Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. ágúst 1992 Ttminn 5 Jón Kristjánsson skrifar: S veitarstj ómarmál á nýrri öld Stjórnsýslustigin á landinu eru tvö, rík- isvald og sveitarfélög. Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða í þjóð- félaginu um hvort breyta ætti þessari skipan eða að öðrum kosti að efla sveit- arstjórnarstigið á kostnað ríkisvaldsins með því að fá því aukna tekjustofna og aukin verkefni. Þar sem starf stjórnskip- aðrar nefndar, sem vinnur að þessum málum, kost nokkuð í sviðsljósið í síð- ustu viku þykir mér rétt að hugleiða þessi mál í pistlinum Menn og málefni, enda á ég sæti í nefndinni. Nefndarstarf fyrr og nú í tíð ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar skipaði Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra nefnd til þess að gera „samræmdar tillögur um æski- lega skiptingu landsins í sveitarfélög“. Nefndin var skipuð 8. janúar 1991. Nefnd þessi, undir forystu Sigfúsar Jónssonar, fyrrverandi bæjarstjóra á Ak- ureyri, vann mikið starf á síðasta ári og skiptu nefndarmenn því með sér að heimsækja nær öll sveitarfélög á íslandi og safna upplýsingum um hvernig þau leystu sín mál og ræða við heimamenn. Nefndin skilaði áfangaskýrslu þann 17. september þar sem segir svo í bréfi til fé- lagsmálaráðherra sem fylgdi skýrslunni: Leiðir 1, 2 og 3 - tillögur til ráðherra „Nefndin bendir á tvær leiðir sem nefndar eru leiðir 1 og 2. Önnur gerir ráð fyrir því að sameinuð verði að jafn- aði tvö eða fleiri nærliggjandi sveitarfé- lög, en hin að um enn frekari eflingu sveitarstjórnarstigsins verði að ræða, þar sem sveitarfélögin ná yfir heil hér- uð. Nefndin leggur til að áfangaskýrslan verði kynnt meðal allra sveitarstjórna landsins og óskar eftir að Samband ís- lenskra sveitarfélaga álykti um hana fyr- ir lok nóvember nk. Nefndin hefur ekki tekið endanlega af- stöðu til málsins en mun koma saman í desember nk. og leggja fram lokatillög- ur til ráðherra." Þriðja leiðin sem til álita kom og getið var um í skýrslu nefndarinnar var sú að engar opinberar aðgerðir yrðu gerðar sem þvinga eða hvetja til sameiningar sveitarfélaga en samstarf þeirra yrði eflt innan héraðsnefnda og byggðasamlaga. Héraðsnefndir yrði lögbundnar sem samstarfsnefndir sveitarfélaga. Samþykkt Sambands íslenskra sveitarfélaga Álit nefndarinnar var síðan kynnt á fund- um í öllum landshlutum og einnig ræddi fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga málið á fundi þann 23. nóv- ember og samþykkti að lýsa stuðningi við þá leið sem gerir ráð fyrir að í landinu verði 25 sveitarfélög sem í höfuðdráttum yrðu til við sameiningu allra sveitarfé- laga í hverju sýslufélagi. J a f n h 1 i ð a stækkuninni yrðu svo tekju- stofnar. Ríkis- stjóm Davíðs Oddssonar var þá tekin við völdum en eigi að síður bað ráðherrann um tilnefningu þingflokka stjómarandstöðunnar í nefndina, ásamt fulltrúum frá þingflokkum stjómarliða. Þessi nýja nefnd hefur síðan setið að störf- um og einbeitt sér að því að kanna hug manna til nýrra og aukinna verkefna sveit- arfélaga en látið umræður um stærð þeirra bíða. Engar þvinganir Ég held því fram að þessi vinna sé mjög gagnleg, hver sem niðurstaðan verður. Gíf- urlega mikil skoðanaskipti og upplýsinga- öflun hefur farið fram innan nefndarinnar sem kemur þessari umræðu til góða. Þró- unin mun verða sú að sveitarfélögin stækka, en hins vegar verður það að gerast án þvingunaraðgerða. Þess vegna er nauð- synlegt að flana ekki að neinu í þessu máli því það er afar viðkvæmt enda er hér um af- gerandi breytingu á samfélaginu að ræða. Núgildandi lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga em ekki gömul og voru sam- þykkt á Alþingi vorið 1989. Þá var farið eftir þeirri formúlu að gera verkaskiptinguna hreinni en áður var og sveitarfélögin tóku til sín verkefni og ríkið tók önnur í staðinn og var reynt að hafa baggana jafna, svo ekki hallaðist á merinni, ef menn skilja slíkt orðalag. Jafnframt voru samþykkt ný lög um tekjustofna sem óumdeilanlega bættu stöðu sveitarfélaganna, en mjög mikil óánægja hafi verið meðal sveitarstjómar- manna áður með stöðu þeirra. Þessi breyt- ing gekk vel fyrir sig