Tíminn - 26.09.1992, Síða 9
Laugardagur 26. september 1992
Tíminn 9
Stríöið í Afganistan hef-
ur snúist upp í ófrið milli
þjóða þess
Meðal 'fadsjíka þar og fólks sömu þjóðar
í Afganistan er þegar fyrir hendi áhugi á
sameiningu allra eða flestra Tádsjfka f
eitt ríki. Svipað er að segja um Úsbeka í
Afganistan, sem þar eru nú áhrifameiri
en nokkru sinni fyrr, og þjóðbræður
þeirra í hinu fyrrverandi sovétlýðveldi
Úsbekistan. Og fran hefiir úti klæmar
meðal persneskumælandi og sjítatrú-
aðraAfgana.
Guðræðissinninn
Hekmatjar
Þessar tilhneigingar í þá átt að gefa Afg-
anistan upp á bátinn sem ríki og stofna
eða stækka þjóðríki á rústum þess, snú-
ast þessa mánuðina einkum kringum
þrjá menn, sem allir hafa lengi verið
mjög virkir í afganska stríðinu. Þeir eru
allir á svipuðum aldri, um fertugt
Einna þekktastur þeirra úr fréttum er
líklega Pústúninn og mujahedinforing-
inn Culbuddin Hekmatjar, Ieiðtogi
Hezb-i-Islami (Islamsflokks), mjög bók-
stafstrúaður súnni sem gera vill Afgan-
istan að guðræðis(theokratísku)-ríki f
Iíkingu við íran, en hefur þó e.tv. Saúdi-
Arabíu, sem er súnnísk, fremur fyrir
augum sem fyrirmynd. Háttsettir vinir
Hekmatjars f Pakistan, þar sem islamsk-
ir bókstafstrúarsinnar hafa lengi verið
áhrifamiklir, sáu til þess að hann fékk
bróðurpartinn af vopnahjálp Bandaríkj-
Afgani í vlgahug: Kabúlbúar
eiga ekki á góöu von.
anna til mujahedin. Hekmatjar var þá
það forsjáll að leggja drjúgan hluta
þeirra vopna fyrir, til að geta notað þau
sfðar gegn öðrum mujahedin, og það
kemur honum og hans mönnum að
góðu haldi nú.
Ráðamenn f Pakistan eru nú ófusari til
þess en fyrr að styðja Hekmatjar, en
hann er sagður hóta að spana Pústúna
Pakistans til uppreisnar og sameiningar
við Pústúna í Afganistan, sjái Pakistanar
honum ekki fyrir skotfærum a.m.k.
Hekmatjar er nú sá Iangáhrifamesti af
foringjum Pústúna, enda þótt enn fari
því allfjarri að þeir standi sameinaðir
um hann. En hann dregur þá að sér m.a.
með því að höfða til stolts þeirra út frá
fomri frægð.
Endaslepp sigurför
Því stolti til sárinda hefur lengi verið yf-
irstandandi sundurskipting Pústúna
milli tveggja ríkja, en það ástand hafa
þeir aldrei sætt sig fyllilega við. Þetta
byijaði með því að Ahmad Shah Durr-
ani, fyrsti Afganistanskonungurinn,
reyndi eins og fleiri að leggja undir sig
Indland. Hann fór nokkuð langt með
það og vann mikinn sigur á hinum
hindúfsku Mahröttum, sem þá voru
voldugastir Indlandsþjóða. En sú sigur-
fór rann út í sandinn út af innbyrðis erj-
um meðal pústúnskra höfðingja og ætt-
kvísla, sem áttu ekki síður en afkomend-
ur þeirra allt fram á þennan dag erfitt
með að hlýða miðstjómarvaldi. Þetta
endaði með þeim ósköpum fyrir Pús-
túna að þeir misstu ekki einungis allt
sem þeir höfðu unnið f Indlandi, heldur
og helming eigin lands, sem Síkar tóku
af þeim og var síðan ásamt Sfkum sjálf-
um lagður undir Indlandsveldi Breta.
Margir telja að ef Pústúnar fái ekki að
fara með æðstu völd í Afganistan hér eft-
ir sem hingað til, muni þeir segja sig úr
Afganistan og reyna í staðinn að fá þjóð-
bræður sína í Pakistan með sér í pús-
túnskt þjóðríki, hvort sem það gerist
undir stjóm Hekmatjars eða einhvers
annars.
Helsti leiðtogi Tádsjíka er Ahmed Shah
Massoud, sem þótti snjallastur foringja
mujahedin í stríðinu við Rússa og stjóm
kommúnista í Kabúl. Hann er verk- og
tæknifræðimenntaður eins og Hekma-
tjar, geðþekkari en hann í augum Vest-
urlandamanna og eitthvað hófsamari f
trúmálum sagður, þó síður en svo mjög
eftirgefanlegur í þeim efnum. f Tád-
sjíkistan, þar sem allt er í blóðugu upp-
námi út af valdabaráttu kommúnista,
meintra lýðræðissinna, meira eða
minna heittrúaðra múslfma, ættkvísla
og ættarhöfðingja (m.a. af völdum tals-
verðs innflutnings á vopnum frá Afgan-
istan), em vonir manna í vaxandi mæli
famar að beinast að Massoud, er hefur
orð á sér sem kappi mikill og hetja, sem
Ieiðtoga þjóðríkis allra Tádsjíka.
