Tíminn - 12.12.1992, Blaðsíða 17

Tíminn - 12.12.1992, Blaðsíða 17
Laugardagur 12. desember1992 Tíminn 17 UPPHAFIÐ á vændis- og bflþjófnaðarmálinu, svo- kallaða, í vesturhluta Chicagoborgar má rekja til sept- ember-mánaðar árið 1988, en þá hafði fyrsta fómarlambið samband við lögregluna og spurðist um að fá að tala við einhvem sem væri hægt að treysta og sýndi fullkominn trúnað. Þegar maðurinn sagði sögu sína kom það í ljós hvers vegna hann vildi að hún væri leyndarmál. Fómarlambið sagði að nóttina áður hefði hann farið út til að fá sér neðan í því á bar í vesturhluta Chicago. Á leiðinni hefði hann ekið eftir Cicero Avenue, sem er þéttbyggð gata, og sagðist hann hafa verið undir áhrif- um áfengis og gegn betri vitund hefði hann stöðvað hjá ungri konu, í stuttu og þröngu pilsi, þar sem hún stóð á götuhorni með útrétta hendi. Áður en hann vissi af, var hún sest inn í bílinn við hliðina á honum og var farinn að leiðbeina honum hvert hann aetti að aka, „þangað sem þau gætu skemmt sér saman“. Eftir leið- beiningum hennar, ók hann inn í dimma botngötu, nógu langt frá um- ferðinni til að þau gætu stundað kyn- lífsathafnir sínar án þess að vekja á sér athygli. Grípinn með buxumar á hælunum Fórnarlambið sagði að hann hefði losað öryggisbeltið og rennt niður um sig buxunum, en viðbrögð kon- unnar voru ekki þau sem hann bjóst við. Vændiskonan renndi hönd sinni ofan í litla tösku og tók þar upp skot- vopn. Þrátt fyrir að dimmt væri í bílnum þekkti maðurinn hlutinn og gerði sér þá grein fyrir hvaða klípu hann væri búinn að koma sér í. Hann hefði hreinlega verið gripinn með buxumar á hælunum og gæti ekkert gert. Hann var tilneyddur til að láta vesk- ið sitt af hendi, giftingarhringinn og það sem honum fannst verst, lyklana að bílnum. Mínútu síðar stóð hann í dimmu öngstrætinu með buxumar niður um sig og horfði á eftir bifreið sinni bakkað í burtu og hverfa út í myrkrið. Eins og gefur að skilja var maðurinn dálítið æstur þegar hann sagði lögreglunni sögu sína og gátu lögreglumennimir ekki annað en vorkennt honum. Það var nógu slæmt að tapa virðingu sinni og bíln- um, en ef þetta bærist konu hans til eyrna mátti ætla að hjónabandið færi ívaskinn. Það eina sem lögreglan gat gert var að vona að bifreiðin kæmi í leitirnar. Fórnaríömbunum fjölgar Um það bil viku síðar hringdi annar miðaldra giftur maður til lögregl- unnar í sama umdæmi og sagði svip- aða sögu, nema hvað í þetta skiptið hafði vændiskonan haft hórmangara sinn með í förinni og á næstu tveim- ur mánuðum var tilkynnt um sex rán þar sem vændiskonur komu við sögu. Lögreglan gat ekki gefið eig- endum bifreiðanna vonir um að hún myndi finna þær aftur því það væri örugglega búið að sprauta þær og skipta um skráningamúmer. Rannsóknarmönnum fannst eitt dá- Iítið einkennilegt, en það var að þrátt fyrir að öll fómarlömbin segðu að um unga blökkukonu væri að ræða, voru aðferðimar við ránin mismun- andi. Stundum var hún ein, stund- um með melludólgi sínum, stundum notaði hún hníf og stundum byssu og var rannsóknarmönnum ljóst að parið var áræðið, þ.e.æs. ef aðeins um eitt par væri að ræða. Þessi fjöldi rána á svo skömmum tíma og fjöl- breytni í vopnaburði benti til að það væri um fleiri en einn hóp að ræða. Svona víðtækur bílþjófnaður er oft í höndum þjófahringa, en það að starfa einnig í vændi var þó mjög óvenjulegt. Rannsókn lögreglunnar var í algerri blindgötu, þegar komið var fram í Hinn fáfarni Lafollette garöur, þar hinn öriagaríki atburöur átti sér staö. Lögreglan í Chicago glímdi mánuðum saman við hið svokallaða vændis- og bílþjófnaðarmál: Bílþjófnaðir í skugga vændis miðjan nóvember. Enginn bílanna var fundinn og engin sönnunargögn voru fundin sem vísað gætu á söku- dólgana. Það má segja að lögreglan gat huggað sig við það eitt, að þrátt fyrir að í ránunum hefði verið hótað ofbeldi, hafði því aldrei verið beitt. Það átti hins vegar eftir að breytast. Klukkan fimm að morgni, þann 30. nóvember, fékk lögreglan tilkynn- ingu um að maður lægi í götunni í vesturhluta Chicago og hann virtist