Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. ágúst 1992 Tíminn 3 Ríkissjóður aldrei skilað skyldusparnaði sem tekinn var af þúsundum skattgreiðenda 1975 og 1976: Þúsundir fólks eiga um 110 milljónir inni hjá ríkinu Er trúiegt að ríkissjóður mundi geyma skuldakröfur á þúsundir fóiks í launahærri kantinum óhreyfða niðrí í skúffu í hálfan annan áratug án þess að gera tilraun til þess að innheimta þær skuldir? Þessi spuming vaknar óneitanlega þegar Ríkisendurskoðun upplýs- ir að við sjóðstainingu hjá Ríkisféhirði 1990 fundust á fimmta þús- und skyldusparaaðarskírteini frá árunum 1975 og 1976 sem aldrei hafa verið afhent réttmætum eigendum sínum eins og lög sögðu til um. Hér er um að ræða skyldusparaað, 5% af skattskyldum tekjum yfir ákveðnu marki, sem ákveðinn var sem liður í ráðstöfunum í efnahagsmálum þessi ár og tekinn var af öllum skattskyldum lands- mönnum undir 67 ára aldri. Þar sem skyldusparnaðurinn var einmitt tekinn af fólki með góðar meðaltekjur og þar yfir, virðist með ólíkindum að ekki skuli á hálf- um öðrum áratug hafa tekist að koma þúsundum skírteina til skila. „Ríkisendurskoðun gerði athuga- semdir við meðferð þessa máls á sínum tíma og taldi ótækt að skír- teini þessi hefðu ekki verið afhent réttmætum eigendum. Þá er það mat stofnunarinnar að fjármála- ráðuneytinu beri að gera átak í því að koma andvirði skírteinanna í réttar hendur þar sem umræddur sparnaður var skyldaður með lög- um af hálfu ríkissjóðs," segir í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. í Iögum frá 1975 „um ráðstafanir í efnahagsmálum og fjármálum til þess að stuðla að jafnvægi í þjóðar- búskapnum og treysta undirstöðu atvinnu og lífskjara" segir svo í grein um skyldusparnað: „AHir menn sem tekjuskattskyldir eru ... og ekki voru orðnir 67 ára fyrir 1. janúar 1975 skulu á árinu 1975 leggja til hliðar fé til varð- veislu í ríkissjóði." Samsvarandi lagagrein var samþykkt árið eftir. Skyldusparnaður þessi skyldi nema 5% af öllum skattgjaldstekj- um ársins 1974 að frádreginni 1 milljón kr. hjá einstaklingi auk 75 þús.kr. vegna hvers barns á fram- færi. Hjá hjónum var skyldusparn- aður 5% af tekjum umfram 1.250 þús.kr. eða 1.500 þús.kr. og 75 þús.kr. vegna hvers barns. Benda má á til viðmiðunar að meðalbrút- tótekjur landsmanna 1974 voru 857 þúsund krónur, samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Árið eftir miðaðist skyldusparnað- urinn við 2,5% hærri tekjur, t.d. tekjur umfram 1.275.000 kr. hjá einstaklingi. Skyldusparnað þennan áttu menn að greiða eins og hverja aðra skatta til ríkissjóðs. Þegar hann hafði ver- ið greiddur að fullu „skal ríkissjóð- ur viðurkenna móttöku hans með afhendingu sérstakra skyldusparn- aðarskírteina," eins og orðrétt seg- ir í lögunum. En á því virðist hafa orðið nær ótrúlegur misbrestur. Við sjóðs- talningu hjá Ríkisféhirði fann rík- isendurskoðun 1.813 gild skírteini frá árinu 1975 að nafnvirði 26,4 milljónir gkr. og 2.415 gild skír- teini frá árinu 1976 upp á 46,9 milljónir gkr. að nafnvirði. Auk þess fundust um 270 skírteini að frjárhæð 8,6 milljónir kr., sem ekki eru með gildri útgáfu. Samkvæmt lögunum átti þessi skyldusparnað- ur að bera 4% vexti og verðbætur reiknaðar samkvæmt framfærslu- vísitölu til greiðsludags. Skírteinin voru fyrst laus til innlausnar þrem árum síðar, þ.e. í desember 1978 og 1979, en lengst áttu þau að gilda til desember 1990 og desember 1991. Miðað við framangreinda ávöxtun ættu eigendur hinna 4.228 gildu skírteina sem „varðveitt" eru í skúffum ríkisféhirðis nú að eiga yf- ir 110 milljóna króna inneign hjá ríkissjóði, sem nú er m.a.s. hættur að greiða vexti eða verðbætur á það fé. Þetta samsvarar rúmlega 26 þús. kr. inneign á hverju skírteini að