Tíminn - 12.12.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.12.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 12. desember 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Óiafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingasimi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Miðstýring aukin Lagafrumvarp um breytingu á skipulagi Hús- næðismálastofnunar ríkisins er nú til með- ferðar á Alþingi. Það er eitt af mörgum frum- vörpum og lagabreytingum sem hafa tekið gildi á undanförnum árum varðandi húsnæð- ismál. í raun má segja að sífelldar breytingar í húsnæðiskerfinu skapi mikið óöryggi hjá hús- eigendum og húsbyggjendum í landinu. Það er sífellt verið að setja nýjar leikreglur og rugla menn í ríminu og koma aftan að mönn- um sem gert hafa sínar áætlanir í góðri trú. Frumvarpið, sem nú liggur fyrir Alþingi, er þess efnis að breyta fyrirkomulagi Húsnæðis- stofnunar, afnema sjálfstæði hennar og gera hana að nokkurs konar deild í Félagsmála- ráðuneytinu. Það hníga að því mörg rök að þetta fyrir- komulag kalli á ennþá meiri breytingar, enn- þá meiri óvissu hjá húseigendum og hús- byggjendum. Frumvarpið gengur mjög langt í því að veita ráðherra algjört alræðisvald í málaflokknum, og allar kúvendingar í formi reglugerða eru auðveldar. Ákvæði í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um lækkun vaxtabóta á árinu 1994 eru dæmigerð um þær breytingar sem valda óöryggi og erf- iðleikum hjá húsbyggjendum. Fjöldi manna hefur fengið greiðslumat mið- að við ákveðnar forsendur. Síðan er þeim for- sendum einhliða breytt. Hitt er svo annað mál að það er vafasamt, svo ekki sé meira sagt, að hægt sé að planleggja fyrir fólk hvað það getur borgað í 25 ár. Það er að minnsta kosti gagn, ef slíkt fyrirkomulag á að halda, að það sé ekki sífellt verið að breyta forsendum sem þetta mat byggist á. Þetta frumvarp Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks gerir ráð fyrir því að taka upp mikla miðstýringu, sem meðal annars er fólgin í því að rjúfa tengsl verkalýðshreyfingarinnar og Húsnæðismálastofnunar. Þau tengsl eru söguleg og eiga sér djúpar rætur. Það má mikið vera ef eining er í þjóðfélaginu um þetta frumvarp ríkisstjórnarinnar. Það er enn eitt tilhlaupið í þeim aðgangi sem verið hefur í kringum húsnæðismálakerfið í land- inu á undanförnum árum. Atli Magnússon: Bláir loftandar Enn sé ég að auglýst er nám- skeið handa þeim sem langar til að hætta reykingum. Sú var tíð að mér datt í hug að fara á svona námskeið, enda langt um liðið frá því er ég fór að neyðast til að taka mér lengri eða skemmri hvíld á göngu upp alla meiri stiga og blása mæð- inni. Líklega þarf maður bráð- um að fara að setjast í eitthvert þrepið á miðri leið. En nú er ég hættur að hugsa til þessa. Betra finnst mér að eiga von í að geta dregið upp sígarettu- pakkann eða pípuna (ég nota hvort tveggja), þegar upp er komið, og púa þetta meðan maður varpar öndinni. Ég tala nú ekki um ef húsráðendur bjóða vindil, en slíkt er orðið sorglega sjaldgæft nú til dags. Þó kemur það fyrir — en varla nema á allra bestu heimilum. Reynsla mín er að þar sem dregnir eru upp vindlar bregst ekki að það kemur fram sand- kaka og vanilluhringir með kaffinu og þar verða samræð- urnar fyrir vikið þægilegastar og skemmtilegastar og andrík- astar. Bláir reykjarlopar líða eins og loftandar um vistarver- urnar og verða loks að léttri þoku sem sveipar allt rómant- ískri móðu eins og „filter“ á kvikmyndalinsu í fögru ástar- atriði. Svona loftslag nefna óinnvígðir mörgum illum nöfnum, en þeir um það. En þó ber að geta þess að ekki mega kökuveislumar verða of marg- ar, því kökuát verður til að sá þrekni safnar enn meiru utan á sig og ekki léttir það áreynsl- una þegar lagt verður í næsta stiga. Tóbaksvamafræðsla En ekki vildi ég missa af reyk- inganautninni. Ég hef af henni langa og góða reynslu og þegar ég lít um öxl, verður mér æ ljósara að aldrei hefði ég