Tíminn - 12.12.1992, Blaðsíða 24

Tíminn - 12.12.1992, Blaðsíða 24
AUGLÝSINGASIMAR: 680001 & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 KERRUVAGNAR OG KERRUR Bamaíþróttagallar á ffábæru verði. Umboðssala á notuðum bamavömm. Sendum i póstkröfu um land allt! BARNABÆR, Ármúla 34 Símar: 685626 og 689711. (Æ \ l .l |VERIÐ VELKOMINíj Bílasala Kópavogs Smiöjuvegi 1, 200 Kópavogi SÍMI 642190 Vantar nýlega bíla. Mjög mikil eftirspurn. VERIÐ VELKOMIN Tíniiiui LAUGARDAGUR 12. DES. 1992 Hallarekstur í sjávarútvegi og aflaleysi er að breyta útgerðarháttum á Vestfjörðum: VesHjarðatoguram hefur mjög fækkað urinn býr við og ofan á það hefur síðan bæst aflaleysi. Ingimar segir að aflaleysi sé í sjálfu sér ekkert nýtt og bendir á að á sjötta áratugnum hafí verið viðvarandi aflaleysi hjá vestfirskum síðutogurum sem leiddi meðal annars til þess að tog- araútgerð lagðist af og hófst ekki aftur fyrr en í byrjun áttunda ára- tugarins með tilkomu skuttogar- anna. Sýnu verst þykir Vestfirðingum að þurfa að sjá á eftir kvóta úr fjórð- ungnum og nú síðast 1140 þorsk- ígildistonnum frá Flateyri. Ingimar segist ekki kunna þá sögu hvort sá kvóti hefur verið boðinn til kaups innan fjórðungs áður en hann var seldur austur á land. í staðinn fyrir togaraútgerð hafa Vestfirðingar meðal annars snúið sér í auknum mæli að útgerð línu- báta á meðan tvöföldun línuafla er enn við lýði. Ingimar Halldórsson segir að ef tvöföldunin verði afnum- in, eins og LÍÚ hefur ályktað, muni verða tekið mið af aflareynslu línu- bátanna við úthlutun kvótans. „En hinu er ekki að leyna að það setur að manni hroll við að heyra allar þessar hörmungasögur úr vestfírskum sjávarútvegi og ekki bætir það ástandið að það er varla nokkuð að hafa og til dæmis er svæðið frá Hala og austur í Reykja- fjarðarál lokað eins og stendur," seg- ir Ingimar Halldórsson, formaður Útvegsmannafélags Vestfjarða grh Á undanfómum árum hefur orðið töluverð fækkun í togaraflota Vestfirðinga og svo virðist sem það séu afleiðingar af þeim rekstrar- forsendum sem sjávarútvegurinn hefur búið við og minnkandi afla á hefðbundnum togaramiðum. Þess í stað hafa vestfirskir útgerðar- menn snúið sér að útgerð minni báta og sú togaraútgerð sem eftir er reynir að halda sjó á meðan stætt er á. Eins og kunnugt er þá verður Flateyri skuttogaralaus fljótlega í byrjun næsta árs þegar Gyllir verður aflientur nýjum eigendum í Nes- kaupstað. Patreksfirðingar misstu sína Sigurey hér um árið, Bflddæl- ingar eru í þann veginn að missa Sölva Bjarnason og þá er enginn togari lengur gerður út frá Suður- eyri við Súgandafjörð frá því Elín Þorbjarnardóttir var og hét. Dýrfirð- ingar halda enn sínum togara og einnig Bolvíkingar en óvíst er hvað það verður lengi. Á ísafirði eru gerðir út þrír ísfisk- togarar, Páll Pálsson, Guðbjartur og Guðbjörgin auk frystitogarans Júlí- usar Geirmundssonar. Líklegt er tal- ið að Guðbjörgin verði seld í staðinn fyrir frystitogara og þá verða aðeins tveir ísfisktogarar eftir í plássinu. Þá er einn ísfisktogari gerður út frá Súðavík. Ingimar Halldórsson, formaður Út- vegsmannafélags Vestfjarða og framkvæmdastjóri Frosta hf. í Súða- vík, segist rétt ætla að vona að tog- arar verði áfram gerðir út frá Vest- fjörðum en engu að síður séu menn kvíðnir yfir þessu ástandi og því sem er og hefur verið að gerast í sjávar- útvegi á Vestfjörðum. Hann segir að þessi þróun sé afleiðing þeirra rekstrarforsendna sem sjávarútveg- Davið Á Gunnarsson setur ársfund Ríkisspítala 1992 í gær. Timamynd Ámi Bjarna. Arsfundur Ríkis- spítalanna 1992 „Efnahagsþrengingar og það sem okkur þykir óréttlát skipting verk- efna hafa þrengt umgjörð Ríkis- spítalanna um sinn. Þrátt fyrir þetta eru hér enn sem áður unnir stórir sigrar. Á árinu 1992 stefna hjartaaðgerðir í að verða sjötíu fleiri en var á síðastliðnu ári,“ sagði Davíð Á Gunnarsson, for- stjóri Ríkisspítalanna, þegar hann setti ársfund Ríkisspítalanna í gær. í tengslum við ársfundinn og í til- efni af 40 ára afmæli Kópavogs- hælis verður þar opið hús á morg- un, sunnudag, kl. 13-17. —sá Annarri umræðu um flár- lagafrumvarpið