Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.08.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 22. ágúst 1992 UKTOðgl^r^ fnt'-1 lniffff :'' ' WM 9 ■ v Hin nýja Corolla hefur bæöi stækkaö og fríkkaö og er nú oröin mjög evrópsk í útliti og akstri. Þetta er Liftback útgáfa Corollunnar. Toyota Corolla Liftback: Gamall kunningi sem er kominn í betri fötin Reynslubíllinn var af gerðinni Lift- snúningi vélarinnar um eina 1800 Tíminn reynsluók á dögunum hinni nýju útgáfu af Toyota Co- rolla og það varð strax ljóst að á hinni nýju árgerð, 1993 módel- inu, hafa verið gerðar veigamiklar breytingar sem eru að því best verður séð allar til bóta. Þannig er hin nýja Corolla bæði stærri, rúmbetri, hljóðlátari og aflmeiri en fyrirennarinn. Þá er fjöðrun- in orðin evrópskari í háttum og bíllinn því þægilegri í akstri, einkum á langleiðum. back, fimm dyra og sjálfskiptur með yfirgír sem stendur vel undir nafni. Vélin var, eins og í öllum aíbrigðum nýju Corollunnar, 1587 rúmsenti- metra og með fjórum ventlum á hverju sprengihólfi, eða alls 16 stykki. Hámarkstog vélarinnar er 145 Nm við 5200 snúninga en hestöflin eru 115 á hámarkssnúningshraðanum 6000 snVmín. Ekki varð annað fundið en vélin hæíði bílnum prýðilega og vinnslan er fullnægjandi og vel það. Reynsluaksturinn fór fram á mjög mismunandi vegum bæði með bundnu og lausu slitlagi, blautu sem þurru og fjöðrunin kom þægilega á óvart við allar aðstæður. Þá er jafn- vægi bflsins gott og hann því mjög viðráðanlegur á vegi við allar aöstæð- ur og það er ástæða til að hrósa heml- unum sérstaklega. Þeir taka mjög jafnt í og það er með auðveldara móti hægt að nauðhemla þannig að hjólin stöðvist ekki heldur séu rétt við það. Það er sem sagt mjög auðvelt að stjóma hemluninni með fætinum þannig að hún nálgist það að verða eins og í bflum með læsivörðum hemlum (ABS). Það varð ekki merkt að eitt eða tvö hjól vildu stöðvast á undan hinum heldur læsast þau öll í einu. Þótt ökumenn séu almennt ekki í þannig aðstæðum dags daglega að þeir þurfi að nauðhemla og standa yf- irhöfuð í rosalegum stórreddingum í umferðinni, þá hlýtur það að vera tals- vert góð tilhugsun að hemlamir og aksturseiginleikar bílsins yfirleitt séu þannig að það sé ýmsu hægt að bjarga ef í nauðir rekur, þótt maður sé svo sem enginn súper rallíbflstjóri. Toyota Corolla er fáanlegur bæði sem langbakur, stallbakur og hlaðbakur eins og sá sem prófaður var. Allir ofan- nefndir Corolla bflar eru síðan fáan- legir ýmist með fimm gíra beinskipt- ingu eða þá með þriggja hraða sjálf- skiptingu og yfirgír sem er svo sann- arlega ekkert fiff heldur raunverulegur yfirgfr sem hægir á snúninga ef við munum rétt. Yfirgír- inn ásamt hraðgengri vélinni gera það að verkum í sameiningu að Toyota Corolla er ansi hraðskreiður bfll en uppgefinn hámarkshraði er 195 km. Bfllinn þolir ágætlega að vera ekið hratt en hann er líka mjög þægilegur á langkeyrslu á íslenskum hámarks- hraða eða þar um bil. Vinnslan var sem fyrr segir ágæt og bfllinn ók léttilega upp á og yfir Hell- isheiðina og fór vel á veginum. Suður- landsvegurinn austan Selfoss er ansi öldóttur og þar fannst vel að fjöðrun- in hefur verið endurbætt. Það fannst líka greinilega þegar ekið var hinn krókótta, holótta og afleita veg yfir Gjábakkahraun. Vegdynur var hvergi til óþæginda og raunar með minnsta móti í þessari stærð bíla. Honum hef- ur framleiðandi náð m.a. með meiri hljóðeinangrun og stærri gúmmí- fóðringum í hjólaupphengjum og - sperrum. Þá er mótorinn á púðum sem eru að hálfu vökafylltir sem dreg- ur mjög úr titringi og vélarhljóði bæði inni í bflnum og fyrir utan hann. Sætin eru ansi þægileg og öku- mannssætið fellur vel að baki, sitjanda og lærum en stilla má halla setunnar sem er kostur. Öll stjómtæki em við hendina og mælaborðið er þægilega læsilegt Hins vegar fannst undirrit- uðum heldur lágt til lofts og glugga- pósturinn vinstra megin við framrúð- una ekki alveg nógu langt til vinstri. Þetta helgast kannski af því að skrifari hefur um margra ára skeið ekið prívat í bandarískum og þýskum bflum af stærri gerðum, enda gefúr vaxtarlag og þyngd mannsins kannski ekki til- efni til þess að aka um á smábílum. Annars var það eflirtektarvert hvað Corollan nýja er um margt lík hinum nýja og breytta Mitsubishi Lancer. Sá bfll hefur einnig gengist í endumýjun og er vemlega breyttur og bættur frá fyrri árgerð. Tímamenn kynntust honum fyrir faum vikum og eftir að hafa nú kynnst nýju Corollunni þá Mæiaborö og allt umhverfi ökumanns er smekklegt og þægilegt. Ekki er þó frítt viö að hinn verktegi gluggapóstur til vinstri hindri út- sýni. Rýmið er ágætt í farangursgeymslunni og aðgengi er bærilegt. verður ekki hjá því litið að endurbæt- ur beggja bflanna og breytingar hníga mjög í sömu átt Það má því reikna með að samkeppni milli umboðsaðila þessara tveggja bfla verði mikil á ný- byrjuðu bílaári enda báðir með mjög frambærilega vagna á verði sem telja verður afar sanngjamL Toyota Corolla er vel búinn bfll. Rúð- ur em rafdrifnar og sömuleiðis úti- speglar sem em sæmilega stórir. Á Liftback bflnum em útispeglamir mikil þarfaþing því að neðri brún aft- urgluggans er nokkuð há og útsýnið þar með minna en t.d. á Sedan bflnum - stallbaknum eða þá Stationbflnum. Þá er í öllum bflunum samlæsingar og mjög góð útvarpstæki og fjórir há- talarar, snúningshraðamælir, vökva- stýri svo nokkuð sé nefnt. Staðalbún- aður er mjög ríkulega útilátinn og það er því fátt eitt sem manni gæti dottið í hug að fá sem aukabúnað nema þá ABS, læsivarðir hemlar. —Stefán Ásgrímsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.