vera látinn. Þegar lögreglumennirnir komu á staðinn sáu þeir að blóð rann úr líkama mannsins og var hann lát- inn. Þótti þeim strax ljóst að um morð væri að ræða og voru tækni- menn kallaðir á staðinn. Tóku þeir strax til óspilltra málanna, vitandi það að mun auðveldara er að rekja ferska slóð en gamla. Þeir komust fljótlega að því að maðurinn hefði staulast stórslasaður um 500 fet og hafði hann greinilega oft dottið í leit sinni að hjálp. Blóðslóðin endaði skyndilega og ljóst var að annað hvort hefði maðurinn verið skotinn þar, eða að þar hefði hann verið lát- inn, út úr bifreið. Látínn með opna buxnaklauf Hvað var þessi maður, sem var hvítur á hörund að gera í blökkumanna- hverfi um miðja nótt? Það var ljóst að ekki var um atvinnumenn að ræða því þeir skilja ekki við fórnarlömb sín á lífi. Líkið var flutt til krufningar og það fyrsta sem kom í ljós þegar mað- urinn var færður úr fötunum var að hann var með húðflúr á vinstri hand- legg, af hjarta með borða yfir þar sem á stóðu stafirnir BOB. Auk þess var maðurinn með opna buxnaklauf, sem lögreglunni þótti mjög furðu- legt við þessar kringumstæður. Auk þess voru engir skartgripir á líkinu, s.s. úr eða hringir, sem maðurinn hlaut að hafa haft og virtist því við fyrstu sem um rán hefði verið að ræða. Maðurinn reyndist vera með per- sónuleg skjöl í vösum sínum þar sem kom fram að hann hét Robert Lund- Bessie Rowlen, gleöikona og fimm barna móöir. strom og var til heimilis í einu út- hverfa Chicago. Lögreglan tilkynnti aðstandendum mannsins um látið og var það að sjálfsögðu mikið áfall fyrir þá. Þeir tjáðu lögreglunni að hann hefði átt prentsmiðju f Chicago og umrætt kvöld hefði hann komið heim strax eftir vinnu. Eftir kvöld- matinn hefði hann hringt í félaga sinn til að fá hann með sér til að drekka nokkra bjóra. Lögreglan heimsótti félaga manns- ins og sagði hann að þeir hefðu farið saman á bar í einu úthverfa Chicago, sem heitir The Flamingos. Þar hefðu þeir hist skömmu eftir klukkan níu og hann sagði að það hefði legið vel á Robert og ekkert hefði bent til að Ro- bert héldi að líf hans væri í hættu. Þeir félagarnir fóru síðar um kvöldið á annan bar í nágrenninu þar sem þeir héldu áfram drykkju til klukkan tvö eftir miðnætti. Eftir að lögreglu- mennimir höfðu þjarmað töluvert að félaga Roberts, sagði hann, að Robert hefði sagt að hann langaði ekki til að fara heim að sofa. Hann sagðist finna dálítið til karlmennsku sinnar og ætlaði þvf að fara í bæinn og hann hefði spurt sig hvort hann vildi ekki hitta gleðikonur. Vinur Roberts sagð- ist ekki hafa haft áhuga á því og bauð honum góða nótt Það var í síðasta sinn sem hann sá Robert. Vændiskonan aftur á ferð Vegna ferðar Roberts í bæinn að leita að gleðikonu, taldi lögreglan nokkuð víst að einhver gleðikona ætti hlut að máli og það sem lögreglumennirnir óttuðust mest var að morðinginn ætti hlut að bílþjófnaðar- og vændis- hringnum sem þeir hefðu verið að eltast við síðustu þrjá mánuðina, því fórnarlambið frá kvöldinu áður hefði verið á bifeið sinni, en hún var alger- lega horfin. Lögreglan Iét strax lýsa eftir bifreiðinni sem var nýleg skut- bifreið, en þeir sem önnuðust rann- sókn málsins áttu ekki von á því að leitin að henni bæri árangur, þar sem nógur tími hefði liðið til að breyta bílnum. En það ótrúlega gerðist. Bíllinn fannst skömmu síðar, númerslaus, en enginn vafi var á að um bfl Lund- stroms var að ræða. í stað þess að rannsaka bflinn strax í þeirri von að morðinginn væri kannski í honum, eða að þar væru önnur sönnunar- gögn, var ákveðið að láta bifreiðina eiga sig og voru lögreglumennimir sem fundu hana, látnir fylgjast með henni úr felum. Þeir sátu í bifreið sinni tímunum saman án þess að nokkuð gerðist. Snjór hafði fallið og þeir voru orðnir úrltula vonar. En öll él birtir upp um síðir. Út úr nærliggjandi húsi kom kona, sópaði snjónum af framrúðu bflsins og sett- ist inn í hann. Hún hafði þó ekki tíma nema rétt til að stinga lyklinum í svissinn, því upp að bifreiðinni renndi lögreglubifreið. Ökumaður- inn, sem var