Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 ððruvísl bilasala BlLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUT1R. MVND HJÁ OKKUR - BlLL HJÁ ÞÉR SÍMI 6T9225 E5, A /AJ HÖGG- > DEYFAR Verslið hjá fagmönnum varahluti Hamarshöföa 1 - s. 67-67-44 LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992 Ýmislegt ábótavant í kurteisi landans: Skortir okkur tillitssemi? Sífellt færíst í aukana að félagasamtök óski eftir fyrirlestrum um mannleg samskipti, framkomu og kurteisi. Einnig sækja ungir karl- menn meira í þau en áður. Að sögn Unnar Arngrímsdóttur, framkvæmdastjóra Módelsamtak- anna, bjóða þau upp á fyrirlestra þar semfjallað er um þijú ofan- greind atríði auk borðsiða og samskipta starfsmanns og yfírmanns. Séu fyrirlestramir fyrir starfsfólk fyrirtækja er jafnframt komið inn á þjónustu við viðskiptavini. Gunnar Elnarsson, Elnar I Götu og Johnny Sfmonarson viö grisjun f Loö- mundarvatnl I Landmannaafréttl. LJósmynd: Sunnlenska fréttablaðlð Grisjun í veiðivötnum Vannýtum við veiðivötnin? Grisjun á murtustofni Þingvallavatns hefur enn ekki komist í gang þar eð hringnót sú sem nota átti til verksins reyndist ekki nógu síð. Veiðifélag Þingvallavatns stendur að framkvæmdunum og notar hringnót svipaðri þeirri sem beitt er við loðnuveiðar. „íslendingar eru búnir að vera til sveita til svo langs tíma, þar sem þeir hafa orðið að berjast fýrir því að halda lífi. Síðan hoppum við yfir hundrað ára tímabil og komumst á malbikið," segir Unnur. „Það skort- ir þarna ákveðna þróun í menningu okkar og við finnum það á okkar nemendum." Helsta Akkillesarhæl okkar íslend- inga segir Unnur vera skort á tillits- semi. „Það vantar alla tillitssemi og virð- ingu og þá sérstaklega hjá böm- um,“ segir Unnur. „Maður sem hef- ur tillitssemi innra með sér, hann kemst af." Grunnreglur ríkja í fatavali og þær vefjast líka oft fyrir fólki. „Það er oft hringt í okkur þegar verið er að fara í forsetaveislur og brúðkaup og spurt hvort megi fara í hinu eða þessu, hvort liturinn hæfi eða hvort það megi borða með hatt á höfðinu," segir Unnur. Það fer eftir því á hvaða tíma sóiar- hringsins verið er að borða hvort borða má með hatt á höfði en fólki til glöggvunar á að vera með höfuð- fat í guðshúsi. Unnur bendir á að hver og einn geti verið snyrtilegur við hvaða tækifæri sem er og þykir vinsældir einkennisbúnings íslenskra hús- mæðra hafa gengið út í öfgar: „Þú getur verið í jogginggallanum þeg- ar þú ert að hlaupa en ekki þegar þú Fastlega má búast við að tekist verði á um þetta atriði á þinginu en Framsóknarflokkurinn hefur í ára- tugi talið að misjafnt vægi atkvæð- isréttar sé einn þáttur í því að vega upp misjafna aðstöðu kjósenda úti um land þegar kemur að ýmiss konar þjónustu sem þéttbýlingar á höfuðborgarsvæðinu eigi auðveld- ara með að nálgast en dreifbýlis- fólk. í ályktunardrögunum segir ennfremur: ert að versla í Kringlunni," segir hún. „Við reynum að gera fólki grein fyrir því að það er mikið atriði að skórnir séu hreinir og hælarnir ekki uppétnir sem við göngum, stöndum og berum okkur á,“ segir Unnur. „Ég sá í sjónvarpinu fyrir kosningarnar fjóra menn í sitjandi í hornsófa. Þrír voru ungir og huggulegir með flibba og sátu upp- réttir en svo var einn á sextugsaldri spikfeitur með jakkann frá, sat á annarri rasskinninni, hallaði sér aftur með aðra höndina á sófabak- inu. Ég myndi aldrei kjósa þennan mann, hann var ekki traustvekj- andi. Það er ekki bara málefnið sem verður að vera í lagi heldur líka út- litið.