eru famar að neita boðskap þeirrar forystu sem þær hafa. Pólitík án heimspeki og siðar? í ráðvillunni bregzt almenningur við með ólund og þverúð, sem eiga sér sömu ástæður og ráðvillan. í því sambandi er oft talað um hugsjónaleysi, sem er þá eig- inlega það, að gamla andstæðuparið stjómræði andspænis markaðsræði sé búið að ganga sér til húðar og geti ekki orkað lengur sem kveikja hugsunar, skoðana og athafha. í rauninni getur þetta ekki stafað af því að ágreiningurinn milli stjómhyggju og markaðshyggju sé ekki gildur. I rauninni er hann það, og sennilega sígildur. En um hitt er að ræða, að hugsjónimar sem tengjast þessum hugmyndum hafa nú greinilega misst kraft sinn. Fólkið sér í gegnum þær, og líka í gegnum stjómmálamennina. Nokkur almenn menntun í lýðræðisríkj- unum, svo og veruleg almenn, (jölmiðluð reynsla af stjómmálunum á þessari öld, veldur því vitanlega, að fólk lætur síður blekkjast til tilfinningafylgilags við hug- sjónir. Útópíuhugmyndir heilla ekki leng- ur, enda þótt ómótmælanlegt sé, að um- hugsun um stjómmál eigi sér drauma- landshugmynd að forsendu: án hug- myndar um hvemig maður vilji hafa ffamtíðina, skapast ekki vilji til að reyna að bæta ástand mannfélagsins. Almenn- ari menntun en áður og talsverð von- svikareynsla af stjómmálum á þessari öld helzt í hendur við annað, sem miklu skiptir hér, en það er rík áhrif raunvís- indahyggju. Af þeim áhrifúm hefur nú leitt, að við ákvarðanatöku í stjómmálum hefur hugmyndin um það vísindalega rétta að nokkru leytd leyst hugmyndina um það hugsjónalega rétta af hólmi. Stjómvöld taka ákvarðanir á vísindaleg- um grunni, stundum m. a. s. fölskum vís- indalegum grunni, heldur en ekki vís- Hví ætli lýðræðls- lönd séu nú í slíku uppnáml sem þetta bendir til, jafnframt þviað lýðræðið sjálft virðist vera að vinna mikilvæga sigra um víða ver- öid? Hví eru kjös- endur í lýðræðis- löndum nú svo þverúðarfuitir? indalegum. Þessi vísindalegleiki hefúr á síðari tímum ekki helgast af andlegu markmiði, aðeins efnislegu markmiði, þ.e. með stefnu á efríalega hagsæld og það að halda þjóðfélagi manna saman og gangandi án stóráfalla. Efríisvísindin hafa orðið að guðdómi, og hagfræði er sú vís- indagrein sem fyrst og síðast skal helga ákvarðanir okkar. Jafrían er talað eins og þetta sé sjálfeagt mál, sé sjálfur grunnur tilverunnar, rétt eins og fullvíst sé að við höfúm engan vilja sjálf um það, hvemig við viljum innrétta heim okkar. En það gætd vel verið í nánast engu samræmi við fræðilega hagffæði. Undir fána hagffæð- innar sem því sjálfsagða leiðarljósi vill nú hópur af leiðtogum okkar á íslandi leiða okkur inn í Evrópuheiminn nýja, með aðild að EES, Evrópsku efríahagssvæði; inn í nýjan samskiptaheim þar sem þeir skulu sjálfir ekki ráða mjög miklu, en bol- magnseigendur hafa sem mest ráð („fjór- frelsið"). Okkur kunna að þykja stjóm- málamenn okkar ekki öfúndsverðir af að flytja þann boðskap, að þeir sjálfir skuli í umboði okkar hafa lítdl völd, en heims- kapítalið sjálft og (mestanpart) erlendir eigendur þess skuli fara sínu fram okkur öllum til blessunar, með sem minnstum afekiptum af okkar hendi og þeirra sjálfta, stjómvalda okkar. Það er varla fúrða að kotkörlum og kerlingum margra landa þyki þetta ekki vænlegur boðskapur og segi nei, með þeim afleiðingum, að babb er nú komið í bát vélgengrar þróunar í átt til samruna undir frelsandi fána hagvís- inda þess svokallaða frjálsa auðmagns. Þverúðar-neiið kemur ffá fólki sem líka hlýtur að gjalda varhug við siðlausum vísindalegleika í ákvörðunum stjómmála sinna og krefst þess, sem fólk hefúr ætíð þarfríazt og krafizt, að vit sé í hlutunum, að stjómmál hafi andlegan tdlgang, en ekki aðeins efríislegan, á alveg sama hátt og manneskjan þarfríast markmiðs með lífi sínu og býr sér það tdl, með einhverj- um ráðum. Sá tilgangur getur ekki verið sá einn að vera sem skilvirkastur neyt- andi til þess að halda markaðnum gang- andi, heldur verður