Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.08.1992, Blaðsíða 10
10 Tlminn Laugardagur 23. maí 1992 Útvegshöldurinn mikli Jens Benedictsen skip og taldist eiga tvo milljarða á núvirði Fram til 1800 eru teljandi á fingrum annarrar handar tilraunir íslendinga til þess að veiða físk á djúpmiðum, að ekki sé talað um úthafsferðir. í margar aldir áttu íslendingar hvorki skap né skip til sæfara, svo hafði verið að þeim þjarmað. Aldamótaárið 1800 kemst skriður á útgerðarmál og hefur ekki stöðvast síðar. Á 19. öld voru uppi margir ótrauðir athafnamenn sem er að litlu getið í almennri íslandssögu. Margir þeirra voru hvorki skólagengnir né skáld, en íslendingar uppsleikjumenn við allt sem ber keim af lærdómi. Þeim er árátta að tíunda á þann séríslenska kvarða embættismenn og skriffinna, en aðrír hljóta lítinn sess í sögunni. Þannig er varla getið um einhvern mesta athafnamann 19. aldar, enda hvorki háskólagenginn, hestavísnahöfundur né sálmaskáld. Þessi maður er Jens Jakob Boga- son, Benediktssonar á Staðarfelli, og er merk aett hans. Þess er líka að geta að móðuramma Jens Jakobs var Sólveig Ólafsdóttir Jónssonar lögsagnara á Eyri í Seyðisfirði vestra. Hún var systir Ingibjargar sem var amma Jóns Sigurðssonar forseta. Um 5 ættliði í beinan karllegg á undan Jens Jakob er það að segja að þeir voru fjáraflamenn og auðugir en enginn embættismaður. Sumir þeirra hófu nám, en hættu þótt hvorki skorti fé né hæfileika. Svo var um Boga á Staðarfelli Bene- diktsson. Hann varð stúdent frá Hóium en hvarf frá námi, varð verslunarstjóri hjá Ólafi Thorlacius kaupmanni og útgerðarmanni á Bíldudal árið 1804 en fluttist 1807 í sama starf í Stykkishólmi. Þegar Ól- afur Thorlacius dó 1815 varð Bogi fyrirsvarsmaður dánarbúsins og fjárhaldsmaður ómyndugra sona Ólafs, Árna og Ólafs yngri. Þegar þeir verða myndugir árið 1827, höfðu eignir búsins farið svo í þurrð í meðförum Boga að ekki þótti ein- leikið. Urðu haröar deilur um þá ráðsmennsku, en lauk þó með sætt árið 1830. Greiddi Bogi þeim bræðr- um nokkur hundruð ríkisdali og einar þrjár jarðir. Hefur hann áreið- anlega staðið þarna höllum fæti, því að Boga var ekki títt að láta hlut sinn, síst ef fjármunir voru í húfi. Bæði var að Thorlaciusbræður voru engir bónbjargarmenn, en að auki hafa þeir veigrað sér við að fara í kostnaðarsöm og Iangvinn mála- ferli, enda við ramman reip að draga þar sem Bogi var og ekki síður tengdasonur hans Bjarni Thoraren- sen, þá dómari í landsyfirrétti, síðar amtmaður, enda sagt að hann hafi komið þarna við sögu svo um mun- aði. Má vera að aliír hafi hugsað um hina fornu og gullvægu reglu að það er betri mögur sætt en dýrar deilur. Bogi Benediktsson var stórríkur þegar hann flutti 1827 að ættarsetri sínu Staðarfelli. Sneri hann sér þá að fræðimennsku og mun þar kunn- ast rit hans Sýslumannaævir. Af- skipti Boga af stofnun Hrappseyjar- prentsmiðju voru mikil og merki- leg. Stóð hann í því stímabraki í tvo áratugi og sýndi fyrirhyggju, seiglu og dugnað og kostaði til miklu fé. Jens Jakob kaupir Hæstakaupstaðar- verslun Jens Jakob Bogason, sem nefndi sig Benedictsen, eins og fleiri afkom- endur Boga á Staðarfelli, átti því