tób- akslaus komist yfir ýmsa þá mæðu sem á mér hefur dunið um dagana. Þó var ég varaður við tóbaki á æskualdri eins og önnur börn. Ég skrifaði tóbaks- varnaritgerðir í barnaskóla og hlýddi á útlistanir um skað- semi þessa eiturs. Þær vom hrollvekjandi og þó eru þær tí- falt meira hrollvekjandi nú til dags. Sitthvað sagði Haildór Kristjánsson á Kirkjubóli okk- ur drengjunum, sem vomm í sveit hjá honum á sjötta ára- tugnum, líka um tóbaksávan- ann. Ein sagan er mér sérlega minnisstæð, en hún var svona: Bóndi nokkur varð upp- skroppa með munntóbak í hall- ærisári og leitaði á náðir granna síns um úrlausn. Granninn átti stóra kmkku með rjóli uppi á hillu, en tímdi helst ekki að snerta það, því hann var nirfill. Þó skar hann sér bita þegar bónbjargamann- inn bar að garði og tuggði ákaft til þess að kvelja hann sem mest. Auðvitað kom ekki til mála að hann léti örðu af hendi. Sagði þá þessi þjáði tób- aksmaður í örvilnan sinni: „Æ, hræktu þá uppí mig — svo ég fái að minnsta kosti bragð!“ Þetta fannst mér voðaleg saga og þegar tóbakslaust varð í verkfallinu hér fyrir fáeinum árum, rifjaðist hún upp fyrir mér. Guð gefi að það komi ekki aftur tóbaksleysi á íslandi. Nóg hefur víst yfir þessa þjóð dunið á umliðnum öldum og gerir í kreppunni um þessar mundir, þótt tóbaksleysi bætist ekki við. Frjálslyndisandi Því trúrri gerist ég tóbakslest- inum sem umhverfið verður sótthreinsaðra, kátara, spengi- legra — og reyklausara. Ég tek híbýli sem em gul af tóbaks- reyk langt fram yfir hvítlakkað- ar og gljáandi stælstofur. í hí- býlum hæfilegrar óhollustu býr af einhverjum ástæðum miklu meiri frjálslyndisandi en í gerilsneyðingunni. Líka er mér geðþekkari þreytulegur mæðusvipur andstuttra ístm- belgja, sem horfa dauðyflislega út úr reykjarskýi, en geislandi bros eróbikk-fríkanna. Reynsl- an hefur smám saman kennt mér að lúnar og latar mann- eskjur eru vænni og skilnings- ríkari en hinar. Mjög frísku og öguðu fólki fylgir oft grimmd, óaðlaðandi sparsemi og allra handa ófyrirleitin sérgæska. Allt slíkt er mér viðurstyggð. Að vísu eru til yndislegar und- antekningar og þær manneskj- ur þekkjast vanalega á því að þær koma stökkvandi með öskubakka handa reykinga- manninum er hann ber að garði, eins og vegmóðum píla- grími, þótt sjálfar reyki þær ekki. Svo er fyrir að þakka að margar slíkar manneskjur er að finna meðal æskunnar og finnst mér þá eíga við orðin: „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd..." Nú heyrist að reykingar fari vaxandi meðal unglinga og ég er ekki tilbúinn að trúa að það þurfi að vera teikn um versn- andi mannlíf eða að sjálfgefið sé að það leiði til heróínfíknar. Það kann vel að vera að menn safni fýrr á sig einhverjum kvillum með reykingum, en þá það. Hve margir ætli þeir skrokkar séu hvort sem er, sem mikið er gefandi fyrir hvort endast skemur eða lengur? Um það hefur frá öndverðu mátt deila. Hefur ekki heilbrigðis- kerfið drjúgan kostnað af gam- almennunum, sem aldrei ætla að gefa upp öndina, þótt þau tóri sjálfum sér til eintómra Ieiðinda. Allt hefur ofansagt að vísu verið margsinnis tuggið upp aftur og aftur, en það held- ur sínu gildi fyrir það. Því mun ég, sem margir tób- akskarlar og tóbakskerlingar, horfa á það ósnortinn er menn líma á sig níkótínplástra og tyggja nikótíntyggigúmmí. (Margir því ver til þess að gefast upp á öllu saman og fer fjarri að ég sé að hlakka yfir því). En ég bregð yfir mig skikkju Predikarans í Biblíunni, sem býður áð njóta sem áhyggju- minnst fárra ævidaga manns- ins og varar við að taka jarðlífs- hnaukið of alvarlega. Og jafnan þegar á móti blæs, tek ég upp sígarettuna eða pípuna og blæs á móti eins og bilandi öndunar- færi leyfa. Er þá og ekki ónýtt að minnast orða séra Hall- gríms: „Tóbakið hreint fæ ég gjörla greint gjörirþað huganum létta, skerpir vel sýn, sorg hugarins dvín, svefnbót er fín. Sannprófað hefég þetta. “

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.