Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 22. ágúst 1992 Tlminn 13 Lögreglubílar voru orðnir helstu farartæki sem Hermína ferðaðist í. Þegar bankaránið var framið báru sjónarvottar að Ijóshærð stúlka hefði setið undir stýri á flóttabíln- um. Það var því erfitt fyrir Hermínu að sanna sakleysi sitt, því enn hafði hún ekki fjarvistarsönnun, enda ekki aðalstarfi saklauss fólks að verða sér úti um fjarvistarsannanir. Lögreglan yfirheyrði hana og krafðist þess að hún segði til sam- starfsmanna sinna. Hún var síðan sett í gæsluvarðhald, þar sem hún hélt stöðugt fram sakleysi sínu. í þetta skipti liðu tveir sólarhring- ar áður en Hermína slapp úr prí- sundinni. Bankaræningjarnir náð- ust til allrar hamingju og þá kom í Ijós að það var ekki kvenmaður sem keyrði flóttabílinn, heldur karlmað- ur með hárkollu. Handtekin fyrir alla glæpi Og svona hélt þetta áfram. Herm- ína var handtekin fyrir morð, fleiri mannrán og yfirhöfuð alla alvarlega flæpi sem framdir voru í borginni. hvert skipti sem fréttir bárust af slíkum atburðum barst lögreglunni nafnlaust bréf þar sem því var hald- ið fram að Hermína Ernst væri sökudólgurinn. Lögregluna var farið að gruna að eitthvað gruggugt væri þarna í spil- inu. En lögum samkvæmt ber henni að fylgja eftir öllum slíkum vísbendingum sem henni berast, þannig að Hermínu var hætt að koma það á óvart er hún var hand- tekin. Þetta tók þó mjög á taugarnar. Margir voru farnir að líta Hermínu hornauga, því menn töldu að varla myndi lögreglan ofsækja hana á þennan hátt ef hún hefði ekki að minnsta kosti eitthvað óhreint í pokahorninu. Hermína giftist á þessum árum og eignaðist þrjú börn. En álagið af stöðugum handtökum og yfir- heyrslum og handtökum var orðið slíkt að hjónabandið þoldi það ekki og maður hennar fór frá henni. Jafnvel hann átti erfitt með að trúa því að hún væri alsaklaus. RÁDNING Á KROSSGÁTU Líf Hermínu gekk oröið út á það að afla sér fjarvistarsannana. Fjarvistarsönnun óskast Hermína var farin að gera alls kyns varúðarráðsstafanir. Hún forðaðist það eins og heitan eldinn að vera ein til þess að hafa stöðugt vitni að því hvar hún hefði verið á hverjum tíma. Hún gekk með vasabók þar sem hún skráði hjá sér allt sem hún gerði og í fylgd með hverjum hún hefði verið á hverjum tíma. Ef hún neyddist til að vera ein á ferð einhverra hluta vegna skráði hún hjá sér alla sem hún hitti og lagði sig f framkróka um að láta afgreiðslufólk og aðra sem hún átti samskipti við muna eftir sér. Hún henti aldrei aðgöngumiðum eða kvittunum. Allt hennar líf var farið að snúast um að hafa fjarvistar- sönnun vegna glæpa sem hún hafði ekki komið nálægt. Lögreglan fór að reyna að kanna það hver það kynni að vera sem legði sig svo í framkróka um að koma Hermínu ívandræði. Hermína kvaðst ekki vita til þess að neinn bæri til sín slíkan haturshug að vilja raska allri hennar tilveru. Lögreglan yfirheyrði þó alla karl- menn sem hún hafði átt einhver skipti við áður en hún giftist. Þeir voru þrír og enginn þeirra virtist hafa ástæðu til að hata Hermínu eða bera kala til hennar. Jósef Ernst fer á stúfana Að lokum fór svo að Hermína var farin að velta því alvarlega fyrir sér að flytja úr landi með börnin. Hún hafði verið ofsótt af lögreglunni í þrettán ár og var búin að fá nóg. Hún var einkadóttir foreldra sinna og þeim fannst það hræðilegt ef hún þyrfti að hrekjast úr landi með barnabörnin þeirra. Faðir hennar bað hana því að gefa sér tækifæri til þess að komast að því hvað á seyði væri, hreinsa nafn hennar og koma á friði í lífi hennar. Hann byrjaði á því að fara til lög- reglunnar og fá afrit af öllum nafn- lausu bréfunum. Þau fór hann með til sérfræðings í ritvélategundum og -letri. Sá sagði honum að greinilegt væri að karlmaður hefði skrifað bréf- in og að sá væri ekki vanur vélritari. Hann sagði Jósef Emst ennfremur að ritvélin sem notuð hafði verið við að skrifa bréfin væri gömul ferðarit- vél af Olympia- gerð. „Ef þú getur fundið ritvélina, skal ég sjá til þess að sá seki fái að standa fyrir máli sínu,“ sagði ritvélasérfræð- ingurinn. Með þetta í farteskinu hófst Jósef Ernst handa. Hann byrjaði á því að útbúa viðgerðarbeiðnir, sem litu út fyrir að vera frá ritvélaþjónustu. Síð- an fór hann á stúfana til að kanna mennina þrjá sem Hermína hafði verið í tygjum við. Hann fór heim til þeirra þegar hann var viss um að þeir væru við vinnu. Tveir þeir fyrstu voru giftir og eigin- konur þeirra sögðu að um mistök hlyti að vera að ræða, þeir ættu enga ritvél. En þegar Jósef kom heim til þess þriðja, Franz Heiring, kom annað hljóð í strokkinn. Ritvélin fínnst Hermína hafði kynnst Franz Heir- ing þegar hún var 18 ára gömul. Þau höfðu farið