Tíminn - 26.09.1992, Síða 14

Tíminn - 26.09.1992, Síða 14
14 Tíminn Laugardagur 26. september 1992 Skólameistari rekinn Veturinn 1753-54 var svo harður að hann var kallaður „Hreggviður" manna á meðal. Þá svarfsvo að skólapiltunum á Hólum að þeir voru sendir heim, en fjórir þó útskrifaðir — próflausir Jón Magnússon, bróðir Skúla landfógeta, tók guðfræðipróf við Hafnarháskóla 1744 og var síðan kvaddur til dómkirkiu- prests á Hólum og vfgður til þess embættis 23. maí 1747. Ar- ið 1752 varð hann stiftprófastur og gegndi biskupsembætti vegna vanheilsu Halldórs biskups Brynjólfssonar. Hafði biskup fengið slæma meinsemd í hálsinn, og hefir það sennilega verið krabbamein. Lá hann rúmfastur og mátti ekki mæia. Þó hélt hann, að sér mundi batna ef hann kæm- ist undir hendur erlendra lækna. Lét hann því flytja sig til skips, en dó í hafi og var greftraður ytra. Varð svo bið á því, að nýr biskup kæmi til stólsins, og gegndi Jón Magnússon biskupsembættinu fram á sumar 1755, er Gísli Magnússon kom heim með biskupsvígslu. Skólameistara- skipti á Hólum Um þessar mundir var séra Gunnar Pálsson skólameistari á Hólum. Hafði hann fengið það embætti 1742 að ráð- um Harboes biskups. Séra Gunnar var gáfumaður mikill og manna lærðastur, en „ógætinn í embættisverkum". Vildi hann heldur gegna prestsembætti en vera skólameistari og sótti um að losna úr stöðunni. Árið 1753 fékk hann svo Hjarðarholt í Dölum. Var þá settur rektor á Hólum Stefán Bjömsson, og fékk hann konungsveitingu fyrir emb- ættinu 24. maí 1754. Hann var sonur séra Bjöms Skúlasonar í Hofstaðaþing- um, var guðfræðingur að menntun og hafði verið djákn á Munkaþverá. Har- boe hrósar honum mjög fyrir gáfur og segir, að hann taki öllum fram í stærð- fræði. En Espólín segir, að mjög hafi skipt um í Hólaskóla, er Stefán varð rektor, því að hann hafi verið „stirð- lyndur og óþýður". Aðrir segja, að hann muni hafa verið þunglyndur til muna þau árin, sem hann var á Hólum. Getur margt hafa borið til þess, illt árferði og vandræði með skólahald, og eins hitt, að honum hafi lítt líkað við stiftprófast Jón Magnússon og umsjónarmann stólsins, sem þá var Bjöm Markússon varalögmaður. Hart í ári Þá var hvert árið öðru verra og harð- indi um allt land. Haustið 1753 leit Bjöm Markússon eftir matarbirgðum á stólnum og taldi, að þær mundu nægja staðarins fólki og skólapiltum nokkum veginn til fardaga, ef alls spamaðar væri gætt Og með ráði stiftprófasts ákvað hann matarskammt handa öllum og nokkru naumari en áður hafði verið. Einhver skekkja hefir þó verið í þeim útreikningum, því að þegar fram á vet- ur kom vom „niðurslegin nokkur hundmð fjár og ei allfóir stórgripir af stólsins peningi, og þó varð ei betur en svo, að skólanum var upp sagt fleiri vik- um fyrir það rétta takmark1', eins og segir í bréfi frá skólapiltum. Espólín segir, að þessi vetur (1753-54) hafi verið „harðasti hvarvetna í Norður- landi. Kölluðu margir Hreggvið. Gengu hríðar á norðan og vestan allt til mið- góu, en 18 vikna skorpa á Skaga. Var þá hinn mesti fellir um allt land, og helst fyrir norðan. Þar féllu 4 þúsundir hesta og 50 þúsundir sauðfjár. Margir urðu þá sauðlausir, en sumir misstu vitið með. Fiskafli var mjög lftíll, lágu hafís- ar lengi og varð lítill grasvöxtur. Orti Sveinn Skúlason lögmaður um þenna vetur, og fleiri menn. — Þá var um haustið eftir nýting verri en heyskapur, og tók enn að gera hríðar og hin verstu áhmn.“ Skólapiltar útskrifaöir próflausir Þetta haust (1754) höfðu biskups- stólnum bmgðist aðdrættir, og þegar ffarn á vetur kom var sýnt, að ekki mundi hægt að halda lffinu í öllum á þeirri matbjörg, sem til var. Þá varð það að samkomulagi milli Bjöms Markús- sonar umsjónarmanns, Jóns Magnús- sonar stiftprófasts og Stefáns Bjöms- sonar skólameistara, að allir skólapiltar Séö heim að Hólum. skyldu sendir heim, nema fjórir, er áttu að taka stúdentspróf um vorið. Þeir skyldi fó að vera áfram í skólanum og njóta þar kennslu, sem þeim væri nauðsynleg undir það próf. Þessir fjórir piltar hétu Kristján Jóhannsson, Þórð- ur Þóroddsson, Jón Helgason og Jón Jónsson. En skömmu eftir þetta snýst Stefóni skólameistara hugur. Honum hefir víst ofboðið að halda uppi skóla fyrir fjóra nemendur, og hefir máske búist við því að sama