Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Laugardagur 22. ágúst 1992
Tímiiin
MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrfmsson
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300.
Auglýsingasfml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð i lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Alþingi hafi vit fyrir
ríkisstj óminni
Frumvarp um breytingu á lögum um Hagræðingar-
sióð sjávarútvegsins er komið fram á Alþingi. Halldór
Asgrímsson flytur málið ásamt nokkrum þingmönn-
um Framsóknarflokksins. Samkvæmt því er sjávarút-
vegsráðherra heimilt að ákveða með reglugerð í sam-
ráði við sjávarútvegsnefnd Alþingis að úthluta afla-
heimildum Hagræðingarsjóðs til skipa sem verða fyrir
verulegum samdrætti í aflatekjum milli veiðitímabila.
Skal þessum aflaheimildum, samkvæmt frumvarp-
inu, úthlutað þannig að skerðing heildaraflaheimilda
verði sem jöfnust hjá þeim skipum sem sæta ákvæðum
um leyfilegan heildarafla.
í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að á
fyrsta starfsári Hagræðingarsjóðs var aflaheimildum
hans varið til þess að mæta skertum veiðiheimildum
loðnuveiðiskipanna. Á síðasta fiskveiðiári gengu afla-
heimildirnar til flotans í heild.
Um ráðstöfunina til loðnuveiðiskipanna voru harðar
deilur á Alþingi. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra
flutti frumvarpið í eigin nafni, vegna þess að ekki var
samþykkt í þingflokki Alþýðubandalagsins að leggja
það fram sem stjórnarfrumvarp. Þrátt fyrir þetta var
málið samþykkt á Alþingi þar sem nokkrir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins, sem þá voru í stjórnarandstöðu,
litu á þetta sem eðlilega leið og greiddu því atkvæði.
í ljósi ráðstöfunar aflaheimilda sjóðsins á síðustu ár-
um er það mjög einkennilegt nú, þegar skerðing á
aflaheimildum er meiri en nokkru sinni fyrr, skuli
vera ákveðið að selja heimildir sjóðsins og afnema
möguleika hans til jöfnunar. Ennþá meiri athygli vek-
ur að þetta er svo mikið trúaratriði forsætisráðherra
að hann hótar að segja af sér ef þessi leið er farin, jafn-
vel þótt það lægi fyrir að sjávarútvegsráðherrann f
hans eigin ríkisstjórn væri því ekki fráhverfur að fara
hana í þeim þrengingum sem nú steðja að útgerð og
um leið fiskvinnslu í landinu.
Sú aðgerð sem boðuð hefur verið, að senda ávísanir
til útgerðanna sem megi ráðstafa að vild, er ekki boð-
leg og er í raun fáránleg krókaleið til þess að komast
hjá því að viðurkenna þá staðreynd að ríkisstjórnin
hefur hlaupið á sig með því að hafna að nota Hagræð-
ingarsjóðinn til þess að jafna áfallið í sjávarútvegin-
um.
Það ber nú að vona að nógu margir þingmenn hafi
séð að sér til þess að frumvarp Halldórs Ásgrímssonar
og félaga verði samþykkt og farin verði sú leið sem
nýtur almenns stuðnings í sjávarútveginum.
Hins vegar eru afkomumál sjávarútvegsins enn í
uppnámi, þótt þessar aðgerðir verði að veruleika og
enn er spáð á næsta ári um 7% halla á fiskvinnslunni
í landinu.
Það væri fróðlegt að heyra kenningar fróðra manna
um það hvað ein atvinnugrein getur þolað slík starfs-
skilyrði lengi. Allt þetta ár er búið að horfa upp á um
10% halla að meðaltali í fiskvinnslu. Á að horfa upp á
áframhald á þessu næsta ár án þess að hreyfa sig?
Þessi spurning er brennandi fyrir alla þjóðina sem
byggir sína afkomu og atvinnustarfsemi framar öðru á
því að þessi undirstaða, sem sjávarútvegurinn er, sé
traust.
Atli Magnússon
Mökunardans
trananna
Þá eru það EES málin sem efst
eru á baugi og það er mikið tal-
að. Tálið hefur á sér alvöru-
þrunginn blæ og lengri og
lengri ræður eru haldnar og
fregnir berast af þýðingum sem
yfir standa yfir á — ekki hundr-
uðum — en þúsundum og svo
aftur þúsundum síðna af flókn-
um sáttmálsgerðum, uppköst-
um, álitum, drögum, skrám og
spám. Þetta mun svo eiga að
hengja saman og tengja í ein-
hver frumvörp og enn ný álykt-
anabákn, þar sem hvers kyns
sérvisku, fyrirvörum og inn-
skotum ótal stofnana og ein-
staklinga hefur verið fundinn
staður. Lærdómsmenn, hver
um sig tygjaður sinni grein fá-
gætrar sérþekkingar, grúfa sig
yfir þennan stafla og leggja sitt
af mörkum til þess að komist
verði að niðurstöðu - - sem
löngu er þó ákveðið hver á að
verða. Hún er satt að segja það
eina í öllu „geiminu" sem er
einfalt og liggur fyrir. Það má
aftur á móti helst ekki segja
berum orðum. Það er brot á
reglum „leiksins". Þegar böm
leika t.d. Slönguspil væri lítið
gaman að því ef öllum spilatöfl-
unum væri raðað upp á enda-
reitnum, þótt þar hljóti töfl-
urnar auðvitað að lenda á end-
anum. Þá væri nefnilega ekkert
„spil“. Það þarf að búa sér til
fyrirhöfina að komast í mark.