meðaltali. Þar sem telja má lík- legt að algengt sé að sömu einstak- lingar hafi þurft að borga skyldu- sparnaðinn bæði árin sýnist ljóst að hundruð, ef ekki þúsund ein- staklingar geta átt nokkurra tuga þúsunda króna inneign í skyldu- sparnaði hjá ríkissjóði. Raunar sýnist ástæða til að óttst að þeir kunni að vera ennþá fleiri sem ríkið sveikst um að senda skyldusparnaðarskírteini sín eins og lög kváðu á um. í skýrslu Ríkis- endurskoðunar segir: gær lauk í Reykjavík ráðstefnu um island og Færeyjarsem heimspekideild Háskóla fslands stóð fyrir. Á ráðstefnunni var fjallaö um frændþjóðimar frá ýmsum hliðum. Fluttir voru fyrírlestrar um ís- lenskt og færeyskt mál og nöfn, þýðingar, kvæði og dansa, fiskveiðar Færeyinga á fslandsmiðum, sögu þjóðanna og viðhorf þeirra til hvorrar annarrar. Tímamynd Ami Bjama „Innheimtumenn ríkissjóðs áttu að sjá um að afhenda skírteinin á sínum tíma, þegar full skil höfðu verið gerð á álögðum gjöldum við- komandi árs. Sá hluti þeirra sem „ekki tókst" að afhenda eigendum sínum var sendur Ríkisféhirði til varðveislu. Ekki hefur verið kann- að hvort allir innheimtumenn rík- issjóðs hafi skilað þeim skírteinum sem ekki tókst að afhenda og liggi því e.t.v. með óafhent skírteini." Eru kannski einhver hundruð eða þúsund skyldusparnaðrskírteini ennþá „varðveitt" í skúffum ein- hverra sýslumanna hér og þar á landinu? Til að átta sig betur á tekjum þeirra sem skyldaðir voru til að senda ríkissjóði „sparifé til varð- veislu" má nefna, að 1 milljón gamalla króna árið 1974, fram- reiknuð með framfærsluvísitölu, samsvarar kringum 1,7 milljónum króna núna á árinu 1992 - HEI „Sjóðurinn sviptur hlutverki sínu“ Atvinnuleysisstryggingasjóö vantar 500 milijónir króna á þessu árí og milljarð króna árið 1993 samkvæmt athugun ríkisendur- skoðunar. Ásmundur Stefánsson segir hugmyndir ríkisendur- skoðunar um að færa greiðslur atvinnuleysisbóta frá stéttarfé- lögum byggðar á misskilningi. „Það er alveg ijóst að framlögin til að stéttarfélÖgin eru sá aðili sem sjóðsins hafa verið skorin niður. veitir Öflugast aðhaid og reynir að Hann hefur þar með verið sviptur fyrirbyggja að fóik sé að taka at- því hiutverki að geta mætt veru- vinnuleysisbætur án þess að þvi legu atvinnuleysi. Það verður auð- beri. Þar eru stéttarfélögin virkari vitað að gera í fjárlögum ríkislns aðili en sveitarféiögln. Það skiptir ráðstafanir til að tryggja það að auðvitað máli að stéttarfélögin sjóðurinn geti án vandræða staðið séu meðvituð um atvinnuástandið við skuidbindingar sínar,“ segir eins og það er á hverjum tíma,“ Ásmundur Stefánsson, forseti segir Asmundur. ASÍ. Hann bætir við að með þessu getl Hann segir að verkalýðshreyfing- stéttarfélögin sinnt eftirlitshlut- in muni þrýsta á að sjóðurinn geti verid sínu og einnig verið virk í at- sinnt hlutverid sínu eins og hún vinumálunum. Hann bendir á að hafi þegar gert. „Það að ganga á þó stéttarfélög séu ekki vinnum- eignlr sjóðsins er ekki góður und- iðlanir þá sé veruleg atvinnumiðl- irbúningur undir hugsanlegt at- un á þeirra vegum. Hann segir að vinnuleysi,“ segír Ásmundur atvinnurekendur leitl frekar þang- í skýrslu Ríkisendurskoðunar að en til vhmumiðlunar. „Það má koma fram hugmyndlr um að hlns vegar velta þvf fyrir sér hvort færa afgreiðslu atvinnuleysisbóta greiðshifyrirkomulagið eins og firá stéttarfélögum til skrifstofu það er sé réttmætt. Ég tel að það Atvinnuleysistryggingarsjóös til eigi að skoða það hvort eldri eigi að spara 90 miöjónir króna á að vera þrep í þessari greiðslu þessu ári. Um þetta segir Ás- þannig að sú greiðsla sem greidd mundun „Þær hugmyndir eru er vegna hvers einstaklings lækki byggðar á mikilll vanþekkingu á ef fjöldinn fer fram úr einhvcrju því við hvaða aðstæður