“ Unnur tók útlit fréttamanna Ríkis- sjónvarpsins í gegn fyrir kosninga- sjónvarpið í fyrra og lét þá m.a. „klippa af sér lubbann". Hún sótti meira að segja um sérstakan fata- styrk þeim til handa, sem hún og fékk. Það er afar misjafnt frá ári til árs hvaða aldurshópar eru fjölmennast- ir á námskeiðum Módelsamtak- anna. í fyrra flykktist til dæmis hóp- ur ungra manna úr viðskiptafræði í Háskólanum á námskeið hjá Unni og er ekki að efa að árangur þess skilar sér von bráðar út í íslenskt viðskiptalíf. „SUF telur að Alþingi eigi að end- urspegla vilja þjóðarinnar, en geri það ekki nema allir hafi jafnan at- kvæðisrétt. Til að sýna misvægið má benda á að yfir 63% þjóðarinn- ar búa á höfuðborgarsvæðinu, en þaðan koma um 30% af fulltrúum á Alþingi. SUF telur brýnt að Framsóknar- flokkurinn og önnur lýðræðisöfl vinni markvisst að jöfnun atkvæð- isréttar." Þegar búið var að síkka nótina sem nota átti bilaði biökkin sem notuð er til að hífa hana upp. En að sögn Sveinbjörns Jóhannessonar bónda á Heiðabæ 1 er þó fyrirhugað að hefj- ast handa við grisjunina eftir nokkra daga. „Við þyrftum að fá svör við því hvaða áhrif mikil veiði hefur á fiski- stofn í vatni og hvað þarf að taka marga fiska til að fá breytingu á stærðarsamsetningu fiskstofnsins og fæðudýrastofnana," segir Guðni Guðbergsson hjá Veiðimálastofnun. „Það hefur mikið vantað upp á að menn hafi náð því magni sem hafi skilað þessum svörum, því þolin- mæði hefur skort til að taka nægjan- í sérstökum drögum að ályktun um byggðamál er hins vegar talað um að efla beri völd og ábyrgð heima í héraði og efla sjálfstæði kjördæmanna. Annars er aðalmál þingsins sjávar- útvegsmál og hafa tveir utanað- komandi ræðumenn verið fengnir til að flytja erindi en það eru þeir Jón Kristjánsson vatnalíffræðing- ur, sem viðrað hefur óhefðbundnar skoðanir um fiskveiðistjórnun, annars vegar og hins vegar Svein- björn Stefánsson, forstjóri á Seyð- isfirði. Á þinginu verður kosinn nýr for- maður SUF, en Siv Friðleifsdóttir, núverandi formaður, hefur ekki gefið kost á sér til endurkjörs. legt magn.“ Áhöld eru svo um hvað er venjuleg veiði hins vegar og grisjun annars vegar að sögn Guðna. Grisjun er það venjulega nefnt þegar veitt er mikið magn af fiskistofni þar sem hann er mjög þéttur til að vaxtarhraði hans aukist sem og stærð hans. Þar með eykst verðmæti hans. í Sunnlenska fréttablaðinu frá 20. ágúst sl. kemur fram að vötnin í Landmannaafréttum hafi verið grisjuð undanfarnar vikur. Til þess er loðnunót notuð og hún dregin af tveimur litlum bátum frá miðju vatninu í land. Þannig geta um 300 fiskar veiðst í einu hali. Önnur ráð eru notuð í vötnunum á Jökuldalsheiði en þar hafa egndar vírgildrur verið teknar