það að vera tilgangur með lífinu sjálfu, en það er grundvallar- spuming allrar heimspeki. Af þessum sökum geta stjómmál ekki komizt af án heimspeki. Sú pólitík sem ekki á sér and- legan tilgang, er orðin heimspekilaus og tekur ákvarðanir sínar út frá vísindalegri athugun og hugsun einni saman, sú pól- itík verður siðlaus einnig. En hún getur ekki átt langa ffamtíð fyrir sér, því að það sýnir sig, að fólkið segir nei. Alvarleg aðvörun til stjómmálamanna. Það er ástæða til að spyija, hvort lýðræð- inu sjálfú gæti stafað hætta af þessari þverúð? Víst mætti svo fara. Það gætu orðið alvarlegar kreppur úr henni, ef al- mennri fjárhagsafkomu samfélaga og ein- staklinga hrakaði stórum og fólk kenndi stjómmálamönnum sínum um. Sérstak- lega yrði við illu hætt, ef stjómmálamenn hefðu ekki afl né djörfúng til þess á tíma aðkreppingar að jafría kjör með því að taka afþeim sem efni hafa á því, því að þeir eru nú víða um lönd áhrifamesti kjós- endahópurinn og famir að sýna merki þess að vilja slá vemdarhring um það sem þeir hafa til sín náð. Hagi efríaðir sérgæð- ingar sér þannig, án þess að stjómmála- menn fái við ráðið, þáerhættviðað sund- ur slítd frið í mannfélögunum. Margvísleg em þau vandamál sem ógemingur er að leysa án Qölþjóðlegrar eða alþjóðlegrar samvinnu. Verður þar fyrst að nefría umhverfismál heimsins, þar sem segja má að Ríó-ráðstefrían hafi markað fyrsta vemlega sporið til sameig- inlegra átaka gegn þeim mengunarvanda sem stór iðnfyrirtæki eiga svo mikinn þátt í. Alþjóðleg samvinna verður einnig að koma til - og hefúr komið til - í fjár- málum heimsins. Samvinna alþjóðlegra banka og þjóðlegra, og ríkisstjóma verð- ur að koma tdl við að stöðva mergsogn- ingu þróunarlandanna, enda er slík sam- vinna vissulega þegar í gangi. Ónnur vandamál er réttara að reyna að leysa með öfúgri aðferð, með því að dreifa valdinu í stað þess að sameina það í blokkum eins og EB eða með samvinnu eins og í umhverfismálum; Hví skyldu þjóðir eins og Bretar (Walesmenn), Skot- ar, Quebecbúar o. s. frv. ekki njóta aukins sjálfræðis um stjómmál sín. Úm verzlun og gjaldmiðil hlytu slíkar heildir ætíð að laga sig eftir aðstæðum í samhengjum, þar sem aðrir væm áhrifameiri. En um hlufd eins og mennta- og menningarmál mun ævinlega vera affarasælast að um þau ráði stjómvöld sem sitja eins náið þjóðunum og kostur er, heimamenn. Ólundin og þverúðin gagnvart stjóm- völdum og stjómmálamönnum er ekki sprottin af einstökum mönnum eða að- stæðum hér og þar, heldur er hún al- mennt fyrirbæri sem á sér æmar ástæður sem tengjast ráðleysi og firringu aldar, þar sem hver maður er meir einn síns liðs í fé- lagsamhengjum sínum og óvissari um viðviðanir sínar en oftast áður. Fólk er víða innilega vonsvikið af leiðtogunum og stefríum þeirra, og sums staðar hefúr þetta leitt til þess að orðið hefúr erfitt að fá fólk til að tala sér atvinnu við stjómmál. Slík hefúr ótrúin á stjómmálamönnun- um orðið. Víst getur þessi þverúð reynzt hættuleg í lýðræðisþjóðfélögum, en þó verður fyrst og fremst að skdlja nei fólksins í atkvæðagreiðslum, nei Dana um Maast- richt o. s. frv., sem heiðarlega tjáningu óánægjunnar, og sem aðvörun og kröfú um manneskjulegra stjómarfar með and- legri stefnu og inntaki sem sé þess virði að vilja gangast fyrir því. [Til uppistöðu í þessa grein hef ég gripið talsvert af samhenginu ffá E. J. Dionne Jr., hjá Washington Post, úr grein sem birtist í Cuardian Weekly 19. júlí 1992 undir yfirskriftdnni „The Disillusion With Politics Could Be Dangerous". Sbr. einn- ig grein mína .JJvert stefríir þjóðfélag án andlegs tilgangs?" í Tímanum 6. júní 1992. -Davíð Erlingsson.] VSK.-bíllinn sem beðið hefur verið eftir 4 AFGREIÐSLA 11«..j * 1600 cc VEL, AFLSTYRJ, GQTT RYMI, MIKIL. BURÐARGETA VERÐ AÐEINS KR. 841.000,- FYRIR LJTAN VSK. ~ T. FENGUM AÐEINS FÁEINA BÍLA Á ÞESSU FRÁBÆRA VERÐI Sævarhöföa 2 sími 9T*-674000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.