lauk í gær: Össur og Rannveig á móti skóla- gjöldum Tveir þingmenn Alþýðu- flokksins, Össur Skarphéð- insson og Rannveig Guð- mundsdóttir, greiddu atkvæði gegn því að lögð yrðu á skóla- gjöld í framhaldsskólum þeg- ar atkvæði voru greidd um fjárlagafrumvarpið á Alþingi við aðra umræðu. Skólagjöld voru engu að síður samþykkt með tryggum meirihluta. Frumvarpið gerir ráð fyrir að 3.000 krónur verði innheimt- ar af hverjum framhalds- skólanema. Menntamálaráð- herra segir að þetta gjald sé nú þegar innheimt í flestum skólum með tilvísun til laga um framhaldsskóla. Atkvæðagreiðsla við aðra um- ræðu um fjárlagafrumvarpið lauk í gær. Eins og venja er voru allar tillögur stjórnar- andstöðunnar felldar en tillög- ur meirihluta fjárlaganefndar voru samþykktar. Frumvarpið fer nú að nýju til nefndar, en eftir er að taka ákvörðun um frekari niðurskurð í ríkisfjár- málum og fjalla um tekjuhlið frumvarpsins. Það mun því ekki koma í ljós fyrr en við þriðju umræðu hver hallinn á ríkissjóði verður á næsta ári. Eins og staðan er í dag stefnir í að hallinn verði um 8 milljarð- ar. Ríkisstjórnin fjallaði í gær um ríkisfjármál á fundi sínum. -EÓ ...ERLENDAR FRÉTTIR... MOSKVA Mótleikur þingsins Fulltrúar nissneska þingsins réðust I gær enn gegn áformum Bórisar Jeltsín forseta og felldu I atkvæóagreiðslu til- lögu hans um að fram færi þjóöarat- kvæðagreiðsla um aö leysa upp löggjaf- arsamkunduna. MOGADISHU Tveir tilkynna vopnahlé Tveir stríðsherranna sem hafa lagt Sómaliu i rúst tilkynntu i gær tafariaust vopnahlé. Bardagar hafa nú staöiö i meira en eitt ár og leitt til stjómleysis I landinu. Að minnsta kosti 300.000 manns hafa dáið úr hungri og sjúkdóm- um. BRUSSEL Kanar frá Sómalíu? Dick Cheney, bandariski vamarmála- ráðherrann, sagöi í gær að hann vonaöi að flestír amerisku hermannanna yröu famir frá Sómaliu innan þriggja mán- aöa. Hann bætti því við aö svo kynni að fara að landgönguliö yrði um kyrrt viö ströndina friöargæslumönnum Samein- uöu þjóðanna til stuönings. BONN Þjóöverjar til Sómalíu? I Þýskalandi var I gær verið að íhuga hvemig liö frá þeim gæti sinnt mannúö- arstarfi I Sómaliu, eftir að Frakkar höföu mildilega sett ofan I við þessa nánu bandamenn sina fyrir að taka ekki þátt I hemaðarieiööngrum Sameinuðu þjóð- anna. NÝJA DELHI Þaö versta afstaöiö P.V. Narasimha Rao, forsætisráðherra Indlands, sagði I gær aö þaö versta væri afstaöiö eftir aö átök hindúa og múslima höföu geisað um allt landið I fimm daga og kostað um 1000 manns lifið. SARAJEVO Vetrarveöur og hvorki vatn né rafmagn Striðshrjáöir ibúar Sarajevo, sem eru enn máttminni eftir siðustu árásir Serba, hittu fyrir annan máttugan óvin i gær. Vetur er genginn I garö og hitastigiö rétt yfir frostmarki. I ofanálag er hvorki raf- magn né vatn í borginni. BRUSSEL Lætur NATO til sín taka í Bosníu? Likur jukust á því i gær aö NATO- rikin tækjust á viö nýtt friðargæsluverkefni I Júgóslaviu fynverandi en Bandarikja- menn sögðu að bandalagiö yrði ekki langlift ef þaö tæki ekki virkari þátt I að aöstoða andstæðinga fyrrverandi kommúnista. EDINBORG Grikkir harðir Grikkir heimtuöu afdráttariaust I gær að samstarfsþjóðir þeirra i Evrópubanda- laginu neituðu að viöurkenna gamla júgóslavneska lýöveldiö Makedóniu á norðuriandamæmm Grikklands meöan þaö héldi því heiti. MOSKVA Rússar stilla til friöar Rússneskar friöargæslusveitir I Tadzj- íkistan hrintu i gær af stað aögeröum gegn róttækum islömskum bardaga- mönnum sem þeir sökuðu um að hafa rænt fjórum liðsforingjum aö þvi er kom fram i rússnesku sjónvarpi I gær. ANZA Dauði á vesturbakkanum Palestínumaöur, sem komst lífs af eftir að eldflaugaárás haföi kveikt I felustaö hans, skaut á flóttanum til bana einn af Israelunum sem eltu hann og særöi þrjá aðra áður en hann lét sjálfur lifið I sprengingu. SANAA Róstur í Jemen Róstur voru I Jemen i gær, þriðja dag- inn i röð, og lögregla skaut upp I loftið til aö dreifa mörg hundruö mótmælendum á götum höfuöborgarinnar, Sanaa. DENNI DÆMALAUSI „Vegna þess að ég get ekki slappað af fyrr en þú slappar af.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.