í gagnið. í þær er sett agn eins og til dæmis þorskahrogn. Þar hafa veiðst um 5- 7000 fiskar undan ís á viku á vet- urna. Enginn árangur er enn kom- inn af þeirri grisjun sem þegar hefur verið framkvæmd. Að mati Guðna mætti nýta afla veiðivatnanna betur en gert hefur verið: „Þessi fiskur sem menn hafa verið að veiða er smár og því léleg söluvara og menn byrja ekki að veiða fyrr en þeir geta selt aflann og byrja ekki að selja fyrr en þeir hafa veitt hann. Þannig að þetta er vítahring- ur. Mér finnst að með þau verðmæti í huga séu bændur upp til hópa frek- ar daufir við það að nýta þessa veiði,“ segir Guðni. Nokkur átaksverkefni hafa verið gerð til að koma á veiðum og hefur orðið minna úr þeim en vonir hafa staðið til, sérstaklega með tilliti til stöðu greinarinnar. „Ég held að ýmsir gætu drýgt tekj- ur sínar með því að líta á veiðarnar sem vinnu og gera þetta af alvöru eins og gert er við Mývatn og Þing- vallavatn þar sem að fara á net þykir jafnsjálfsagt og að smala á haustin, en er annars staðar bara gert þegar menn eru í góðu stuði,“ segir Guðni. Hann segir hins vegar stangveiði hafa færst í aukana og laxveiðileyfi seljast vel. Færri komast að en vilja í laxveiðiárnar og færa margir sig því yfir í silungsveiðina í ám og vötnum. „Veiðiréttareigendur mættu gera meira til að hlúa að sínum vötnum og auðvelda aðgöngu. Ferðaþjón- usta bænda hefur verið að gera svo- lítið í þessu en það mætti gera meira,“ segir Guðni að lokum. —GKG. Norræn ráð- stefna um umhverfismál á Spáni Norræn umhverfisráðstefna verður haldin á heimssýningunni í Sevilla á Spáni næstkomandi mánudag á veg- um norrænu ráðherranefndarinnar. Embættismannanefnd ráðherra- nefndarinnar um umhverfismál hefur undirbúið ráðstefnuna, en hún fjallar um norræn viðhorf til umhverfismála og tillögur Norður- landanna um úrbætur. Á ráðstefnunni verða flutt tvö erindi frá hverju Norðurlandanna og munu Norðmenn fjalla um loftslag, Finnar um líffræðilegan fjölbreytileika, ís- lendingar um mengun sjávar, Svíar um súrt regn og Danir um þátttöku aimennings í umhverfismálum. Ríkisstjórn íslands fól í aprfl síðast- liðnum umhverfisráðuneytinu að annast þátttöku í ráðstefnunni fyrir Islands hönd. Eiður Guðnason um- hverfisráðherra mun koma fram sem fulltrúi norrænu ráðherranefndar- innar og setja ráðstefnuna. Hann mun einnig flytja erindi fyrir hönd íslands um norræn sjónarmið og stefnu varðandi verndun sjávar gegn mengun og Davíð Egilsson, deildar- stjóri Mengunardeildar Siglinga- málastofnunar, mun fjalla um meng- un sjávar. —GKG. Óvænt tillaga á 24. sambandsstjórnarþingi ungra framsóknarmanna á Egilsstöðum um næstu helgi: SUF vill jafna atkvæðisréttinn „Samband ungra framsóknarmanna telur að jafna eigi atkkvæðisréttinn. Úrs'it kosninga ættu að sýna vilja þjóðarinnar þar sem hvert atkvæði hafi jafn vægi.“ Þannig hljóðar upphaf draga að ályktun sem málefnahópur ungia framóknarmanna hefur ákveðið að leggja fyrir sambandsþing ungra fram iknarmanna sem haldið verður í Menntaskólanum á Egilstöðum um næstu helgi, 28.-30. ágúst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.