Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 8
8 Tímínn Laugardagur 22. ágúst 1992 Hér birtist fyrri hluti frásagnar af máli Jóns Hreggviðssonar frá Rein, rakið eftir samtíma bréfum og dómskjöl- j um af Jóhanni Gunnari Ólafssyni Óbótamál Jóns Hregg- viðssonar á Rein S AGNFRÆÐINGAR hafa auðkennt svo 17. öldina og upphaf hinnar 18. að þá hafi mest verið niðurlæging íslendinga. Þá hafi verið öld fáfræði, galdra og gjörninga, efnaleg af- koma á völtum fótum, mergsogin af heillar aldar einokunarverslun og löggæsla hin hörmulegasta. Höfðingjar landsins hund- flatir fyrir honum dönsku valdhöfum En undir lokin var eins og rofaði til fyrir nýjum degi. Þá risu upp menn sem höfðu þrótt til að ganga í berhögg við ósóma ald- arinnar. Séð upp á Skaga, heimaslóöir Jóns Hreggviðssonar. Frásögn sú, er hér fer á eftir, er ágætt dæmi um óöldina sem þá var, raunar aðeins eitt af mörgum, en þó einna sögulegast af því að persón- urnar sem þar eiga híut að máli eru stórbrotnastar og vettvangurinn víðastur. Halldór Kiljan Laxness skáld hefur sem frægt er valið sér að yrkisefni ævi Jóns Hreggviðssonar í skáld- sögu sinni íslandskiukkunni. Með litla hönd, kol- dökkur á hárslit Um 1680 bjó að Fellsöxl í Skil- mannahreppi í Borgarfjarðarsýslu bóndi sem Jón Hreggviðsson hét. Hann var uppalinn í hreppnum, fæddur árið 1650, en ókunnugt er um ætterni hans. Honum er svo lýst að hann hafi verið „í lægra lagi en að meðalvexti, réttvaxinn, þykkvax- inn, fótagildur, með Iitla hönd, kol- dökkur á hárslit, lítið hærður, skeggstæði mikið, móeygður, grá- fölur í andliti, snarlegur og harðleg- ur í fasi.“ Kona hans hét Margrét Eyjólfs- dóttir og var hún tveimur árum eldri en Jón. Börn þeirra voru Sig- ríður, Bjarni og Þóroddur. Árið 1683 framdi Jón afbrot sem hann var dæmdur til hýðingar fyrir. Fimmtudaginn 11. október 1683 var Guðmundur Jónsson sýslumaður í Borgarfjarðarsýslu á leið með Jón til Heynessþings þar sem fullnægja skyldi refsinginnu. Með sýslumanni voru einnig Sigurður Snorrason böðull og bændurnir Illugi Nikulás- son og Benedikt Sigurðsson í Galt- arholti. Þeir komu við á Ytra- Mið- felli í Strandahreppi síðla dags, en þeir ætluðu sér að Katanesi um kvöldið. Sigurður Magnússon bóndi í Ytra-Miðfelli veitti þeim förunaut- unum vel brennivín og urðu þeir allir ákaflega drukknir. Meðan á drykkjunni stóð skarst í odda milli Jóns og Sigurðar böðuls. Baröi Sig- urður Jón með keyri, en eftir á vildi Jón ekki við það kannast, en viður- kenndi þó að sig rankaði við að þeir Sigurður hefðu tekist á um keyri og hann tekið í öxl Sigurði. Undir myrkur um kvöldið héldu þeir síðan frá Ytra- Miðfelli. Sigurð- ur og Jón urðu viðskila við hina og riðu annan veg. Eftir það er Jón einn til frásagnar Fyrri hluti um viðskipti þeirra Sigurðar og hef- ur hann sagt á þessa lund frá at- burðum þeim sem urðu eftir að þeir félagar héldu burt frá Miðfelli: „Hó, hó“ „Ætlunin var að ríða til Kataness. En svo dauðadrukknir vorum við að enginn okkar rataði þangað um kvöldið, nema fyrrnefndur Benedikt einn. í þessu óviti ofdrykkjunnar ráfuðum við um langt fram eftir nótt, villtir vega, um mýrar og fen. Sigurður Magnússon, sem hafði veitt okkur, reið út í mógröf. Hann komst þó upp á