Tíminn - 12.12.1992, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.12.1992, Blaðsíða 11
Laugardagur 12. desember 1992 Tíminn 11 Óður um vináttuna Undarlegt er líf mitt Bréf Jóhanns Jónssonar skálds til sr. Friðriks A. Friðrikssonar. Vaka-Heigafell 1992. Ingi Bogi Bogason bókmennta- fræðingur ritar hér grein um Jó- hann og æviferil hans. Sigurjón Jóhannsson, fyrrverandi skóla- stjóri á Húsavík, gerir grein fyrir viðtakanda bréfanna. Það er alkunnugt að Jóhann var snjall rithöfundur og gott skáld. Ógleymanleg er frásögn sem hann ritaði um reimleika í Ólafsvík og Óskar Halldórsson las í útvarp fyr- ir nokkrum árum. Vandfundin mun kröftugri reimleikasaga frá þessari öld. Þessi bréf eru öðru fremur óður um vináttuna. Segja má að öll bréfin, sem Jóhann skrifar á ís- landi, séu helguð því efni nánast eingöngu. En þegar hann er kominn til Saga skemmtarans Eðvarð Ingólfsson: Lífssaga Ragga Bjama, söngvara og spaugara. Æskan 1992. Mjög er það misjafnt hvað ævisög- ur eða minningabækur snerta þjóð- arsöguna. í þessari bók eru vissir þættir sem snerta hana. Ragnar Bjamason segir hér frá því tímabili er stjórnmálaflokkamir höfðu hér- aðsmót á sumrin með fulltingi ýmis- konar skemmtikrafta. í framhaldi af því var svo Sumargleðin, einkafram- tak samvirkra kunnáttumanna til að skapa sér sumaratvinnu. Söguritari virðist hafa lagt kapp á að koma því til skila að hér væri um spaugara að ræða. Svo mikið er víst að þeim félögum hefur tekist að setja saman bók sem er skemmtileg aflestrar. En frásögnin minnir á það að stéttarbræður Ragnars við söng og hljóðfæraleik á danssamkomum vom margir drykkfelldir til skaða. Svo virðist sem mörgum hafi fundist að vímuefnaneysla tilheyrði list- greininni. Spaugarinn dregur ekki fjöður yfir þátttöku sína í þeim lífs- stfl og er það mála sannast að stund- um liggur við að meinlausum les- anda komi í hug orð meistara Jóns Vídalíns: „Mætti ég skemmta um hinn óskemmtilegasta hlut.“ Ragnar Bjamason var lífsreyndur maður þegar Sumargleðin varð til og hann varð ábyrgur fyrir því liði sem þar kom til starfa. Þá vissi hann að ekki dygði annað en svikalaust áfengisbann. Hann gætti þess að því væri framfylgt. Hinn gamli lífsstfll stéttarinnar var ekki gæfulegur, — raunar óþolandi. Það er ekki mikið um sterkar mannlýsingar í þessari bók, en þó Síðan man ég ekkert meira.“ Svona er hægt að leyna á sér þegar sagt er frá athyglisverðum hlutum. Til eru menn sem telja að við ættum að haga heilbrigðismálum að hætti Bandaríkjanna. Hér þarf engar ráð- leggingar. Þetta er nóg. Það er víða komið við þegar þessi lífssaga er rakin. Auk þess að hún er sögð til að skemmta má ýmislegt af henni læra. H.Kr. Jóhann Jónsson. Þýskalands ritar hann í bréfin hressilegar umsagnir og ályktanir um ýmsa menningarstrauma, sem þá voru uppi, og viðhorf íslend- ingsins gagnvart hinum stóra heimi. Þetta tengist stundum komu hans í sögufrægar borgir, Núrnberg, Weimar, Wartburg, Dresden og fleiri. Sem dæmi má nefna þessi orð hans í sambandi við herbergi Lúthers: „Sorglegur heimur. Frelsarar hans fæðast í jötum hirðingja, guðsmenn hans sitja í myrkra- stofum en dýrð hans varð einung- is hlutskipti hins drembiláta vam- barkýlis. “ Eða um dýrkun Þjóðverja á Goet- he: ,Jerlega koma 1000 bækur út um kvennafar Goethes, ja, ef mitt kvennafar yrði svona vísindalegt einhvemtíma, þá er ekki til einsk- is lifað. “ Gegnum öll þessi bréf