ekki langt að sækja vitsmuni og auðhyggju. Hann fæddist á Bíldudal 3. september 1806 og lagði stund á verslunarstörf. Þegar Jens Benedictsen er 23ja ára 1829 kaupir hann Hæstakaupstað- arverslum á ísafirði af Ólafi Thorl- acius yngri og kostaði hún 1500 rík- isdali. Ólafur var ekki kröfuharður, því að við kaupin voru aðeins greiddir 300 ríkisdalir og þegar Thorlacius deyr 1837 þá voru eftir- stöðvar ógreiddar. Á þessum 8 árum hafði orðið um 33% verðfall á pen- ingum og Jens Benedictsen greiddi 800 dali, eða tvo þriðju hluta eftir- stöðva, og fékk því verslunina fyrir 1100 dali. Fjögur þilskip ísafjörður var ómerkileg hola á þessum tíma. Þar bjó fátækur prest- ur en yfirvald ekki, og á Tánganum voru búfastar rúmt 300 hræður. Þarna var verslað í kauptíð, en at- hafnalíf annars lítið. Jens Benedict- sen tekur þegar að fást við útgerð og innan tveggja ára á hann fjögur þil- skip, hin fyrstu sem ganga til fisk- veiða frá ísafirði. Árið 1832 eignast Benedictsen flutningaskip, Jens Peter Den Gamle, og voru skipverjar þar allir íslenskir, en það var fremur sjaldgæft á þessum tímum. Með þessum framkvæmdum sínum varð Jens Benedictsen frumkvöðull að sögu ísafjarðar sem útgerðarbæjar. Auk athafna á ísafirði leitaði Jens Benedictsen sér staðar í Keflavík og þó einkum Grundarfirði, en ekki virðist það hafa fullnægt athafnaþrá hans, því að hann seilist loks til Vestmannaeyja og þar urðu fram- kvæmdir hans mestar. Stórumsvif í Vest- mannaeyjum Garðsverslun í Vestmannaeyjum hafði átt Gísli Símonsen, mjög vel látinn kaupmaður. Gísli lést árið 1837 og ári síðar kaupir Jens Bened- ictsen verslunina fyrir 13.500 ríkis- dali. Vel hafði líkað við Símonsen, en þess er sérstaklega getið að Jens Benedictsen hafi bætt um í verslun- arrekstri, en þar kom fleira til. í kaupum á Garðsverslun voru 2 fiskibátar, 2 fiskiskútur og 1 flutn- ingaskip. Jens Benedictsen jók þennan flota 3 þilskipum til fisk- veiða og 3 flutningaskipum. Eitt þeirra var skonnortan Hekla sem smíðuð var í Finnmörku og var hið fríðasta skip. Þegar skipið var full- búið og lá í Kaupmannahöfn hélt Benedictsen þar veislur og hafði gaman af að sýna hið skrautlega skip. Þess er að geta að Jens Bened- ictsen stóð fyrir miklum endurbót- um á lýsisvinnslu í Vestmannaeyj- um og varð sú vara mun verðmætari eftir það. Um 1840 á Jens Benediktson fyrir utan verslanir 11 þilskip til fisk- veiða, 4 á ísafirði og 7 í Vestmanna- eyjum, og 5 flutningaskip, 1 á ísa- firði og 4 í Vestmannaeyjum, eða 16 skip alls. Hefur útgerð líklega aldrei verið jafnstór á eins manns hendi hér á landi. Þá lét Benedictsen smíða 17. skipið og hét það Piscator og sendi til veiða í Norðurhöfum. Sama sumar féll Jens Benedictsen frá og varð ekki framhald á þessu. Þetta var sérstakt framtak, en Benedictsen var þarna ekki beinlín- is brautryðjandi. Um 1830 höfðu þeir Friðrik Svendsen á Flateyri og Ólafur Thorlacius í Fagradal reynt að fá stjórnvöld til þess að styrkja sig til fiskveiða og selveiða við Grænland. Bréfagerðir voru miklar um þetta, en ekki varð af fram- kvæmdum. Líklegt er að Jens Benedictsen hafi verið um þetta kunnugt, en hann hratt fram- kvæmdum af stað og ekki vitað