Tíminn - 22.08.1992, Síða 7

Tíminn - 22.08.1992, Síða 7
Tíminn 7 Laugardagur 22. ágúst 1992 Knattspyma: Úrslita- keppni yngri flokka Þessa dagana stendur yfir úr- slitakeppni í yngri flokkum. Við birtum hér þau úrslit sem náðist í í gær, en keppninni verður haldið áfram um helgina: 3. flokkur karla Á Valsvelli KR-Þróttur R............... Valur-Leiknir.............. Fram-Valur................ KR-FH...................... FH-Þróttur R............... Á Þórsvelli KA-UBK.... Austri-UBK ÍBV-Þór... Sindri-Þór . .3-0 .8-1 .4-0 6-2 .4-0 .2-6 .2-3 .4-2 .2-9 Tekst Bjarna Jónssyni fyrirliöa KA að ná bikarnum úr höndum Sævars Jónssonaar, fyrirliða Vals manna, en Valsmenn hafa haft bikarinn síðustu tvö ár. Úrslitaleikur í Mjólkurbikarkeppni KSÍ: Vinna Valsmenn bikar- inn þriðja arið i roð 4. flokkur karla í Reykjavík KR-Fram....................4-6 HK-KR......................1-1 Fram-HK....................5-4 Selfoss-ÍA ................1-0 ÍA-Fylkir..................4-3 Fram vann sinn riðil og HK í öðru sæti, en liðið komst áfram á marka- hlutfalli, á marki skoruðu á síðustu sekúndum leiksins við Fram í gær. KR situr því eftir í riðlinum. Ekki var Ijóst hverjir bæru sigur úr být- um í hinum riðlinum. Á Húsavíkurvelli Völsungur-Huginn...........16-1 Víkingur-Huginn............14-2 Víkingur-Völsungur..........3-1 KA-Austri...................4-1 FH-Austri...................8-0 FH-KA.......................1-1 Víkingur og FH unnu sitt hvorn rið- ilinn og í dag leikur Víkingur við KA og Völsungur við FH. Sigurvegarar leika saman um hvort liðið leikur til úrslita á mótinu. 5. flokkur ka. Þróttaravöllur a-liö Fram-KR.....................8-1 Þróttur-Stjaman.............2-1 b-liö Þróttur-Stjaman.............2-2 Fram-KR.....................1-3 í Neskaupstað a-liö Fylkir-KA...................3-2 Þór-Keflavík ...............1-2 b-liÖ Þór-Keflavík................2-0 Fylkir-KA...................0-4 -PS Á sunnudag kl. 15.00 verður leikinn úrslitaleikur í Mjólkurbikarkeppni KSÍ og eigast þar við lið Vals, sem hefur unnið Mjólkurbikarinn tvö síðustu ár, og lið KA sem aldrei hef- ur leikið til úrslita um bikarinn. Valsmenn eiga því möguleika á því að vinna bikarinn í þriðja sinn í röð, en KA- menn geta með sigri brotið blað í knattspyrausögu Akureyrar. Bikarinn hefur þó einu sinni farið norður yflr heiðar, en þá var það lið ÍBA sem vann bikarinn. Bikarmeistarar Vals mæta með alla sína sterkustu menn og er hvorki um meiðsli að ræða, né leikbönn í þeim herbúðum. Liðið dvelur á Hótel Örk, að venju fyrir bikarúrslit, nóttina fyr- ir leikinn og heldur í bæinn um há- degisbil á leikdag. KA menn koma til Reykjavíkur á laugardag og halda þá austur á Þingvöll, þar sem liðið mun dvelja nóttina fyrir leik, á Hótel Val- höll. Leið liðanna í úrslitaleikinn hefur verið dálítið ólík, því KA menn hafa svo langt frá því farið auðveldustu leiðina í leikinn. í 16 liða úrslitum léku þeir við Þórsara og sigmðu þá 2- 0. Því næst léku þeir við Fram fyir norðan og voru þeir lagðir 2-1 og að síðustu voru Skagamenn slegnir út úr bikamum í undanúrslitum. Valur hóf keppnina með þvi að leggja Blika að velli í Kópavogi, því næst FH-inga að Hlíðarenda og að lokum Fylkis- menn í undanúrslitum. Það verður vart hægt að segja ann- að, þegar tekið er tillit innbyrðisvið- ureignar liðanna í ár, að KA menn standi höllum fæti, því leikur liðanna í fyrri umferð Samskipadeildarinnar, sem leikinn var að Hlíðarenda, end- aði 4-0 Valsmönnum í vil þannig að ljóst er að það er á brattann að sækja fyrir KA. Það er mikið í húfi í leiknum á sunnudag, bæði er um mikinn heið- ur að ræða, en ekki síður peninga- lega fyrir félögin og leikmenn. Fast- lega má búast við því að leikmenn og þjálfarar fái greiddan bónus fyrir sig- ur í leiknum, auk þess sem sigurliðið er öruggt með þátttöku í Evrópu- keppni. Það tryggir sigurliðinu mikl- ar tekjur, greiðslu frá UEFA til að standa straum af þátttöku sem nem- ur 4-6 milljónum króna, auk þess ef liðið dettur í lukkupottinn má gera ráð fyrir tekjum af sjónvarpssamn- ingum og fleiru. Guðmundur Kjart- ansson, formaður knattspymudeild- ar