bakkann, en féll þar í svegn og hélt hann í svefninum í beislið á hestinum sem var á sundi í mógröfinni. En maðurinn svaf þangað til aðrir komu og hjálpuðu þeim báðum. Ég hélt áfram reiðinni fram eftir nóttinni, fávita af drykkjuskap og fór villur vega. Veit ég síðan ekki hvað fyrir mig kom, uns ég vaknaði um nóttina, undir aftureldingu, þar sem ég lá nær dauða en lífi, því næturfrost hafði verið. Leit ég þá í kringum mig og var stjörnubjart og mikið frost. Mér fannst ég sjá vatn (stöðuvatn) og sá ég þá hest eða aðra stóra skepnu rnilli vatnsins og mín. Eftir ágiskun var ég fjóra faðma frá læk nokkrum og stritaðist ég yfir lækinn, en skreið síðan á höndum og fótum að þessari skepnu (hestinum) og stóð því næst upp með því að styðja mig við síðu hestsins, sökum þess að ég var orðinn örmagna. Teymdi ég svo hestinn að læknum. Fann ég þá að eitthvað flæktist fyrir fótum mér og þreifaði ég á því. Þetta var þá lamb- húshetta og sökum þess að ég var berhöfðaður setti ég hana upp. Því næsts hrópaði ég tvisvar hástöfum: Hó, hó. En enginn svaraði mér. Ég hélt að einhver hefði sofið þarna í námunda við mig og að hann hefði vaknað á undan mér. Fór ég síðan á bak hest þessum eða hryssu, sem var með reiðtygjum, og var sessa í hnakknum. Reið ég síðan smáspöl í myrkrinu, þar til að ég sá eitthvað dökkt fyrir framan mig í móanum, og reið ég þangað. Þetta var þá hryssan mín. Ætlaði ég þá að hafa hestaskipti, en gat það ekki því að hryssan byrjaði að ausa. Ég treysti mér ekki til að komst klakklaust af baki, því að engin ístöð voru á hnakki mínum, og þess vegna gat ég heldur ekki komist á bak aftur á sléttlendi. Reið ég þá heim að Galt- arholti til Benedikts. Lét hann mig fara upp í rúm til sín til þess að verma mig, því að ég var nær dauða en lífi. Síðan bað ég Benedikt að koma með mér og leita að sökku sem mér hafði verið lánuð. Leituð- um við því næst upp með læk nokkrum og niður með öðrum, og reið ég þessum sama hesti og hafði hettuna, sem ég fann, á höfðinu. Fundum við staðinn, þar sem ég hafði legið, og þar var sakkan sem ég hafði týnt. Á sökkunni lá einnig svipan mín, í greipinni á vettlingi mínum. Spölkorn þaðan lá böðull- inn dauður og var hann á hnjánum í læknum. Stíflaði hann lækinn svo að vatnið flóði upp í handarkrikann, en höfuðið lá uppi á lækjarbakkan- um. En lækurinn var ekki breiöari en fótur hans upp að hné. Á þeim bakkanum sem höfuð hans sneri að var stór brekka svo fenjótt að laus hestur sem teymdur var þangað lá þegar í, svo að sex menn urðu að draga hann aftur upp úr og veltu þeir honum um hrygg. Síðan reið ég til Saurbæjarkirkju og bað sex menn um að skoða líkið. Ég hafði einnig skilið sökkuna eftir, svipuna og vettlingana, þangað til einhver gæti komið þangað. Þessir sex menn skyldu bera því vitni hvort nokkurs manns handaverk sæist á líkinu eða ekki og sóru þeir þess eið að þeir hefði ekki séð neins manns handaverk á honum að því undan- skildu að augu, munnur og nef voru lokuð. Fáum dögum seinna reið ég út á Skaga til að innheimta refatolia mína. Kom ég þá til sýslumanns og bað hann um að gefa mér snæris- spotta til að binda saman þá fiska sem ég hafði fengið. Ég skal strax gera það, sagði hann, og takið hann nú í Jesú