Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 1
Laugardagur 22. ágúst 1992 155. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Þórarinn V Þórarinsson framkvæmdastjóri VSI: Allt að 6% atvinnu- leysi er framundan Þórarinn V Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ segir að búast megi við 4 til 6% atvinnuleysi á næstunni í kjölfar 12 til 13% innflutn- ingssamdráttar og þá helst í þjónustugreinum. Þetta eru hærri töl- ur en áður hafa komið fram. Asmundur Stefánsson forseti ASÍ hef- ur miklar áhyggjur af atvinnuástandinu. „Þessar tölur eru ekki spár heldur mat sem sett var fram í framkvæmda- stjóm þegar við vorum að hefja haustumræðu um ástand og horfur," segir Þórarinn V Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ. „Okkar mat byggir á stöðunni eins og hún er núna um veltusamdrátt Við erum að horfast f augu við samdrátt í almennum vöru- innflutningi á bilinu 12 til 13%. Hann segir að fyrirtæki í þjónustu og verslun séu því að undirbúa við- brögð sem felist í niðurskurði á kostnaði sem óhjákvæmilega leiði til uppsagna. Þórarinn segir þennan vanda vera líkan vandanum í sjávar- útvegi því hluti af veltunni sé að detta út sem stærð fyrirtækjanna séu mið- uð við. Hann segir að brugðist sé við þessu með því að minnka fyrirtækin til að aðlaga þau veltunni. Þá bendir Þórarinn á að mjög kreppi einnig að allri mannvirkjagerð. Þórarinn segir að samdráttur með atvinnuleysi í kjölfarið komi harðast niður á þjónustugreinum í ár. Hann bætir við að það sé öðruvísi en verið hafi undanfarin ár þegar vandi í at- vinnulífi hafi birst sem vandi í sjávar- útvegi. „Eitt af því sem menn þurfa að horfa sérsaklega til eru atvinnuleysistrygg- ingamar. Það hefur hingað til ekki þurft að miða þær við verulegt at- vinnuleysi," sagði Þórarinn að lokum. Miklar áhyggjur! „Þessar tölur um 4 til 6% atvinnu- leysi eru ekki í miklu ósamræmi við spá frá hinum og þessum að undan- fömu,“ segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. .Auðvitað höfum við mjög miklar áhyggjur af þessu ástandi. Atvinnu- málanefhd hefur frá því í sumar verið að fjalla um það til hvaða aðgerða sé hægt að grípa til að svona spár rætist ekki,“ sagði Ásmundur að lokum. -HÞ Hjólaði á merki Hjólreiðamaður missti vald á hjóli sínu í gærmorgun á leið sinni nið- ur Stekkjarbakka. Maðurinn lenti utan í umferðar- eyju og endaði á umferðarmerki. Hann meiddist talsvert og var flutt- ur með sjúkrabíl á slysadeild. Annað umferðarslys varð þennan sama morgun þegar þrír bílar Ientu saman á homi Kringlumýrarbraut- arogMiklubrautar. Einn ökumanna var fluttur með Iögreglubíl á slysadeild en um minniháttar meiðsl var að ræða. Sóttur með þyrlu Þyría Landhelgisgæslunnar sótti í gær slasaðan sjómann í mynni Patreksfjarðar. Slæmt var í sjó en björgunin tókst samt vel að sögn talsmanns Landhelgisgæslunnar. Togarinn Þór var að veiðum úti fyrir Vestfiörðum er slysið varð. Virðist sem krókur hafi slegist í höf- uð mannsins. Áætlað var að lenda um kl. hálfsjö í gær. Gæsaskyttur vígbúast Cæsaveiðimenn leggja leið sína á hálendið þessa dagana í upphafi veiðitímans og verður haft eftirlit með þeim úr þyrlu. í vikunni hófst gæsaveiðitfminn.í fréttatilkynningu frá Náttúmvernd- arráði segir að ásókn í veiðar á há- lendi hafi aukist hin síðari ár og þar séu gæsaskyttur nú þegar að veið- um. Ekki hafa allir samt haft erindi sem erfiði því í fréttatilkynningunni seg- ir jafnframt að lögregla á Selfossi hafi þurft að hafa afskipti af veiði- mönnum sem óku utan vega. Náttúruverndarráð beinir þeim til- mælum til sportveiðimanna að þeir aki eftir vegum því að allur óþarfa akstur utan vega sé bannaður. Þá væntir ráðið þess að veiðimenn fari að lögum og leiti sér upplýsinga á skrifstofu ráðsins um friðlýst svæði þar sem veiði er bönnuð eða tak- mörkuð. Að lokum kemur fram að Náttúru- vemdarráð hyggst halda áfram eftir- litsflugi með þyrlu í samvinnu við Landhelgisgæsluna. Eimskip fækkar skipum í strandflutningunum Eimskip hefur ákveðið að fækka standferðarskipum sem sigla á innanlandshafnir úr þremur í tvö. Ástæðan er m.a. minni flutn- ingar vegna samdráttar í þjóðfélaginu. Eimskip var með tvö skip í strandflutningum, en fjölgaði skipum upp í þijú í upphafi ársins. Skipunum hefur nú verið fækkað aftur. Eimskip áætlar að hlutur fyrir- tækisins í strandsiglingum sé nú um 170-180 þúsund tonn og hafi aldrei verið meiri. Eimskip gerði samninga við Áburðarverksmiðj- una í Gufunesi og Steinullarverk- smiðjuna á Sauðárkróki, en þess- ir aðilar eru meðal stærstu ein- stöku viðskiptavina á þessum markaði. Verksmiðjumar skiptu áður við Ríkisskip. Eimskip vinnur nú ákveðið að því að gámavæða allar strandsigl- ingar félagsins og er liður í því að fá nýtt gámaskip í stað Stuðlafoss. Eimskip hefur gengið frá samn- ingi um sölu skipsins og verður það væntanlega afhent nýjum eigendum í lok september. Unnið er að því að fá nýtt skip á þurr- leigu í stað Stuðlafoss. -EÓ Munkar á ferð í Kópavogi Austurlenskir Búddamunkar helg- uðu sér land á Hádegishólum í Kópavogi í gær, en eins og Tíminn greindi frá í gær er fyrirhugað að reisa þar Búddalíkneski. Við athöfn- ina var notað reykelsi, bjöllur, vígt vatn og helgir munir. Munkarnir kyrjuðu og dönsuðu og höfðu fram ýmsa þá tilburði sem sjaldséðir hafa verið hér á landi fram til þessa. Þeg- ar Ijósmyndari Tímans kom að Há- degishólum í gær var munkunum orðið hálfkalt, en að öðru leyti virt- ist athöfnin hafa gengið vel. Tlmamynd Áml BJarna Brotist var Inn í hús aðventlsta við Suðurhlíð 36 í fyrrinóH. Þjófamir tókn með #ér tals- verða upphæð bæði í peningum og ávísunum. —CKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.