Vals, segir að hagnaður sigurliðs- ins í heildina, þegar tekið er tillit til greiðslna UEFA, auglýsingatekna af úrslitaleiknum, sölu minjagripa og aðgöngumiða, geti numið um 10 milljónum króna. Það virðist allt stefna í hörkuúrslita- leik og að sögn Helga Kristjánssonar, framkvæmdarstjóra knattspyrnu- deildar Vals, var búið um miðjan dag í gær að selja um 400 miða í forsölu á Akureyri. Þá gekk forsala í Kringl- unni einnig vel. Hann sagðist finna stemmninguna magnast og var bjartsýnn á góða aðsókn. Stuðnings- menn liðanna munu hittast fyir leik. Valsmenn hittast í Valsheimilinu, en KA menn munu hittast á Kringlu- kránni, bæði fyrir leik og á laugar- dagskvöld. Það er nýbreytni nú að í sjónvarpinu í kvöld verður skemmti- þáttur sem verður helgaður leikn- um. Þar munu fulitrúar liðana mæta auk frægra skemmtikrafta, auk þess sem dregið verður hvorum megin í stúkunni stuðningsmenn liðanna munu sitja. Heiðursgestur verður Davíð Odds- son forsætisráðherra, en að auki munu þeir Magnús L. Sveinsson for- seti borgarstjórnar og Halldór Jóns- son bæjarstjóri á Akureyri verða sér- stakir gestir félaginna. Davíð Odds- son afhendir bikarinn að leik lokn- um. Dómari leiksins verður Bragi Bergmann frá Akureyri og línuverðir hans þeir Egill Már Markússon og Gunnar Ingvarsson. Aðstoðardómari verður Kristján Guðmundsson og eftirlitsmaður leiksins er gamal- kunnur dómari, Óli P. Olsen, sem sjálfur hefur staðið í sömu sporum og Bragi gerir nú um helgina. Verð aðgöngumiða á leikinn er 1.100 kr. í stúku, 700 kr. í stæði og 300 kr. fyrir börn. Ef til aukaleiks kemur, eins og gerst hefur síðustu tvö ár, verður hann leikinn á mið- vikudag kl. 18.0. -PS Bikarkeppni kvenna: Sjötti úrslitaleikur IA í röð Bikarúrslitaleikur kvenna verður leikin í dag á aðalvellinum í Laug- ardal og hefst hann Id.15.00. Þar eigast við meistaraliðin tvö frá í fyrra, UBK og ÍA. Þetta er tólfti úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna og hafa Skaga- stúlkur átta sinnum leikið til úr- slita um bikarinn, hafa tvisvar sigrað og eru að leika til úrslíta sjötta árið í röð. Breiðablik hefur hins vegar leðdð fjórum sinnum tíi úrslita og unnið þrisvar. Blika- stúlkur verða að teljast sigur- stranglegri í leiknum í dag, en þær hafa leikið vel í sumar og hafa nú eins stigs forskot á lið í öðru sæti 1. deildar kvenna og sex stig á Skagastúlkur sem eru í þriðja sæti. Leikiö er um stóran og glæsi- legan bikar, sem Reykjavíkurborg gaf fyrir úrslltaleikinn í bikaraum á síðastliðnu sumri og er nú leildð um í annað sinn. Upphaflega átti ieikurinn að vera á Valbjarnarvelli, þar sem yfir- manni á Laugardalsvelli þótti leik- urinn ekki nógu „stór“, en eftir áköf mótmæli knattspyrnukvenna og hagsmunasamtaka þeirra var ákveðið að færa leikinn á aðalvöll- inn í Laugardal. Leikinn dæmir Ól- afur Ragnarsson og honum til að- stoðar sem línuverðir verða þelr GísU Guðmundsson og Kári Ragn- arsson. Aðstoðardómari verður Kristínn Jakobsson. Aðgangseyrir verður kr. 500, en frítt fyrir böra yngri en tólf ára. -PS Vegfarendur spá í úrslit í leikjum KA og Vals í Mjólkur- bikarkeppni karia og UBK og ÍA í bikarkeppni kvenna sem haidnir verða nú um helgina: Jóhanna Sigrún Thorarensen „Ég huj>sa að KA vinni. Eiga þeir það ekki skilið? Eg þori ekki að segja til um tölur. Ég hugsa að Akranes vinni kvennaleik- inn.“ Ingunn Kristinsdóttir „Ég er nú svo léleg að spá, en eigum við ekki að segja að KA vinni karlaleikinn og Breiðablik kvennaleikinn." Einar G. Guðjónsson „Ætli maður styðji ekki Val, segi að leik- urinn fari 2-0 fýrir Val. Ætli Breiðablik vinni ekki kvennaleikinn, en ég þori ekki að nefna neinar tölur í því sambandi." Valgeir Axelsson „Ég ætla að spá KA sigri gegn Val, 1-0. Breiðablikvinnur Skagann, 2- 0, íkvenna- leiknum." Ágúst Freyr Einarsson „Valur vinnur karlaleikinn. Ég ætla ekki að nefna tölur en ætla rétt að vona að það verði stðrsigur. Breiðablik vinnur kvenna- leikinn, en það verður ekki stórsigur." Sigurjón Guðmundsson „Valur vinnur KA, 3-2, í bikarkeppni karla og Skaginn vinnur kvennaleikinn 2-1.“

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.