Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. ágúst 1992 Tíminn 11 /V' Ásgeirsson hlýtur að verðleikum sess í sögunni, Jens Benedictsen má heita gleymdur. í tveim ritum sem fjalla um sjávar- útveg er sagt að Jens Benedictsen hafi fýrstur manna gert þilskip út til fiskveiða frá ísafirði, en því er bætt við að Benedictsen hafi ekki verið gáfumaður en kunnað að græða. Til þess að reka stórt fyrirtæki að gagni þarf þekkingu, reynslu, útsjónar- semi, fyrirhyggju, reglusemi, ár- vekni, þrek og er ekki ljóst hvað meira þarf að heimta í sambandi við gáfnafar. ísiendingar hafa löngum farið kollsteypu af hrifningu ef ein- hverjum hefur tekist að krækja sér í lærdómsgráðu, klambra saman mis- góðu hrafli sérfræðiritgerða eða endurminninga eða bókarkorni. Færra er ritað um þá sem halda þessu öllu í gangi, borga lærdóminn og skriffmnskuna, en það eru at- hafnamenn og alþýða manna. „Hér tölum við ekki um lýsi!“ Árið 1830 gekk Jens Benedictsen að eiga danska konu, Anne Marie Frohm, og hefur hún fengið heldur ómilda dóma. Er hún sögð hafa ver- ið dramblát og litið niður allt ís- Ienskt, þar með mann sinn. Er sú saga sögð, en ekki getið heimilda, að í veislu hafi frú Benedictsen sagt: „Þegiðu, Jens, hér tölum við ekki um lýsi.“ Þótt ekki sé hægt að taka þetta alvarlega, þá má benda á að það var ekki óeðlilegra á þessum tíma að tala um lýsi í Kaupmanna- höfn en hitaveitu í Reykjavík. Það er a.m.k. hæpin fræðimennska að taka veisluhjal, þótt rétt væri eftir haft, sem sönnun um innræti og gáfnafar veislugesta. Sagt hefur verið og túlkað illa að frú Benedictsen hafi ekki linnt Iát- um fyrr en maður hennar flutti frá ísafirði til Kaupmannahafnar. Þetta er ekki rétt. Frúin var á ísafirði meira en 5 ár eftir að hún giftist Jens Benedictsen og þar átti hún 2 börn, hið síðara í apríl 1835. Það hefur verið fátt til afþreyingar eða þæginda á malareyrinni norður við heimskautsbaug. Þar voru innan við 40 íbúar og hafa líklega ekki getað talað við þessa dönsku konu og síst af skemmtilegu viti. Samband við önnur lönd og fréttir af ættingjum og vinum svo sem einu sinni á ári og annað eftir þessu. Þess eru raun- ar mörg dæmi nú á dögum að fólk getur ekki unað lífi í litlum sjávar- þorpum, þrátt fyrir fjölmiðla og samgöngur. Hið rétta í þessu máli er það að Jens Benedictsen varð að setjast að í Kaupmannahöfn, því hann varð brátt svo mikill viðskiptahöldur að hann gat varla verið búsettur ann- ars staðar. Um þessar mundir var búseta íslenskra athafnamanna í Kaupmannahöfn ekki spurning um vistlegan og skemmtilegan dvalar- stað, heldur lengi vel óhjákvæmileg nauðsyn. Jens Benedictsen átti 6 börn við konu sinni, 4 pilta og 2 stúlkur. Eru afkomendur þeirra hjóna margir og í ábyrgðarstöðum og hafa farið víða, en flestir í Danmörku. Hér á landi er e.t.v. kunnastur dóttursonur hjón- anna, Aage Meyer Benedictsen, ferða- og fræðimaður, rithöfundur og afburða mælskumaður. Hann var mikill íslandsvinur og frumkvöðull að stofnun Dansk- ísienska félags- ins. Kom ísafirði á kortið Jens Benedictsen afrekaði miklu á stuttri starfsævi og niðjatal hans sýnir að hann hefur skilað ósvikn- um arfi frá merkum forfeðrum. Hann byrjar athafnaferil sinn með því að kaupa Hæstukaupstaðarversl- un á ísafirði 1829 og taka þar fyrst- ur manna til við þilskipaútgerð. Að því leyti kom hann ísafirði á kortið, ef svo má segja, og ætti skilið að honum væri reistur þar bauta- steinn. Þegar hann fellur frá hefur hann á 13 árum margfaldað eignir sínar um það bil 80 sinnum. Að svo miklu leyti sem ráða má af verslun- arskjölum og stökum ummælum sem finnst hér og hvar, hefur Jens Benedictsen verið vinsæll af alþýðu manna, talinn mjög sanngjarn í við- skiptum og ekki orðaðu við okur, hvað þá ránsskap eða valdbeitingu fjáraflamanns. Hann hverfur af svið- inu á besta aldri og rétt er að benda á það að ýmsir frændur hans fóru þá fyrst að láta til sín taka í menningar- og þjóðmálum þegar þeir voru komnir yfir þann aldur sem örlögin sköpuðu Jens Benedictsen. Enginn veit hver framvindan hefði orðið, en allar líkur benda til þess að fjár- málaumsvifin hefðu ekki nægt Jens Benedictsen til lengdar, því að hann virðist að eðlisfari hafa verið braut- ryðjandi og maður nýjunga. Það skortir nógu góðar og traustar sagnir til þess að lýsa persónunni Jens Benedictsen. Að minnsta kosti í þrem prentuðum heimildum er sagt frá láti Jens Benedictsen og ein heimildin bætir við: „Hann var fríður maður og gerðar- legur, karlmenni og glíminn." „Hann var drengur góður og harm- dauði öllum sem hann þekktu," seg- ir á öðrum stað. Loks hefur annáll um fréttina um fráfall Jens Benedictsen og bætir við: „Hann var ágætismaður." Þessar umsagnir, þótt stuttar séu, eru fortakslaust vitni um manngildi þess sem frá er sagt. Hins vegar er Vestmannaeyjar 1855 eöa þrettán árum eftir aö Jens Jak- ob féll frá. Hér rak hann Garös- verslun og geröi út sjö þilskip og fimm flutningaskip. það athyglisvert og næstum tákn- rænt að nær ekkert er sagt frá at- höfnum og brautryðjandastarfi þess forystumanns í verslunar- og út- gerðarmálum. (Bárður Jakobsson skráði) Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 S622901 og 622900 tyJl-GsiCiJfUttl Olíufýllti rafmagnsofhinn frá ELFA LVI er skrefi framar! V£W» * Jafn og þægilegur hiti. ■ Enginn bruni ó rykögnum né jónabreytingar sem orsaka þurrt loft. k I nnnr vfirknrÁckiti ELFA LVI ofnarnir eru framleiddir í Svíþjóð með sama og útliti og venjulegir vatnsofnar. Hagstætt verð og greiðsluskilmólar. Aftur til mttúmnmr med l honwng Morgunmaturinn er ein mikilvægasta máltið dagsins. 1 Vegna innihalds er MUSLI tilvalið með morgunverði. / dööium MÚSLI ER BRAGÐGÓÐ HEI plSi! •“ 1 Seljum af lager flestar gerðir af þessum þekktu þýsku gírmótorum og rafmótorum. Hagstætt verð! Sérpantanir afgreiddar með stuttum fyrirvara. Sala og þjónusta á sama stað. GIRMOTORAR / RAFMÓTORAR Mtiðsorffý HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91 -670000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.