mundi verða uppi á teningn- um eins og árið áður, að þeir yrði send- ir heim vegna matarskorts áður en námstíminn væri liðinn. Hann tók sig því til og útskrifaði þessa fjóra pilta pró- flaust og afhenti þeim stúdentaskilríki, enda þótt þeim væri það þvert um geð. Ekki leitaði hann ráða stiftprófasts um þetta, og vissi hann ekkert um það fyrr en eftír á. Harðbannaði hann þá að pilt- ar þessir prédikuðu í dómkirkjunni, en það skyldu stúdentar alltaf gera. Stefón skólameistari hafði þetta bann að engu og lét þrjá þeirra prédika í forboði hins setta biskups. Hefir hann sjálfsagt gert þetta allt af góðum hug til pilta. En stiftprófastur var á öðru máli. Hann taldi, að piltar hefði ekki hlotið þá þekk- ingu, er heimtuð væri af stúdentum skólans.Ætlaði hann þá sjálfur að yfir- heyra Þórð Þóroddsson, en skólameist- ari kom í veg fyrir það og bannaði Þórði að ganga undir það próf. Þá lýsti biskup yfir því, að þessi brautskráning pilta væri ólögleg og þeir yrði að sitja áfram f skólanum. Af fjórum piltum Áður en lengra er haldið, er rétt að segja nokkur deili á þessum skólapilt- um og hver urðu forlög þeirra: Kristján Jóhannsson var sonur Jó- hanns prests Kristjánssonar að Mæli- felli. Hafði hann komið í Hólaskóla 1749. Eftir að stúdentspróf hans frá Stefóni var gert ógilt, var hann áfram í skólanum og brautskráðist þaðan 26. apríl 1757 með góðum vitnisburði. Hann varð síðar prestur í Stafholti og er ekki manna frá honum komið. Þórður Þóroddsson heyrara í Ólafs- r-----------------------------------------------------------------ti Félagshyggja í fögru landi Ég undirritaöur/uö óska hér með að gerast áskrifandi aö Tímanum Nafn áskrífenda: Heimilisfang: Póstnúmer: Sími: Tr-r-sr * Timinn Lynghálsi 9.110 Reykjavík Póstfax 68769. Pósthólf 10240 _______________________________________________________________:ii 1 MERKIÐ 1 Viltu gera 1 1 VIÐ 14 LEIKI I aðþlnni I Leikir 30. sept. og 1. okt 1992 1 spá? 1. Leeds United - VIB StuttgartM U H1\T][Y] 2. Lvnqbv BK — Glasqow RanqersM D | 1 || x |f2l 3. Vikinq Stavanqer — FC Barcelona M Q | 1 || x || 2 | 4. CSKA Sofia — Austria Wien M H mrxim 5. Besiktas Istanbul — IFK Göteboro M E] | 1 || x |f2] 6. Hannover 96 — Werder BremenB Q m m \Y\ 7. Royal Antwerp. — Glenavon Belf.B Q mmm 8. Uioest Dozsa — AC ParmaB Q [T] m [T] 9. Celtic Glasqow — FC KölnF Q | 1 || x || ? | 10. Rapid Wien — Dinamo KievF Q imm VY\ 11. Örebro SK — KV MechelenF ÍQ mmm 12. Hearts — SlaviaPragF |Q [ 1 |[ x][T] 13. ACTorino — IFK NorrköpingF E | 1 || x || 2 I 14. PAOS Saloniki — Paris SGF [Q pnmm r FJÖLMIÐLASPÁl flQ 2 o I TIMINN § m rr < oc =3 i 0c i * Œ -J UJ u. É o d * 2 Z s Di —i < Q < i 3 m Q Q •>- & SAft JTA LS fj _i g LU ; < X 1 Q 1X2 | 1 1 1 1 1 2 1 X 1 X 2 6 2 2 2 X X 1 1 1 X 1 2 2 2 4 3 3 3 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 0 10 4 1 1 X 1 X 1 1 X X 1 6 4 0 5 1 1 2 X 2 X 1 1 2 2 4 2 4 6 2 2 X 2 2 X 2 2 1 2 1 2 7 7 1 1 1 1 1 1 1 X 1 1 9 1 0 8 2 X 1 1 2 1 2 2 2 2 3 1 6 9 1 1 X 1 X 1 X 1 X 2 5 4 1 10 1 1 X 1 1 1 X 1 2 X 6 3 1 11 X X 1 2 1 X 2 2 2 2 2 3 5 12 1 1 X 2 1 1 X 1 X X 5 4 1 13 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 14 X 2 1 X 2 X 2 2 1 2 2 3 5 HEIMALIÐ 1. Leeds United er frá Englandi 2. Lyngby BK er frá Danmörku 3. Viking Stavanger er frá Noregi 4. CSKA Sofia er frá Búlgaríu 5. Besiktas Istanbul er frá Týrklandi 6. Hannover 96 er frá Þýskalandi 7. Royal Antwerpen er frá Belgíu 8. Ujpest Dozsa er frá Ungverjal. 9. Celtic Glasgow er frá Skotlandi 10. Rapid Wien er frá Austurríki 11. Örebro SK er frá Svíþjóð 12. Hearts er frá Skotlandi 13. AC Torino er frá Ítalíu 14. PAOS Saloniki er frá Grikklandi M = Evrópukeppni meistaraliða B = Evrópukeppni bikarhafa F = Evrópukeppni félagsliða ÚTILIÐ 1. VfB Stuttgart er frá Þýskalandi 2. Glasgow Rangers er frá Skotlandi 3. FC Barcelona er frá Spáni 4. Austria Wien er frá Austurríki 5. IFK Göteborg er frá Svíþjóð 6. Werder Bremen er frá Þýskalandi 7. Glenavon Belfast er frá N.-írlandi 8. AC Parma er frá Ítalíu 9. FC Köln er frá Þýskalandi 10. Dinamo Kiev er frá Úkraínu 11. KV Mechelen er frá Belgíu 12. Slavia Prag er frá Tékkóslóvakíu 13. IFK Norrköping er frá Svíþjóð 14. Paris SG er frá Frakklandi 1

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.