blökkukona, reyndist heita Bessie Rowlen og samkvæmt ökuskírteini hennar, reyndist hún vera 22 ára að aldri. Hún sagði að bif- reiðin væri eign vinar síns, sem byggi ekki langt þar frá. Lögreglu- mennimir tveir báðu um aðstoð og fengu hana. Fjórir lögregluþjónar bættust í hópinn, auk þeirra tveggja sem stjórnuðu rannsókninni. Ákveð- ið var að ræða við þann aðila sem Bessie Rowlen sagði að ætti bifreið- ina. Skotvopn fínnst Viðkomandi sagðist ekkert vita um skutbifreiðina. Lögreglan fékk leyfi mannsins til að leita í íbúðinni og ekki leið á löngu þar til 32 kalibera skammbyssa fannst á hillu í fataskáp. Maðurinn hélt fram sakleysi sínu, en var engu að sfður færður í fanga- geymslur, ásamt Bessie Rowlen. Þeg- ar farið var að athuga lögregluskýrsl- ur kom í ljós að Rowlen hafði áður komið við sögu lögreglunnar, en hún hafði fimm árum áður verið hand- tekinn fyrir búðarhnupl. Hins vegar fannst ekkert um hinn aðilann sem gmnaður var í þessu máli og í yfir- heyrslum kom ekkert fram sem tengdi hann morðinu á Lundstrom. Það var því ákveðið að láta hann laus- an. Bessie Rowlen var þó enn höfð í haldi og var hún yfirheyrð tímunum saman og var framburður hennar af- skaplega furðulegur og breyttist í hvert sinn. Það eina sem hún vissi örugglega var að hún ætti fimm börn og sem hún hafði enga vinnu og átti engan eiginmann, dró hún fram lífið á vændi. Eftir margra tíma yfirheyrslu sagð- ist hún vilja játa dálítið. Kvöldið 30. nóvember hefði hún verið á horninu sínu. Skömmu síðar hefði rennt þar upp að miðaldra maður á skutbifreið og hefði hún farið inn í bflinn. Hún leiðbeindi honum að hinum fáfama Lafollette garði þar sem maðurinn hafði hugsað sér gott til glóðarinnar. Hann klifraði aftur í skutbflinn og togaði niður um sig buxurnar, en þá sagðist Rowlen hafa tekið upp skammbyssuna. Fómarlambið var skelkað og reyndi að ná til byssunnar og Rowlen sagðist hafa æpt á hjálp, sem hún vissi að var ekki langt und- an, því melludólgurinn hennar hafði falið sig í nágrenninu. Það kom til ry- skinga á milli melludólgsins og fóm- arlambsins, sem hafði að sögn Row- len náð af henni byssunni. í rysking- unum hljóp skot af byssunni og sek- úndubrotum síðar hafði fórnar- lambið fallið fram fyrir sig til jarðar. 60 ára fangelsi Rowlen sagði að hún ásamt mellu- dólgi hennar hafi hlaupið í burtu og þau hafi úr fjarlægð séð fómarlamb- ið staulast í áttina að íbúðarhúsi sem var þar skammt frá, en hann hafi ekki komist þangað. Þegar þau sáu að fórnarlambið var látið í eigin blóði, hröðuðu þau sér aftur að bflnum og tóku hann. Lögreglan Iét í framhaldi af játn- ingu Rowlen lýsa eftir melludólgi hennar, Albie Johnson, en það var ekki fyrr en viku eftir handtöku Row- len að hún fékk upplýsingar um hvar Johnson væri að finna. Ættingi John- son í San Jose hringdi og sagði að Johnson hefði haft samband við sig og óskað eftir því að fá að gista hjá honum. Honum hafði fundist það skrítið og hann sannfærðist enn meira um að eitthvað væri gmggugt við þetta, því hegðun Johnson hafði verið á þann veg. Hann hafði því hvatt Johnson til að segja sér hvað væri að og á endanum sagði Johnson frá hvað gerst hafði. Johnson var því handtekinn á heimili ættingja síns í San Jose, tíu dögum eftir morðið á Lundstrom og færður í varðhald. Hann hélt fast við þá sögu sína að hann hefði ekki hleypt af byssunni, það heföi verið Rowlen og hann væri tilbúinn til að vitna um það fyrir rétti. Eftir rannsókn á byssunni sem fannst í íbúð Johnson kom í ljós að Bessie Rowlen hafði keypt hana í Mil- waukee fyrir 100 dollara. Bessie Row- len, 22 ára og fimm barna móðir, lýsti sig að lokum seka um ákæruat- riðin, en saksóknari kraföist dauða- refsingar. Rétturinn ákvarðaði hins vegar að dauðarefsing skyldi það ekki vera þar sem hún heföi viðurkennt glæpinn, en Rowlen var þess í stað dæmd til 60 ára fangelsisvistar. Albie Johnson fékk hins vegar skilorðsbundinn dóm fyrír hans þátt í málinu, vegna aldurs síns og vegna þess hve samvinnuþýð- ur hann var.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.