vakir draumurinn fagri og mikli að rit- arinn eigi sér köllun. Honum sé ætlað að vera skáld sem hefur góð áhrif á menninguna og tilveruna og í því sambandi hefur hann stór- virki í huga. Þau komast yfirleitt aldrei svo langt að þau séu fest á bók. Hvort miklu hefur verið brennt vita menn ekki. En úr því Jóhann brenndi stundum bréfi sem hann hafði skrifað vini sínum, er ekki ólíklegt að sitthvað sem al- menningi var ætlað hafi farið sömu leið. En Jóhann verður enn eins konar huldumaður í bók- menntasögunni þrátt fyrir þessa útgáfu. Fegurri og snjallari lof- gjörð um vináttuna mun ekki auð- fundin. Bréfin bregða skæru ljósi á órofa tryggð þessara æskuvina frá Ólafsvík. Þau eru falleg eftirmæli um þá báða. H.Kr. Ragnar Bjarnason. munu ýmsir verða þakklátir fyrir lýsinguna á Bjama Böðvarssyni, föð- ur sögumanns. Víða koma fram atriði sem vert er að stansa við, þó að þau láti kannske ekki mikið yfir sér. Þegar sagt er frá því að sögumaður leitar sér lækn- inga með spmngna skeifugörn í New York, segir hann: „Það var svo sem eftir öllu þegar ég birtist fárveikur á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum að ég var fyrst yfir- heyrður um tryggingar mínar og fjárhagsgetu áður en ég var spurður hvað amaði að mér. Ég skrökvaði að þeim til að draga þetta ekki á lang- inn að hafa engar áhyggjur, íslenski heilbrigðisráðherrann væri bróðir minn, og skipaði þeim síðan að gefa mér eitthvað við sársaukanum eða skera mig í hvelli. Þá hafði ég ekki getað borðað matarbita í þrjá daga. Hestabóki Þessi bók, jícm um ueý, eftir Sigurgeir Magnússon, er um nafnkennda gæðinga og landsfræga hestamenn. Bókin er laustengt framhald annarar bókar sem sami höfundur skrifaði 1979 um fræga hesta, sem nefndist, Ég berst á fáki fráum. Bókin er fallega myndskreytt. fytcý&fcistdU Dreifing: íslensk bókadreifing r Armann er sjálfum sér líkur Ármann Kr. Einarsson: Grailaralif f Grænagerði. Teikningar eftir Búa Kristjánsson. Vaka-Heigafell 1992. Ármann Kr. Einarsson er Iöngu kominn yfir allan löglegan her- skyldualdur, enda hefur hann verið þjóðkunnur höfúndur í fulla fjóra áratugi. Hann er því enginn nýgræð- ingur í sagnaritun. Vinsældir hans ná því til þriggja kynslóða þar sem hann hefur lengstum helgað sig skrifum fyrir unga fólkið. Þetta er Reykjavíkursaga og segir frá Robba, syni efnaðra hjóna. Hann er að byrja skólagöngu og ekki fyrir- myndarnemandi, kærulaus og latur svo að honum leiðist skólagangan. En atvikin haga því svo að hann eignast góðan vin sem er mótaður af öðru umhverfi, auk þess sem upplag hans virðist annars konar. Amma Robba kemur og allmjög við sögu. Ármann er sjálfum sér líkur í þess- ari sögu. Hann segir frá fólki sem lesandinn kynnist og þekkir að lestri loknum. Og það er alltaf eitthvað að gerast. Því streymir sagan áfram þannig að hún heldur huganum föstum. Annars á ekki að þurfa mörg orð um þetta. Ármann er sjálfum sér líkur. Sú umsögn mun nægja vinum hans frá fyrri tíð. H.Kr. folleg, óvenjuleo 01 ódýr jólagjöf Ársmappa Pósts og síma með fiímerkjum ársins 1992 er falleg, ódýr og óvenjuleg jólagjöf. Hún er vel til þess fallin að vekja áhuga á frímerkjasöfnun hjá ungu kynslóðinni. Stingdu ársmöppunni í jólapakkann. Hún kostar aðeins 960 krónur og fæst á póst- og símstöðvum um allt land. FRIMERKJASALAN Pósthólf 8445, 128 Reykjavík, Sími 63 60 51 PÓSTUR OG SÍMI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.