Enginn frýr þeím
grimmleiks
Sá þriðji af umræddum stríðsherrum
og leiðtogum er Rashid Dostam, Úsbeki
sem lengi stjómaði úsbeskum sveitum í
her kommúnistastjómarinnar sálugu.
Vom Úsbekar þessir að sögn harðsnún-
astir allra Iiðsmanna hinnar fyrrverandi
Kabúlstjómar og enginn frýr þeim
grimmleiks. Það, sem varð þeirri stjóm
seint og um síðir að falli, var að Dostam,
sem orðinn var hennar helsta stoð og
stytta, sveik hana og gekk í lið með
Massoud. Em þeir síðan bandamenn
gegn Hekmatjar.
Þegar kommúnistastjómin féll, urðu
menn Dostams á undan andstæðingum
hennar til Kabúl og ráða þar mestu síð-
an. Þeir Dostam og Massoud hafa og tögl
og hagldir í bráðabirgðastjóm, sem þar
var sett á fót í þeirri stjóm em einkum
Tcidsjíkar, Úsbekar og Hasarar, en föir
Pústúnar.
Lið Hekmatjars haföi mörg síðari ár
stríðsins við Rússa og kommúnista haft
bækistöðvar í fjöllunum nálægt Kabúl
og skotið á hana eldflaugum svo að segja
daglega. Þeirri iðju hefiir Hekmatjar
haldið áfram frá því að þeir samherjar
Massoud og Dostam tóku völd f borginni
og aukið þá eldhríð fremur en hitt Sagt
heftir verið að Hekmatjar sé svo vel birg-
ur að flaugum frá Bandaríkjamönnum
og' Pakistönum að hann geti sem best
lagt höfuðborg Iands síns í eyði oftar en
einu sinni.
Engar sættir við „ús-
beska teppasala“
Áhlaupum Pústúna Hekmatjars á Ka-
búl hefur til þessa verið hmndið, en ús-
beskum og tadsjískum vígamönnum
Dostams og Massouds virðist á hinn
bóginn um megn að hrekja menn hans
úr fjöllunum skammt frá. Hekmatjar,
sem hatar Dostam gríðarlega, hefur
svarið að láta aldrei af skothríð á Kabúl
fyrr en „úsbesku teppasalamir" séu á
brott þaðan. Til lítils höfum við þá, seg-
ir Hekmatjar, í mörg ár barist gegn
Sovétmönnum og þeirra landstjórum,
ef við nú fömm að rétta .jámhnefa
þeirra" bróðurhönd.
Þriðjungur Kabúlbúa, um hálf milljón
að sögn einhverra fréttamanna, hefur
flúið borgina síðan kommúnistastjóm-
in féll, bæði undan flaugum Hekma-
tjars og af ótta við að hann nái borg-
inni. Hans menn fara ekki leynt með að
hver sá af borgarbúum, sem á einhvem
hátt geti talist sekur um stuðning við
Kabúlstjómina gömlu, eigi af þeim
engrar vægðar von. Hefur í því sam-
bandi verið komist svo að orði að vinni
Hekmatjar Kabúl gangi þar í garð „nótt
30.000 skorinna hálsa“.
Miðað við það þykja núverandi ráða-
menn í höfuðborg Afganistans vægir.
Þeir hengja að vísu mann og mann á al-
mannafæri án umfangsmikilla réttar-
halda, en að sögn þarstaddra vestrænna
fréttamanna aðallega til að róa borgar-
búa, sýna þeim fram á að ráðamenn séu
röggsamir og haldi uppi lögum og
reglu.
TADSJÍKISTAN
USBEKISTAN
Dushambe
Islamabad
ÞJÓÐIR I AFGANISTAN
Pústúnar ^ Balútar
Tadsjlkar Úsbekar
TÚRKMENÍA /i
ÍRAN
ÍRAN
INDLAND
TOPPARNIRILANDSLIÐINU
•• /
Sigurður Sigurjónsson, Orn Arnason og Þórhallur Sigurðsson
komnir aftur með nýtt efni til að...
þenja hláturtaugar gesta okkar
Útsetning og hljómsveitarstjóm: Jónas Þórir
* Leikstjóm: Egill Eðvarðsson
LAUGARDAGSKVÖLD
■¥
Stórkostleg skemmtun, þrírétta veislukvöldverður (val á réttum) og dansleikur. Verð kr. 4.800
Opinn dansleikur frá kl. 23:30 til 3:00
HLJÓMS VEIT
BJÖRGVINS HALLDÓRSSONAR
Vetrarverð á gistingu. Pantanir í síma 29900.
- lofar góðu !
Grœnt númer