Tíminn - 26.09.1992, Side 6
6 Tfminn
Laugardagur 26. september 1992
jslenskir hugvitsmenn
hafa sjaldan grætt á
uppfinningum sínum“
Hann heitir Ævar Jóhannesson og er tækjafræöingur Raunvísinda-
stofnunar Háskóla íslands. En honum er fleira til lista lagt en aö
saga, renna og skrúfa tæki saman. Hann hefur nefnilega fundið upp
sjálfur mörg tækin sem hann smíðar og er án vafa einn snjallasti
uppfinningamaður okkar. Ævar hefur gert uppgötvanir sem notað-
ar eru um heim altan. Þar á meðal er aðferð við framköllun litfllma
sem olli byltingu á sínum tíma, sendir til þess að mæla dýpt jökla,
hallamælir sem segir fyrir um eldgos — og lyfjablanda sem mörg
hundruð sjúklingar, ekki síst krabbameinssjúklingar, binda miklar
vonir við að getí komið þeim til heilsu. Ætla mættí að slíkur „Edi-
son“ væri orðinn milljónamæringur, en það er Ævar Jóhannesson
ekki: „Varla neinn íslendingur hefur orðið ríkur á uppflnningum
sínum,“ segir hann, „en margur fátækarí.“ Það getur hann best
vottað sjálfur. Hann er Eyflrðingur að uppruna og er 61 árs að aldrí.
Þótt ekki hafl hann safnað auði né háskólagráðum, því hann er að
mestu sjálfmenntaður maður, þá segist hann una hlutskipti sínu í
tilverunni vel, þar sem hann hafi löngum getað helgað sig því sem
hugurinn stóð til. Fyrst spyrjum við hann um nýjungarnar sem
hann kom fram með við framköllun litfílma.
Já, sjálfsagt hefði ég getað haft
peninga upp úr þessu,“ segir Ævar,
„en ég hafði ekki næg efni til þess
að geta farið brautina á enda. Ég var
búinn af fá einkaleyfi, en var um
megn að borga af því. Það er mjög
dýrt að vera með einkaleyfi í mörg-
um löndum og þegar ég hafði varið
til þessa öllu mínu sparifé og meiru
til, þá varð ég að leggja árar í bát.“
Efnablanda
í stad ljóss
„Nýjungin var í því fólgin að ég
varð fyrstur hér á landi til þess að
fara að framkalla pósitívar litfilmur
fyrir almenning og vann við þetta í
nokkur ár. Á ákveðnum stað í fram-
köllunarferlinu varð að lýsa filmuna
með mjög sterku ljósi og það var
vandasamt og seinlegt. Ef ljós-
magnið af einhverjum ástæðum var
ekki alltaf jafn sterkt, þá varð mynd-
in flekkótt og litirnir ójafnir. Við
þetta höfðu menn verið að glíma
um heim allan í mörg ár og þegar
sjálfvirkar framköllunarvélar komu
fram, sem urðu að afkasta miklu
magni, þá urðu þær bæði flóknar og
dýrar af þessum sökum. Um 1967
tók ég að hugleiða hvort þetta
mætti ekki leysa á einhvern nýjan
hátt og fór þá að gera tilraunir með
ýmis efnasambönd sem höfðu sömu
verkun á litfilmuna og Ijós. Og til
þess að gera langa sögu stutta, þá
tókst mér þetta tiltölulega fljótt. Eg
fór að nota þetta á minni eigin
framköllunarstofu með ágætum ár-
angri, og prófaði aðferðina svo
rækilega sem mér var unnt áður en
ég sótti um einkaleyfið. Líklega var
það árið 1970 og fékk ég leyfið. En
er kostnaðurinn vegna Ieyfisins
hlóðst upp og nam mörgum hundr-
uðum þúsunda varð ég að játa mig
sigraðan."
Reynslunni ríkari —
og sjálfstraustið jókst
„Ekki liðu nema fáeinir mánuðir
þar til Kodak var komið fram með
aðferð mjög svipaða minni eða svo
áþekka að framhjá einkaleyfinu
Hér stendur Ævar hjá þrýstitæki
sem veriö er aö hanna og smlöa
hjá Raunvlsindastofnun. Þvl er
ætlaö aö llkja eftir þrýstingi á 10
til 20 kíiómetra dýpi I jöröu niöri
og framleiða aö auki sama hita
og þar ríkir, svo aöeins skeikar
hálfri gráöu! Þannig má sjá hegð-
un bergs viö þessi skilyröi.
Tfmamynd: Áml Bjama
hefði ekki orðið komist. Kodak mun
hafa byrjað á þessu 1972 og frá 1974
hefur aðferðin verið notuð um heim
allan.
Ég hafði það samt upp úr þessu
öllu saman að ég var orðinn reynsl-
unni ríkari og hafði öðlast stórauk-
ið sjálfstraust. Margir kunningjar
mínir höfðu litið á þetta sem ein-
hverja meinloku hjá mér og trúðu
ekki að ég hefði leyst vanda sem
stórfyrirtæki ytra höfðu gefist upp
við! En nú urðu þeir að trúa. Ég
þekkti aðeins einn mann sem trúði
á mig, en hann var þýskur maður
sem þá starfaði í Týli í Austurstræti.
Hann sagði það aftur og aftur að
Rætt við Ævar Jóhann-
esson, einn meginhöf-
und íssjárinnar og stór-
merkrar nýjungar við
framköllun litfilma.
Hann er nú tekinn að
vinna að lyfi gegn sjúk-
dómum sem meðal
annars herja á ónæm-
iskerfið