kerfið ákveðnu marki,“ segir Ásmundur. vinnur. Atvinnuleysistryggingam- Ásmundur tekur undir það sem ar eru upphaflega samningamál stendur í skýrslu Ríkisendurskoð- milli stéttarfélaga og ríkisvalds- unar um að aðalstarfsemi vin- ins. Þeir sem fylgjast með því sem numiðlana sé atvinnuleysisskran- er að gcrast í kerfinu gcra sér Ijóst ing. -HÞ Dr. Guðmundur Alfreðsson þjóðréttarfræðingur kallar álit sérfræðinganefndar utanríkisráðherra um EES-samninginn „ævintýramennsku í lögfræði1': Breyta þarf stjórnarskránni Dr. Guðmundur Alfreðsson þjóðréttarfræðingur, telur, í greinar- gerð sem lögð hefur verið fram í utanríkismálanefnd Alþingis, að breyta eigi stjóraarskrá íslands í tengslum við afgreiðslu frumvarps um Evrópskt efnahagssvæði. Hann telur að samningurinn brjóti í bága við fjórar greinar stjóraarskrárinnar. Skýrasta dæmið sé fram- sal á dómsvaldi út úr landinu. Guðmundur lauk doktorsprófi í þjóð- arrétti frá Harvard Law School árið 1982 og hefur síðan starfað á skrifstof- um Sameinuðu þjóðanna í New York og Genf. í greinargerðinni gagnrýnir Guð- mundur sérfræðinganefndina sem ut- anríkisráðherra skipaði til að svara þeirri spumingu hvort lögfesting EES-samnings samrýmist stjómar- skránni. Hann kallar röksemdir nefndarinnar um eitt atriði Ld. ,ævin- týramennsku í lögfræði". Guðmundur segir að það geti komið okkur í koll síðar ef stjómarskráin verður sniðgengin við afgreiðslu málsins. Stjómarskráin sé svo mikil- vægur hluti af okkar stjómkerfi að hana megi ekki leggja til hliðar vegna stjómmálaskoðana eða hagsmunaaf- stöðu. Stuðningsmenn og andstæð- ingar samningsins hljóti því að leggja áherslu á stjómskipunarlega rétta af- greiðslu samningsins á Alþingi. Guðmundur rekur lið fyrir lið nokk- ur atriði þar sem hann telur vafa leika á að EES-samningurinn standist stjómarskrána. Skýrasta dæmið um brot á stjómarskránni telur hann vera framsal á dómsvaldi út úr landinu til dómstóla sem gætu kveðið upp bind- andi dóma sem kæmu beint til fulln- ustu fyrir landsrétti. Þetta telur hann brjóta 2. gr. Þá grein telur hann einn- ig vera brotna með flutningi fram- kvæmdavalds og löggjafarvalds út úr landinu. Hann telur greinilegt að samningurinn rýri hefðbundið hlut- verk Alþingis. AJþingi geti ekki haft áhrif á mótun löggjafar sem tengist EES. Þingið fari aðeins með formlegt neitunarvald. Guðmundur telur hugsanlegt að EES- samningurinn skerði samn- ingsgetu íslenska ríkisins við önnur ríki og alþjóðastofnanir. Skerðingin gæti tekið á sig ýmsar myndir t.d. varðandi fríverslunarsamninga við ríki eða ríkjahópa utan við EES- svæðisins. í lokaorðum sínum segir Guðmund- ur: „Það hefur komið fram í lögfræði- legri umræðu um stjómarskrána og EES, að stjómarskránni skuli breytt frekar en að taka áhættu á broti, ef vafi er á ferðinni um stjómskipulegt lögmæti EES-samningsins. Ummæli um „grátt svæði“ benda til svipaðra efasemda. Ég geng lengra og held því fram að ákvæði í samningnum brjóti greinilega í bága við stjómarskrána eins og hún stendur í dag, en ég tek undir þá skoðun, að stjómarskráin skuli njóta efasemda af þessu tagi. f þessu samhengi er nauðsynlegt að ítreka að sérfræðinganefnd utanríkis- ráðherra er í vafa um eigin niðurstöð- ur. Nefndin segir bemm orðum, bæði í megínmáli og lokaorðum, að það geti þurft að breyta stjómarskránni seinna, ef forsendur hennar reynast rangar, hvað varðar afmörkun og um- fang valdaframsalsins og íþyngjandi ákvarðanir útlendra stofnana. Imín- um huga á að breyta stjómarskránni fyrst en ekki seinna í slíkum tilfellum og ekki bara fresta breytingunni fram að næstu reglulegu kosningum; þá er ekki rétt að farið samkvæmt 79. grein stjómarskrárinnar."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.