nafni. Þar var viðstaddur Sigurður Bjarnason á Skaga og vildi hann ekki leggja hendur á mig, en Jón sálugi Gíslason og Sigmundur Jónsson handsömuðu mig með sýslumanni, fyrrnefndum Guð- mundi Jónssyni. Síðan lagði hann járn um hendur mér og fætur og SUZUKi-UMBOÐIÐ HF. SKÚTAHRAUN 15,220 HAFNARFJÖRÐUR, SÍMI: 651725 $ SUZUKI hálsjárn um hálsjárn um háls mér og sagði: Þú skalt ekki flækjast fleiri húsa milli." Burtstrokinn saka- maður dæmdur frá líf- inu Eftir að Guðmundur Jónsson hafði handsamað Jón híf hann rannsókn málsins og voru þing haldin 5. nóv- ember að Saurbæ og síðan 20. nóv- ember og 15. desember að Kjalardal. Voru kallaðir fyrir rétt þeir sex menn sem Jón hafði kvatt til og við- staddir voru þegar lík Sigurðar böð- uls var dregið upp úr læknum. Bar þeim um að líkið hefði verið harð- stirðnað, „hans augu, nasir og munnur tillukt, höfuðið staðið keiprétt og óvenjulega stirt". Bárust böndin mjög að Jóni og þótti honum einkum vera til áfellis að þeim Sigurði hafði orðið sundur- orða yfir drykkjunni kvöldið áður og að hann hafði sofið um nóttina þar skammt frá sem Sigurður fannst dauður. Þá þótti það ærið grunsam- legt að hann hafði þessa sömu nótt komið til Galtarholts ríðandi fær- leik Sigurðar böðuls með hettu hans á höfði. En Jón þrætti jafnan fyrir að hafa orðið Sigurði að bana. Guðmundur sýslumaður nefndi til 12 menn, sem auglýstu að „sannbe- vísanleg mannaverk megi heit um tillukt skilningarvit Sigurðar og það verk eftir áðursögðum tíðindum Jóni Hreggviðssyni framar öðrum eignandi". Hinn 15. nóvember 1583 var Jóni síðan dæmdur tylftareiður, en hann kom ekki fram, enda var hann þá í varðhaldi á Bessastöðum. Hinn 9. maí 1684 útnefndi Sigurð- ur Björnsson lögmaður tylftardóm að Kjalardal og skyldu þeir menn sanna sína hyggju með með eiði, hvort heldur Jón Hreggviðsson væri sekur eða ósekur í dauða Sigurðar Snorrasonar og var sú hljóðan hans, „að þeir hyggi Jón Hreggviðsson sekan í dauða Sigurðar heit. Snorra- sonar, og ei hyggi þeir annað sann- ara fyrir guði eftir sinni samvisku". Mál Jóns kom síðan fyrir lögréttu á Alþingi sumarið 1684, en þá var hann strokinn af landi burt. Jón hafði verið fluttur að Kjalardal til þess að vera viðstaddur eiðsvarn- inguna. Nóttina eftir að hann var aftur kominn að Bessastöðum strauk hann úr fangelsinu. Leitaði hann norður land og þar komst hann í hollenska fiskiduggu og með henni til Hollands. í máli Jóns féll dómur á Alþingi og varð niðurstaða lögþingsdómsins á þessa leið: „Þar fyrir að þessu máli svo undirréttuðu og eftir því frek- asta prófi að bevísingum, sem feng- ist hafa, rannsökuðu, ásamt því sem af trúverðugum mönnum auglýsist um margvíslega vonda og illmann- lega kynning hérnefnds Jóns Hregg- viðssonar, er samþykkilegur dómur og ályktun lögmanna og lögréttu- manna, að heilags anda náð tilkall- aðri, að téður Jón Hreggviðsson sé sannprófaður banamaður og morð- ingi Sigurðar heit. Snorrasonar og þess vegna líflaus og ófriðhelgur hvar sem hittast kann, utan lands eða inna, og þó svo sé hann kunni einhvers staðar í þessu landi að leynast, og menn geti ei að hættu- lausu hann til fanga tekið, þá skuli hann hverjum manni óhelgur og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.