að hann hafi beðið um aðstoð. Jens Jakob andast í hafi Sumarið 1842 er Jens Benedictsen á leið með skipi frá Kaupmanna- höfn, veiktist í hafi og fluttur til Vestmannaeyja. Þar andaðist hann 3. júní, aðeins 36 ára gamall. Skyndilegt fráfall þessa unga at- hafnamanns þótti ekki einleikið og var áhöfn skipsins grunuð um græsku í því efni. Enginn af skips- höfninni hafði þarna hagsmuna að gæta og ekkert sannast sem styðji þennan orðróm. Raunar er algengt að kviksögur komist á kreik þegar menn vilja ekki skilja að vinsælum manni, ungum og hraustum, er skapaður aldur eins og öðrum. Jens Benedictsen var í fullu fjöri þegar hann féll frá. Hann var nýbú- inn að kaupa Piscator og senda til veiða og þetta sama vor hafði hann fest kaup á vörum fyrir 40 þúsund dali. Hrein eign dánarbúsins var 85 þúsund ríkisdalir og umreiknað lauslega í kýrverð nú ættu þetta að vera hátt í milljarð króna. Dánarbúið hélt áfram rekstri, en varð fyrir miklum skakkaföllum. Skip í eigu þess fórust, þar á meðal skonnortan Hekla, sem strandaði við Noreg en farmur glataðist. Allt var þetta beint tjón. Þá varð og mik- ið verðfall á ísienskum vörum en er- lendar hækkuðu að sama skapi stór- lega. Eftir tvö ár frá láti Jens Bened- ictsen voru skuldir dánarbúsins 114 þúsund dalir, en eignir þrotnar og almælt að ekkja og börn hefðu stað- ið slypp uppi. Hafa þarna tapast um 200 þúsund dalir, eða nærfellt tveir milljarðar á núgildandi verðlagi. Jens Benedictsen hafði keypt Garðs- verslun fyrir 13.500 dali og mun ekki hafa rýrnað í höndum hans. Tveim árum eftir að Jens Benedict- sen fellur frá kaupir Niels Bryde þessa eign af dánarbúinu fyrir 3.450 dali og er verðlækkun eignarinnar nálægt 380% á sex árum. Öll þessi saga þótt ekki sé að fullu kunn sannar þá gömlu reglu að það er illa komið siglingu þegar stýri er brotið en stjórnin veik. Fylgismaður Jóns Sigurðssonar Jens Benedictsen fylgdi frænda sínum Jóni Sigurðssyni að málum og líklegt að eitthvað hafi að því kveðið, úr því heimildir geta þess sérstaklega. Um það bil áratug eftir að Jens Benedictsen er allur, gerist annar ísfirskur athafnamaður mjög styrkur stuðningsmaður Jóns Sig- urðssonar, málefnalega og fjárhags- lega. Sá var Ásgeir Ásgeirsson, en hann var skipstjóri á ísafirði áður en Jens Benedictsen fellur frá og hafa þeir þekkst og nokkuð er það að Ás- geir Ásgeirsson snýr sér beint til Jóns Sigurðssonar þegar hann fer til skipstjórnarnáms í Danmörku. Ás- geir stofnar verslun á ísafirði 1852 og um líkt leyti situr hann Kolla- búðarfundi, þar sem stýrimanna- skóli á íslandi kom fyrst alvarlega til umræðu, og úr því fer Ásgeir að verða kunnur. Ásgeir er þá 35 ára eða á líku reki og Jens Benedictsen þegar hann fellur frá. Ásgeir starfaði nær eingöngu á ísafirði og í ná- grenninu og þrátt fyrir vitsmuni hans og atorku nær hann ekki eins langt í útgerðarmálum á 60 árum og Jens Benedictsen á þeim 36 árum sem honum voru skömmtuð. Ásgeir Isafjöröur áriö 1817 eöa nokkrum árum áöur en Jens Jakob keypti Hæstakaupstaörverslun og hóf umsvif sín. Bærinn var þá lítilfjörleg hola en herra Benedictsen „kom hon- um á kortiö. “

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.