og uppgjör verkefna milli rikis og sveitarfélaga í samræmi við þessi nýju lög gekk ótrúlega vel. Ný verkaskipting Umræðumar nú um verkaskiptinguna em nokkuð annars eðlis. Hún gengur út á það að færa verkefni í ríkum mæli til sveit- arstjórnarstigsins og er einfaldlega verið að kanna afstöðuna til þess að flytja stóra málaflokka algjörlega til sveitarfélganna. Tilgangurinn er að auka væti sveitarfélag- anna í opinbemm rekstri og stjómsýslu og ríkið hafi þá aðeins á hendi stefnumótun og setningu al- mennrar lög- gjafar og eftirlit með málaflokk- um. í fyrsta lagi er verið að skoða möguleikana á því að sveitarfé- lögin taki algjör- lega að sér rekst- ur gmnnskóla. Þá bætist við verkefni þeirra að borga laun kennara. Það er lang- veigamesta breytingin því sveitarfélögin tóku aukinn þátt í rekstri gmnnskóla með síðustu verkaskiptalögum. í öðm lagi er verið að kanna hvort mögu- leikar séu á því að leggja í hendur sveitar- félaga rekstur heilsugæslustöðva, máleftii aldraðra og málefni fatlaðra. Ríkið hefði þá aðeins á hendi rekstur stærri sjúkrahúsa úti á landsbyggðinni, auk rekstrar ríkis- spítalanna. Þama er um mjög stór verkefni að ræða, sem tæplega yrðu flutt í einu lagi til sveitarfélaganna. Þetta em langveigamestu málaflokkarnir auk hafnarmála, en einnig er rætt um hvort það fyrirkomulag sem nú er í þeim málum sé hið eina rétta. Auk þessa em mörg önnur smærri verkefni sem hafa ver- ið athuguð hvað varðar verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hvað vinnst? Spyrja má hvaða orsakir liggi til þessarar vinnu, hvað reki menn til þess að flytja slík stórverkefni yfir til sveitarfélaga. Kenning- ar sem uppi hafa verið til stuðnings þess em þær að lausnir verði hagkvæmari og reksturinn skilvirkari ef stjómendurnir em nærri vettvangi. Með flutningnum mundi miðstjórnarvald ríkisins og hinar miklu göngur sveitarstjómarmanna til embættismanna þess minka, en valdið verða í auknum mæli í þeirra höndum. Ljóst er að þessi verkefnaflutningur tekst ekki öðmvísi en að jöfnunarsjóður sveitar- félaga hafi mikið hlutverk og sé öflugur. Þótt vemlegar breytingar verði á stærð sveitarfélaga verða þau ákaflega misstór og með misjafnar aðstæður. Þörfin til jöfhun- ar vex í hlutfalli við umfang þeirra verk- efna sem sveitarfélögin hafa með höndum. Pólitísk ákvörðun Sú nefnd sem nú er að störfum um sveit- arstjómarmálin stefnir að því að skila áfangaskýrslu 1. október til kynningar í öllum landshlutum. Hlutverk hennar er að útfæra leiðir, en það er síðan hlutverk sveitarstjómarmanna og íbúanna í sveitar- félögunum um allt land að taka afstöðu til þeirra. Lokaákvörðunin í málinu er pólit- ísk og verður aldrei öðmvísi. Það er verk- efni Alþingis að setja löggjöf um tekju- stofna og verkaskiptingu sveitarfélaga og það er verkefni almennings í honum mörgu sveitarfélögum í landinu að taka af- stöðu til þess í atkvæðagreiðslum hver af- staða þeirra er til stækkunar sveitarfélaga. Nú er í lögum sú regla að lágmarksíbúa- tala í sveitarfélagi þurfi að vera 50 íbúar. Undantekning er leyfð ef landfræðilegar aðstæður hamla. Frekari lögþvingun í þessu efni er afar óæskileg leið og best væri að stækkun sveitarfélaga gerðist með framþróun og sem mestum friði og í sam- ræmi við þarfir íbúanna. Grundvallaratriði Þær grundvallarspurningar sem þarf að taka afstöðu til á næstunni eru þessar: • Er það rétt stefna að færa í stóraukn- um mæli verkefni til sveitarfélaganna? • Er það rétt að stefna að sameiningu heilla héraða, þannig að um það bil 25 sveitarfélög verði í landinu? • Á að setja ákveðna tímaáætlun um stækkun sveitarfélaga og nýja tekju- stofna og ný verkefni? Stjórnsýsla á nýrri öld Þessar og fjölmargar fleiri spurningar liggur fyrir að ræða á vettvangi sveitar- stjórna á næstunni. Brýn nauðsyn er til að þessi umræða verði sem almennust. Hér er um afar veigamikið og flókið mál að ræða sem mikil nauðsyn er á að um verði hreinskiptnar umræður og menn horfi til framtíðar í þessum efnum. Hvernig viljum við skipta sveitarstjórn- armálum og opinberri stjórnsýslu í land- inu á nýrri öld, málið er farið að snúast um það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.