Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 10
lOTÍminn Laugardagur 22. ágúst 1992 Laugardagur 22. ágúst 1992 Tfminn 11 „Elskhuginn“ — PJARFASTA MYNPIN TIL ÞESSA? Kvikmyndaframleiðendurfyrri ára neyttu margra bragða til að koma ástinni á framfæri og sýndu mikla hugkvœmni. Nú er erfitt að hneyksla meir Ástarsenumar í hinni nýju, frönsku kvikmynd „Elskhuginn" (L’Amant) sem nú vekur mest umtal víða um heim em svo brennheitar að menn hafa spurt hvort leikaramir hafi í vemnni leikið þær sjálfir? Unga fyrirsætan Jane March frá Pinner sem fer með aðalhlutverkið heldur því blákalt fram að hún hafi ekki notað neinn staðgengil. Samt vita allir að myndin má vera ærið djörf ef hún á að slá fyrri myndum við sem leikið hafa á sömu strengi. Fyrr hafa keppt um það heiðurssæti að vera hneykslanlegasta kvikmyndin myndir eins og önnur mynd sem bar nafnið „Elskhuginn" (1958), „Síðasti tangó í París" (1972) og „Body Heat“ (1981). Sagt er að af síðastnefndu myndinni hafi ungfrú March lært að gera sér upp kynferðislega fullnægingu á kvikmyndatjaldi. En engin mynd slær þessari við að sögn. í árdaga hljóðsettra kvikmynda var heimiluð þó nokkur dirfska. í myndinni „She Done Him Wrong" (1933) er að finna það atriði er Mae West spyr ungan meðleikara sinn, Cary GranL' „Ertu með skammbyssu í vasanum eða ertu bara feginn að sjá mig?“ Cary Grant segir f víðbótarafsláttur sem slær í gegn! A KAUPSTAÐUR í MJÓDD 2. HÆÐ A1IKLIG4RÐUR MARKAÐUR VIÐ SUND endurminningum sínum: „Ég var í kjól og hvítt og með hvítan silkitrefil. Hún tók trefilinn, vafði hon- um utan um mjaðmir okkar beggja og svo að segja „gerði það“ við mig.“ Kvikmyndaeftirlit En hneykslanleg atriði ýmis í Hollywood- myndum urðu brátt til þess að þess hátt- ar leyfðist ekki lengur. Kvikmyndaeft- irliti með tilheyrandi reglugerð var komið á fót báðum megin Atlants- hafsins. Breska reglugerðin kvað á um að bannað væri að fækka föt- um á tjaldinu og að undirföt kvenna mættu ekki sjást — og sitthvað fleira sem átti að „krydda" söguþráðinn. Vestur í Ameríku voru menn sammála um að ekkert skyldi sjást sem sært gæti velsæmistil- finningu eldri kvenna af gyðinga- ættum. Kvikmyndaframleiðend- um voru settar strangar reglur og þar á meðal sagði að væru tveir leikarar af gagnstæðu kyni saman í rúmi eða á legubekk skyldi annar aðilinn ætíð hafa annan fótinn á gólf- inu. Þeir sem ólust upp við kvikmyndir þessara ára og fóru í bíó að fræðast um ástalíf urðu ekki margs vísari. Hápunkturinn fólst í langdrengum kossum kappklæddra leikara sem lauk um leið og tónlistin var komin í það hámark sem þáverandi hljóð- tækni leyfði. Með tímanum fór fólki að finn- ast að svona væru kvikmyndir bara alltaf og að við öðru mætti ekki búast. Kvikmyndir og raunveru- leiki væru auðvitað sitt hvað. „ Slapp ekki í gegn" Kvikmyndaeftirlitiö tók við sér þegar það sá hina annars sakleysislegu mynd „Singing in the Rain" (1952). Það sem fór fyrir brjóstið á þeim var atriðið er Cyd Charisse andaði á gleraugu Gene Kelly og pússaði þau síðan mjúklega á silkisokknum á fagur- lega löguðum fæti leikkonunnar. Þeir stöppuðu líka niður fæti þegar þeir sáu Donald O’Connor hreyfa varimar hljóðlega en á táknrænan hátt meðan ung- frú Debbie Reynolds söng fyrir aftan hann. Þegar O’Connor í gamni var látinn tala með kvenrödd og fara fram á stefnumót við ungfrú Kelly var eftirlit- inu líka nóg boðið. Þeir heimtuðu að þetta yrði klippt út, því það bæri vott um „öfuguggahátt." Þar sem kvikmyndaframleiðendur voru háðir svo ströngum fyrirmælum í siðgæðisefhum þá tóku þeir varlega að reyna á „þanþol" reglugerðanna. Þeir urðu að beita kænsku. I Tom Jones (1963) má sjá hvemig Tony Richardson fór í sakimar, en hann lætur leikarana éta hvom framan í öðmm af ótví- ræðri kynferðislegri áfergju. Aðrir leikstjórar fóru þá leið að láta leikarahæfileika aðalleikar- anna eina koma boðskapnum áleiðis. „Double Identity“ frá 1944 er einhver kyntöfra- þmngnasta mynd sem um get- ur og það er að þakka leikkon- unni Barböm Stanwyck, sem er lostasemin sjálf gædd lífi og blóði. Þeir sem myndina hafa séð þurfa ekki annað en að loka augunum til þess að sjá Stanwyck fyrir sér — slappar, ögrandi varnimar sem gerðar em enn æsilegri með ljósatækni fremstu ljósamanna Paramount- kvikmyndaversins. Stanwyck þurfti ekki að afklæðast til þess að ná fram kynhrifum. í hvítri, aðskorinni peysu, ríkulegum varalit og skóm með öklabönd- um sannfærði hún áhorfendur um að það væri ekki að furða þótt Fred MacMurray væri reiðubúinn að drepa mann fyrir hana. Karlmönnum meðal áhorfenda fannst þeir einnig tilbúnir til þess! Þegar kom fram á sjöunda áratuginn fóm menn að koma auga á að bönnin og boðin gengu út í öfgar og það var farið að slaka á. í Bretlandi var farið að veita afmörkuð leyfi til þess að sýna myndir úr nektamý- lendum. Þar gat að líta naktar konur í boltaleik sem sáust frá þannig sjónarhomum að aldrei þótti vem- leg blöskran að því. Myndin sem hér er minnst á hét „Nekt í náttúmnni“. Svo gerðist það með myndinni „Tónlistamnnend- umir“ sem fjallaði um ævi Tsjaikowsky að Ken Russell leyfðist að sýna „a!lt,“ en þar fór Glenda Jackson með hlutverk hinnar smáðu eiginkonu tón- skáldsins. Glenda Jackson hafði tveim ámm áður verið með í myndinni „Women in Love“, sem gerð var eftir sögu D.H. Lawrence og þar léku þeir líka Oliver Reed og Alan Bates. Þama máttj s|á naktar Jane Russell í myndinni „Útlaginn". Lana Tumer í eldrí myndinni sem gerð var eftir skáldsögunni „Pósturínn hríngir alltaf tvisvar". manneskjur framfrá, þótt flöktandi skuggar væm látnir leika um þær. Er ekki öllum sama? Myndirnar urðu nú æ djarfari. Þegar Bob Rafelson gerði nýja mynd eftir skáldsögunni „Pósturinn hringir alltaf tvisvar" þá vom þar senur sem leikstjóri gömlu myndarinnar, Táy Gamett, hefði aldrei vogað sér að láta sjást. Mynd Raf- elsons þótti vel gerð og áhrifamikil. En þótt hún sýndi allt það sem Gamett var að láta sér nægja að gefa í skyn 1946, þá leikur vafi á að nýja myndin hafi tekið þeirri gömlu fram. Þótt Jessica Lange okilaði sínu með prýði er hún stundi hvað af tók á eldhúsborðinu, þá var hún ekkert áhrifameiri en vant var. Það var Lana Túmer með gömlu MGM hár- greiðsluna sem fór með hlutverkið áður. Samkynhneigð var nú líka dregin fram úr — til þessa — harðlokuðum felustað sínum. Nú má sýna milljónum manna mynd eins og „The Lost Language of the Cranes" í sjónvarpi, þótt þar sjáist berir karlmenn í ástaratlotum, og enginn LITAÐ BÁRUSTÁL * Á bónusverði aðeins kr. 600 Þú sparar 30% Upplýsingar og tilboð í sima 91-26911 Fax 91-26904 Markaðsþjónustan Skipholti 19, 3. hæð hreyfir mótmælum. Þeir tímar hafa ver- ið fljótir að gleymast þegar þessi tegund ástalífs var ekki aðeins bönnuð á hvíta tjaldinu, heldur mátti ekki svo mikið sem á hana minnast I spennumyndinni Crossfire, sem gerð var í Hollywood árið 1947, var maður sá er myrtur var látinn vera gyðingur, þótt í sögunni (The Brick Foxhole) væri hann samkynhneigður. Fyrir vikið þótti myndin gott innlegg í baráttuna gegn gyðingahatri. í mynd sem gerð var um ævi Cole Port- er árið 1946 var Porter látinn vera gagn- kynhneigður, þótt hann hefði verið sam- kynhneigður í veruleikanum. Það var reyndar Cole Porter sjálfur sem sagði: „í gamla daga mátti ekki glitta f nylonsokk í bíómyndum. Nú má ham- ingjan vita hvað er óleyfilegt!" Nei, í kvikmyndum samtímans er varla neitt bannað meir. Brátt munu menn hér á landi fá að sjá myndina „Elskhug- ann“ og geta þá dæmt um það sjálfir hvort hún sé skref „fram á við“ í dirfsku sinni. En skyldi annars öllum ekki vera orðið sama? (Úr Sunday Times) Cary Grant og Mae West í myndinni „She Done Him Wrong.“ Þar þóttu atrióin í djarfasta lagi. VERÐ- LÆKKUN á LAMBA- KJÖTI AFSLÁTTUR AF ÖLLU LAMBAKJÖTI TIL MÁNAÐAMÓTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.