út saman nokkrum sinn- um, en Hermínu féll ekki við hann er hún kynntist honum nánar og sleit því sambandi þeirra. Hann hafði tek- ið því óstinnt upp og margbað hana um að endurskoða hug sinn. Hún neitaði því stöðugt og að lokum gafst hann upp og hún heyrði ekki frá honum eftir það. Þegar Jósef Ernst kom heim til Franz kom öldruð móðir hans til dyra. Hann kvaðst vera kominn til að gera við ritvél sonar hennar. Hún kannaðist strax við að sonur hennar ætti Olympia ferðaritvél, en vildi ekki hleypa Jósef inn þar sem sonur hennar hefði ekki sagt henni að hann ætti von á viðgerðarmanni. Jósef sýndi henni þá beiðnina sem hann hafði útbúið og lét hún þá und- an. Hún vísaði honum á vélina og þeg- ar hún brá sér frá dró hann upp blað og setti í vélina. Hann gerði eins og sérfræðingurinn hafði sagt honum, sló inn alla stafi á ritvélaborðinu í hástöfum, ásamt greinarmerkjum og tölustöfum. Að því loknu kvaddi hann gömlu konuna og fór. Hann hélt með feng sinn á fund sér- fræðingsins sem kannaði blaðið og bar þaö saman við nafnlausu bréfin. Að þeirri könnun lokinni kvað hann engan vafa leika á því að nafnlausu bréfin hefðu verið skrifuð með ritvél Franz Heiring. Fáránleg hefnd Þeir sneru sér til lögreglunnar með vitneskju sína. Lögreglan hraðaði sér heim til Franz Heiring, því vitað var að tíminn væri naumur. Franz Heir- ing myndi eflaust losa sig við ritvél- ina hið snarasta er hann frétti að við- gerðarmaður, sem hann hafði ekki beðið um, hefði komið og litið á vél- ina. Þegar Franz Heiring hafði verið handtekinn og honum sýnd sönnun- argögnin gegn honum, gafst hann upp ogjátaði. Hann skýrði frá því að Hermína væri eina stúlkan sem hann hefði nokkru sinni elskað og hann hefði aldrei náð sér eftir að hún sagði honum upp. „Henni fannst ég ekki nógu góður fyrir sig,“ sagði hann beisklega. „Ég ákvað því að koma henni í vandræði hjá lögreglunni og vonaði alltaf að hún yrði dæmd fyrir einhvem þeirra glæpa sem ég sakaði hana um. Síðan taldi ég að þegar hún kæmi úr fang- elsinu myndi enginn vilja líta við henni og þá myndi hún taka mér feg- ins hendi." Heiring var ásakaður um að hafa sakað annan mann ranglega um glæp, villt um fyrir lögreglunni og þar með tafið störf hennar og glæp- samleg rógskrif. Hermínu, sem hafði mátt þola þessa fáránlegu hefndaráætlun í 13 ár, fannst sem þungu fargi væri af sér létt. Hún var orðin 34 ára gömul og sagðist sem betur fer enn vera nógu ung til að geta byggt upp líf sitt að nýju ásamt börnum sínum. Fiskistofa auglýsir eftir starfsfólki Fiskistofa er stjórnsýslustofnun á sviði sjávarút- vegsmála sem heyrir undir sjávarútvegsráð- herra og skal m.a. annast framkvæmd laga um stjórn fiskveiða, eftirlit með fiskveiðum, söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á því sviði. Stofnunin tekur til starfa 1. september 1992 og verður til húsa í Ingólfsstræti í Reykjavík. Endanlegar starfslýsingar fyrir allar stöður liggja ekki fyrir en ráða þarf: Lögfræðing — fyrir fiskveiðistjórn og veiðieftirlit. Viðskiptafræðing — fyrir sömu svið. Starfsfólk í tölvudeild. Ritara, bókara, skjalavörð og símavörslu á skrifstofu. Um er að ræða áhugaverð störf og uppbygg- ingu nýrrar stjórnsýslustofnunar á sviði sjávar- útvegsmála. Laun verða í samræmi við launakjör ríkisstarfs- manna. Umsóknir sendist sjávarútvegsráðuneytingu, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, merktar „Fiski- stofa“ fyrir 1. september nk. Fiskistofustjóri aÓNSKÓLi SIGURSVEINS D. KRISTINSSQNAR | Hellusundi 7 Reykiavik Innritun hefst mánudaginn 24. ágúst. Nemendur í hjóðfæra- og söngdeildum þurfa að staðfesta umsóknir sínar með greiðslu eða samningi um greiðslu námsgjalda. Nýjar umsóknir aðeins teknar á biðlista. Athugið að forskólanemar sem sótt hafa um nám verða boðaðir sérstaklega. Skrifstofa skólans verður opin sem hér segir: í Helluhrauni 7 mánudaginn 24. ágúst til miðvikudags 2. september, í Hraunbergi 2 laugardag 29. ágúst kl. 10-14, í Árbæjarskóla mánudag 31. ágúst kl. 17-19. Skólastjóri Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. garöyrkjustjórans I Reykjavlk, óskar eftir tílboöum I lóöartögn á leiksvæöi viö Leiöhamra. Verkinu skal lokiö 20. október 1992. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuö á sama staö þriöjudaginn 1. september 1992, kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Getum afgreitt fjölmargar harðviðartegundir; fullverkaður viður með stuttum afgreiðslufresti. Beiki, Askur, Kirsuberjaviður, Eik, japönsk og evrópsk, Iroco, Mahogani, brasilískt og afrík- anskt, Poplar USA, Thailand Teak, Hnota, Paranafura. Vikulegar ferðir Byggir hf. sími 677190

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.