Og blóð undan nögl-
unum brann...
En hvað er hér um að fást?
Þetta em nú hinar undarlegu
„leikreglur lýðræðisins" sem
við viljum hafa og þess vegna
ekkert við þessu að segja. Eftir
margar prófanir og reynslu af
öðmvísi stjórnarfari þá hefur
mönnum víst komið ásamt um
að lýðræðið sé skást, þrátt fyrir
skavanka þess. Og víst er ákjós-
anlegra að brestirnir í einu
stjórnarfari séu spaugilegir en
að þeir séu blóðugir og harm-
rænir — og blóðstokkið er
vafstrið með EES- pappírsmoð-
ið þó ekki, nema blóð sé tekið
að brenna undan nöglunum á
þýðendunum sem hamast á
lyklaborðunum á tölvunum við
að koma þessu yfir á íslensku.
Gagnið af tali
En menn skyldu hins vegar
gefa gaum að því að þetta hið
mikla tal er engan veginn þýð-
ingarlaust, þótt um það sé rætt
af nokkurri léttúð hér að ofan.
Með miklu tali er fullnægt
vissu „ritúali" og það vinnst
mjög nauðsynlegur tími um
leið og tíma er sóað. Þessari
þversögn þurfa menn að átta
sig á. Hið mikla tal hefur þann
eiginleika að það gerir fólk
ringlað, gerir það feimið við
það sem það botnar ekki í og
þar af leiðandi vitaskuld með-
færilegra — en talið miðar að
því að láta mál virðast flóknari
en ekki einfaldari. Fólk er fegið
að losna við að taka afstöðu til
þess sem það heldur að sé flók-
ið og er þakklátt þeim sem tek-
ur af því ómakið og ákveður
fyrir það. Sá hinn sami má eiga
von á að verða kjörinn til fleiri
trúnaðarstarfa. Mikið tal hefur
það svo sér til gildis í þriðja Iagi
að það lætur svo virðast sem
mál hafi verið skoðuð „niður í
kjölinn“ og niðurstaða fengin
„að vel yfirveguðu máli.“ Þetta
er vanalega blekking, en hún
virkar alltaf.
Kjaramál
Dæmi um þetta eru til dæmis
viðræður um kjaramál, en þau
eru sérlega vel fallin til að sýna
fram á gagnsemi af tali sem (þó
meir af eðlisávísun en ásetn-
ingi) er látið sýnast flókið: Þeg-
ar áður en kjaraviðræður hefj-
ast vita menn báðum megin
borðsins að niðurstaðan verður
— segjum — fimm hundruð
króna kauphækkun. En allir
sjá í hendi sér hver viðbrögðin
yrðu ef það yrði tilkynnt vafn-
ingalaust að launþeginn fengi
ekki annað en þetta. Það yrðu
æsingar og leiðindi, bölv og
ragn, öskur og óp og kannske
vinnustöðvanir. Þetta kemur
„talið“ fremur auðveldlega í
veg fyrir. Tálið fer fram sam-
kvæmt vissu „ritúali". Það má
líkja aðferðinni við mökunar-
dans þann sem trönur stíga um
pörunartímann og er rómað
íyrirbæri í fuglafræði. Dansinn
hefst á því að talsmenn laun-
þegans setja fram kröfur sem
eru fásinna — einhver léttölv-
uð bjartsýniruglandi. Þar með
má byrja að funda. Menn funda
nú og funda, slíta viðræðum
einhverja daga (sams konar
sundurhlaup tíðkast einnig í
trönudansinum áður en ástir
takast), og setjast svo á ný við
að tala. Senn fer nú gagnsemin
af talinu að opinberast. Æsing-
inn sem fyrir hendi var í kröfu-
hópnum er viðræðurnar byrj-
uðu hefur lægt og komið dúna-
logn. Því veldur doðinn og sljó-
leikinn sem tímamagn það er
talið tók veldur — hið dáleið-
andi seiðmagn frá fettunum og
vængjabarningnum í dansin-
um...
Hér er því að réttu lagi um að
ræða dýraatferlisfræði. í ein-
faldleika sínum undirstrikar
þetta það er fyrr segir hér að
„með miklu tali er vissu „ritú-
ali“ fullnægt og það vinnst
mjög nauðynlegur tími.“ Þegar
láglaunamaðurinn fær sínar
fimm hundruð krónur,, getur
hann engan veginn dirfst að
halda því fram að málin hafi
ekki verið rædd „niður í kjöl-
inn“ og samið um kjarabótina
að „vel yfirveguðu máli“. Pörun
hinna tveggja dansenda hefur
nú farið fram og láglaunamað-
urinn finnur að fyrir hann hef-
ur ailt verið gert sem í mann-
iegu valdi stóð. Málsvarar hans
í viðræðunum aðstoða hann
við að bergja af hinum bitra
kaleik með því að koma van-
svefta fram í sjónvarpinu, and-
varpa og snýta sér nokkrum
sinnum og lýsa ófullnægju
sinni eftir gamanið. Þeir sem
eiga að unga út fimmhundruð-
kallinum koma líka á skjáinn
og segjast örmagna eftir ástaf-
arið og að sennilega muni þeir
aldrei verða þess megnugir að
verpa meir.
En svona verður það víst að
vera. Láglaunafólkið fer og
kaupir sér súkkulaðimola fyrir
fimmhundruðkallinn og er
ekki allskostar óánægt. Talið
hefur fært því nauðsynlegan
frið og innri sátt.